Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988
Israel:
Sjónvarpsstöðvum
bannað að fjalla um
þingkosningarnar
Rabbínanum Kach meinuð þátttaka
Reuter
Gondólar á siglingu á Stórasíki í Feneyjum. Talið er að yfirborð Miðjarðarhafsins eigi eftir að hækka
á næstunni vegna hækkandi hitastigs andrúmsloftsins. Myndi það valda vatnsborðshækkun í Feneyjum
og jafiivel leiða til þess að menningarverðmæti glatist.
Ráðstefiia vísindamanna:
Yfirborð Miðjarðarhafs kann
að hækka og ógna ströndum
Jerúsalem. Reuter.
KOSNINGABARÁTTAN í ísrael
hófst formlega síðastliðinn
þriðjudag með því að flokksleið-
togar komu fram í ísraelska
rikissjónvarpinu. Kosið verður til
þingsins, Knessets, þann 1. nóv-
ember næstkomandi. Leiðtogar
Líkud-bandalagsins, Yitzhak
Shamir, og leiðtogi Verkamanna-
flokksins, Shimon Peres, riðu
fyrstir á vaðið og beindu þeir
sjónum að verðbólgunni í
landinu, sem nú er um 16% á
ári, og brottflutningi israelsks
herliðs frá Líbanon. Aðeins hörð-
ustu stjórnarandstöðuflokkarnir
á hægri og vinstri væng stjórn-
málanna vörðu sínum útsending-
artíma til umQölIunar á uppreisn
Palestínumanna sem hófst fyrir
tíu mánuðum á herteknu svæðun-
um. Samkvæmt ísraelskum lög-
um, sem fylgismenn tjáningar-
frelsis hafa fordæmt, er sjón-
varpsstöðvum í ísrael bannað að
Qalla um kosningabaráttuna í
fréttatimum.
Lákud-bandalagið og Verka-
mannaflokkurinn hafa setið í sam-
steypustjóm frá árinu 1934 og
skoðanakannanir benda til þess að
þessir flokkar fari áfram með völd.
Þá benda skoðanakannanir til þess
að kosningamar nú snúist einkum
um afstöðu stjómmálaflokkanna til
uppreisnar Palestínumanna á her-
teknu svæðunum. En þar sem hin
afdráttarlausa steftia stjómvalda,
sem neftid hefur verið jámhnef-
inn“, nýtur yfírgnæfandi fylgis
kjósenda, er talið líklegt að Líkud-
bandalagið og Verkamannaflokkur-
inn leggi áherslu á skoðanamun
sinn á pólitiska sviðinu.
Leiðtogamir ræddu báðir um að
koma á friði í ísrael. Shamir minnt-
ist aðeins lítillega á uppþotin á her-
teknu svæðunum og hét því að
bæla „heiftúðugt ofbeldi" Pa-
lestínumanna með herstyrk. Búist
er við því að Peres mælist til þess
síðar í útsendingum að alþjóðleg
friðarráðstefna verði haldin í Mið-
austurlöndum, en á það hefur hann
þiýst í mörg ár.
Talsmenn Tehiya-flokksins
gagmýndu stjómarflokkana og
lýstu því yfír að þeir stefndu að
innlimun Vesturbakkans og Gaza-
svæðisins. Skoðankannanir benda
til að Tehiya-flokkurinn eigi auknu
fylgi að fagna.
I gær gerðist það svo að ísra-
elska kjömefndin meinaði flokki
rabbínans Meir Kahane þátttöku í
kosningunum á þeim forsendum að
stefnumið hans bæm vott um kyn-
þáttahatur. Kach-flokkurinn hefur
á sinni stefnuskrá að vísa 2 milljón-
um Palestínumanna frá ísrael og
af Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu. í kosningabaráttunni
1984, þegar Kach-flokkurinn vann
eitt þingsæti, hafði flokkurinn það
á stefnuskrá sinni að samræði milli
karlmanns sem ekki er af gyðing-
legum uppruna við gyðingakonu
yrði refsað með fangelsisvist.
Intematíonal Herald Tribune.
FRÁ ÞVÍ á tíniurn rómverska
heimsveldisins hefiir yfirborð
Miðjarðarhafs verið álíka hátt
og það er enn í dag. Þetta kann
að vera að breytast ef hitastig
hækkar í gufiihvolfi jarðar.
Komi til þess hækkar yfirborð
allra heimshafa. í byrjun vikunn-
ar hófst ráðstefiia í Split í Júgó-
slavíu, þar sem vísindamenn
ræða um hættur af þessu fyrir
strandhéruð við Miðjarðarhaf.
Hyggja þeir jafnt að þéttbýlum
héruðum í NUardal sem menn-
ingarverðmætum þar og annars
staðar svo sem í Feneyjum.
Það er umhverfísvemdarstofnun
á vegum Sameinuðu þjóðanna sem
hefur höfuðbækistöð í Nairobi í
Kenýa, sem stendur fyrir ráðstefn-
unni í Split. Stjepan Keckes, sem
stjómar haf- og stranddeild stofn-
unarinnar, segir, að ekki sé ætlunin
með fundunum að vekja óþarfa ugg
hjá neinum, hins vegar séu að verða
breytingar og ríkisstjómir þurfí að
hafa gætur á þeim. 40 vísindamenn
sækja ráðstefnuna, hina fyrstu
sinnar tegundar.
Koltvísýringur er talinn valda
„gróðurhúsaáhrifum" í gufuhvolfí
jarðar, en koltvísýringurinn bindur
hitann í geislum sólar. Aukinn gufu-
hvolfshiti leiðir til þess að jöklar
bráðna og við það hækkar yfírborð
sjávar.
Nicholas Flemming, vísindamað-
ur við Haffræðistoftiunina í Surrey
á Englandi, sem hefur rannsakað
Miðjarðarhaf sl. 30 ár segir að yfír-
borð þess hafí verið „furðulega
stöðugt" síðustu fimm árþúsund.
Borgir hafí horfið undir sjó, en það
eigi líklega rætur að rekja til land-
sigs. Nú spá vísindamenn því hins
vegar að á innan við öld kunni sjáv-
arborð að hækka um rúma tvo
metra — er þá tekið mið af við-
horfum hinna svartsýnustu.
Hinir bjartsýnustu telja að sjáv-
arborð hafi hækkað um 13 cm frá
því sem nú er á árinu 2025 og 36
cm á árínu 2075. Það dygði til að
valda vandræðum víða á láglendi
við Miðjarðarhaf. Þessar tölur ráð-
ast af því, hve hratt gufuhvolfið
hitnar. Tom Wigley, vísindamaður
við loftlags-rannsóknastofuna í há-
skólanum í East Anglia á Eng-
landi, segir öruggt að meðalhiti
jarðar muni hækka og sífellt með
meiri hraða en ekki sé unnt að segja
fyrir um hve mikið ár frá ári.
Byggð í hættu
Nicholas Flemming segir að
byggð hafí breiðst út umhverfis
Miðjarðarhaf á þeirri forsendu að
sjávarborð breyttist ekki. Þess
vegna geti tiltölulega lítil hækkun
á því valdið vandræðum á stöðum
eins og Feneyjum og.á lágsléttunum
yið Níl, Rh one í Frakklandi, Póá
Ítalíu og Ebro á Spáni.
Giuliano Sestini, ítalskur vísinda-
maður, segir, að í lok þessarar ald-
ar geti menn staðið frammi fyrir
miklum vandræðum í Feneyjum,
nema gripið verði til gagnráðstaf-
ana strax. Telur hann að allir vam-
argarðar sem ekki ná nema einn
metra yfír sjávarborð við verstu
Moskvu. Reuter.
HINN nýji hugmyndafræðingur
sovéska kommúnistaflokksins,
Vadim Medvedev, kynnti róttæk-
ar breytingar i efiiahags- og
stjórnsýslumálum, sem birtar
voru í málgagni sovéska komm-
únistaflokksins, Prövdu í gær.
Medvedev hafiiaði rökum fyrir-
rennara síns, Yegors Lígatsjevs,
að perestrojka Míkhaíls Gor-
batsjovs græfi undan undirstöð-
um sósíalismans. Medvedev sagði
að lögmál framboðs og efitir-
spumar væri horasteinninn að
betri efhahagssijórn.
Medvedev iagði áherslu á að mis-
munandi gerðir sósíalisma í komm-
únistalöndunum væru öllum fyrir
bestu og sagði að sovéskir fram-
farasinnar gætu dregið lærdóm af
stjóm efnahags- og félagsmála á
Vesturlöndum. Hann hélt því fram
að hið nýja kerfi sósíalista í Sov-
étríkjunum yrði að gera ráð fyrir
hinni eiginlegu uppbyggingu þjóð-
núverandi aðstæður muni reynast
gagnlitlir þegar fram í sækir. Á
árunum 2010 til 2020 þarf að end-
urbæta öll þessi mannvirki, segir
hann.
35% af íbúum Egyptalands eiga
heima á lágsléttunni við Níl. Þar
yrði minnstu hækkunar á sjávar-
borði fljótt vart. Þama eru nú þeg-
ar mikil vandræði vegna þess að
Aswan-stíflan hefur hindrað fram-
burð Nílar. Borgum eins og Port
Said og Alexandríu kynni beinlínis
að verða ógnað.
Saskia Jelgersma, við jarðfræði-
stofu í Haarlem í Hollandi, segir
að rejmsla Hollendinga sé sú, að
það sé margra kynslóða verk að
byggja upp hæfilegar vamir gegn
hafínu. Nú þegar þurfí að taka mið
af því við skipulag nýbyggðar, að
henni sé haldið fjarri ströndum.
félagsins, burtséð frá gömlum stétt-
arsjónarmiðum og að „manngildið"
yrði sett skör ofar stéttarsjónarmið-
um í samskiptum Sovétríkjanna við
umheiminn.
Medvedev sagði að stefnt yrði
að friðsamlegri sambúð stórveld-
anna og sagði að opnar umræður
væri „sverð sem læknaði sárin sem
það ylli“.
Ræðan, sem Medvedev hélt á
ráðsteftiu vísindamanna frá komm-
únistalöndunum, var fyrsta opin-
bera ávarp hans, eftir að hann var
útnefndur hugmyndafræðingur
flokksins síðastliðinn föstudag.
Medvedev sagði að flokkurinn
væri opinn fyrir umræðum, bæði
meðal flokksfélaga og almennings,
um þjóðfélagsmál. „Hvað varðar
samtök almennings þá virðir flokk-
urinn rétt þeirra til eigin skoðana.
Þar af leiðir að stofnun ánnarra
flokka í Sovétríkjunum er út í hött,“
sagði Medvedev.
TA TRIUMPH - ADLER
LJÓSRITUNARVÉLAR
Fyrir þá er gera kröfu um gæði,
þjónustu og gott verð
TA - Triumph Adler Ijósritunarvélarnar hafa
sannað ágæti sitt á íslandi sem og annarsstaðar.
Þær eru allt í senn tæknilega vel útbúnar,
hagkvæmar í rekstri, þægilegar í notkun og
örugglega til í gerð sem hentar þér og þínum
rekstri.
Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari
upplýsingar.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 68-69-33
Vadim Medvedev:
Markað slögtnálin
eiga að ráða ferðinni