Morgunblaðið - 03.08.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.08.1989, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 SÆGDR OGKODDAR í miklu úrrali Umboðsmenn: Reykjavík og nágrenni • Fatabúðin, Reykjavík • Saumalist, Reykjavík • Smáfólk, Reykjavík • Verið, Reykjavík • Vatnsrúm hf., Reykjavík • Hjartað, Seltjarnarnesi • Saumasporið hf., Kópavogi • KF Hafnfirðinga, Hafnarfirði • KF Miðvangur, Hafnarfirði Vesturland • Verslunin Vík, Ólafsvík • KF Saurbæinga, Búðardal Vestfirðir • Ástubúð, Pateksfirði • Félagskaup, Flateyri • KF Dýrfirðinga, Þingeyri • Versl. Gunnars Sigurðss., Þingeyri • Baðstofan, ísafirði • Einar Guðfinnsson hf., Bolungarvík Norðurland • KF Strandamanna, Norðúrfirði • KF V-Húnvetninga, Hvammstanga • KF Húnvetninga, Blönduósi • Gestur Fanndal, Siglufirði • Raftækjavinnustofan, Ólafsfirði • Augsýn, Akureyri • Akurvík, Akureyri • Vatnsrúm hf., Akureyri • KF N-Þingeyinga, Kópaskeri Austurland • KF Héraðsbúa, Egilsstöðum • Verslunin EYCO, Egilsstöðum • KF Stöðfirðinga, Stöðvarfirði • KF Breiðdalsvík, Breiðdalsvík • KF Djúpavogi, Djúpavogi • KASK, Höfn Suðurland • Ársól, Garði • Verslunin Alda, Sandgerði • Versl. Draumaland, Keflavík • Versl. Palóma, Grindavík • KF Árnesinga, Selfossi • KF Rangæinga, Hvolsvelli • KF Rangæinga, Hellu • Kjarni hf., Vestmannaeyjum • Mozart verslun, j. Vestmannaeyjum Stærsta gjöf Islandssögunnar eftir Gísla Jón Krisijánsson Á síðustu árum hefur umræðan um skynsamlega nýtingu sjávar- fangs tekið heillavænlega stefnu. Menn hafa áttað sig á því að auð- lindir hafsins eru takmarkaðar. Vegna efnahagslegs mikilvægis auðlinda hafsins gera menn sér nú grein fyrir því að miklu skiptir að skynsamlega sé staðið að nýtingu þeirra. Nokkuð iangt er síðan fiskifræð- ingar þjóðarinnar fóru að vara við óskynsamlegri sókn í fiskistofna vegna hættu á ofveiði. Til marks um hve snemma menn fóru að birta rit hér á íslandi um nýtingu fiski- stofna má nefna þýðingu Áma Frið- rikssonar á ritsmíðum E.S. Russels er hann kallaði ARÐRÁN FISKI- MIÐANNA og gefin var út árið 1944. í fyrsta erindi Russels um nýtingu fiskistofnanna segir hann: „í þeim fimm fyrirlestrum, sem ráðgert er að ég flytji, hef ég hugs- að mér að fjalla um það, hver áhrif fiskveiðarnar hafa á fiskmagnið í sjónum. Það viðfangsefni er ákaf- lega mikilvægt. í sjónum eigum við mikið forðabúr, sem við getum sótt í eftir vild. En hvernig getum við hagnýtt okkur þessi auðæfi sem best, svo við fáum eins mikinn og stöðugan afrakstur og unnt er, án þess að eyða orku til ónýtis? Er hætta á að fiskurinn í sjónum sé að ganga til þurrðar? Hvernig er varið sambandinu á milli sóknar og aflamagns?“ Fiskifræðingarnir sem upphaf- lega voru°tortryggðir mjög hafa nú a.m.k. að mestu komið í veg fyrir ofveiði helstu nytjastofna í hafinu í kringum landið. Þetta tókst þeim m.a. með því að benda á samband sóknar og aflamagns með rann- sóknum. Þetta var mikill sigur í baráttunni fyrir skynsamlegri nýt- ingu fiskistofnanna. Þó var þetta aðeins áfangasigur því ýmsu er ábótavant í dag við nýtingu auðlind- arinnar eins og flestir viðurkenna. Með þessu er átt við að kostnaður við veiðarnar í heild sé mun meiri en hann þyrfti að vera og að af- rakstur nytjastofnanna í aflamagni sé minni en hann þyrfti að vera. Fiskihagfræðin Hagfræðin fjallar um það atferli mannsins sem stafar af því að hann skortir tiltekin gæði þ.e. efnahags- leg gæði. Þessi skortur á gæðum leiðir til þess að hinn tiltekni þáttur sem skortur er á fær í flestum til- fellum verð enda sé hann í eigu einhvers/einhverra sem geti ráð- stafað honum. Verðið ræðst síðan m.a. af vali á möguleikum þeirra þátta sem koma í veg fyrir skort þ.e. ijölda, framboði og eftirspurn. Fiskihagfræðin er grein innan hagfræðinnar. Sérstaða hennar er m.a. í því fólgin að þáttur sá sem skortur er á þ.e. fiskurinn í hafinu hefur ekki haft neitt verð þegar hann hefur synt um í sjónum. Ástæða þess að fiskurinn hefur ekki haft neitt verð er sú að áður fyrr átti enginn fiskinn í sjónum og hver sem er mátti því stunda sjósókn án nokkurs gjalds. í dag hafa menn aftur á móti áttað sig á því að fiskurinn í hafinu er takmörkuð auðlind og í fram- haidi á því gert eignarkröfur til auðlinda ákveðinna hafsvæða sbr. útfærslu íslensku efnahagslögsög- unnar i 200 mílur. Með þessum aðgerðum fá þessi efnahagslegu gæði, fiskurinn í hafinu, verð. Þeim er sjósókn stunda er núna gefið eftir að greiða verðið því eigendurn- ir fara ekki fram á greiðslu. Með því að koma í veg fyrir frjálsa verð- myndun á réttinum tii fiskveiða er komið í veg fyrir að veiðarnar séu stundaðar með sem hagkvæmust- um hætti. Með frjálsri verðmyndun veldust hæfustu útgerðarfyrirtækin úr, því þau gætu borgað hæst verð fyrir tímabundinn rétt til nýtingar á auðlindinni og jafnframt skilað eigendum sínum viðunandi arði. Um þetta fjallar fiskihagfræðin. í framhaldi af þessu vakna nokkrar spurningar eins og hver á fiskinn í sjónum? Hvernig ætlar sá sem á fiskinn í sjónum að ráð- stafa þessari auðlind? Og hver á að greiða hverjum verð fyrir að fá að veiða fiskinn og selja hann? íslendingar eru aimennt á þeirri skqðun að fiskistofnarnir í kringum landið séu sameign þjóðarinnar. Þeir eru einnig á þeirri skoðun að kostnaðurinn við fiskveiðarnar sé of mikill. Fiskifræðingar og aðrir vísindamenn hafa líka bent okkur á að kostnaður við veiðar sé mun meiri en hann þyrfti að vera. Þeir telja m.a. að fiskiskipaflotinn sé að minnsta kosti þriðjungi of stór ef miðað er við mögulega afraksturs- getu fiskistofnanna. Þá hafa þeir bent á mögulegar leiðir til að ráð- stafa réttinum til fiskveiða með það í huga að nýta fiskistofnana með sem hagkvæmustum hætti. Þeir hafa sem sagt bent á það að við þyrftum að taka upp ný vinnubrögð í sjávarútvegi. Fiskvinnslan Því skyldi nú fiskvinnslan hafa af því áhyggjur að útgerðin sem heild sé stunduð með óhagkvæmpm hætti eða kannski réttara sagt með mun minni hagkvæmni en vera þarf? Jú, fiskvinnslan er aðalvið- skiptavinur útgerðarinnar og sé útgerðin ekki eins hagkvæm og hún getur vel verið í heiid þá er það fiskvinnslan sem verður að bórga þann kostnað með hærra fiskverði. Því fiskverðið verður a.m.k. að nægja fyrir kostnaði útgerðarinnar sé litið til lengri tíma. Með öðrum orðum þá minnkar möguleg arðsemi í sjávarútveginum sé kostnaður út- Gísli Jón Kristjánsson „Með frjálsri verð- myndun veldust hæf- ustu útgerðarfyrirtæk- in úr, því þau gætu borgað hæst verð fyrir tímabundinn rétt til nýtingar á auðlindinni og jaíhframt skilað eig- endum sínum viðunandi arði.“ gerðarinnar meiri en vera þarf. Útgerðin * Hagsmunasamtök útgerðar- manna og sjómanna hafa lýst yfir andstöðu við tillögur um breytingar á fyrirkomulagi við nýtingu fiski- stofnanna hvað varðar söluna á veiðileyfum til útgerðarinnar. Ein þessara hagsmunasamtaka er Landsamband íslenskra útgerðar- manna, LIU. Forsvarsmenn sam- bandsins hafa verið sammála því að fiskiskipastóllinn sé of stór og hafa vísað á stjórnvöld sem frum- kvæðisaðila um fækkun fiskiskipa. Þeir hafa verið andvígir því að gjald væri tekið af útgerðarfyrirtækjum fyrir að fá að veiða og selja fiskinn í sjónum, þ.e. andvígir gjaldi fyrir veiðileyfi. Þeir eru því andvígir því að eigendur auðlindarinnar, íslenska þjóðin, geri þá kröfu að hún skili henni mun meiri arði með þessum hætti en hún gerir nú. Þeir eru á móti fyrirkomulagi er hefði í för með sér fijálsa verðmyndun á veiðileyfum. Þessi afstaða LÍJJ er nokkuð ein- kennileg því sambandið hefur verið talsma'ður frjálsrar verðmyndunar á öðrum sviðum sbr. fiskverð til fiskvinnslunnar. Því virðist LÍÚ vera hlynnt markaðsfyrirkomulagi á sumum sviðum en tilskipanafyrir- BÓMULLARTJÖ 3ja manna, 6,6 kg. kr. 7.890,- 3ja manna, 7,2 kg. kr. 8.980,- 4ra manna, 8,9 kg. kr. 9.990,- L D Pöu BORGARTUNI 26, SÍMI62 22 62.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.