Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 39 janúar 1954 að fenginni lögmætri kosningu. Hann var þá 65 ára að aldri og vissi því vel, að biskups- dómur hans yrði skammur. Hann hafði aldrei farið dult með skoðanir sínar og skilning á trú og guð- fræði. Hann hafði ekki fýllzt von- brigðum og bölmóði á millistríðsár- unum eins og svo margir af guð- fræðingum Evrópu höfðu gert, og varð til þess að það fyrirbæri guð- fræðinnar kom fram í álfunni, sem nú er farið að kenna við Ödipus, enda skyldleikinn greinilegur við öfughneigðahugmyndir Freuds. Prófessor Ásmundur taldi ekki, að örvænting þyrfti að grípa um sig hér á landi, þótt því væru eðlilegar skýringar og svo yrði á meginlandi Evrópu. Aðrir vildu í meginatriðum fallast á réttmæti hinnar skugga- legu túlkunar, sem meir og meir tók að einkenna þýzka guðfræði. Hin svokallaða göturæsisguðfræði. Urðu um þetta nokkur átök meðal íslenzkra guðfræðinga og var próf- essor Ásmundur hiklaus í þeirri afstöðu, að haldið skyldi áfram frjálslyndri og bjartsýnni guðfræði, sem hann taidi að ein gæti sam- ræmzt kenningum og boðskap Jesú Krists. Það var af þessum sökum méðal annars, að prófessor Ás- mundur var umdeildur fræðimaður og guðfræðingur, er hann settist á biskupsstól. Höfðu um hann nætt svalir vindar úr ýmsum áttum. En svo brá hins vegar við, að sem biskup varð herra Ásmundur Guð- mundsson maður einingar og sátta. Það var ekki vegna þess, að herra Ásmundur hefði í neinu skipt um skoðun eða breytt guðfræði sinni og túlkun hennar. Fjarri fór því. Um það ber Hirðisbréf tíl presta og prófasta á íslandi, sem hann gaf út í upphafí biskupsdóms síns, gleggst vitni. í því tekur biskupinn sérstaklega fram eftirfarandi: „Per- sónulegar skoðanir mínar í þessum efnum (þ.e. guðfræði og trú) eru yður kunnar, og verður auðvitað engin breyting á þeim við það, að ég skipti um stöðu. Ef lífið kennir mér það, mun ég leiðrétta þær, því að jafnan er skylt að hafa það sem sannara reynist. En ólíkar skoðanir minum vil ég virða og meta, svo framarlega sem ég fínn, að ein- lægni býr að baki. Það er nauðsyn- legt að sérhver haldi sannfæringu í huga sínum, þvf svo aðeins fær kristindómsboðun hans borið góða ávöxtu. Það eitt, sem kemur frá hjartanu, nær til hjartnanna. Ég óttast ekki hið minnsta, þótt menn sæki og veiji skoðanir sínar af kappi, ef andi sanngimis og um- burðarlyndis færi að vera í verki og þeir lifa eftir áminningunni postullegu: Allt hjá yður sé í kær- leika gjört. Þá hafa þeir ráð á því að vera ósammála." Herra Ásmundur var biskup yfír íslandi í 5 ár við vaxandi lýðhylli og sæmd. Hann lagði sig sérstak- lega fram um að tengja þjóðina og kirkjuna, að ná til alþýðu manna og auka hlut hennar og þátttöku í kirkjulegu starfi. Varð honum þar vel ágengt. Styrk var stjóm hans á kirkjunni án þess að neinnar þvingunar eða nauðungar gætti. Herra Ásmundur fylgdi dyggilega orðum ritningarinnar „Sannleikur- inn mun gera yður fijálsa." í biskupsdómi herra Ásmundar kom heimili hans og heimilisgæfa í sviðsljósið á sérstakan hátt og vakti mikla athygli og aðdáun. Frú Steinunn Magnúsdóttir var óvenju- leg kona, fögur, sviphrein og ljúf- mannleg. Engin var henni hæfari til að skipa hina virðulegu stöðu biskupsfrúar á íslandi. Böm þeirra biskupshjóna, sjö að tölu, vom líka hvert öðm mannvænlegra, gáfað fólk eins og þau áttu kyn til og vönd að virðingu sinni. Það var sómi íslendingum að geta lyft slíkri fjölskyldu svo að eftir henni yrði tekið. Herra Ásmundur Guðmundsson lét af biskupsdómi 1. júlí 1959. Honum auðnaðist því að lifa nær tíu ár eftir að hann komst yfír ald- ursmörk embættismanna á íslandi. Þau ár lét herra Ásmundur heldur ekki ónotuð. Hann vann að fræðum sínum og lét engan dag líða svo, að ekki væri á einhvem hátt hugað að guðfræði eða Qallað um trúmál. Heimili biskupshjónanna var sem áður miðstöð áhugamanna um kirkju og kristni. Sérstaklega bar herra Ásmundur samt fyrr bijósti endurskoðún á þýðingu biblíunnar á íslenzku. Hafði hann sjálfur lengi að slíkri endurskoðun unnið að lagt fram mikið starf og óeigingjamt. Hann tók sárt að útgáfa Bibliunnar hafði verið afrækt og of lítið um hana hugsað. m Herra Ásmundur Guðmundsson biskup andaðist á Sjúkrahúsi Akra- ness hinn 29. maí 1969. Sem Borg- firðingur fæddist hann og sem Borgfirðingur andaðist hann á átt- ugasta og fyrsta aldursári. í bréfí Brids Amór Ragnarsson Úrslit í Hótel Arkar-mótinu Eftir hörkuspennandi lokaum- ferðir í Hótel-mótinu á Örkinni um síðustu helgi, fóru leikar svo að Gylfi Baldursson og Sigurður B. Þorsteinsson stóðu uppi sem sigur- vegarar, einu stigi á undan Ásgeiri P. Ásbjömssyni og Hrólfi Hjalta- syni. Sjá töflu um röð para: Gylfí Baldursson — Sigurður B. Þorsteinsson 1305 Ásgeir Ásbjömsson — Hrólfur Hjaltason 1304 ísak Öm Sigurðsson — Sigurður Vilhjálmsson 1236 Aðalsteinn Jörgensen — Ragnar Hermannsson 1224 Freyja Sveinsdóttir — Sigríður Möller 1219 Vilhjálmur Sigurðsson — Þráinn Sigurðsson 1194 Georg Sverrisson — Þórir Sigursteinsson 1183 Gunnar Þórðarson — Sigfús Þórðarson 1169 Hjálmar S. Pálsson — Jörundur Þórðarson 1168 Jacqui McGreal — Hermann Lámsson 1158 Láms Hermannsson — Óskar Karlsson 1150 Alfreð Kristjánsson — Jón Alfreðsson 1143 Steingrímur Þórisson — Þórir Leifsson 1137 Ari Konráðsson — Kjartan Ingvarsson 1126 Sigurvegaramir hlutu sólar- landaferð næsta vor með Ferðamið- stöðinni hf. og pörin í 2. sæti og 3. sæti ferð með Amarflugi að eig- in vali. Pörin í 4. sæti og 6. sæti fengu gistingu á Hótel Örk að laun- um. Mótið tókst mjög vel, þrátt fyrir umtalsverð afföll í mætingu, en um 50 pör vom skráð til leiks er mest var. Keppnissljóri mótsins var Ólaf- ur Lámsson og Vigfús Pálsson ann- aðist útrejkning. Hótel Örk vill koma á framfæri bestu óskum til þeirra sem tóku þátt í mótinu og studdu það, svo og til Ferðamiðstöðvarinnar og Amarflugs fyrir þeirra stuðning. Stofiianakeppni Bridssambands Islands 1988 Stofnanakeppni Bridssambands íslands 1988 verður spiluð í októ- ber, nánar tiltekið dagana laugar- daginn 22. október, sunnudaginn 23. október og þriðjudaginn 25. október. Spilamennska hefst kl. 13 laugardagogsunnudagogkl. 19.30 á þriðjudeginum. Öll fyrirtæki, stofnanir og félög hafa rétt á að taka þátt í þessari keppni og skal hver sveit vera skip- uð 4 mönnum hið minnsta (engin hámarksfjöldi spilara í sveitum). Hvert fyrirtæki má senda eins margar sveitir og það lystir, auð-' kenndar deild eða tölustöfum. Fyr- irkomulag ræðst af þátttökufjölda sveita, allir v/alla eða Monrad 9-12 umferðir. Keppnisgjald pr. sveit verður kr. 10.000. Sigurvegari síðasta árs var ÍSAL (ísl. álfélagið hf). Skráning er hafin á skrifstofu Bridssambands íslands í s. 689360, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar. Hreyfill - Bæjarleiðir Sigurbjöm Ragnarsson sigraði með nokkmm yfírburðum í ein- menningskeppninni sem lauk ný- lega. Alls tóku 36 spilarar þátt í keppninni. Lokastaðan: Sigurbjöm Ragnarsson 822 Daníel Halldórsson 807 Hallgrímur Mámsson 801 Kristján Jóhannesson 796 Jón Sigtryggsson 794 Sl. mánudag hófst fímm kvölda tvímenningur með þátttöku 26 para. Eftir fyrsta kvöldið er staðan þessi: Jón Sigtryggsson — Skafti Bjömsson 205 Sigurður Ölafsson — Daníel Halldórsson 191 Cyms Hjartarson — Hjörtur Cymsson 177 Tómas Sigurðsson — Kristinn Einarsson 176 Ema Sigþórsdóttir — Sigurbjöm Ragnarsson 176 Kristján Jóhannesson — Helgi Pálsson 176 Páll Vilhjálmsson — Lilja Halldórsdóttir 176 Meðalskor 156 Næsta umferð verður spiluð á mánudaginn kemur í Hreyfílshús- inu kl. 19.30. Keppnisstjóri er Ing- var Sigurðsson. Viðtalstími borgarfulltrúa f Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík '% Borgarf ulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 8. október em til viðtals Hilmar Guðlaugsson, formaður bygginganefndar Reykjavíkur og varaformaður stjórnar Verkamannabústaöa, og Helga Jóhannsdóttir, í stjórn umferðarnefndar og SVR. sem hann ritaði mér hinn 11. febrú- ar 1960 getur hann sérstaklega um: Bræðralag - kristilegt félag stúd- enta, en það félag átti hann einna mestan þátt í að stofna árið 1945. Hann greinir frá því að sérstök Æskulýðsbók hefði átt að koma út á vegum félagsins fyrir jólin 1959. Af því varð þó ekki og lætur herra Ásmundur biskup þá ósk í ljós að bókin, sem var fullgerð, komi út fyrir jólin 1960. Biskupinn segist hafa mikið að starfa og vinni af kappi við skrifborð sitt. „Það er gott að geta haldið huganum föst- um við verkefni" segir hann í bréf- inu og varist leiðinlegum athugun- um og hugsað með Tómasi Sæ- mundssyni: Að leiðarlokum hefði hann tekið undir orð vinar síns og samverka- manns, Freysteins Gunnarssonar, skólastjóra Kennaraskólans: Svo er lífið, likt og dagur, liðið fyrr en nokkur veit Hinsti geislinn gullinfagur glitrar yfir foldar reit Ijósið dvín við sðlarlag. Dimmt er yfir hér í heimi harmaskuggi daginn fól. Samt ei dvínar guðs í geimi geislaskin af lífsins sól. Bak við dauðans dimma haf degi nýjum (jómar af. Verður nýjum strengi leikið lag, Ijómi sést, er huldist bjartan dag. Höfundur er skólameistari Fjöl- brautaskólans I Breiðholti. Italskir kuldajakkar Litir: beige, brúnt, grátt íSS) (SS) Laugavegi 47 Laugavegi 47 Laugavegi 47 rDeman tar1 Þitt er valið Gull og demantar Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, Aðalstræti 7. Sími 11290.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.