Morgunblaðið - 25.05.1989, Side 1

Morgunblaðið - 25.05.1989, Side 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 115. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 25. MAI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fækkun vopna í Evrópu: Bush fagnar tillögu So vétstj órnarinnar Segir hana um margt minna á tillögn NATO New London í Connecticut-ríki. Reuter. GEORGE Bush Banadarílqaforseti telur að taka beri alvarlega nýjustu tillögu Sovétstjórnarinnar um stórfellda fækkun her- manna og vígtóla í Austur- Evrópu. Talsmaður forsetans, Marlin Fitzwater, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær og sagði tillögur Sovétmanna um margt minna á tillögur Atlantshafsbandalagsins (NATO) um niðurskurð hefðbundins herafla í Evrópu sem kynnt- ar voru í marsmánuði. Talsmaðurinn kvað Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, hafa gert James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, grein fyrir tillögu þessari á fundi þeirra í Moskvu þann 11. þessa mánaðar. „Tillag- an er sett fram í fullri alvöru og við hlökkum til samningaviðræðn- anna,“ sagði talsmaðurinn og bætti við að Sovétmenn hefðu nú gert ítarlega grein fyrir einstökum atriðum hennar. Bandaríska dagblaðið The Was- hington Post skýrði frá því í gær að Sovétmenn hefðu lagt fram nýja tillögu í Vínarviðræðum að- ildaríkja NATO og Varsjárbanda- lagsins um niðurskurð á sviði hins hefðbundna herafla í Evrópu. Sov- étmenn hefðu lýst sig reiðubúna til að fækka verulega í herliði sínu í Austur-Evrópu auk þess sem ráð væri fyrir því gert að þúsundir skriðdreka, brynvagna og annarra viðlíka vígtóla yrðu fluttar frá ríkjunum austan Járntjaldsins. Bretland: Dæmdur til að borða heilsufeeði Lundúnum. Reuter. BRESKUR unglingur, sem hafði margoft verið dæmdur fyrir innbrot, hefur verið dæmdur til að borða ein- göngu heilsufæði. Dómari í Lundúnum fyrir- skipaði unglingnum að snæða holla fæðu, svo sem heilhveiti- brauð, ferska ávexti og græn- meti, í stað óhollrar fæðu á skyndibitastöðum, ella yrði hann hnepptur í fangelsi. Innan örfárra vikna hafði unglingur- inn breyst úr árásargjömum síafbrotaunglingi í fyrirmynd- arborgara. í stað þess að stunda innbrot og þjófnað er hann nú í fastri vinnu. Hann er hættur að þefa af lími til þess að komast í vímu og er fluttur til foreldra sinna eftir langa vist á stofnunum. „Mér líður miklu betur. Ég sef betur, er farinn að njóta lífsins og er hættur að rífast," segir unglingurinn og kveðst ekki sakna fyrra lífemis síns. George Bush bandaríkjaforseti sagði í viðtali sem birtist samtím- is í nokkrum evróþskum dagblöð- um í gær að hugsanlegt væri að samkomulag næðist um verulegan niðurskurð hefðbundinna vopna í Evrópu. Hann lagði hins vegar áherslu á að ekki kæmi til greina að kalla herlið Bandaríkjamanna frá Evrópu. í viðtalinu kom einnig fram að forsetinn efaðist um að unnt yrði að leysa deilu Vestur- Þjóðveija annars vegar og Breta og Bandaríkjamanna hins vegar um endurnýjun skammdrægra kjamorkuvopna fyrir fund leið- toga aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins sem hefst í Bmssel næsta mánudag. Útvarpið í Kína: Reuter Lýðræðisumbóta krafíst í Mosku Þúsundir manna rétta upp hönd á mótmælafundi, sem haldinn var í Gorky-garði í Moskvu í fyrrakvöld til að krefjast aukins tjáningar- frelsis. Minnisvarðahreyfingin, sem berst gegn arfleifð stalínismans í landinu, stóð fyrir fiindinum. Á borðanum stendur: „Karabak- nefiidin er sómi og samviska armensku þjóðarinnar." Fundurinn tengdist setningu hins nýja fiilltrúaþings Sovétrílyanna í dag, en mjög er á reiki hvaða hlutverki þingið eigi að gegna. Sovéskir Qöl- miðlar gáfii í gær til kynna að helsta hlutverk þingsins yrði að kjósa í Æðsta ráðið og háttsetta embættismenn, til að mynda forseta lands- ins. Málgagn kommúnistaflokksins, Pravda, birti áminningu til fé- laga i kommúnistaflokknum sem sæti eiga á þinginu, en þeir eru um 85% þingmanna, um að þeim bæri að fylgja ákvörðunum mið- stjórnar flokksins. Frakkland: Stríðsglæpa- maður tek- inn höndum París. Reuter. FRANSKI stríðsglæpamaðurinn Paul Touvier, sem franska lög- reglan hefur leitað að í 45 ár, var handtekinn í gær skammt frá klaustri í Nice. Touvier var yfirmaður lögregl- unnar í Lyon, sem aðstoðaði nasista við að hafa uppi á félögum í and- spyrnuhreyfíngunni. Lögreglan tel- ur að hann hafi haft náið samstarf við Klaus Barbie, yfirmann Gestapo, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í Frakklandi árið 1987 fyrir stríðsglæpi. Frönsk út- varpsstöð skýrði frá því að franskir kaþólikkar hefðu skotið skjólshúsi yfir Touvier eftir að seinni heims- styijöldinni lauk. Hann fannst í klaustri sem tengist Marcel Lefebre erkibiskupi, sem páfi bannfærði árið 1987. Touvier hefur tvisvar sinnum verið dæmdur til dauða en George Pompidou, þáverandi Frakklands- forseti, náðaði hann árið 1972. Fyrrum félagar í andspymuhreyf- ingunni lögðu síðar fram ákærar á hendur honum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Námsmenn í Peking sak- aðir um gagnbyltingfu Óttast er að hernum verði gefin fyrirmæli um aðgerðir ' Peking. Reuter. Daily Telegraph. KÍNVERSKIR fjölmiðlar sökuðu í gærkvöldi námsmennina, sem stað- ið hafa fyrir andófi í miðborg Peking undanfarna tólf daga, um að vera gagnbyltingarsinna og hafa þessar ásakanir valdið miklum ótta á meðal námsmanna um að hersveitir verði sendar á vettvang til að brjóta andóf þeirra á bak aftur. Útvarpið í Peking flutti yfirlýsingu frá herstjóni landsins, þar sem hermenn voru hvattir til þess að fylgja fyrirmælum flokksforystunnar og framfylgja herlögunum, sem Li Peng forsætisráðherra setti á laugardag. Allt hafði verið með kyrrum kjör- um í miðborg Peking í gær. Erlend- ir ferðamenn tóku myndir af andófs- mönnunum og konur léku við börn sín við vegatálma, sem reistir vora til að stöðva skriðdrekasveitir og brynvarðar bifreiðar. Wan Li, forseti kínverska þings- ins, kom frá Bandaríkjunum til Kína í gær, en hann flýtti heimkomu sinni vegna andófsins í Peking. Flugvél hans fékk ekki lendingarleyfi í Pek- ing og varð hún því að lenda í Shang- hai. Námsmenn, sem verið hafa á Torgi hins himneska friðar, höfðu vonast til þess að Wan Li myndi boða til skyndifundar þingsins, þar sem Li Peng yrði vikið úr embætti fyrir að reyna að bijóta mótmælin á bak aftur með því að setja herlög. Marg bendir hins vegar til þess að harðlínumennirnir innan flokksins hafi styrkt stöðu sína í valdabarát- tunni við umbótasinna. Staðfest hafði verið að hersveit- imar, sem framfylgja áttu herlögun- um, hefðu verið kallaðar á brott og stjórnarerindrekar sögðu að þær hefðu verið sendar til herstöðva og flugvalla í grenndinni. I yfirlýsingunni sem flutt var í útvarpinu segir að „lítill hópur manna“ hafi valdið glundroða og stjórnleysi í landinu með það að markmiði að koma flokksforystunni frá og binda enda á kommúnismann í landinu. „Vegna þessarar alvarlegu baráttu verðum við að sýna rósemi og viðhalda byltingarandanum. Hversu alvarlegt sem ástandið verð- ur, hversu erfiða baráttu sem við eigum fyrir höndum, verðum við að hlýða skipunum herstjórnarinnar," segir í yfirlýsingunni. Talsmenn námsmanna túlkuðu yfirlýsinguna þannig að herstjórnin hygðist senda hersveitir inn í miðborgina. Tilkynnt var í hátalarakerfi námsmanna að stjórn Li Pengs nyti ekki lengur trausts þjóðarinnar og voru náms- mennimir hvattir til þess að beijast fyrir málstað sínum. Reuter Hermenn á verði við innganginn að höfuðstöðvum kínverska komm- únistaflokksins í Peking. Harðvítug valdabarátta á sér stað á bak við þetta hlið á milli Zhao Ziyang flokksleiðtoga og Li Pengs forsæt- isráðherra. Skýrt hefur verið frá því að náms- menn í Peking, sem koma frá öðram borgum Kína, hafi verið hvattir til þess að fara til heimaborga sinna til að skipuleggja mótmæli þar. Sam- gönguyfirvöld hafi útvegað þeim ókeypis farmiða með lestum. Vestrænir stjornarerindrekí segja að lögreglan hafi brotið á ba aftur mótmæli 20.000 manna í borf inni Wuhan, handtekið 20 þeirra o slasað 200. Þá munu allt að 100.00 manns hafa efnt til mótmæla í borg unum Canton og Chengdu. •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.