Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 44

Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Vog í samstarfi í dag ætla ég að flalla um hina dæmigerðu Vog (23. sept.—22. október) í vinnu og samstarfi. Samvinnumaöur Vogin er yfirleitt eitt það besta merki sem hugsast get- ur í samstarf, enda er hún merki samvinnu og á erfítt með að starfa ein. Tákn henn- ar eru vogarskálar réttlætis- gyðjunnar. Hún vill því vera réttlát og í raun er skapgerð hennar sniðin að samstarfí. Hún reynir að skilja þá sem hún vinnur með og fínna sam- eiginlegan starfsgrunn sem allir geta fellt sig við. Sanngjörn Þegar Vogin er í essinu sínu og góðu jafnægi er hún yfír- veguð, raunsæ, jafnlynd og sanngjöm. Þetta getur hljóm- að sem full mikið hól, en er eigi að síður rétt. Hún er sam- starfsfélagi sem reynir að koma til móts við þarfir ann- arra. Útsjónarsöm Ef Vogin er ósammála ein- hveijum um starfsaðferðir þá ræðst hún ekki að viðkom- andi eða reynir að þvinga þig hann hlýðni. Hún er oft ákveðin en notar mjúkan sannfæringarkraft, notar orðræðu og sáir hugmyndum sem aðrir fara með tímanum að halda að séu sínar eigin. Að því leyti er Vogin ekki alltaf öll þar sem hún er séð. Hún er hinn brosandi og sanngjami andstæðingur sem fær okkur til að skammast okkar fyrir að vera ósammála eða gleyma því að við höfum verið ósammála. Snjall samninga- maöur Það má því segja að Vogin geti verið hál í samstarfí eða þegar samningaviðræður em annars vegar. Það er einnig oft erfítt að festa hana niður. Hún er kurteis og lipur í framkomu og kann þá list að þóknast öðmm. Hún getur því farið sínu fram, eða reynt að gera það samfara því sem hún reynir að hafa alla góða. Það má kannski orða það svo að Vogin vill nota samstarfs- menn sína til að ná markmið- um sínum samhliða því sem hún vill að samstarfsmenn- imir njóti góðs af samstarf- inu. Berst fyrir réttlœti Réttlætiskennd Vogarinnar birtist ekki síst ef hallað er á einhvem á vinnustað. Hún á því til að berjast af krafti fyrir vinnufélaga sem á ein- hvem hátt hefur orðið undir. Það er einnig sjaldgæft að Vogarfélagi reyni að ýta öðr- um út í skuggann og stela af þeim heiðrinum fyrir vinn- una. Voginni er annt um að jafnvægis sé gætt og að hver maður fái það sem honum ber. Félagsleg vinna Það sem helst gæti farið í taugamar á öðrum merkjum í samstarfi við Vogina er það að hún er stundum lengi að taka ákvarðanir og á til að vera óákveðin. Hún á einnig erfitt með að segja nei og er það einn af veikleikum henn- ar. í samstarfi og vinnu er því vissara að hún sjái um hið jákvæða, að kynna og selja vöruna og taka á móti gestum en láti aðra um að óhreinka á sér hendurnar. Eins og gefur að skilja þarf vinnustaður Vogarinnar að vera mannmargur og mikil- vægur hluti vinnunnar fólg- inn í því að umgangast fólk. GARPUR n DCMA OTA UKtNUA S 1 AKK SJÁÐU HUBRKIIG þsiR. ERO KUEDDlR.U/L TU AD WIDSKIPT/I- mwav/Æ fAi samviskubit þ£GAfS þ£IR KAUPA Ss/S UÓSKA BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þrátt fyrir varfæmislegar sagnir norðurs komust NS í slemmu eftir hindrunaropnun austurs: Austur gefur, allir á hættu. Vestur ♦ 103 ♦ 10986 ♦ G43 ♦ ÁK52 Norður ♦ 4 ♦ D72 ♦ D652 ♦ 98764 Austur ♦ KDG9865 ♦ K4 ♦ 10 ♦ DG10 Suður ♦ Á72 ♦ ÁG53 ♦ ÁK987 ♦ 3 Vestur Norður Austur Suður — — 3 spaðar Dobl Pass 4 spaðar! Pass 6 tlglar Pass Pass Pass Útspil: spaðatía. Þetta er áratuga gamalt spil úr rúbertubrids í London. í sagn- hafasætinu var einn litríkasti spilari Breta á þeim tíma, Adam Meredith, sem meðal annars var frægur fyrir létt strögl og yfír- meldingar. En þama hitti skratt- inn ömmu sína. Hann lét sér þó hvergi bregða þegar blindur kom upp, drap strax á spaðaás og spilaði laufi. Austur átti slaginn og reyndi að stytta blindan með því að spila spaða. Meredith trompaði, stakk lauf heim, og spilaði aftur spaða. Við það komst vestur í nokkur vandræði. Hann má hvorki henda laufi eða hjarta, því þá getur sagnhafi fríað við- komandi lit. Svo hann „henti" trompi í slaginn. Meredith yfir- trompaði með drottningu, svínaði hjartagosa, tók trompás- inn, síðan hjartaás og drottningu og náði loks 12. slagnum með því að stinga hjarta í borðinu. Færði svo skorina og þakkaði makker mýktina í sögnum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í þessum þætti í gær sáum við hvemig Jan Timman lék af sér manni í byijun tafls og mátti gef- ast upp eftir aðeins 18 leiki. Svip- að henti Viktor Kortsjnoj á OHRA-mótinu í Amsterdam i júlí, en hann var heppnari en Timman að því leyti að andstæðingurinn sá ekki hvemig hann gat unnið: Hvítt: Kortsjnoj. Svart: Nikolic. Enski leikurinn, 1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. e3 Rf6 4. Rf3 Bb4 5. Dc2 0-0 6. Rd5 He8 7. a3 Bf8 8. Bd3 g6 9. 0-0 Bg7 10. Rxf6+ Dxf6 11. Be4 Dc7 12. b4 Rd8 13. Bb2 d6 14. d3?? 14. — c6? Svartur gat fangað hvíta biskupinn á e4 með því að leika 14. — d5! Bæði 16. Bxd5 — c6 16. Be4 — f5 og 15. cxd5 — f5 16. d6 — Dxd6 leiða til sömu niðurstöðu. Nú bjargaði Kortsjnoj manninum með því að leika 15. Rd2. Skákinni lauk þrátt fyrir þetta með sigri Nikolic eftir 61 leik og var þetta eina tap Kortsj- noj á mótinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.