Morgunblaðið - 06.10.1988, Qupperneq 60
upplýsingar
um vörur og
pjónustu.
»6
SYKURLAUST FRÁWRIGLEY’S
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Verðhækk-
unámjöli
og lýsi ýtir
undir hækk-
un á síld-
arverðinu
LÍKUR eru á þvi að verð á sfld
upp úr sjó, að minnsta kosti til
bræðslu, hækki talsvert frá
síðustu vertíð. Verðlagsráð sjáv-
arútvegsins Qallaði á fúndi
sínum í gær um verð á sfld upp
úr sjó á vertíðinni, sem nú er
að hefjast. Niðurstaða fékkst
^ ekki á þeim fúndi, en til annars
fúndar hefúr verið boðað í dag.
Verð á síld til söltunar og fryst-
ingar á síðasta ári var 7 krónur
fyrir síld 30 sentímetra að lengd
og lengri en 3,50 fyrir smærri
sfldina. Verð til bræðslu var frjálst,
en var að meðantali um þijár krón-
ur á kfló. Ljóst er að verð á sfld
til bræðslu hlýtur að hækka nú
vegna verulegrar hækkunar á
heimsmarkaðsverði á mjöli og lýsi
og vegna þess hve loðnuvertíðin
hefur byijað seint. Af þeim sökum
hefur reynzt erfítt að standa við
samninga um fyrirframsölu á þess-
um afurðum og gæti sfldin bætt
þar eitthvað úr. Verð fyrir loðnu
til bræðslu er um þessar mundir
rúmar 3.000 krónur tonnið (3,10
til 3,30 að minnsta kosti fyrir kfló-
ið). Sfldin er betra hráefni og því
gæti verð á henni til bræðslu náð
fímm krónum. Vegna þess er ljóst
að verð fyrir smærri sfldina til
manneldis, söltunar og frystingar,
verður að vera hærra en það, eigi
hún yfírleitt að fást til vinnslu.
Á fundi Verðlagsráðsins í gær,
var meðal annars til umræðu að
gefa verðið að fullu fíjálst, en eins
og áður sagði var ekki ljóst eftir
fundinn í gær hvort svo yrði eða
ekki. Verð á norsk-íslenzku sfldinni
til manneldis í Noregi er nú með
16 krónur fyrir allra stærstu sfldina
og niður í 6,95 fyrir þá smæstu, en
í Noregi er sfldin flokkuð í ijóra
stærðarflokka. Morgunblaðinu
tókst ekki í gær að afla upplýsinga
um verð á sfld til bræðslu í þvísa
Iandi, en þaðan hafa borizt boð um
5.560 krónur (5,56 krónur fyrir
kfló) fyrir lestina af loðnu á þess-
ari vertíð.
Þrír menn bj örgnðust
þegar Sæljón EA sökk
Vélin hikstandi og mikið vatn komið í vélarrúm sagði Arngrímur Jóns-
son skipstjóri á Bjarma EA um aðkom una að Sæljóninu
Akureyrí. Frá Jóhönnu Ingvarsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins.
ÞRÍR menn björguðust í gær er Sæljón EA 55, 61 tonns eikarbátur
i eigu útgerðarfélagsins Ránar hf. á Dalvík, sökk um 25 sjómílur
norður af Siglunesi. Leki kom að bátnum um kl. 13.30 og var
hann sokkinn kl. 18.20 í gærkvöld. Skipveijunum þremur var bjarg-
að um borð í Bjarma frá Dalvík, en báðir bátamir vora á rækju-
troili á SkagaQarðardýpi. Bjarmi EA kom til Dalvíkur um kl. 23
i gærkvöidi.
Arngrímur Jónsson skipstjóri á
Bjarma sagðist í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöld hafa verið
staddur um 20 sjómflur norður af
Siglunesi þegar kall hefði borist
frá Sæljóni um kl. 14.00 í gær,
en þá var Sæljónið statt um sex
mflur norðan við Bjarma. „Skip-
stjórinn var fyrst og fremst að fá
upp hvar ég væri nákvæmlega og
lét hann mig þá jafnframt vita um
ástandið um borð. Þá var kominn
leki í vélarrúmi og lensumar virk-
uðu ekki. Við töluðum um að hafa
samband reglulega. Hann dreif sig
í að hífa trollið og var búinn að
því hálftíma seinna. Þá sagðist
hann ætla að leggja af stað í átt-
ina til mín og spurðist fyrir um
hvort í grenndinni væru bátar eða
skip með dælu enda skilst mér að
útlitið hafí þá verið farið að versna
töluvert. Ekki voru þó nein skip
nálæg með dælur.
Um fjögurleytið kallaði hann
aftur og bað mig um að koma á
móti sér. Þá átti hann eftir um
tvær mflur í mig. Ég hífði trollið
strax og fór á móti honum. Þá
var vélin farin að hiksta og mikill
sjór kominn í vélarrúmið. Ég var
kominn upp að honum um kl.
16.30. Sex vindstig voru um þetta
leyti og var heldur að bæta í’ann
á meðan við vorum að koma vír
á milli og þegar farið var að ná
mönnunum um borð til okkar. Ég
fór upp að hliðinni á Sæljóninu
og bakkaði uppað svo þeir gætu
stokkið um borð. Fyrst henti ég
tógi um borð sem þeir hnýttu í
vírinn hjá sér til að tengja á milli
bátanna. Ég ætlaði að reyna að
draga Sæljónið að landi svo bjarga
mætti einhveiju því það var þama
á réttum kili. Þegar mennimir
vom komnir um borð og ég byij-
aði að taka á, slitnaði vírinn strax
á milli. Ég snéri aftur upp að bátn-
um og sendi tvo menn með vír
yfír. Þeir rétt náðu að stökkva
aftur um borð í Bjarma þegar
Sæljónið fór á hliðina og sökk
skömmu síðar. Þá urðum við að
klippa á vírinn," sagði Amgrímur
að lokum.
Þórir Ólafsson skipstjóri á Sæ-
ljóninu sagðist hafa uppgötvað
leka um kl. 13.30 í gær. „Hann
ágerðist stöðugt og dælumar
höfðu ekki undan. Auðvitað má
segja að við höfum verið í hættu
þama. Það mátti ekki mikið út
af bera. Til dæmis hoppuðum við
einfaldlega á milli bátana á öld-
unni úr því að tíminn var oiðinn
naumur," sagði Þórir. Auk Þóris
voru um borð í Sæljóninu þeir
Gunnar Þórarinsson vélstjóri og
Viðar Þórisson kokkur. Stefán
Rögnvaldsson EA frá Dalvík var
einnig í nágrenninu og kom hann
að í þann mund er Sæljónið var
að sökkva.
Rán hf. útgeiðarfélag bátsins,
gerir einnig út Sænes EA 75, 110
tonna stálskip. Búast má við að
sjópróf fari fram í dag.
Þrátt fyrir mikilúðlegt yfirbragð Tals varð viðureign hans og
Andersons stutt jafntefli.
Margeir og Jóhann töpuðu
JÓHANN Hjartarson og Mar- isch efltir að hafa átt mun betra
geir Pétursson áttu báðir slæ- tafl og Margeir lék af sér í
man dag í 3. umferð Heims- betri stöðu gegn Timman.
bikarmótsins sem tefld var í
gær. Jóhann tapaði fyrir Port- Sjá skákfréttir á bls. 33.
Seðlabankinn óskar eftir
0,75% raunvaxtalækkun
og einnig 5% lækkun nafnvaxta
Á fúndi fúlltrúa Seðlabankans
og viðskiptabanka og spari-
sjóða í gær fór Seðlabankinn
fram á það að bankar og spari-
sjóðir lækkuðu útlánsvexti næst
þegar vöxtum verður breytt,
eða 11. þessa mánaðar. Var
farið fram á að nafhvextir yrðu
lækkaðir um 5% og raunvextir
um 0,75% sem yrði fyrsti áfang-
inn í að raunvextir lækki um
3% flram að áramótum. Fulltrú-
ar bankanna tóku sér frest til
að skoða málin og verður fúnd-
ur í Sambandi islenskra við-
skiptabanka árdegis í dag og
síðan er annar fúndur fyrir-
hugaður með fúlltrúum Seðla-
banka klukkan 16 í dag.
Stefán Pálsson formaður Sam-
bands íslenskra viðskiptabanka
sagði við Morgunblaðið að bank-
amir væru tilbúnir til þess að
lækka nafnvexti þar sem verð-
bólgan hefði lækkað. Varðandi
lækkun raunvaxta sagði Stefán að
það yrði að vera tiyggt að aðilar
utan banka og sparisjóða, það er
á verðbréfamarkaðnum, gangi með
til leiksins, annars veiktu innláns-
stofnanir sína aðstöðu.
„Við fengum ekki fram á þess-
um fundi neina tryggingu fyrir því
að markaðurinn í heild fylgdi með
þótt eftir því væri gengið. Það er
síðan margt sem tengist þessu,
m.a. hættuleg umræða um skatt-
lagningu spariljár og um breytingu
á vísitölugrunni og annað sem
kemur inn í heildarmyndina af
peningamarkaðnum, þannig að við
viljum skoða þessi mál vel,“ sagði
Stefán Pálsson.