Morgunblaðið - 03.08.1989, Síða 55

Morgunblaðið - 03.08.1989, Síða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 KORFUKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Valsmenn fá bandarískan f ramherja Valsmenn hafa ráðið þjálfara fyrir veturinn í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Sá heitir Chris Behrends og mun einnig leika með liðinu. Behrends er 22 ára frá Tennessy í Bandaríkjunum og kemur til landsins um miðjan ágúst ásamt eiginkonu sinni. Hann er fram- herji, 1.96 m á hæð, en getur einn- ig leikið sem miðhetji. Það var Torfi Magnússon, þjálf- ari Vals í fyrra, sem gekk frá ráðningunni en Torfi fór til Chicago til að finna leikmann og þjálfara. Hann fylgdist með keppni í sérstökum æfingabúðum fyrir leikmenn sem vilja komast til Evrópu og hafði einnig fengið ábendingar frá tveimur fyrrum þjáifurum Vals, Jon West og Steve Bergman. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Vals í sumar. Tómas Holton og Hreinn Þorkelsson munu ekki leika með liðinu næsta vetur. Magnús Matthíasson hefur hins- vegar gengið frá félagaskiptum en óvíst er hve mikið hann leikur iheð liðinu. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Andri hetja Víkings Sigurður með Arsenal á Flórída Sigurður Jónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, er nú með Arsenal á Flórída. Arsenal er þar í æfingabúðum og mun leika nokkra leiki - m.a. gegn argentíska félaginu Independi- ente. Arsenal og Sheffield Wednes- day náðu ekki samkomulag um kaupverð á Sigurði, þannig að mál hans fer fyrir dóm. Sheffield Wed.'vill fá 750 til 800 þús. pund fyrir Sigurð og bendir á að Celtic hafí boðið 700 þús. pund í hann. Arsenal, sem vill borga 300 þús. pund, bendir á að Sigurður hafi ekki leikið svo mikið með Sheff. Wed., að upphæðin sem Sheff. Wed. vilji fá sé ekki réttlætanleg. Sigurður hefur fengið inni í íbúð sem Arsenal á í N-London, en hann mun fljótlega fara að leita að húsi - til að kaupa í Lon- don. KOMIÐ var fram yf ir venjuleg- an leiktíma í leik Víkings og Skagamanna í gær og 1:0 sigur blasti við gestunum. Þá fékk Andri Marteinsson knöttinn við vítateig Skagamanna og skaut föstu skoti í átt að markinu. Á leiðinni fór boltinn í einn Skagamanna, breytti um stefnu og skaust inn í markið á blautu grasinu. Ólafur Gott- skálksson, markvörður ÍA, var hins vegar kominn úr jafnvægi og fékk ekkert að gert. Úrslit leiksins urðu þvf jafntefli 1:1. Jafntefli voru sanngjörn úrslit. Völlurinn var háll sökum bleytu og setti það samspili vissar skorð- ur. Skagaamenn voru sterkari aðil- ■■■I inn í fyrri hálfleik Guðmundur en Víkingar í þeim Jóhannsson seinni. Fátt mark- skrifar verj. gerðist fyrsta hálftímann en síðan tókst Skagamönnum að komast yfir 1:0. Bjarki Pétursson sendi boltann fyrir utan af kanti og við fjarstöngina stökk Alexander Högnason manna hæst og hamraði knöttinn glæsilega í netið. Skömmu síðar munaði litlu að Víkingum tækist að jafna en þá fengu þeir aukaspymu við vítateig og Andri Marteinsson skaut hörku- skoti, sem fór í stöngina eftir að hafa snert einn Skagamanna. Víkingar hófu seinni hálfleik af krafti og nafnarnir Atli Helgason og Einarsson vom nálægt því að jafna. Hinum megin fékk Bjarki gott færi en varnarmenn Víkings björguðu þá á síðustu stundu. Tíu mínútum fyrir leikslok átti Ámundi Sigmundsson hörkuskalla rétt yfir Skagamarkið. Héldu þá flestir að ballið væri búið en sú varð aldeilis ekki raunin eins og áður er sagt. Víkingar þarfnast sigra Víkingsliðið fékk dýrmætt stig í fallbarátunni en þarf nauðsynlega að fara að vinna leiki. Liðið hefur gert fimm jafntefli í sumar og að- eins unnið tvo leiki. Skagamenn vom mínútu frá því að hreppa þrjú stig. Með sigri hefðu þeir komizt í toppbaráttuna en samt sem áður munar nú aðeins fimm stigum á þeim og efstu liðunum, þrátt fyrir að þeir séu í sjötta sæti. Svo jöfn er 1. deildin. ÚRSLIT Urslit urðu þessi í frönsku 1. deildarkeppn- inni í gærkvöidi: Saint Etienne - Brest..............2:0 Mendy 2. Nantes - Lyon.....................2:1 Robert, Burruchaga - Genesio. Toulouse - Marseille..............2:1 Reichert, Passi - Waddle. Nice - Mulhouse....................2:0 Bocande, Langers. Metz - Auxerre....................2:1 Benedet, Zenier - Ferrer. Montpellier- Bordeaux............ 1:2 Ferhaoui — De Boer, Allofs. Racing París -Cannes...............3:2 Placido 2, Fernier - Bellone, Mangual. Sochaux - París St. Germain........1:0 Thomas. Toulon - Caen......................2:0 Bursac, Bognar. Lille-Mónakó......................1:1 Perilleux - Weah. ■Bordeaux og Toulon eru með fimm stig, en Toulouse, Marseille, nantes, Sochaux og Mónakó fjö&ur. Andri Marteinsson og Aðálsteinn Aðal- steinsson Víkingi. Karl Þórðarson og Haraldur Ingólfsson IA. Morgunblaöið/Bjarni Björn Bjartmanz sést hér sækja að marki Skagamanna. KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNIN Þór í úrslit Víkingur—ÍA 1 : 1 Víkingsvöllur við Stjörnugróf, íslands- mótið 1. deild, miðvikudaginn 2. ágúst 1989. Mark Víkings: Andri Marteinsson (90.). , Mark IA: Alexander Högnason (31.). Gult spjald: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Goran Micic, Andri Marteinsson, Víkingi. Heimir Guðmundsson, ÍA. Dómari: Egill Már Markússon. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Gunnar Gylfason, Aðalsteinn Aðal- steinsson, Atli Helgason, Unnsteinn Kárason, Hallsteinn Amarson, Goran Micic (Ámundi Sigmundsson vm. á 72. mín.), BjÖm Bjartmarz (Lúðvík Braga- son vm. á 81. mín.), Andri Marteins- son, Atli Einarsson, Trausti Ómarsson. Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Heimir Guðmundsson, Guðbjöm Tryggvason (Stefán Viðarsson vm. á 64. mín.), Karl Þórðarson, Sigursteinn Gíslason, Alexander Högnason, Haraldur Ing- ólfsson, Júlíus P. Ingólfsson, Bjarki Pétursson (Haraldur Hinriksson vm. á 88. mín.), Aðalsteinn Víglundsson, Sig- urður B. Jónsson. órsstúlkur tryggðu sér sæti í úrslitum bikarkeppni kvenna þegar þær sigruðu stöllur sínar úr KA í undanúrslitum í gærkvöldi. Leikurinn endaði 2:3 fyrir Þór eftir að KA-stúlkur höfðu leitt í leikhléi 2:1. Þór, sem vermir botnsæti fyrstu deildarinnar, mætir IA í úr- slitum en þær lögðu bikarmeistara Vals að velli í síðustu viku. Leikurinn í gærkvöldi var sögu- legur að því leyti að þetta var í fyrsta skipti sem Akureyrarlið ná því að leika í undanúrslitum bikar- keppninnar. Nokkur taugaóstyrkur var í leikmönnum beggja liða og bar leikurinn merki þess. KA náði forystunni með marki Hjördísar Úlfarsdóttur beint úr aukaspyrnu. Skömmu síðar jöfnuðu Þórsstúlkur úr vitaspyrnu - Steingerður Jons- dóttir skoraði örugglega úr henni. Birna Hákonardóttir skoraði annað mark KA, 2:1, en Þórsliðið skoraði tvívegis og tryggði sér sigur, 2:3. Ellen Óskarsdóttir og Lára Ey- mundsdóttir skoraðu mörkin KNATTSPYRNA / 2. DEILD ENGLAND Góð byrjun dugði skammt Selfoss gerði fyrsta markið gegn ÍBV en tapaði, 1:4 SELFYSSINGAR náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun sinni gegn ÍBV íVestmannaeyjum í gær. Gestirnir gerðu fyrsta markið eftir þrjár mínútur en töpuðu 4:1. að ar „frjálslyndi hægri fram- herjinn" Ingi Bjöm Albertsson sem kom Selfyssingum yfir en Ólaf- ur Árnason jafnaði fyrir Eyjamenn sjö mínútum síðar. Það voru ekki liðnar nema 40 sek- úndur af síðari hálf- leik þegar Leifur Geir Hafsteinsson kom IBV yfir er hann skallaði yfir Guðmund- Erl- FráSigfúsiG. Guömundssyni ÍVestmanna- eyjum ingsson í marki gestanna. Tíu mínútum síðar átti Leifur skot í samskeytin á marki Selfyssinga, boltinn barst út til Hlyns Stefánsson sem skoraði. Síðasta markið kom svo á 66. mínútu, úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að einn Selfyssingurinn varði með hendi á línu. Sigurlás Þorleifsson skoraði úr vítaspyrn- unni. Selfyssingar sóttu nokkuð í lokin og Gylfi Siguijónsson átti t.a.m. skot í stöng. Fimm mínútum fyrir leikslok var Jóni Atla Gunnarssyni, sem var nýkominn inná sem varamaður hjá *ÍBV, vikiðaf leikvelli fyri gróft brot. ‘ Guðni á ferð Guðni Bergsson, landsliðs- maður í knattspytnu, sem leikur tneð Totteniiam, verður á ferð og flugi næstu daga með Lundúnarfélaginu. Tottenham leikur gegn Giasgow Ranegrs í Glasgow um helgina, en síðan halda leikmenn liðsins til Nor- egs, þar sem þeir leika gegn Brann og Víking Stanavgur. PYá Noregi fer Tottenham til Spánar og tekur þar þátt í fjögurra liða móti. Leikur fyrst gegn Atletico Madrid. Guðni hefur leikið í byrjunar- iiði Tottenham að undanförnu og staðið sig vel í stöðu hægri bakvarðar. ÍÞRÚmR FÓLK H HILMAR Björnsson, útherj- inn efnjlegi hjá KR, mun ekki leika meira með KR-liðinu í 1. deildar- keppninni í sumar. Hilinar fer í dag til Bandaríkjanna, þar sem hann stundar nám næstu fjögur ár í há- skóla í Norður-Karolínu. Hann mun einnig leika knattspyrnu með liði skólans. ■ GUÐMUNDUR Sipurðsson, lyftingarkappi, varð heimsmeistari í flokki 40 ára og eldri í Dan- mörku, þar sem hann tók þátt í keppni í ólympískum lyftingum. Guðmundur lyfti samtals 300 kg - snaraði 138,5 kg og jafnhattaði 165 kg. Hann reyndi við heimsmet í jafnhöttun, 175,5 kg, en náði ekki að lyfta þeirri þyngd. Tognun í baki kom í veg fyrir þaðv ■ BANDARÍKJAMAÐURINN Tommy Lee mun leika með ÍR- liðinu í körfuknattleik. Hann er 24 ára blökkumaður. H JÓHANN Jónsson úr Garðin- um, tryggði sér þijá verðlaunapen- inga á öldungamóti í fijálsum íþróttum, sem fer fram í Banda- ríkjunum. Jóhann vann guil í þrístökki í flokki 70-80 ára, er hann stökk 9,14 m. Hann vann siii’ur í langstökki - 4,25 m og brons í spjótkasti, en Jóhann kastaði 37,52 m, sem er Islandsmet í atdurs- flokknum. I GEORGE Kirby, fyrrum þjálfari Skagamanna í • knatt- spyrnu, sem er þjálfari í Kuwait, kemur að öllum líkindum til lands- ins í lok ágúst. Hann mun þá stjórna knattspymuskóla á Akranesi um viku tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.