Morgunblaðið - 06.10.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGURR 6. OKTOBER 1988
59
2. DEILD
Sigurjón Slgurðsson skoraði
fímm mörk fyrir Hauka i gærkvöldi.
Fyrsti
sigur
ÍH í 2.
deild
ÍÞRÓTTAFÉLAG Hafnarfjarð-
ar, ÍH, vann sinn fýrsta sigur í
2. deildinni í handknattleik í
gær er iiðið lagði Aftureldingu
að veili í hörkuleik, 24:23.
Það var Ásgeir Ólafsson sem
skoraði sigurmarkið þegar rúm
mínúta var til leiksloka, en loka-
mínútumar voru mjög spennandi.
■■■■■ ÍH hafði yfírhöndina
Hörður framan af og í leik-
Magnússon hléi var staðan
skrífar 13:10. Mestur varð
munurinn fímm
mörk 15:10, en þá fór allt í baklás
hjá Hafnfirðingunum og Aftureld-
ing komst yfír, 23:21. En ÍH skor-
aði þrjú síðustu mörk leiksins.
Þess má geta að ÍH var stofnað
fyrir Qórum ámm og leikur nú í
fyrsta sinn í 2. deild.
Ingvar Reynisson var marka-
hæstur í liði ÍH með 6 mörk og
Ríkharður Daðason og Viktor
Helgason skomðu fímm mörk hvor
fyrir Aftureldingu.
StórsigurHauka
Haukar sigmðu Sejfyssinga mjög
ömgglega, 27:17. í leikhléi var
staðan 12:19. Mikill munur var á
liðunum en mestu munaði um frá-
bæra markvörslu Þorláks Kjartans-
sonar í marki Hauka. Hann kórón-
aði svo góðan leik sinn með því að
skora yfir endilangan völlinn.
Ámi Hermannsson var marka-
hæstur í liði Hauka, skoraði 8 mörk
og Siguijón Sigurðsson skoraði 5
mörk. Magnús Sigurðsson var yfír-
burðamaður í liði Selfyssinga og
skoraði 9 mörk.
Mikilvægur slgur ÍR
ÍR-ingar sigmðu HK í mikilvæg-
um leik í íþróttahúsinu í Digranesi,
22:19. Flestir eiga von á þessum
liðum í toppbaráttunni og leikurinn
því mikilvægur.
Orri Bollason var markahæstur
ÍR-inga með 6 mörk og Frosti Guð-
laugsson gerði 5 mörk. Elvar
Óskarsson skoraði 6 mörk fyrir
Hauka og Hilmar Sigurgíslason
gerði 4 mörk.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Landsliðsnefnd leggur
til að Bogdan verði ráð-
inn fram yfir B-keppni
LANDSLIÐSNEFND Hand-
knattleikssambands íslands
ákvað á fundi sínum í gær að
gera tillögu um það að Bogdan
Kowalczyk verði ráðinn þjálfari
landsliðsins áfram — fram yfir
B-heimsmeistarakeppnina í
Frakklandi i febrúar.
ogdan hefur enn ekki gefíð
svar um hvort hann er tilbúinn
til áframhaldandi starfa, en hefur
tekið vel í málið. Hann fer til Pól-
lands í dag, þangað sem íjölskylda
hans er þegar farin — og hugsar
málið í nokkra daga áður en hann
gefur endanlegt svar.
Gunnar Þór Jónsson, formaður
landsliðsnefndar, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að mikill meiri-
hluti leikmanna hafi lýst yfír að
þeir séu tilbúnir að spila með liðinu
í B-keppninni, og þeir telji að rétt
sé að Bogdan haldi áfram með liðið
fram yfír þá keppni.
„Leikmenn, stjómarmenn og
þjálfari em sammála um að hann
sé búinn að vera nógu lengi með
liðið — en við teljum samt óskyn-
samlegt að skipta nú þar sem svo
stutt er til stefnu. Leikmenn kjósa
sér auðvitað ekki þjálfara, en eftir
að hafa orðið fyrir svona vonbrigð-
um — að ná ekki settu marki —
er mikilvægt að ná samstöðu. Við
höfum því spurt leikmenn um þá
sjálfa og þjálfara. Lykilmenn eru
tilbúnir að halda áfram ef þeir verða
valdir — og flestir telja skynsamleg-
ast að halda áfram með Bogdan,"
sagði Gunnar Þór Jónsson, og bætti
við: „við þurfum að ná samstöðu
innan Handknattleikssambands ís-
lands til að hægt sé að einbeita sér
að þessu verkefni á þeim stutta tíma
sem er til stefnu."
Hann sagði ennfremur: „ef ekki
næðst samstaða innan HSÍ um
Bogdan yrði það mikið vandamál —
þá tel ég meiri líkur á að við náum
ekki settu marki í B-keppninni, og
það yrði miklu meira áfall en að
ná ekki 7. sætinu í Seoul," sagði
Gunnar Þór.
Landsliðsnefnd leggur til við
stjóm HSÍ að Bogdan verði endur-
ráðinn, sem fyrr segir, og að sögn
Gunnars Þórs er það sambands-
stjóm HSÍ sem verður að íjalla um
málið, skv. lagabreytingum sem
gerðar voru á síðusta ársþingi sam-
bandsins. í sambandsstjórininni er
21 fulltrúi og sagði Gunnar að fundi
í stjóminni þyrfti að boða með 10
daga fyrirvara. Það er því ljóst að
það verður ekki alveg næstu daga
sem stjórnin hittist.
Upp!
Bogdan bendir upp á við — spuming-
in er, ef hann heldur áfram sem lands-
liðsþjálfari, hvort honum tekst að
koma landsliðinu upp á við á ný.
KNATTSPYRNA / FRAKKLAND
Platini starfar hjá Nancy
ichel Platini, einn fræknasti
knattspymumaður allra
tíma, hefur tekið fram skóna á
ný. I þetta skiptið er það þó ekki
til að leika heldur
er hann orðinn
varaforseti AS
Nancy og sérlegur
ráðgjafí Gewilder
þjálfara.
Platini er fæddur og upalinn
í Nancy og þar hóf hann einnig
Bemharð
Valsson
skrifar
frá Frakklandi
feril sinn sem leikmaður. Platini
segist hafa tekið við þessari stöðu
þar sem Breczynski, forseti fé-
lagsins, og hann séu góðir vinir.
Einnig hafí hann enn mjög sterk-
ar taugar til félagsins.
Sem tækniráðgjafi hefur Platini
ekki látið mikinn tíma fara til
spillis. Hans fyrsta verk var að
koma þeirri ósk sinni á framfæri
að leikir Nancy færu fram á
sunnudögum kl. 16.00, en franska
deildin er vanalega spiluð á laug-
ardagskvöldum kl. 20.30. Platini
er með þessu að líkja eftir fyrir-
komulagi ítala sem honum féll
mjög vel þau ár sem hann lék
með Juventus. Tíminn verður
síðan að leiða það í ljós hvort
þessar breytingar, og koma Plat-
ini til Nancy, verði til þess að lið-
ið komist upp úr 2. deild og skipi
sér sess sem sterkt 1. deildarlið.
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA
„Við lágum í vöm“
- nær allan tímann, sagði Ásgeir
Elíasson, þjálfari Fram, eftir 5:0 tap
gegn Barcelona á Nou Camp leik-
vanginum í gærkvöldi
„ÞAÐ er stórkostleg reynsla
fyrir strákana að fá að leika við
svona aðstæður þó svo að
þetta stóra tap skyggi svolítið
á. Þetta var mjög erfiður ieikur
og við lágum í vörn nær allan
tímann. Þetta er einfaldlega
munurinn á okkur og einu
besta félagsliði heims. Við
fengum þó tvö til þrjú sæmiieg
færi,“ sagði Ásgeir Elíasson,
þjálfari Fram, eftir 5:0 tap gegn
Barcelona í síðari leik liðanna
i Evrópukeppni bikarhafa á
Nou Camp leikvanginum f gær-
kvöldi að viðstöddum 15.000
áhorfendum.
Gary Lineker skoraði fyrsta
markið fyrir Barcelona strax
á 9. mínútu með skalla. Þetta var
jafnfram fyrsta mark hans á tíma-
bilinu. Hann sást lítið í leiknum
eftir markið og var tekinn út af í
hálfleik. Aitor Beguiristain bætti
öðru marki við á 23. mínútu og
þannig var staðan í hálfleik.
f síðari hálfleik byijuðu Framarar
vel og léku framar á vellinum en í
fyrri hálfleik og átti Amljótur Dav-
íðsson þá meðal annars gott færi
sem honum tókst ekki að nýta.
Síðan komu tvö mörk á tveimur
mínútum sem sló Framara út af
laginu. Fyrst skoraði Beguiristain
og síðan Robert Femandez. Fimmta
markið gerði Jose Bakero á 72.
mínútu.
Að sögn Ásgeirs vom yfírburðir
Börsunga miklir út á vellinum, en
þeir fengu ekki mikið fleiri færi en
þeir skomðu úr. Kristján Jónsson,
bakvörður, lék best Framara í gær.
Amljótur Davíðsson og Pétur Am-
þórsson stóðu sig einnig vel. „Ann-
ars lögðu allir strákamir sig fram
og gerðu sitt besta. Spánveijamir
em mjög fljótir og það má aldrei
snúa við þeim baki,“ bætti Ásgeir
við.
Fram tapaði heimaleiknum 2:0
og er því úr leik með samanlagða
markatölu 7:0 úr leikjunum tveim-
ur.
Reuter^f _
Pétur Ormslev, fyrirliði Fram, með knöttinn i leiknum í gærkvöldi. Það er
Spánveijinn Salva sem þama sækir að Pétri.