Morgunblaðið - 03.08.1989, Page 12

Morgunblaðið - 03.08.1989, Page 12
Lokað vegna sumarleyfa Endurskoðunarskrifstofa Eyjólfs K. Sigurjónssonar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 8. ágúst til 4. september 1989. Athugið að eftir sumarleyfi verður nýtt símanúmer 627900. Eyjólfur K. Sigurjónsson, löggiltur endurskoðandi, Flókagötu 65, 105 Reykjavík. Símar 627900 og 27909. MERCEDES BENZ 260 E ’07 Til sölu gullfallegur og vel útlítandi bíll. Ekinn 35.000 km. Blásanseraður. BETRl BÍLASALA NÓATÚN 2 -SÍMI621033 EvmmiDE UTANBORÐSMÓTORAR 1.5—300 HESTÖFL Fyrstir og fremstir Léttir og liprir Stórir og stæltir Eitthvað fyrir alla K> H f= SIMI: 681500 - ARMULA 11 í ferðalagið: kæukassar FRYSTIKUBBAR V ATNSBRÚ S AR með kra Nýjar vörur daglega na *Z,UttAen HAFNARSTRÆTI21 -ÁRMÚIA42^ ___________ Sagnfræði og söguritun Bókmenntir ErlendurJónsson SAGNIR. 128 bls. 10 árg. Ritstj. Theódóra Þ. Kristins- dóttir. Sagnfræðist. Háskóla ís- lands. 1989. Ársritið Sagnir er »afrakstur vinnu sagnfræðinema við Háskóla íslands. Starf þeirra ber vitni um þá grósku sem er í sagnfræði hér á landi og þörfina fyrir að miðla sagnfræðilegu efni til almenn- ings.« Svo segir ritstjóri í inn- gangi. Þá er þess minnst að ritið hefur nú komið út í tíu ár. í hefti þessu eru einar fjórtán fimmtán ritgerðir auk annars efn- is, flestar heldur stuttar. Val verk- efna er nokkuð fjölskrúðugt, úr- vinnslan einnig. Misjafnt er líka hve fræðilega höfundar taka á efni sínu. Sumir vinna úr frum- gögnum. Aðrir styðjast meira við prentuð rit og enn aðrir spinna hugleiðingar utan um tiltekin efni. Ein ritgerðin, Manntalið 1816 og útgáfa þess (Halldór Bjarnason), getur kallast heimildarannsókn. Sem dæmi um sérstætt efni og áhugavert bendi ég á þátt Huldu S. Sigtryggsdóttur, Gaddavírs- girðingar. Ef til vill hefur höfund- ur kjörið sér verkefnið vegna kafla í Brekkukotsannál Laxness þar sem segir frá því er strákar leika sér að því að stökkva yfir gaddavírsgirðingu og bijóta þar með gaddavírslögin, löghiýðnu fólki til sárrar raunar. Mjög var deilt um lögin á Alþingi. Sjálfs- þurftarbúskapurinn taldist þá enn í fullu gildi. Svo virðist sem sumir hafi trúað að hann hlyti að vara um aldur og ævi. Þá vil ég ekki láta hjá líða að nefna þáttinn Mygluskán og hálfblautur ruddi. Hvernig geymdu menn hey til forna? eftir Orra Vésteinsson. í fljótu bragði sýnist ekki skipta höfuðmáli hvort bændur geymdu hey sitt í hlöðu eða tótt fyrr á tíð. En Orri upplýsir að slíkt tengdist einmitt eignarhaldi og búseturétti á jörð og má þá af því ráða hve lengi bóndi gat búist við að sitja sömu jörðina. Eftir lestur ritgerð- arinnar skilst betur ofurkapp það sem bændur lögðu á að eignast ábýlisjarðir sínar eftir að hagur þeirra vænkaðist á fyrri hluta þessarar aldar. En ungir sagnfræðingar kafa ekki aðeins ofan í hagsöguna; mannlífið í gamla daga stendur þeim líka hjarta nær. Varla er þá nema eðlilegt að þeir hyllist til að velja sér viðfangsefni sem á ein- hvern hátt höfða til líðandi stund- ar, t.d. stöðu konunnar í samfélag- inu. Ingunn Þóra Magnúsdóttir ritar þátt sem hún nefnir Um blessaðan lífs-ávöxt á 17. og 18. öld. Þar segir meðal annars: »Heimilin höfðu sinn eigin „ein- vald“ föðurinn/húsbóndann, en húsmóðurinni var skipað á bekk með börnum og hjúum.« Fullyrð- ing þessi ber nokkurn kappræðu- keim, enda lítt á rökum reist. Þó fjárforræði væri í höndum bónda fór því auðvitað fjarri að húsfreyja mætti engu ráða á heimili sínu. Fornri hefð samkvæmt var hún þvert á móti óskoraður hæstráð- andi innanhúss. Þar urðu börn og hjú að lúta hennarvilja. Minni ég í því sambandi á það sem Aðal- heiður B. Ormsdóttir segir í kvennasögu sinni, Við Ósinn (sem að vísu lýsir stöðu konunnar á 19. öld): »Vinnustaðir nítjándu aldar- innar voru heimilin í landinu; þar var hráefni breytt í fullunna vöru, sem síðan var seld úr landi, svo sem pijónles. Húsfreyjur þessa tíma voru því verkstjórar hjúa sinna og í þeirra hlut féll, að miklu leyti, að hafa umsjón með nýtingu afurða heimilisins.« Þegar embættisstéttin tók að koma sér fyrir í kaupstöðum varð hins vegar til ný kvengerð, frúin, sem í sumum dæmum varð verklít- il og valdalaus stássbrúða. Eigi að síður mun hlutskipti hennar hafa þótt eftirsóknai'vert hjá ævi erfiðiskonunnar. Frúarhlutverk þetta var enn í fullu gildi — og reyndar í tísku lítið eitt breytt — á árunum milli styijaldanna og hét þá að standa við hlið mannsins síns. En það hefur lítt freistað sagnfræðinga hingað til. Og enn er kvennabaráttan í brennidepli í þætti Erlu Huldu Halldórsdóttur, Konan: „góðguðs- gjöf til síns brúks“. Fyrirsögnin mun eiga að lýsa afstöðu karla til kvenna um aldamótín síðustu. Og víst urðu konur að þola marga slíka sneið meðan þær börðust fyrir rétti sínum. Á hitt er einnig að líta að til voru karlar sem studdu dyggilega málstað kvenna; eins og raunar kemur fram í þætti Erlu Huldu. Frá sjónarmiði sagn- fræðings hlýtur það að teljast eins merkilegt. Ef höfundur er hins vegar að leggja xjafnréttisbarát- tunni lið er fyrirsögnin skiljanleg: að hæðast að andstæðingi er göm- ul aðferð og ný í pólitískri bar- áttu; og það verður svo best gert að sannað sé með orðum hans sjálfs að máflutningur hans sé fáránlegur. Þó sagnfræðinemar muni eiga mest í riti þessu njóta þeir einnig stuðnings sér eldri manna. Meðal slíkra er Gísli Gunnarsson sem gerir grein fyrir verkefnum nokk- urra nemenda sinna. Gísli er tísku- sagnfræðingur þessi árin, hefur enda komið fram með nýjar hug- myndir. Sveinbjörn Rafnsson telst líka til ráðsettra. Hann á þarna þáttinn Jón Eiríksson 1728-1787. Sveinbjörn hefur mál sitt með þessum orðum: »Fyrir tveimur ánam var tvöhundraðasta ártíð Jóns Eiríkssonar, eins lærðasta upplýsingarmanns íslandssögunn- ar. Kannski var það tímanna tákn að enginn sá ástæðu til þess að minnast hans á þessum tímamót- um. Kannski var það táknrænt fyrir ástand menningarmála hér til Jands.« íhugunarverð eru orð þessi. Ber ekki rit eins og Sagnir vitni þess að hér sé allt í sómanum? Því má svara bæði játandi og neitandi. Þó hugtakið menning verði seint skilgreint er svo mikið víst að það tengist ekki aðeins magni heldur líka gæðum að ógleymdri sjálfs- mynd og sjálfsvirðingu þjóðar; og þá einnig mati þjóðar á sögu sinni. Og þjóð, sem rækir ekki minning þeirra sem hafa fórnað sér með viðlíka hætti og Jón Eiríksson, þarf áreiðanlega að hyggja að því hvar hún stendur. Sem heild bera Sagnir merki um talsverða »grósku« eins og segir í innganginum. Söguritarinn verður, ekki síður en skáldið, að blása lífsanda í verk sitt ef það á að 'rísa undir nafni. Að öðrum kosti verður það naumast við menningu kennt. Höfundar Sagna gera sér það yfirhöfuð ljóst. Þeir hafa unnið mikið og unnið vel. Sum skrifin markast að sönnu af dálítið ungæðislegri afstöðu til verkefnisins. íslendingar fyrri alda voru ekki meiri kvenhatarar og illmenni en við sem nú lifum. Það var örbirgðin sem reið þeim á slig auk þess sem hugmyndaheimur þeirra var allt annar en okkar og ætti síst að þurfa að minna sagn- fræðinga á svo einföld sannindi. Myndir og skynjamr Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sigurlaugur Elíasson: BLÝ- LYSI. Kápa og myndir: Höfund- ur. Norðan/Niður 1989. Það er áberandi í Blýlýsi að leik- ur og uppfinningasemi, jafnvel tiktúrur, eru höfundi að skapi. Þessi fyrirbrigði eru ekki óþekkt úr fyrri bókum höfundar, en virð- ast nú ágerast. Vissulega er Sigurlaugur Elías- son einn þeirra höfunda sem ekki vilja fara troðnar slóðir og það er alltaf lofsvert að brydda upp á einhveiju nýju. En ég býst ekki við að ljóð eins og Koparlituð plast- skot, Ó morgungyðja og Nafnlaust eigi beina leið að venjulegum le- sanda. Sama má líka segja um Ijóðaflokkinn Indíánavetur og ljóð- in í þriðja hluta bókarinnar. Þetta eru þó síður en svo metnaðarláus ljóð og búa yfir einhveiju draum- og martraðarkenndu. Ljóð Sigur- laugs eru reyndar merkilegt sam- bland hversdagsmynda og óljósra skynjana. Sigurlaugur getur líka ort hisp- urslaus og glaðbeitt ljóð eins og Sigurlaugur Elíasson Gósenland og ekki síst ljóðið skemmtilega um Langanes sem kallast Langnese: Mínus 19 norðaustræn ró í sinni Langaneshunangið sigur tijákvoðukennt i Kákasusteið sem óx ofar skýjum allt með láréttara móti á Langanesi skarfakál og nælonþang endalausar drumbafjörur skeiðardumpið trilluskellir í stillunni svartsjávað og boðar og flesjar líða hjá aldrei komið þar utankorts en í nóttleysunni fyrir fjórum árum lagði kunningi minn upp á litla Suzuki jeppanum sínum siðluðu á fyrsta gír út allt nes yst út á landsenda bara þeir tveir jú og Prins Albert það var 40 pípu ferð aðra leiðina Myndir úr bernsku með fjöru og þjóðtní eru síendurteknar í Blýlýsi og Ijá bókinni ákveðinn heildarsvip. Sum ljóðanna eru næstum því frásagnir, svipmyndir ekki íjarrijiví að vera samþjappað- ur prósi (Ur lífi, Hnoða o.fl.). Fyr- ir kemur að ljóðin verða eintóna, orð sem safnast á blöð. En frum- leg og stundum óvenjuleg mynd- beiting kemur í veg fyrir að text- inn verði skýrslugerð þótt höfund- urinn hafi slíka tilhneigingu. í Blýlýsi eru margar glöggar athuganir, smámyndir úr stærri heimi sem vekja eftirtekt. Lengri ljóðin gjalda þess aftur á móti að höfundurinn teflir fram of mörg- um samstæðum og ósamstæðum myndum og fyrir það dregur úr snerpu. Það hvarflar að lesanda að orðin séu bara orðanna vegna, en þegar best lætur er auðvelt að hrífast með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.