Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988
33
HEIMSBIKARMÓTIÐ í SKÁK
Stríðsgæfen ekki
með Islendingnm
SKAK þriðju umferðar Heims-
bikarmóts Stöðvar 2 var viður-
eign Ungveijans Lajos Portisch
og Jóhanns Hjartarsonar. Jó-
hann virtist fá lakari stöðu út
úr byrjuninni en smám saman
náði hann tökum á Ungveijan-
um. í miðtaflinu tóku riddarar
Jóhanns sér ákjósanlega
vígstöðu og Portisch gat sig
hvergi hrært. Eftir að fyrra
tímahrakið var afstaðið voru
skákskýrendur sammála um að
Jóhann stæði mun betur að vígi.
Jóhann fann síðan ekki rétta
framhaldið og tapaði. Margeir
Pétursson valdi sömu byijun og
Jóhann, Bogo-indverska vörn,
og tefldi traust með svörtu gegn
Timman. Eftir drottningarupp-
skipti í miðtaflinu lék Margeir
af sér manni og varð að leggja
niður vopnin skömmu eftir fyrri
tímamörkin við 40. leik. Að sögn
Margeirs var hann með ívið
betra tafl þegar hann tók eitrað
peð á miðborðinu.
Heimsmeistarinn Kasparov
fékk farangurinn sinn loks í hend-
ur á þriðjudagskvöld en ekki virt-
ist mikið um leynivopn í honum;
hann gerði stutt jafntefli við Eng-
lendinginn Jonathan Speelman.
Kasparov lagði ríka áherslu á það
áður en hann kom til íslands að
nóg yrði til af svissneska súkku-
laðinu Toblerone og tónik-gos-
drykk en Speelman er heldur meiri
meinlætamaður og nærist ein-
göngu á jurtafæði. Þegar skákinni
var lokið virtust þó ýmsir mögu-
leikar hafa búið undir niðri í stöð-
unni því heimsmeistarinn rakti
hvert afbrigðið á fætur öðru á
taflborði í skákskýringsalnum.
Góðkunningi íslendinga, Viktor
Kortsnoj, sveik ekki áhorfendur í
Borgarleikhúsinu heldur tefldi
geysiskemmtilega skák við Jú-
súpov hinn sovéska. Kortsnoj beitti
Griinfelds-vöm, seildist eftir peði
og við það fékk Júsúpov frum-
kvæðið í sínar hendur. Kortsnoj
lenti í miklu tímahraki eins og
hans er von og vísa og þegar hann
átti innan við mínútu eftir af tíma
sínum gaf hann riddara fyrir
hættulegan frelsingja hvíts. Jú-
súpov varðist framsókn tveggja
svartra peða eins og herforingi og
samið var um skiptan hlut.
Spánski leikurinn varð upp á
teningnum hjá Jaan Ehlvest og
Borís Spasskíj. Ehlvest saumaði
að andstæðingi sínum og eftir
hróksfóm í 35. leik gaf Spasskíj
skákina.
Sax og Beljavskíj tefldu Brey-
er-afbrigði Spánska leiksins.
Skákin var allan tímann í jafn-
vægi og fljótlega var samið um
jafntefli. Nikolic og Nunn sættust
einnig á skiptan hlut. Andersson
var ekki í miklum baráttuhug gegn
heimsmeistaranum fyrrverandi
Tal eftir útreiðina daginn áður
Fiskverð ð uppboðsmörkuðum 5. október.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 53,00 40,00 50,21 15,810 793.840
Undirmál 15,00 16,00 15,00 0,900 13.500
Ýsa 81,00 35,00 54,95 23,583 1.295.929
Ufsi 23,00 18,00 22,90 8,372 191.735
Karfi 36,00 20,00 32,81 19,376 635.674
Steinbítur 34,00 24,00 27,15 0,214 5.811
Hlýri 28,00 28,00 28,00 1,936 54.228
Koli 40,00 25,00 25,65 1,628 41.761
Lúða 205,00 140,00 165,50 0,320 52.985
Langa 29,00 26,00 27,49 0,928 25.519
Keila 19,00 18,00 18,03 1,832 33.023
Skata 30,00 30,00 30,00 0,017 495
Háfur 12,00 12,00 12,00 0,025 294
Síld 40,00 40,00 40,00 0,225 9.000
Samtals 41,96 75.166 3.153.785
Selt var aðallega úr Otri HF, Stakkavík ÁR og frá Soffaniasi
Cecilssyni á Grundarfirði. I dag verða meðal annars seld 9 tonn
af karfa, 3 tonn af þorski, 2,5 tonn af ýsu og 1,5 tonn af ufsa
úr Sólfara AK og fleiri bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 51,00 49,00 50,23 2,708 136.020
Ýsa 78,00 36,00 48,59 4,194 203.789
Skarkoli 27,00 27,00 27,00 0,005 135
Ufsi 12,00 12,00 12,00 0,035 420
Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,036 540
Hlýri 25,00 25,00 25,00 0,174 4.350
Langa 20,00 20,00 20,00 1,132 22.640
Lúða 155,00 184,11 0,224 41.240
Keila 10,00 10,00 10,00 0,170 1.700
Samtals 47,34 8,678 410.835
Selt var úr netabátum. I dag verða meðal annars seld 20 tonn
af ufsa, svo og ýsa og þorskur úr bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 52,50 48,00 49,05 16,715 819.858
Ýsa 72,50 42,00 45,13 32,278 1.546.851
Ufsi 28,50 19,00 19,24 15,287 294.155
Karfi 33,50 22,50 30,30 14,318 433.802
Blál.+hvítlanga 27,00 25,50 26,25 1,086 28.508
Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,103 1.545
Langa 25,50 25,50 25,50 0,047 1.199
Langlúra 23,00 23,00 23,00 0,087 2.001
Sólkoli 46,00 46,00 46,00 0,025 1.150
Skarkoli 35,00 27,00 28,83 0,393 11.331
Lúöa 165,00 80,00 157,02 0,165 25.206
Öfugkjafta 15,00 15,00 15,00 0,141 2.115
Skata 90,00 83,00 83,69 0,051 4.268
Skötuselur 310,00 310,00 310,00 0,021 6.665
Samtals 38,13 80,719 3.088.654
Selt var aðallega úr Aðalvík KE, Reyni GK og Geir RE. í dag
verða meðal annars seld 7 tonn af blönduðum afla, aðallega
þorski og karfa, úr Þresti KE.
Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Alls Röð
1 Alexander Beliavskv '/2 '/2 1 2 1-5
2 Jun Timman '/2 Vi 1 2 1-5
3 Gvula Sax '/2 '/2 Vi 1 Vi 6-12
4 Jaan Ehlvest Vi Vi 1 2 1-5
5 Predrae Nikolic Vi 1 Vi 2 1-5
6 Arlur Júsúnov Vi Vi Vi 1 Vi 6-12
7 Ull' Andersson 1 0 Vi l'/i 6-12
8 Jonalhan Sncelman Vi Vi Vi v/i 6-12
9 Zoltan Rihii Vi Vi 1 + B 13
10 Laios Porlisch Vi 1 0 v/i 6-12
11 Jóhann Hiartarson Vi Vi 0 1 14-17
12 Andrei Sokolov 0 Vi */2 + B 18
13 (iarr.v Kasnarov */2 1 Vi 2 1-5
14 Mikhail Tal '/2 Vl Vi V/i 6-12
15 Viklor Kortsnoi '/2 0 'Á 1 14-17
16 John Nunn Vl '/2 */2 v/i 6-12
17 Boris Snasskv '/2 ‘/2 0 1 14-17
18 Marccir Pctursson 0 0 1 1 14-17
gegn Kasparov. Svíinn tefldi enska
leikinn með hvítu eins og hann
hefur gert svo ótal sinnum áður
og þegar mennimir hurfu af skák-
borðinu eins og dögg fyrir sólu
var ljóst að skákin sigldi hraðbyri
í jafnteflishöfn.
í dag er frídagur hjá skákmönn-
unum nema hvað Ribli og Sókólov
eiga biðskák frá því í gær. Ribli
hefur peði meira í jafnteflislegu
hróksendatafli.
Fómir á báða bóga
Skák
Karl Þorsteins og
Bragi Kristjánsson
JÚSÚPOV og Kortsnoj tefldu
spennandi skák. Júsúpov fórnaði
peði í þekktu byijunarafbrigði
og kom með nýjan Ieik í fram-
haldinu.
Hvítur fékk frelsingja upp á d7,
en svartur átti langa leið upp í borð.
I tímahrakinu í lokin fómaði
Kortsnoj manni fyrir frípeð hvíts,
en Júsúpov komst í vömina í tæka
tíð. Kortsnoj vann manninn aftur
og eftir stóð steindauð jafnteflis-
staða.
Hvítt: Júsúpov
Svart: Kortsnoj
Griinfelds-vörn
1. d4 - RIB, 2. c4 - g6, 3. Rc3
- d5
Kortsnoj bregður fyrir sig Griin-
felds-vöminni eins og svo oft áður.
4. cxd5 -
Rússneska afbrigðið, 4. Rf3 -
Bg7, 5. Db3 - dxc4, 6. Dxc4 -
0-0, 7. e4 o.s. frv., hefur verið vin-
sælt undanfarið. Júsúpov velur hins
vegar uppskiptaafbrigðið, sem gaf
honum betri stöðu gegn heims-
meistaranum í fyrstu umferð móts-
ins.
4. - Rxd5, 5. e4 - Rxc3, 6. bxc3
- Bg7, 7. Rf3 -
Þessi leikur var álitinn slæmur
fram til ársins 1980, en þá komst
hann í tísku og gekk vel fyrst um
sinn. Á síðustu árum hefur þó fund-
ist góð vöm fyrir svart og hvítur
leitar yfirleitt á önnur mið eftir
frumkvæðinu. Áður lék hvítur alltaf
7. Bc4 ásamt 8. 0-0 og 9. Be3 o.s.
frv.
7. - c5, 8. Hbl - 0-0, 9. Be2 -
cxd4, 10. cxd4 - Da5, 11. Bd2 —
Dxa2, 12. 0-0 - b6, 13. Dcl -
Bb7, 14. Bc4 - Da4, 15. Bb5 -
Da2, 16. Del -
Nýr leikur í þessari stöðu. Venju-
lega er leikið hér 16. Hel eða jafn-
tefli tekið með þrátefli: 16. Bc4 -
Da4, 17. Bb5 o.s. frv. 16. - Dc2!
Kortsnoj finnur besta framhaldið.
17. d5 - Ba6, 18. De3 - Bxb5,
19. Hxb5 - Ra6!
Valdar b4-reitinn til að geta svar-
að 20. Hcl með 20. - Da4, og
ekki gengur nú 19. Rd4? vegna 19.
- Da4.
20. Hbbl - Rc5, 21. Bb4 - a5
Kortsnoj spilar út trompunum
sínum, frelsingjunum á drottningar-
armi.
22. Ba3 - Rxe4, 23. Hbcl - Da4,
24. Bxe7 - Hfe8, 25. Hc7 - Rffi,
26. Dd3 -
Losar leppun biskupsins á e7 og
hótar d5-d6-d7.
a b c d • | g h
26. - De4, 27. Dxe4 - Rxe4, 28.
d6 - Bf8, 29. Bxf8 - Kxf8, 30.
d7 - Hed8, 31. Re5 - Rc5, 32.
Hdl - a4
Kortsnoj á aðeins nokkrar sek-
úndur eftir og fómar manni fyrir
frípeð hvíts á d7 og treystir á peð-
in sín á a- og b-línunni.
33. Rc4 - Hxd7, 34. Hcxd7 -
Rxd7, 35. Hxd7 - a3, 36. Hdl -
b5, 37. Rd2 - b4, 38. Rb3 - a2,
39. Kfl — Hc8
Eða 39. - Ha3, 40. Ral - b3,
41. Hd2 og svörtu peðin eru skorð-
uð.
40. Ral - Hc3, 41. Ke2 - b3, 42.
Hd2
og keppendur sömdu um jafn-
tefli, því eftir 42. - Hcl 43. Rxb3
- alD, 44. Rxal - Hxal er staðan
hnífjöfn.
Leiðrétting
í FRÉTT Morgunblaðsins af
umsækjendum um stöðu dag-
skrárstjóra innlendrar dag-
skrárgerðar þjá Sjónvarpinu
var ranglega sagt að Guðmund-
ur Ingi Kristjánsson væri þar á
meðal. Hið rétta er að Guðmund-
ur Kristjánsson, kvikmynda-
gerðarmaður, sótti um stöðuna
ásamt þeim tólf öðrum sem
nefndir voru í fréttinni. Morg-
unblaðið biður velvirðingar á
þessu.
Ættarmót Skildinganesættar
ÆTTARMÓT Skildinganesættar
verður haldið næstkomandi laug-
ardag, 8. október, í Félagsheim-
ili Seltjamamess. Forfeðurair,
hjónin Ásta Sigurðardóttir og
Jón Einarsson sjómaður, bjuggu
í Skildinganesi í Skeijaflrði,
ásamt fímm böraum sínum. Ásta
, fæddist þann 15. september 1828
og lést tæplega 84 ára gömul,
þann 1. september 1912. Jón
fæddist 1829 og drukknaði á
Skeijafirði þann 17. apríl 1901,
72 ára. Á myndinni, sem tekin
er sumarið 1910, eru systkinin
Vilborg, Valgerður, Guðrún, Sig-
urður og Einar ásamt móður
sinni Ástu.