Morgunblaðið - 06.10.1988, Page 46

Morgunblaðið - 06.10.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 Minning: Þór Benedikts- son verkfræðingur Fæddur 17. júní 1937 Dáinn 27. september 1988 Þegar menn veikjast skyndilega og eru svo allt í einu burt horfnir úr dagsins hringiðu þá setur mann hljóðan. Hvemig sem réttlæti þess, sem öllu ræður, er háttað, veit ég ekki, en mig langar íyrir mína hönd og samstarfsmanna að þakka með nokkrum fátæklegum orðum sam- starf liðinna ára. Þór var einhver besti samstarfs- maður sem við höfum kynnst og mun ætíð minnst sem slíks. Hann var fljótur að sjá hvað gekk upp og hvað ekki og síðan jafnöruggur að reikna það á eftir svona í örygg- isskyni. Sjaldan þurfti hann að breyta fyrsta áliti, siíkt var öryggi hans sem burðarþolsmanns. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar farið var að vinna við nýja geðdeild Landspítalans 1974, en þar var Þór helsti verkfræðingur þá í samstarfi við verkfræðifyrirtækið Hönnun. Samstarfið varð strax í upphafi á þann veg að þegar Þór ákvað að stofiia eigið fyrirtæki með bróður sínum nokkrum árum seinna var nánast sjálfgefið að við tækjum upp viðskipti við þá. Geðdeildin var allflókin bygging burðarþolslega, en mér er minnisstætt hve Þór var vinsæll hjá jámamönnunum, sem þurftu að vinna verkið því það var eins og í öðru, þegar menn hafa fullkomið vald á því sem þeir eru að gera, að hið flókna verður ein- falt. Stórbyggingar fyrir aldraða, sem orðið hafa eitt af aðalverkefn- um okkar síðari ár, við Bólstað- arhlíð, Dalbraut og Aflagranda bera allar merki trausts handbragðs Þórs. Þór var góður tónlistarmaður og hafði unun af því að flytja tónlist. Var hann þar í hópi margra ann- arra góðra stærðfræðinga en þessi svið mannlífsins liggja oft nálægt hvort öðru. Sagði hann mér að þá ætti hann sínar bestu stundir þegar hann gat slakað á og blásið jass í góðra vina hópi. Það kom því ekk- ert á óvart þegar hann af ljúf- mennsku sinni fór að aðstoða okkur við burðarþolshönnun á væntanlegu tónlistarhúsi og var hann þar betri en enginn. Lagði hjann á sig mikla vinnu við að aðstoða arkitekt í end- anlegri gerð byggingamefndar- teikninga og verður það skarð vánd- fyllt. Rétt er að geta þess hér að Þór tók aldrei eina krónu fyrir vinnu sína í því verkefni. Mannlífíð er stutt, en þegar góðir menn eiga í hlut vonum við að þeir fari á Guðs vegum til góðra verka. Fjölskyldu hans votta ég innilegustu samúð. Ármann Ö. Armannsson Stutt kveðja til látinna félaga Þegar ég gerðist félagi í Lúðra- sveit Reykjavíkur voru margir stofnendanna enn starfandi ásamt þeim sem fyrst höfðu bæst í félagið. Meir en þijátíu ár skildu að nýlið- ann og þá elstu en slíkur aldurs- munur hefur alltaf verið í lúðra- sveitinni og aldrei komið að sök. Lúðrasveitin er ekki mjög fjöl- mennt félag og því heyrir það til undantekninga að á fárra vikna tímabili horfum við nú á bak þriggja félaga okkar, þeirra Magnúsar 0. Magnússonar bókbindara, Óskars A. Þorkelssonar gjaldkera og Þórs Benediktssonar verkfræðings. Auk fleiri stjómarstarfa höfðu Óskar og Þór gegnt formannsstörf- um og Magnús verið gjaldkeri. Magnús og Óskar voru báðir komnir á níræðisaldur er þeir lét- ust, og héldu góðu sambandi við fyrri félaga eftir að þeir hættu að leika með, þeir voru heiðursfélagar sveitarinnar. Þór Benediktsson, sem við nú kveðjum, lést langt um aldur fram aðeins 51 árs. Hann starfaði í LR um árabil, var formaður um tíma og fórst það vel. Allir voru þeir góðir og traustir félagar sem söknuður er að, og minning þeirra lifir. Aðstandendum þeirra sendi ég samúðarkveðjur. Halldór Einarsson Okkur setti hljóða, fyrrum starfs- félaga Þórs Benediktssonar, verk- fræðings, er við fréttum óvænt andlát hans hinn 27. september síðastliðinn. Þór hafði ekki gengið heill til skógar síðustu vikur en engu að síður kom hið skyndilega fráfall hans okkur öllum að óvörum. Því meir varð okkur um þessa harmafregn, að Þór var brott kvaddur langt fyrir aldur fram, á besta aldri, aðeins 51 árs gamall. Þor var fæddur í Reykjavík 17. júní 1937, sonur hjónanna Bene- dikts Kristjánssonar, húsgagna- smíðameistara, og Fríðu Eggerts- dóttur. Hann lauk prófi í bygginga- verkfræði frá verkfræðiháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1963 og starfaði síðan fyrstu tvö árin sem verkfræðingur hjá danska ráðgjafa- fyrirtækinu Ramböll & Hanne- mann. Þór fluttist heim árið 1965 og réðst þá til starfa hjá verkfræðistof- unni Hönnun hf. í Reykjavík. Hönn- un var þá ungt og ört vaxandi ráð- gjafarfyrirtæki og átti Þór sinn þátt í uppbyggingu þess sem með- eigandi, stjómarmaður og síðar stjómarformaður. Árið 1981 létÞór af störfum hjá Hönnun og hóf eigin ráðgjafarstarfsemi. Skömmu síðar stofnaði hann verkfræðistofuna Nýverk með bróður sínum, Leifi, þar sem hann starfaði allt til þess að hann var svo skyndilega allur. Árin, sem Þór starfaði hjá Hönn- un, var mikil uppbygging í landinu á sviði atvinnulífs og opinberrar þjónustu. Fyrirtæki ráðgjafarverk- fræðinga stækkuðu og efldust og viðfangsefnin urðu fjölbreyttari. Mikið var reist af veglegum bygg- ingum um land allt og þá hófst bygging stórra vatnsorkuvera og háspennulína. Verkfræðiráðgjöf á því sviði færðist æ meir á hendur íslenskra verkfræðinga og Þór átti mikilvægan þátt í þeirri þróun. Hann var tvímælalaust einn af fær- ustu byggingaverkfræðingum landsins og hafði sérstaka hæfileika til að leysa vandasöm verkefni. Til hans leituðu starfsfélagamir í Hönnun þegar upp komu erfið verk- fræðileg vandamál og þau voru leyst. Vandvirknisleg og skipuleg vinnubrögð hans settu vemlegan svip sinn á fyrirtækið og mörkuðu stefnu þess og vom þáttur í því að afla því trausts. Þór var verkefnis- stjóri við hönnun á íjölmörgum stór- um byggingum um land allt og nutu þá leiðsagnar hans yngri og óreyndari menn. Þeir sem yngri em í okkar hópi eiga Þór mikið að þakka frá þessum tíma og búa að leiðsögn hans. Árið 1969 stofnuðu nokkur verk- fræðifyrirtæki og einstaklingar, þ. á m. Hönnun fyrirtækið Virkir hf., með það fyrir augum að fást við stærri verkefni. Þór vann fjöl- mörg verk á vegum Virkis, einkum þó sérfræðiráðgjöf og hönnun á háspennulínum, en einnig gegndi hann veigamiklu hlutverki við hönn- un steyptra mannvirkja í Sigöldu- virkjun. Vegna sérþekkingar sinnar, reynslu og hæfni var Þór einn af brautryðjendunum í þeirri viðleitni Virkis að flytja út íslenska verkfræðiþekkingu. Má þar til nefiia störf hans við hönnun á há- spennulínum í Alsír, Guatemala og Surinam og matsstörf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Perú eftir jarðskjálftana þar 1970. Þór var um árabil í stjóm Virkis. Þór hafði með höndum ýmis trún- aðarstörf fyrir verkfræðinga, hann sat m.a. um tíma í stjóm byggingar- deildar Verkfræðingafélagsins, í stjóm Félags ráðgjafarverkfrasð- inga og í stjóm Verkfræðingafélags íslands. Á starfsámm Þórs með okkur var að sjálfsögðu einnig litið upp frá erli dagsins og hópurinn átti glaðar stundir. Einkum minnumst við hans þá sem skemmtilegs og góðs ferðafélaga í fjölmörgum úti- legum og veiðiferðum. Hann var mikill áhugamaður um ferðalög, einkum á yngri áram, m.a. félagi í Hjálparsveit skáta og stundaði 5'allgöngur og langar skiðagöngur. I einni af slíkum ferðum, árið 1959, gekk hann á skíðum yfir þveran Vatnajökul til Norðurlands og stóð til að endurtaka þá ferð á næsta ári ef honum hefði enst aldur til. Aðaláhugamál Þórs í fristundum var þó tónlist, og hana iðkaði hann sér til ánægju þegar tóm gafst til. Hann lék m.a. með Lúðrasveit Reykjavíkur um margra ára skeið og auk þess tók hann virkan þátt í félagsstörfum sveitarinnar og gegndi þar stjómarstörfum og for- mennsku. Þór kvæntist árið 1961 Huldu Jónasdóttur, þjúkranarfræðingi, og eignuðust þau tvær dætur, Eddu, f. 1962, og Sif, f. 1966. Þau slitu samvistir fyrir nokkram áram. Þór var hæglátur og hógvær í öllu dagfari og naut mikils trausts þeirra sem honum kynntust i starfi sem utan. Með honum er genginn einstakur heiðursmaður og góður félagi og við munum ávallt minnast hans með hlýjum hug og virðingu. Ástvinum hans sendum við einlæg- ar samúðarkveðjur. Fyrir hönd félaganna f Hönnun, Sigurður St. Arnalds t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, fósturfaöir og afi, GREIPUR KJARTAN KRISTJÁNSSON fyrrverandl lögregluvarðstjóri, lést í Borgarspítalanum aöfaranótt 4. október. Guðlelf Helgadóttlr, Hallgrímur Greipsson, Kristján Greipsson, Borghildur Ragnarsdóttir, Guöbjörg Grelpsdóttlr, Haukur Hallgrfmsson, Pálfna Lórenzdóttir og barnabörn. t Sonur okkar, HELGIJÓNSSON, frabakka 6, lést í Borgarspítalanum 4. október. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Guöný Gfsladóttlr, Jón Georg Jónsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, PÉTUR GRÉTAR STEINSSON, Tunguvegi 96, Reykjavfk, andaðist aðfaranótt 4. október. Fyrir hönd aðstandenda, Oddný Guömundsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ALBERT GUNNLAUGSSON, Þlnghólsbraut 23, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Neskirkju þriöjudaginn 11. október kl. 13.30. Blóm afbeöin, en þeim er vildu minnast hans er bent á hjúkrunar- heimiliö Sunnuhlfö. Katrfn Ketllsdóttir, Guönl Albertsson, Þórkatla Albertsdóttlr, Slgurjón Hallgrfmsson, Guðlaug Albertsdóttir, Sveinn Oddgeirsson, Helöar Albertsson, Guðbjörg Siguröardóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóðir, SIGRfÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Öldugötu 14, Hafnarfiröi, lést á Landspítalanum 4. október. Siguröur Elnarsson, böm og tengdabörn. t Móöir okkar og tengdamóöir, KRISTfN GfSLADÓTTIR frá Mosfelli, tll helmllis f Furugerði 1, andaðist f Landspítalanum þann 3. október. Svava P. Bemhöft, Örn Bernhöft, Geir Pétursson, Jóhanna HJörleifsdóttir, Gfsll Pétursson, Sigrföur Eystelnsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, SVEINSÍNA NARFADÓTTIR, Austurgötu 43, Hafnarfiröl, sem lést á Sólvangi 30. september sl., veröur jarðsungin frá Þjóö- kirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 7. október kl. 13.30. Gunnar H. Stefánsson, Ólfna Agústsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttlr, Stefán Svelnn Gunnarsson. t Ástkær eiginkona mfn, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Bergstaöastrasti 63, sem andaðist f Borgarspftalanum sunnudaginn 2. október, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. október kl. 10.30. Guöjón Friðbjörnsson, Fanney Siguröardóttlr, Guðmundur Guöjónsson, Sigurður Hólm Slgurösson, Eygló Hjálmarsdóttir, Guörún M. Slgurðardóttlr, Kristjana Guöjónsdóttlr, Guðlaugur Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.