Morgunblaðið - 03.08.1989, Page 35

Morgunblaðið - 03.08.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 35 1987: Ár skattleysis 1990: Ar skattsvikaleysis? eftir Hauk Nikulásson Hvað ættir þú marga vini eftir ef þú létir það eftir þér að benda á alla skattsvikara sem þú veist um? Hvernig getur þú komið því áleiðis að þér gremjist það mjög að skatt- svik annarra séu ein ástæðan fyrir því að þú borgir háa skatta sem laun- þegi og sért sífellt blankur? Hvenær getum við búist við því að skattsvik hætti að kallast sniðug sjálfsbjargar- viðleitni og fá samheiti þjófnaðar. Margar spurningar hljóta að vakna þegar rætt er hvernig eigi að koma í veg fyrir skattsvik. Stórfelld skattsvik mikils þorra landsmanna hefur það í för með sér að þeir sem einatt greiða skatta af tekjum sínum (og söluskatt af seldri þjónustu) eru kvaldir með lögboði til þess að greiða sífellt hærra hlutfall, þegar lausn vandans væri raunverulega fólgin í því að ná til þeirra sem ekki greiða skatta. Þjóðin þarf í heild sinni að upp- heíja meðaltalssiðferði sitt í heilu lagi með einskonar gengishækkun t.d. þann 1. janúar 1990 og hefja þar með ár skattsvikaleysis. Þennan dag mega ailir búast við því að hér eftir séu skattsvik með sama hætti og þjófnaður. Það eigi allir að greiða skatta af tekjum og sölu. Engin sé undanþegin. Það verð- ur að koma þessu áleiðis til þjóðar- innar með þeim hætti að engin þori lengur að svíkja undan skattinum frekar en að stela hundraðkalli á borði náunga síns. Látum liðin skatt- svik eiga sig, upplausnin sem myndi fylgja ákærum á gömul mál gera þetta annars óframkvæmanlegt. Enda búa svo margir í glerhúsi hvað Haukur Nikulásson „Það er grátlegt að stjórnendur þessa lands, hvort sem það eru núverandi eða fyrr- verandi ríkisstjórnir, hafa aldrei sýnt raun- verulegan vilja til þess að koma í veg fyrir skattsvik. Þeir sem greiða skatta hafa ein- faldlega verið krafðir um meira. Nú er nóg komið af slíku.“ <■ þetta varðar að ekki yrði þverfótað fyrir glerbrotum. Mér er það ljóst að þessi hugmynd er í raun ein tegund múgsefjunar. En eru áðrar tillögur í gangi sem miða að betri almennum skattskilum? Þessi hugmynd kostar eitt stykki auglýsingaherferð en ætti að skila þjóðinni lægri skattprósentum strax á árinu 1991 ef vel tekst til. Á móti þessu á þjóðin kröfur. Hún á þá kröfu að þingmenn fari vel með þetta fé ólíkt því sem nú er. T.d. þá kröfu að ríkið hætti að niðurgreiða atvinnugreinar vegna óstjórnar. Ríkið-noti skattfé til sameiginlegra þarfa þjóðarinnar en ekki til þess að kaupa atkvæði eins og nú er gert. Ríkið dragi raunverulega úr eigin þenslu og gengdarlausu bniðli og hætti þar með að gefa fólki sem svíkur undan skatti þá friðþægingu sem felst í þeirri vitneskju að skatt- peningar þeirra færu hvort eð er í tóma vitleysu annars staðar, t.d. bið- •laun til þingmanna sem aldrei þurfa að bíða! Þjóðin á heimtingu á því að slík hneykslismál séu ekki þöguð I hel. Það er grátlegt að stjórnendur þessa lands, hvort sem það eru nú- vérandi eða fyrrverandi ríkisstjórnir, hafa aldrei sýnt raunverulegan vilja til þess að koma í veg fyrir skatt- svik. Þeir sem greiða skatta hafa einfaldlega verið krafðir um meira. Nú er nóg komið af slíku. Nú þegar fyrirsjáanlegur halli á ríkisrekstri stefnir í um 5 milljarða króna þá ætlar ríkissjóður að taká lán til að fylla fjárlagagatið. Hverjir eiga peninga? Þeir sem hafa efni á því að kaupa ríkisskuldabréf, sem oft eru þeir sem hafa svikið þessa sömu peninga undan skatti. Með öðrum orðum, ríkið borgar hæstu vexti af skattsvikum! Ég skora á þá sem hafa vald, þor og getu, til þess að útfæra þessa hugmynd eða koma með aðra betri og skila árangri. Þeir sem borga skatta af öllum sínum tekjum eiga þessa kröfu á hina sem ekki gera það. Höfundur er stfórnarformaður Microtölvunnar hf. í Reykjavík. Leitið til okkar: SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 HEL6ARINNKAUPIHAGKAUP Það er góð hugmynd að gera innkaup helgarinnar í Hagkaup, ekki aðeins vegna þess að þar færð þú allt sem þarf, heldur og vegna peninganna sem þú sparar. Þetta á ekki síst við um tónlistina. Allt sem þarf - ódýrt Allir með 100% ferðafélagi í útileguna. 30 lög sem allir þekkja. Wm Allir með aftur 30 lög í viðbót sem allir þekkja. Nú taka allir lagið. Ein albesta og skemmti- legasta plata sem komið hefur út á íslandi. T-O-P-P TUTTUGU Nr.Titill LP/K CD 1. Ýmsir - Bandalög 1.099 1.599 2. Stuðmenn - Listin að lifa 1.149 1.649 3. Prince - Batman 899 1.599 4. Guns'n'Roses - Appetite... 899 1.599 5. Ýmsir - Bjartar nætur 1.099 1.649 6. Cult - Sonic temple 899 1.499 7. Roxette - Look sharp 949 1.549 8. D.A.D. - No fuel left... 899 1.499 9. The the - Mindbomb 899 1.499 10. Michael Jackson - Bad 899 1.499 11. Deacon Blue - When the world 899 1.499 12. Rem - Green 899 1.599 13. Simply Red - A new Flame 899 1.599 14. Mike Oldfield - Earth moving 899 1.499 15. Prefab Sprout - Protest songs 899 1.499 16. Guns'n'Roses - Lies 899 1.599 17. Steve Ray Vaughan - In step 899 1.499 18. Transvision Wamp - Velveteen 899 1.499 19. Neneh Cherry - Raw like sushi 899 1.499 20. Karyn White - K.V. 899 1.599 GERID VERÐSAMANBURÐ HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.