Morgunblaðið - 03.08.1989, Page 50

Morgunblaðið - 03.08.1989, Page 50
C£.( ' Tr:* I1 HTDAIl’ JTT/.!/I'l CÍGAJT/1 JOJlO!/i MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 50 -t „'Atta tíL hamar og meitiL l 0-vókadb^grx.na?" Ég leyfi mér að biðja um hönd dóttur þinnar. Og reyndar vantar mig aur fyrir strætó heim ... Með morgimkaffinu Nei ekki ást við fyrstu sýn, en þá vissi ég ekki hve vel hann var stæður ... Um dýravernd Kæri Velvakandi. Vegna skrifa varðandi dýramál langar mig að koma á framfæri' nokkrum hugleiðingum og stað- reyndum sem vert væri að athuga. Þegar lítið dýr, hvort sem það er kettlingur, hvolpur eða annað gælu- dýr, kemur inn í tilveru fólks er margt að athuga. Til að nefna er fólk mjög bundið — þ.e. það kemst ekki í burtu nema að vera öruggt um gæslu. Það er líka óæskilegt að taka gæludýr, þá sérstaklega hund, ef eigandinn er að heiman frá morgni til kvölds. Einnig þegar dýrið verður Kæri Velvakandi. Eg tek undir skrif Jóhanns í Velvakanda fyrir nokkru, þar sem hann gagnrýnir þá ákvörðun stjórn- valda að skera niður hjá heilbrigðis- þjónustunni. Er það að mínum dómi til háborinnar skammar fyrir þjóð- .ina. Ég kom á sjúkrahús fyrir skömmu og varð vitni að því að karlmaður og kona voru látin iiggja í sömu stofu. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, vitað til að þetta væri gert þó aldur minn sé svo hár að ég teljist ekki vinnufær. Það er bara þetta elskulega hjúk- runarfólk sem bjargar með sinni dásamlegu framkomu og hjálp við að hressa hina sjúku. Þessu fólki verður aldrei nógsamlega greitt né þakkað fyrir sína vinnu. Ég held að þingmönnum ætti að kynþroska er mjög áríðandi að gera strax ráðstafanir. Það er sorglegt hversu margir kettlingar eru svæfðir daglega — væri ekki skynsamlegra að koma í veg fyrir þennan harm- leik, mér er spurn? Ég gleymi seint þeirri sjón er ég sat á biðstofu hjá dýralækni og kom þá inn maður með fulla körfu af yndislegum kettlingum, veslings maðurinn sat þarna eins og dauða- dæmdur og tárin streymdu niður vanga hans — atburður sem þessi þyrfti ekki að koma fyrir. Hvers vegna er fólk svona kærulaust? Er 3réttmætar sparnað- iraðgerðir stjórnvalda Kæri Velvakandi. vlsað i biðröð og fá ekki nauðsyn Ég tel það ranga ákvörðun hjá lega aðhlynningu. jórnvöldum að skera niður hjá Allir viu að nú kreppir að I þjó| nlbrigðisþjónustunni. Efleiðingin félaginu og nauðsyniegt er að skel sú að biðraðimar lengjast og niður en með þessu er troðið á rétt ■MiT fTtiii fækka og þeir ættu að láta sér nægja sitt gamla þinghús. Ég held að þið ættuð að hugleiða að draga úr ykkar bruðli á ríkisins kostnað í tíma og ótíma. Þórunn eitthvað fengið með því að leyfa t.d. kisu að eignast kettlinga til þess eins að deyða þá? Svo virðist sem ófremd- arástand ríki í kattamálum ef marka má allar þær auglýsingar í blöðum um bæði týnda ketti á hveijum degi, svo og allar kettlingaauglýsingarnar. Ég held að það væri þjóðráð'að taka upp kattaskatt af fólki eins og kom fram hjá einum sem skrifaði fyrir skömmu. Þá myndi áreiðanlega vera betur hugsað um dýrin okkar og fólk fengi meiri ábyrgðartilfinningu. Þar sem flestir fá kettlinga gefins, þá er eins og fólk verði kærulausara og óábyrgara. Þessi elskulegu dýr gefa okkur svo mikið ef við veitum þeim hlýju og umhyggju og við fáum það margfalt til baka. Það er enginn einsamall sem hefur þessa tiyggu vini nærri sér. Eigum við ekki að sýna meiri ábyrgð og umhyggju með því að merkja dýrin vel, annaðhvort með hálsól og plötu (ekki tunnu), eða eyrnamerki hjá lækni — einnig að hafa það alveg á hreinu að gera ófijósemisaðgerð timanlega. Með ósk um að skrif mín beri ein- hvern árangur. Virðingarfyllst, Soffia Sigurjónsdóttir, gjaldkeri Kattavinafélagsins. Niðurskurður í heilbrigð- iskerfinu til skammar Góð útvarpsmessa frá Hólum Til Velvakanda. Ég finn hvöt hjá mér að þakka óvenjulega guðsþjónustu frá Hólum í Hjaltadal frá kl. 11 í dag, 23. júlí. Klukknahljómurinn er alltaf samur, dul hans er friður. En það var stól- ræðan, sem Guðrún Asmundsdóttir leikkona flutti, er vakti fágæta að- dáun mína. Þessi ræða var nákvæm- lega það sem þarf að segja við þjóð- ina okkar, í dag, í gær og á morg- un, og byggja það upp af kenningum Krists og á bók allra bóka. Um víxlarana, sölumennskuna í helgi- dóminum, um gróða, vald, stríð. Um vopnafriðinn! Og segja þetta með þeim kjarki og þess vegna þeim áhrifamætti er öllum flutningi ræðunnar fylgdi. En það skyggir á þá feginskennd, er flutningur slíkrar ræðu leggur þeim er hlustar í hjartastað, að hætt er við að sá hluti þjóðarinnar, unga og yngra fólkið, hlusti ekki! Það er augljóslega „sálfræði" gróðaaflanna og valds, að hella ókjörum tóna og tals með tryllingsmætti á síflölgandi rásum og myndum um himinhvolfið! Þar eru nú uppeldis„stöðvar“ hinna svokölluðu velferðarríkja! Og værð- arkennd hinna fullorðnu og „söddu“ í velferðinni hallar sér í hlutleysi! Mér finnst vera að skapast skoðun að Rás 1 sé fyrir eldra fólkið. Með því er „auglýsingaþjóðfélagið" að vernda sig í því að halda Rás 2 og þvílíkri flokkun á alls konar rásum og myndum í vitund yngri kynslóð- ar. Stólræðu Guðrúnar ætti að flytja á ný á völdum hlustunartíma á Rás 2! Jónas Pétursson Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVISI aHANN BLSKAR NAAI/Vu's.''' Mesta ferðahelgi ársins nálgast. Víkveiji dagsins hætti að fara á útihátíðir fyrir mörgum árum en margar góðar minningar riíjuðust þó upp fyrir honum í strætisvagnin- um í gærmorgun þegar hann heyrði á tal tveggja ungmenna. Strákur og stelpa voru að spytja hvort ann- að hvað þau ætluðu að gera um verslunarmannahelgina. Víkveiji er vel uppalinn og veit að ekki á að hlusta á einkasamtöl annarra, en komst ekki hjá því að heyra hrafl úr masi krakkanna. Pilturinn var óákveðinn hvort hann færi nokkuð út úr bænum en stúlkan ug flestir kunningjar beggja ætluðu að fara á ákveðna útihátíð og bjuggust við mörg þúsund krökkum þangað. Pilturinn fræddi stúlkuna á því að leitað yrði (að víni) í öllum tjöldum og vonlaust væri að fara á þessa hátíð. Var það sameiginleg niður- staða þeirra að það myndi draga mjög úr aðsókn ef það spyrðist út að leitað yrði í tjöldunum. „Það er allt í lagi þó öllu sé stol- ið fyrsta kvöldið, maður stelur bara úr öðru tjaldi!" sagði pilturinn, sem greinilega er eldri og virtist vera að gefa stúlkunni leíðbéiningár fýr-' ir helgina. Heimur versnandi fer, hugsaði Víkveiji, ýmislegt gerðu menn af sér í Húsafelli í „gamla daga“ en ekki þótti sjálfsagt að stela. Víkverji missti þráðinn vegna hávaða í vagninum og veit því ekki hver var aðdragandi næstu ráðlegg- inga: „Það er stórhættulegt að vera á föstu um verslunarmannahelg- ina.“ XXX Bundið slitlag á leiðinni á milli Akureyrar og Reykjavíkur lengist um rúmlega 30 kílómetra, eða 10%, í sumar ef áætlanir stand- ast og verður þá rúmlega 80% af leiðinni lögð með svokölluðu bundnu slitlagi. Víkveiji ekur þessa leið allt- af um þetta leyti árs (oft í annan tíma einnig), síðast í fyrradag, og hefur á undanförnum árum fagnað hveijum nýjum spotta. Eftir því sem spottarnir tengjast meira saman og samfellt slitlag lengist æpa holóttu kaflarnir meira á mann. xxx Slæmir vegir eru heilbrigðis- "vándám'ál,'"bæðl ’ hjá monnum og bílum, af ástæðum sem ekki þarf að útskýra fyrir lesendum. Þess vegna er Víkveiji óhress með stefnubreytingu núverandi sam- gönguráðherra og ríkisstjórnar. Undanfarin ár hafa verið lagðir 250 til 300 km af nýjum bundnum slit- lögum á ári en í ár eru líkur á að einungis verði lagðir 150_til 160 km af nýjum slitlögum. Ástæðan fyrir þessu er aukin áhersla á ýmis stórverkefni sem taka til sín mikla ijármupi. Fleira hefur áhrif, m.a. takmarkaðir möguleikar Vegagerð- arinnar til að taka lán til fram- kvæmda, greiðslur eldri lána og skerðing á vegafé vegna þess að hluti markaðra tekjustofna Vega- gerðarinnar rennur í fyrsta skipti í ríkissjóð. Eftir sumarið verður kom- ið bundið slitlag á 850 km hringveg- arins, sem er einungis um 60% hans. Víkveiji telur að það komi sér best fyrir allan almenning að leggja áherslu á bundið slitlag í nokkur ár enn, enda mikið verk óunnið. Síðan er eðlilegt að taka til við stórverkefnin, svo sem jarð- göng og brýr, af fullum krafti. I 4 4 4 : ; i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.