Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 Betri Heilsa með góöum vftamfnum ÍTóró25eru 15vítamín og10 steinefni í réttum hlutföllum. Eitt hylki gefur fullan dag- skammt allra helstu vítamína og steinefna. Tóró 25 er e.t.v. besta fáanlega fjölvítamínið, hvað varðar verð og gæði. JVS TÚRÓ HF Síöumúla 32, I08 Reykjavík. tt 686964 Bætt aðstaða hjá Kaupfélagi Saurbæinga Reksturinn þó fremur erfiður á liðnu ári Hvoli, Saurbæjarhreppi. RAÐIST var í að stækka verslun Kaupfélags Saurbæinga á þessu ári og í fyrra og hefiir öll að- staða þar breyst til hins betra, sjálf verslunin orðið stærri og nýtiskulegri og betri aðstaða til að sýna þar vöruna og veita betri þjónustu á allan hátt. Þá hefur verið gerð lítil veitinga- aðstaða í anddyri verslunarinnar, þar sem viðskiptavinir þiggja gjarn- an kaffisopa og koma tíðum saman til að ræða landsins gagn og nauð- synjar — og skapast þar oft gagn- legar umræður um landsmálin og athugasemdir fjúka þar um menn og málefni líðandi stundar. Og vettvangurinn í kaupfélaginu, þar sem allt fæst sem vantar — eða næstum því allt — er góður fyrir mannlífið og mikið notaður til mannlegra samskipta, ekki síst á dimmum og úfnum vetrardögum, þegar lítið er um að vera fyrir utan hið daglega amstur við brauðstrit og skepnuhirðingu. Það er því margt að sækja í kaup- félagið, bæði hin tímanlegu gæði og andlegt fóður hversdagsins einn- ig ef svo ber undir. Rekstur kaupfélagsins gekk þó ekki nógu vel á síðasta ári, rekstr- artap varð um þijár milljónir króna, og er það í líkingu við rekstur svo margra annarra kaupfélaga á ár- inu, enda erfitt fyrir fæti, þar sem verslunarsvæðið hér er ekki stórt og fólki fer heldur fækkandi. En vonandi tekst að halda velli í auk- inni samkeppni, enda nauðsyn brýn að viðhalda á landsbyggðinni þeirri aðstöðu, sem fyrir er, og efla þá þjónustu, sem unnt er að veita. Á því veltur byggðin víða um landið, og ekki má gefast upp, þótt á móti blási um sinn í landbúnaði, því á því veltur búseta framtíðarinnar og eðlileg byggðaþróun, að menn sýni framtak og vilja til að halda landinu öllu í byggð. Því er það fagnaðar- efni, þegar uppbygging og endur- bætur eiga sér stað, það eru fram- faramerki, sem gefa fyrirheit um bjartari framtíð. - IJH Það er mikið að gera í kaup- félaginu í önn dagsins, enda að mörgu að hyggja, og þar sem aðeins er ein verzlun þarf að gæta þess vel, að flest sé til sem með þarf, bæði matföng og bús- hlutir, áhöld og varahlutir og hinir aðskiljanlegustu þarfahlut- ir nægtaþjóðfélagsins. Morgunblaðið/Ingiberg J. Hannesson Verzlunarhús Kaupfélagsins á Skriðulandi. Þú rekur þig á ýmis óþægindi ef rafmagnið fer! Varla er hægt að hugsa sér betri eða þægi- legri orku en rafmagnið. Hljóðlaust og öruggt bíður það í leiðslunum, reiðubúið að verða við óskum okkar um næga birtu, hrein föt, hressandi kaffisopa eða stundar- korn fyrir framan sjónvarpið. vextir leggjast á skuldina og ef lokað er fyrir rafmagnið standa þeir allt í einu uppi án helstu lífsþæginda, nánast í myrkri miðald- anna! Þá er ekkert mikilvægara en rafmagnið sem hvarf úr leiðslunum — og ekkert sjálf- sagðara en að greiða fyrir það! Þeir sem draga að greiða rafmagnsreikn- inginn verða fyrir óþægindum. Háir dráttar- rafmagnsreikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI 68 62 22 / ARGUS/SiA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.