Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988
55
Þessir hringdu ..
Bókabílar -
ekki skipt um bækur
Kona hringdi:
„Mig langar að koma á fram-
færi athugasemd vegna bókabíls-
ins sem kemur hingað í Laugar-
neshverfið. I honum eru alltaf nær
sömu bækumar og hefur ekki
verið skipt um lengi. Hið sama
er að segja um blöð og tímarit.
Eg tel að þetta hafi orðið til þess
að margir skipta minna við bóka-
bflinn en ella. Þama mætti gera
betur.“
Afnemið lánskjaravísitölu
Ólafur hringdi:
„Ég er ósammála þeirri kröfu
Gunnars Helga Háldánarssonar,
sem fram kom á fundi með sparifj-
áreigendum og birst hefur víða í
fjölmiðlum, að lánskjaravísitalan
eigi umfram allt að vera í gildi
áfram. Ég tel þvert á móti að það
væri í þágu heimila og atvinnu-
reksturs að lánskjaravísitala verði
afnumin hið fyrsta. Afborganir
af vísitölutryggðum lánum eru að
sliga fyrirtækin í landinu og heim-
ilin ekki síður. Því fyrr sem láns-
kjaravísitalan verður afnumin því
betra.
Eyrnalokkur
Silfureymalokkur með kuðung-
slagi tapaðist sl. laugardag.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 15303.
Herðasjal
Brúnt herðasjal úr möskmðu
skinni tapaðist 28. september við
Domus medica. Finnandi er vin-
samlegast beðinn að hringja í
síma 16952
Gleraugu
Kringlótt gleraugu með gulllit-
uðum spöngum töpuðust við
Asparfell eða Æsufell fyrir
nokkra. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 13753. Fundarlaun.
Lyklakippa
Svart tvöfalt lyklaveski með
mörgum lyklum tapaðist á golf-
velli Borgames að Hamri hinn 17.
sept. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma
91-84810.
Kettlingar
Fallegir kettlingar fást gefins.
Upplýsingar í síma 53153.
Fjáraustur í íþróttahítina
Hlaupadrottning skrifar:
Nú að afloknu ólympíufárinu,
þætti gömlum kjósanda útvarps-
stjóra vænt um að hann drægi upp
reiknistokkinn sinn og giskaði á
hver kostnaðurinn við beinar út-
sendingar frá Ólympíuleikunum
hafi verið. Ekki væri verra að hann
birti þær upplýsingar opinberlega,
oss fávisum almúganum til fróð-
leiks. í leiðinni mætti hann drepa
á, hvar hann ætlar að fá aurana
til að greiða þennan kostnað.
Mér hefur skilist, að vegna fjár-
skorts, hafi sjónvarpið misst sinn
langhæfasta starfsmann, neyðst til
að stytta útsendingartímann og
þurft að slá af sjálfsögðum gæða-
kröfum við val á sjónvarpsefni. En
það virðist alltaf vera nægur tími
Til Velvakanda.
Ég las um daginn bréf í dálki
þínum, undirskrifað „eiginkona“ og
mikið er ég henni sammála.
Mín reynsla er sú, að komi til
vanskila hjá þessum lífeyrissjóðum,
sem era eign okkar fólksins, sem í
þá greiðum, þá er engu hægt að
breyta, engar skuldbreytingar og
þá mega bara dráttarvextirnir hlað-
ast upp, það er sjóðnum í hag, en
Htli einstaklingurinn, sem greiðir
mánaðarlega í sjóðinn, verður að
þola algjör afsvör um eftirgjöf
dráttarvaxta eða aðra fyrirgreiðslu,
sem gæti komið skuldaranum til
að ráða við skuldir sínar. Lífeyris-
og nægir peningar til að þóknast
þeim sem glápa vilja á íþróttir í
stað þess að stunda þær.
Ég mælist því til þess að keyptur
verði inn vænn pakki af vönduðum
enskum sjónvarpsþáttum og öðra
góðu afþreyingarefni að utan. ís-
lenskt efni hefur því miður nærri
alltaf valdið mér vonbrigðum og ég
tel ekki vanþörf á að endurskoða
þá stefnu sem þar er í gangi. Það
er hörmulegt hversu illa hefur tek-
ist til með íslensk efni; sem verður
best lýst sem uppskrúfaðri menn-
ingarflækju. Nægir þar að nefna
nýársleikrit sjónvarpsins 1987, há-
punkt ósómans.
Það er ósk mín að dagskrá sjón-
varpsins verði endurskoðuð, svo og,
hvemig fjármunum stofnunarinnar
sjóðurinn hefur veðið og það dugar
honum, raunir skuldarans era bara
það sem koma skal og að okkur
var logið, þegar við tókum þessi lán
upphaflega og okkur sagt að af-
borganir yrðu aldrei það háar að
maður þyrfti að óttast það, því laun-
in myndu alltaf standa til jafns og
hækka til jafns við vaxtabyrði láns-
ins, en annað hefur nú sem sagt
komið á daginn ...
Ég álít lífeyrissjóðina ekki gera
mikið fyrir einstaklinginn lengur
og hefur margur komizt á kaldan
klakann fyrir hans aðgjörðir.
Óánægður einstaklingur
er varið. Það er hvimleitt að hlusta
á kvartanir um fjárskort og horfa
síðan upp á þessa eyðslu.
Handbolti eða
samningsréttur?
Verður kosn-
ingaréttur-
inn Iíka
afiiuminn?
Til Velvakanda.
Ég sat í heita pottinum í sund-
lauginni um daginn og hlustaði á
fólkið tala saman. Eins og oft vill
verða snérast umræðurnar um þau
mál sem fjölmiðlamir blása upp
þessa dagana.
En í þessu tilviki var það að vísu
ekki það sem ég hefði búist við að
heyra. Fólkið var yfír sig hneykslað
á því að íslensku strákamir í hand-
boltalandsliðinu hefðu tapað leikn-
um þá um nóttina!
Hvað er að gerast?
Þjóðin fer á hvolf yfir handbolta
og svo heyrist ekki múkk þó verið
sé að rífa af okkur samningsrétt-
inn! Það væri nær að fara á hvolf
yfir því!
Það sem gerir þræla að þrælum
er það að þeir geta ekki samið um
sín kjör. Eram við ekki fíjáls þjóð?
Og era það ekki sjálfsögð mannrétt-
indi að geta samið um sín laun?
Fyrst þeir taka samningsréttinn,
gæti þeim kannski dottið í hug að
taka kosningaréttinn næst. Og hvað
geram við Islendingar þá? Sitjum
við í laugunum og tölum um hand-
bolta?
Sigrún Kristinsdóttir
Lífeyrissjóðirnir hafa
farið illa með fólk
SOFASETT
ÍTÖLSK HÖNNUN
WrtCC krisijan
TW& SIGGEIRSSON
LAUGAVEGI 13, SÍMI 625870