Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 25 Fimmvörðuháls: Þrír illa búnir ferða- menn hætt komnir SJÖ félagar í bj örgunarsveitinni Stefiú í Kópavogi komu þremur erlendum ferðalöngum til bjarg- ar á Fimmvörðuhálsi um síðustu helgi. Ferðalangarnir þrír, einn Frakki og tveir Svisslendingar, höfðu ætlað sér að ganga frá Skógum í Þórsmörk, en lentu í afar slæmu veðri, roki og rign- ingu. Þeir voru allir illa búnir og höfðu ekki kannað veður- horfur áður en þeir lögðu á Qöll. „Við fórum sjö saman í jeppaferð í skála Flugbjörgunarsveitarinnar á Fimmvörðuhálsi og vorum komnir þangað á föstudagskvöld,“ sagði Kristján Sigurbergsson, einn björg- unarsveitarmanna. „Snemma á laugardagsmorgun vöknuðum við þegar skálinn var barinn utan og voru þar komnir þrír erlendir ferða- menn, tveir karlar og ein kona. Þau voru öll mjög blaut og köld. Við drifum þau úr blautum fötunum, gáfum þeim heitan drykk og um hádegið ókum við þeim niður að Skógum. mönnunum að ferðinni hefði verið Þegar fólkið var farið að bragg- heitið frá Skógum til Þórsmerkur. ast sagði það björgunarsveitar- J góðu veðri er þetta um 8-10 Á myndinni sést annar mannanna fagna komu þyrlunnar í Grímsvötn. Hin myndin er tekin þegar mennirnir gengu fi-á skálanum í Grímsvötnum að þyrlunni. Morgunblaðið/Kri8tján Jónsson Á þriðjudaginn sótti þyrla Landhelgisgæzlunnar tvo þýzka ferða- menn upp á Vatnajökul, þar sem þeir höfðu lent í hrakningum. stunda ganga,“ sagði Kristján. „Þegar þau voru komin í grennd við skálann á föstudagskvöld var hins vegar komið hið versta veður, enda voru leifar fellibylsins Helenu þá að ganga yfir landið. Það var svo mikil rigning að við félagamir, sem vorum mjög vel búnir, vomm gegnblautir eftir nokkrar mínútur utan dyra. í myrkrinu sáu þau ekki skálann og tjölduðu skammt frá honum. Þau vom afar illa búin til gönguferða. Konan var að vísu í gönguskóm, en karlamir tveir vom í venjulegum strigaskóm og höfðu aðra til skiptanna. Þá vora þau ein- ungis í léttum jökkum og höfðu lítinn mat meðferðis. Þau höfðu líka látið undir höfuð leggjast að kanna veðurhorfur áður en þau lögðu af stað.“ Kristján sagði að þetta væri enn eitt dæmið um illa búna ferðalanga, sem ekki gerðu sér grein fyrir hversu skjótt veður skipast í lofti hér á landi. „Ég veit til þess að í október í fyrra vora tíu Frakkar hætt komnir og náðu með naumind- um að Skógum, eftir að hafa þvælst á fjöll og hreppt slæmt veður. Óvan- ir ferðamenn gera sér ekki grein fyrir því að það er yfirleitt um tíu gráðum kaldara uppi á fjöllunum en niður við Skóga." Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Framsóknarflokkurinn nýtti sér dvínandi sjálfetraust Alþýðuflokks Samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks yrði farsælast fyrir þjóðina FRIÐRIK Sophusson varafor- maður Sjálfstæðisflokksins seg- ist telja að samstarf Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks í lands- stjórn yrði farsælast ef þessir tveir flokkar næðu sameiginlega meirihluta á þingi. Hann vísar á bug þeim ummælum Jóns Bald- vins Hannibalssonar formanns Alþýðuflokksins að í síðustu rikisstjórn hafi sjálfstæðismenn ekki veitt alþýðuflokksmönnum stuðning við að draga úr ríkisút- gjöldum og koma fram hagræð- ingu í rikiskerfinu, og ástæðan fyrir að upp úr síðasta ríkis- stjórnarsamstarfi slitnaði hafi verið sú að þriðji flokkurinn, Framsóknarflokkurinn, hafi grafið undan stjórninni og sjálfs- trausti alþýðuflokksmanna sem hafi verið farið að dvina vegna slæmrar stöðu í skoðanakönnun- um og hægum gangi á undirbún- ingi fjárlaga. Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins sagði í við- tali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að alþýðuflokksmen hefðu orðið fyrir djúpum vonbrigðum með Sjálf- stæðisflokkinn í síðustu ríkisstjóm vegna þess að þeir hefðu ekki feng- ið þann stuðning sem þeir væntu til að koma fram umbótum í ríkis- fjármálum og efnahagsmálum. Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst í sam- tali við Morgunblaðið visa þessum ummælum algerlega á bug. „Við ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins lýstum því afdráttarlaust yfir við fjárlagaundirbúning á þessu hausti að við væram tilbúnir til þess að taka að okkar hluta á niður- skurði á ríkisútgjöldum. Við voram með tvö útgjaldamikil ráðuneyti, menntamála- og samgönguráðu- neyti, og fjármálaráðherra vissi að við voram tilbúnir að taka að okkur að jafna niðurstöðu reikninga fjár- laga hvað okkur snerti en þá hefðu aðrir auðvitað orðið að vera tilbúnir að gera slíkt hið sama. Það skiptir auðvitað öllu máli að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Jón Baldvin talar um að Al- þýðuflokkurinn hafi ekki fengið stuðning við að selja ríkisfyrirtæki utan að Ferðaskrifstofa ríkisins hafí verið seld. Jón gleymir því að hann stóð með mér að sölu á Sjó- efnavinnslunni hf. sem hafði hlaðið upp skuldum um margra ára skeið. Ég reyndi að koma fram fram- vörpum um að breyta Gutenberg og Sementsverksmiðju ríkisins í hlutafélög, eins og Jón Baldvin hafði haft mikinn áhuga á. Ég varð hins vegar fyrir miklum vonbrigð- um með afstöðu Alþýðuflokksins, því hann fékkst ekki til þess að afgreiða frumvarpið um Sements- verksmiðjuna, og fulltrúi Alþýðu- flokksins í stjóm fyrirtækisins skrifaði undir mótmæli sín gegn þessum breytingum ásamt fulltrúa Framsóknarflokksins. Það var þannig Alþýðuflokkurinn sem í raun útilokaði að hægt væri að halda áfram á þessari braut. Það er því út í hött að halda því fram að það hafi verið Sjálfstæðisflokk- urinn sem kom í veg fyrir þessar breytingar. Ég veit til dæmis ekki betur en að ég hafi sem iðnaðarráð- herra beitt mér fyrir _því að tekið yrði á Orkustofnun. Ég man ekki til að aðrir ráðherrar hafi gert nokk- uð viðlíka til að draga úr ríkisút- gjöldum með hagræðingu í rekstri," sagði Friðrik. Stefimmið fyrir borð Um niðurskurð á landbúnaðar- kerfinu, sem fjármálaráðherra seg- ist ekki hafa fengið stuðning Sjálf- stæðisflokksins til, sagði Friðrik Sophusson að sjálfstæðisflokkurinn hafi verið bundinn af búvörasamn- ingnum sem flokkurinn gerði ásamt Framsóknarflokknum við bændur á síðasta kjörtímabili. „Ég man þó ekki eftir því að við leggðumst nokkum tímann gegn hugmyndum um að koma þessum málum til betri vegar. Hins vegar brá svo við í sumar að Alþýðuflokk- urinn breytti um stefnu í þessum Friðrik Sophusson málum, og það var greinilegt að það var orðið betra samstarf milli Alþýðuflokks og Framsóknarflokks þegar leið á sumarið, og nú í upp- hafi þessa stjómarsamstarfs sýnist mér Alþýðuflokkurinn hafa alger- lega horfið frá hugmyndum sínum um að taka á landbúnaðarmálum með þeim hætti sem þeir hugðust gera fyrir síðustu kosningar. Það þýðir lítið fyrir formann Al- þýðuflokksins að kvarta um að sam- vinnu skorti af okkar hálfu, þegar ljóst er að hann hefur fleygt öllum stefnumiðum flokksins fyrir borð til að komast í ríkisstjóm með nýj- um aðilum," sagði Friðrik. Af yfirlýsingum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Þorsteins Páls- sonar formanns Sjálfstæðisflokks- ins undanfarið má marka að vera- legur pólitískur ágreiningur sé kom- inn upp milli flokkanna tveggja sem hófst í samstarfi þeirra í ríkisstjóm. Aðspurður um þetta sagði Friðrik Sophusson að rekja mætti þennan vanda í samstarfinu til þess að stjómarflokkamir hefðu verið þrír. „Það er engin hending að það hefur aldrei tekist að halda þriggja flokka ríkisstjóm úti heilt kjörtíma- bil. Það skiptir þvi miklu máli að þessir flokkar nái þeirri stærð að þeir geti starfað saman tveir. Ef það tekst hef ég trú á því að sam- starf þessara flokka sé það sam- starf sem geti verið farsælast fyrir íslensku þjóðina. Ég held að innan þessara flokka séu þau öfl sem hafi bestan skilning á þeim breyt- ingum sem þarf að gera á efna- hags- og atvinnulífinu til að bæta lífskjörin. Því þykir mér miður að formaður Alþýðuflokksins skuli hafa kúvent og kosið sér nýja sam- ferðamenn, menn sem hann hefur hingað til ekki haft mikið álit á ef marka má hans eigin orð. Eftir að Alþýðuflokkurinn hafði orðið fyrir djúpum vonbrigðum með samstarfið við Alþýðubandalag og framsókn árið 1979 lýsti Jón Bald- vin Hannibalsson því yfir að það samstarf hefði verið pólitískt um- ferðarslys. Hann var ekki formaður flokksins þá, og mér sýnist að það sé í eðli formanna Aiþýðuflokksins að þeir þurfi að lenda í slíkum umferðarslysum áður en þeir átta sig á því að besti samstarfskostur- inn er við jSjálfstæðisflokkinn." —Ertu með þessu að segja að Framsóknarflokkurinn sé raun- veralega ástæðan fyrir að slitnaði upp úr ríkisstjómarsamstarfínu? „Ungir framsóknarmenn voru í stjómarandstöðu allan tímann. Flestir ráðherramir vora þó heilir í samstarfinu en ég er hins vegar ekki í nokkram vafa um það, að það var fyrst og fremst formaður Framsóknarflokksins sem vildi þetta samstarf feigt. Það kora glögglega fram í öllum hans yfiriýs- ingum um þær aðgerðir sem ríkis- stjómin greip til. Hann var í raun bæði í stjóm og stjómarandstöðu. Hann tók fullan þátt í undirbúningi efnahagsaðgerða, bæði í janúar og maí, en strax daginn eftir að efnt hafði verið til þeirra aðgerða, kom hann fram í fjölmiðlum og sagðist hefði viljað hafa þetta allt öðravísi. Svona ól hann á þessari óánægju og ég tel að hann hafi nýtt sér út í ystu æsar viðkvæmni fjármálaráð- herrans og þá slæmu stöðu sem flokksforusta Alþýðuflokksins taldi sig vera í vegna skoðanakannana,“ sagði Friðrik. Aðspurður um þetta sagðist hann telja að forastumenn Alþýðuflokks- ins væra ákaflega viðkvæmir fyrir skoðanakönnunum. „Þeir áttu ákaf- lega bágt með að kyngja því að flokknum gekk þar illa fyrst eftir að hann tók þátt í ríkisstjóminni. Ég held að þetta hafi verið óþarfa viðkvæmni. Þeir þurftu nefnilega að gera sér grein fyrir því að hinir stjómarflokkamir tveir höfðu setið í ríkisstjóm áður og því tekið á sig þau óþægindi sem stjómarseta hef- ur oftast í för með sér. Það átti Alþýðuflokkurinn eftir en það hlaut að gerast eftir að hann kom inn í ríkisstjómina." Kosningaótti Alþýðuflokks „Ég tel að óttinn við kosningar í haust hafi rekið alþýðuflokksmenn til þess að líma sig við Framsóknar- flokkinn til þess að koma í veg fyr- ir að Framsóknarflokkurinn notaði tækifærið og efndi til kosninga, því það er ljóst að forasta Framsóknar- flokksins telur að staða flokksins sé mjög sterk um þessar mundir. Það jók á spennuna í ríkisstjóm- inni hversu seint undirbúningur flárlaga hafði gengið og hversu illa var að honum staðið. Til dæmis um þetta má nefna að fjármálaráðherra kastaði fram hugmyndum um nýja skatta án þess að tala við viðkom- andi ráðherra. Þar má nefna hug- mynd um að afla 700 milljóna tekna með sölu veiðileyfa sem sjávarút- vegsráðherrann sló samstundis af í sjónvarpi, og sífelldar yfirlýsingar um að hinir og þessir væra hálf- gerðir glæpamenn í ríkiskerfínu án þess að nokkrar raunhæfar aðgerð- ir fylgdu. Þetta era ekki vinnubrögð sem era til þess fallin að ná árangri. Jóni Baldvin var auðvitað vor- kunn að standa frammi fyrir þess- um miklu vandamálum í ríkisfjár- málunum, bæði varðandi fyrirsjáan- legan halla á næsta ári, og stöðu ríkissjóðs nú sem aldrei hefur verið verri, þrátt fyrir stórfelldar breyt- ingar til batnaðar á skattkerfinu. Þetta getur auðvitað dregið kjark- inn úr mönnum og það er kannski skiljanlegt að hann hafi viljað losa sig úr þessari stöðu. Og nú hefur hann afhent Olafí Ragnari fjár- málaráðherrastólinn," sagði Friðrik Sophusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.