Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 35 IÞINGHLEI STEFÁN FRIÐBJARNARSON „Málið á að vaxa líkt og tré sem heldur áfram að vera sama tréð þótt það þroskist og dafiii“ ÁLITSGERÐ UM MÁLVÖNDUN og FRAMBURÐARKENNSLU f GRUNNSKÖLUM Samin af nefnd á vegum mennta- málaráðherra 1985-1986 Þingsályktun frá vorinu 1984: „ Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hlutast til um að í ríkisfjölmiðlum og grunnskól- um verði aukin rækt lögð við málvöndum og kennslu í fram- burði íslenzkrar tungu.“ Ríkisútvarpið hefúr Qar- kennslu „móðurmálið og með- ferð þess“ 3. október næstkom- andi. I í samræmi við framangreinda þingsályktun skipaði Ragnhildur Helgadóttir, þáverandi mennta- málaráðherra, nefnd til að „gera tillögur um málvöndun og fram- burðarkennslu í grunnskólum". Nefndina skipuðu: Baldur Jóns- son, prófessor og forstöðumaður íslenzkrar málstöðvar, Höskuldur Þráinsson prófessor, Indriði Gísla- son dósent og Guðmundur B. Kristmundsson, þáverandi náms- stjóri í íslenzku og var hann form- aður nefndarinnar. Samkvæmt erindisbréfi nefnd- arinnar bar henni einkum að fjalla um: 1) tillögur að stefnu í fram- burðarkennslu, 2) skipan fram- burðarkennslu í grunnskólum, 3) aðstæður framburðarkennslu, 4) tillögur að stefnu f málvöndun, 5) tillögur um framkvæmd og 6) námsefni og námsgögn. Nefndin lauk störfum 1986 og skilaði sérstakri álitsgerð til ráðu- neytisins. II Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra til skamms tíma, sendi síðan skólastjórum allra grunn- og framhaldsskóla erindi um málvöndun. Erindinu fylgdi „Álitsgerð um málvöndun og framburðarkennslu í grunn- skólum", samin af nefndinni, sem og fylgiskjal um íslenzkan fram- burð. Álitsgerðin fjallar um íslenzka hljóðkerfið, staðbundnar málvenj- ur, skýrmæli, tal- og málgalla, íslenzk orð yfír ný hugtök og sitt- hvað fleira. í erindi ráðherra er þess farið á leit við skólastjóra að þeir veki athygli kennara á mikilvægi mál- vöndunar og efnisatriðum álits- gerðarinnar. Tilgangurinn var að auka umræðu um vemdun íslenzkrar tungu og efla málvönd- un og framburðarkennslu í skól- um. III í álitsgerðinni segir m.a. orð- rétt um stefnumörkun: „íslendingar hafa sett sér það mark að varðveita tungu sína og efla hana. Með varðveislu íslenskrar tungu er átt við að halda órofnu samhengi í máli frá kynslóð til kynslóðar, einkum að gæta þess að ekki fari forgörðum þau tengsl sem verið hafa og era enn milli lifandi máis og bókmennta allt frá upphafí ritaldar. Með eflingu tungunnar er eink- um átt við að auðga orðaforðann svo að ávallt verði unnt að tala og skrifa á íslensku um hvað sem er, enn fremur að treysta kunn- áttu í meðferð tunngunnar og styrkja trú á gildi hennar. Varðveisla og efling era ekki andstæður. Eðli málsins, form- gerð þess og sérkenni eiga að haldast. En málið á að vaxa líkt og tré sem heldur áfram að vera sama tréð þótt það þroskist og dafni. Málfarslegt uppeldi í skólum má aldrei missa sjónar á þessu tvíþætta markmiði. Kennarar verða að skilja hvað í húfi er og geta útskýrt það fyrir nemendum Krafan um varðveislu málsins getur aidrei falið í sér afturhvarf til framburðar Einars Þveræings eða Þorgeirs Ljósvetningagoða. Hins vegar ættum við að leggja metnað okkar í að varðveita fram- burð íslensks nútímamáls og stuðla þannig að því að komandi kynslóðir geti notið þess vand- kvæðalaust sem hljóðritað hefur verið á 20. öld, - þ. á m. á söguleg- um stundum - og líklegt er að unnt verði að varðveita um ókom- in ár á einhvers konar hljóðmiðl- um (plötum eða böndum)." IV Framburður móðurmáisins er veikamikill þáttur þess, þótt minna hafí máske verið skeytt um hann en aðra þætti tungunnar. Almennur áhugi á þessu efni fer þó jafnt og þétt vaxandi, ekki sízt í kjölfar yfirgriþsmikilla mállýs- kurannsókna dr. Bjöms Guðfinns- sonar á öndverðum fimmta áratug þessarar aldar og rits hans: „Breytingar á framburði og staf- setningu" (Reykjavík 1947). Hins vegar fór lítið fyrir opinberri stefnumörkun að þessu leyti. Framburðarþátturinn hefur þrátt fyrir það verið viðvarandi athug- unarefni fræðimanna. Hér verður ekki fjaliað sérstak- iega um þá stefnumörkun, sem lögð era drög að í álitsgerð um málvöndun og framburðarkennslu í grannskólum, enda fremur við- fangsefni fræðimanna; aðeins tyllt tám á örfá áherzluatriði: 1) Spomað verði við breytingum á íslenzka hljóðkerfinu: stuðl- að að varðveizlu samhengis í málinu. 2) Spomað verði við breytingum sem virðast geta raskað beyg- ingarkerfínu. 3) Aukin áherzla verði lögð á skýrmæli 4) Staðbundnar málvenjur verði virtar. 5) Fundin íslenzk orð yfir ný hug- tök. 6) Tökuorð löguð íslenzku hljóð- og beygingarkerfi. Það vekur athygli að ekki er lagt til að taka upp samræmdan ríkisframburð - eða að gert verði upp á milli staðbundinna mál- lýskna. Þvert á móti er „lagt til að fræðsla um mállýskur verði aukin í skólum og kennarar hlynni að „minnihlutaframburði" - þar sem þeir verða hans varir ... “ V Fagna ber því að Alþingi og ráðherrar menntamála hafí frum- kvæði um að efla málvöndun og framburðarkennslu í skólum og ríkisfjölmiðlum (útvaipi og sjón- varpi), en einmitt þessa dagana er að hefjast í Ríkisútvarpinu fjar- kennslunámskeið: „Málið og með- ferð þess". Hópur íslenzkufræð- inga hefur unnið að þessu verk- efni undanfarið undir stjóm Hö- skuldar Þráinssonar, prófessors, í samstarfi við Sigrúnu Stefáns- dóttur, framkvæmdastjóra Fræðsluvarps. Þessu framkvæði þarf hinsveg- ar að fylgja eftir með því að gera kennuram, skólum og ríkisfyöl- miðlum betur kleift að gegna þýð- ingarmiklu hlutverki sínu að þessu leyti. Hér er m.a. átt við starfs- menntun kennara og starfsað- stöðu þeirra, sem og dagskrár fjöl- miðla, en lokaorð álitsgerðar þeirrar, sem hér hefur lítillega verið vitnað til, era einmitt þessi: „Nefndin vill að lokum benda á að hún telur að þær tiliögur um eflingu móðurmálskennslu í grunnskóla, sem reifaðar hafa verið hér á undan, komi að litlu eða engu haldi nema tekið verði mið af þeim í menntun kennara. Þar vill nefndin þó vekja sérstaka athygli á endurmenntun. Ef sú viðleitni, sem nú er hafin, á að verða eitthvað annað en nafnið tómt verður að gera stórátak á þessu sviði. Vænlegast væri að gera nú þegar áætlun um þau námskeið fyrir móðurmálskenn- ara sem halda þarf næstu fimm árin og kanna þá m.a. möguleika á íjarkennslu". Herrakvöld WFáks mm í -í-XI ni Eitt af verkum Jóns Þórs Gíslasonar en hann sýnir nú verk sín í Gallerí Borg. Jón Þór sýnir í Gallerí Borg verður í félagsheimilinu 7. október og hefst kL 20.00 stundvíslega JÓN ÞÓR Gíslason opnar sýn- ingu á verkum sínum í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, í dag, fimmtudaginn 6. október ki. 17.00. Jón Þór Gíslason fæddist í Hafn- arfirði 2. mars 1957. Hann lauk námi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1981. Þetta er fjórða einkasýning Jóns Þórs, en áður hefur hann sýnt í Djúpinu 1983, Hafnarborg 1984 og Gallerí Gangskör 1986. Einnig tók hann þátt í sýningunni „Ungir myndlistarmenn" á Kjarvalsstöðum 1983 og IBM-sýningunni „Mynd- listarmenn framtíðarinnar" á Kjar- valsstöðum 1987. Á sýningu Jóns Þórs nú era olíu- málverk og teikningar. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18. Henni lýkur þriðjudaginn 18. október. Hiisið opnai' kL 19.30 • VnHbi'áðariilaöborð • Skemmtiatriði • Söngur • Ræðumaður kvöldsúis: Þorsteinn Pálsson formaður \ Sjálfstæðisflokksins 9 Happdrættí - góðir vinningar ~ Uppboð - listaverk eftir Bahasar es-sarussw03 SJÁLFSTÆÐISMENN Dregið ef-tir 2 daga. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.