Morgunblaðið - 06.10.1988, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.10.1988, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 NÁMSKEIÐ - Sækið námskeið hjá traustum aðiía - Eftirfarandi námskeið verða haldin á næstunni: Tölvunotkun: - Grunnnámskeið í einkatölvum....15. - 16. og 22. - 23. okt. - Ritvinnsla - WordPerfect (Orðsnilld).29. - 30. okt. - Ritvinnsla, framhald - WordPerfect.5. - 6. nóv. Skrifstofu- og verslunarstörf: - Bókfærsla I - fyrri hl............15., 16., 18., 20., 22. og 23. okt. - Bókfærsla I - seinni hl..........25., 27., 29., 30. okt., 1.-3. nóv. - Vélritun (byrjendanámskeið)......10. - 13. okt. og 17. - 20. okt. Stjórnunarnámskeið: - Markaðsmál..........................10. -12. okt. - Fjármál fyrirtækja...................17.-20. okt. Ýmis stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari upplýsingar og skráning fer fram í síma 688400. Verzlunarskóli íslands D||l rnrnm iicosnryK fyrir þig kornifladbR^ kobni expöR* korni fb°kosT ^BTÖFLUFl-ÖGUR maarudskrúpuR 300 GP- KP- 40.30 300 GP- KP’ 40.30 275 GP’ KP’ 40.30 4TE G. 100 GP- KP’ 68.40 3 TEG- KP’ 68.40 70 GP■ KAUPFELOGIN UM LAND ALLT! Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníuhlj ómsveitar íslands: Verk eftir Beethoven, Sibelius og Leif Þórarinsson á efnisskrá eftir Rafn Jónsson FYRSTU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands á þessu starfsári eru í dag í Háskólabíói og heQast þeir klukkan 20.80. Stjórnandi verður aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveit- arinnar, Finninn Petri Sakari. „Mini“-sinfónía Meðal verka á morgun verður frumflutt nýtt tónverk eftir Leif Þórarinsson, sem hann nefnir För 1988. í stuttu viðtali sagði Leifur, að thematísk uppistaða verksins væri leikritið Til Damaskus eftir Strindberg, en Leifur samdi á sínum tíma tónlist við leikritið. í verkinu nýtir Leifur sér nokkrar laglínur úr tóniistinni sem hann samdi fýrir leikritið. Leifur sagði, að nafngift verksins væri tilvísun til leikritsins, sem lýsti „ferðalagi" um hjóna- bandið. Verkið er skrifað fyrir full- skipaða hljómsveit og tekur um 15 mínútur í flutningi. Það er í einum þætti sem skiptist í þrjá kafla, hægan kafla, menúett og hraðan kafla. Leifur sagði ennfremur, að verkið hefði að forminu til alla eig- inleika sinfóníunnar, en hér væri um eins konar „mini“-sinfóníu að ræða fremur en eiginlega sinfóníu. För 1988 er þriðja verkið sem Leif- ur lýkur við á þessu ári. Hin verkin eru Sembalsónata, sem Helga Ing- ólfsdóttir er að æfa þessa dagana og flytur í vetur, og Styr, verk fyr- ir píanó og hljómsveit, sem flutt var á Listahátíð í vor. Þá vinnur Leifur að samningu tónlistar fyrir strengjakvartett við leikritið Óveðr- ið eftir Strindberg og einnig semur hann tónlist við Fjalla-Eyvind, sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu um jólin. Að lokum má nefna, að hann vinnur að samningu þriðju sinfóníu sinnar. Einleikskonsertar Beethovens Á þessum fyrstu áskriftartónleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar verð- ur einnig fluttur Tríókonsert Beet- hovens. Allir einleikskonsertar Be- ethovens verða fluttir á áskriftar- Fonteney-tríóið tónleikum hljómsveitarinnar í vetur og er þessi sá fyrsti í röðinni og jafnframt sá eini, sem erlendir lista- menn verða fengnir til að flytja. Þeir nefna sig Fontenay-tríóið, en fontenay er gamalt, franskt orð yfír draumóra, auk þess sem þeir félagar, sem voru samtíða í Tónlist- arháskólanum í Hamborg, æfðu sig í grennd við skólann í húsi sem stendur við Fontenay-götu. Þeir heita Wolf Harden, sem leikur á píanó, Michael Mucke, sem leikur á fiðlu og Nicklas Schmidt, sem leikur á selló. Samstarf þeirra þriggja hófst 1980 er þeir voru all- ir innan við tvítugt. Þeir léku fyrst opinberlega 1982 og hafa síðan unnið til margra viðurkenninga og verðlauna. Tríóið hefur ieikið inn á hljómplötur og komið fram í út- varpi og sjónvarpi í heimalandi sínu. Þeir hafa einnig haldið tónleika í flestum löndum Evrópu og farið í tónleikaferðir til Suður-Ameríku og Bandaríkjanna. Síðar í vetur og vor verða svo fimm píanókonsertar Beethovens og Fiðlukonsertinn fluttir af ísienskum listamönnum, eins og áður segir. Síbelíus Lokaverkið átónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar á tónleikunum verður svo Sinfónía nr. 1 eftir Sibel- íus. Þetta er ein af átta sinfónium Sibelíusar. Þær eru hver með sínu sniði en einkennast allar af sterkri þjóðemisvitund hans. Ef að líkum lætur mun Petri Sakari, hljómsveit- arstjóri, geta dregið fram þessar tilfinningar landa síns í sinfóní- unni. Þess má geta að um þessar mundir er verið að gefa út í Finn- landi allar sinfóníur og ljóðatónlist Sibelíusar á geisladiskum, en út- varpshljómsveitin í Helsinki hefur undanfarið leikið þessi verk fyrir útgáfuna. Höfandur er blaðafulltrúi Sin- fóníuhfjóms veitar íslands. P Góðan daginn! ifil MATARSTELL — KAFFISTELL ItfoSR FRÁ HOLLANDI. SKOÐIÐ ÞESSI FALLEGU STELL SÍGILD HÖNNUN ÓTRÚLEG VERÐ GÆÐI • ÞJÖNUSTA KRISTJAN SIGGEIRSSON HF. Laugavegi 13-101 Reykjavík-S. 91-625870 DÆMI: MATARDISKAR Kr. 415,- SÚPUDISKAR Kr. 350,- BOLLI/UNDIRSKÁL KR. 415,- KÖKUDISKUR KR. 205.- BRAUÐDISKUR KR. 330.- AfvArnjR i cunajOrudti HHmmiHBBMHnBIBB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.