Morgunblaðið - 09.12.1989, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DKSEMBKR 1989
12
Séra Bernharður Guðmundsson segir neyðarástand í Eþíópíu:
17 ára piltar teknir nauðug-
ir og notaðir sem byssufóður
Þungar byrðar hafa verið lagðar á herðar Eþíópíumanna; hungursneyðir, stríð og harðstjórn marx-
ista.
SÉRA Bernharður Guðmunds-
son, fræðslustjóri þjóðkirkjunn-
ar, kom nýlega til landsins eftir
fimm vikna dvöl í Eþiópíu á
vegum Lúterska heimssam-
bandsins. Hann sagði í samtali
við Morgunblaðið að það hefði
verið átakanlegt að kynnast ör-
birgðinni í landinu og augljóst
væri að marxískt stjórnarfar
þess hefði beðið skipbrot. Neyð-
arástand væri í landinu og harð-
ræðið sem fólkið þyrfti að búa
við væri ótrúlegt.
„Þegar ég kom til landsins voru
fyrstu áhrifin annars vegar aug-
ljóst skipbrot hins marxíska stjórn-
arfars og svo hins vegar gífurlegur
vöxtur Mekane Jesús-kirkjunnar
(evangelísku kirkjunnar í Eþíópíu).
Fyrsta daginn sem ég var þarna,
á sunnudegi, fór ég í kirkju um
ellefuleytið og þegar ég nálgaðist
hana virtist mér sem þarna væri.
útifundur, slíkur var mannfjöldinn
á götunni. Þetta reyndist þó ein-
faldlega vera fólk að koma úr níu-
messunni. Ellefu-messan var á
ensku og þegar henni var lokið og
við gengum út var þessi feiknar-
legi mannsöfnuður fyrir utan.
Þama var fólk sem beið eftir því
að komast í messuna klukkan tvö.“
- Hvernig er ástandið í Eþíópíu ?
„Ástandið er vægast sagt
hörmulegt. 70-80% af heildarút-
gjöldum ríkisins fara í borgara-
stríðið. Þarna ríkir því ótrúlegur
skortur á hlutum sem almennt eru
taldir nauðsynlegir í venjulegum
borgarsamfélögum. Þama fæst
ekkert sement, gler eða þakjárn.
Plastpokar eru eins og glóandi
gull í höndum manna og korktapp-
ar hafa ekki sést þarna árum sam-
an, svo eitthvað sé nefnt. Bensín
er mjög dýrt og varahlutir í bíla
eru illfáanlegir. Bílum hefur því
fækkað feikilega og þeir liggja
satt að segja eins og hráviði út
um göturnar þar sem ekki hefur
verið hægt að koma þeim á áfanga-
stað. Það er líka bannað að aka á
sunnudögum því stjórnvöld vilja
hindra að menn komi saman til
funda á frídögum."
Ótrúlegl harðræði
„Eþíópía er komin á skrá með
sex fátækustu löndum heims og
er lýsandi dæmi um það þegar
stjórnvöld bregðast. Eþíópísk
stjórnvöld hafa leitt þessa þjóð til
örbirgðar, meðal annars með því
að beita hana andlegri nauðung.
Stjórnvöld hafa beitt þjóðina
ótrúlegu harðræði. Gerðar hafa
verið uppreisnir gegn Mengistu
Haile-Miriam forseta, nú'síðast í
maí-mánuði, og eina svar hans er
ofbeldi. Hann setti marga af helstu
yfirmönnum hersins í fangelsi og
nokkrir þeirra hafa verið teknir
af lífi. Hann virðist einangrast æ
meir og hefur til að mynda 3.000
manna öryggissveitir í kringum
sig. Fjölmargir hermenn hafa
stungið af og snúist á sveif með
skæruliðum frá norðurhéruðunum
Erítreu og Tígre.“
Borgarastyrjöldin
„Borgarastyijöldin í Eþíópíu
hefur geisað í áratugi en upphaf-
lega braust hún út er Erítreumenn
hófu baráttu sína fyrir sjálfstæði.
Haile Selassie Eþíópíukeisari inn-
limaði Erítreu í Eþíópíu fljótlega
eftir stríð. Eþíópíumenn vilja auð-
vitað ekki missa Erítreu þar sem
allar helstu hafnarborgir landsins
eru einmitt þar og þeir hefðu ekki
aðgang að sjó yrði Erítrea sjálf-
stætt ríki.“
- Hvernig reiðir stjórninni af í
stríðinu?
„Stjórn Mengistus hefur smátt
og smátt misst stuðning samheija
sinna. Kúbveijar, sem hafa verið
þama í stórum stíl, eru farnir
burtu. Rússar eru einnig famir og
vilja nú aðeins útvega þeim einföld
vopn. Norður-Kóreumenn neita
einnig að selja þeim vopn nema
gegn staðgreiðslu, þannig að farið
er að fækka í vinahópnum.
Eþíópíustjórn og Erítreumenn
hafa hafið friðarviðræður í Na-
irobi, sem Jimmy Carter, fyrrum
Bandaríkjaforseti, stýrir í sam-
vinnu við Nyerere, fyrram forseta
Tansaníu. Nú er hins vegar sú
staða komin upp að bændur í
Tígre-héraði hafa í raun hafið
uppreisn gegn stjómvöldum og
ógnarstjóm þeirra. Þeir hafa hafið
mikla sókn yfir mjög svo ógreið-
fært fjalllendi, flestir fótgangandi
eða á ösnum, og era nú komnir
um 150 km frá Addis Ababa. Og
þar eru bardagar núna.
Erítreumenn hafa veitt Tígre-
mönnum stuðning og altalað er að
þeir hafi líka lagt þeim til leiðtoga
í hernaðarlistum því þessir bændur
era sannarlega ekki kunnugir
slíku. í röðum bændanna hafa hins
vegar upp á síðkastið komið fram
ungir menn með mjög vinstrisinn-
aðar skoðanir, sem telja sig helst
eiga samleið með Albönum. Þeir
hafa haft mjög mikil áhrif á boð-
skapinn í útvarpsstöð Tigremanna,
sem sendir út dagskrá um allar
byggðir. Það er hins vegar altalað
að allur þorri bændanna sé ekkert
hrifinn af hugmyndum þessara
mælsku- og vel máli förnu ungu
manna. Bændurnir vilja aðeins
koma stjórninni frá.“
Piltar í byssufóður
„Á sama tíma er mikið herútboð
í Addis Ababa og víðar um landið.
Þúsundir manna hafa verið kallað-
ar til þess að fara í stríðið, aðal-
lega piltar á sautján ára aldri, sem
eru oft á tíðum teknir með valdi.
í tveimur fjölskyldum sem ég
heimsótti voru piltar, sem voru í
felum til að komast hjá því að
verða teknir í herinn. Sagt er, og
efalaust er það rétt, að ísraelar
hafi komið stjórnarhernum til að-
stoðar og annist til dæmis her-
þjálfun þessara ungu pilta. Leikinn
hefur verið sá leikur að setja þessa
ungu hermenn í fremstu víglínu
til að skæruliðarnir eyði púðri sínu
á þá. Reyndu hermennirnir hafa
síðan staðið á bak við þá og metið
hvort þeir eigi að hörfa eða sækja
fram þegar skæruliðarnir hafa
eytt mestu af skotfærunum á þessa
ungu menn.
Þetta hefur vakið gífurlega
reiði, enda sjá menn oft og tíðum
engan tilgang með þessu stríði.
Hermennimir eru í raun í stríði
við eigin þjóð. Og sagt er að það
sé ákaflega algengt að stjórnar-
hermenn afhendi vopn sín yfir
víglínuna í mótmælum gegn fárán-
leika þessa stríðs.
- Eru líkur á að breytingar verði
á stjórn landsins?
„Eþíópíumenn búa við slíka kúg-
un að það er ómögulegt annað en
að þeir brjótist undan henni. Dæmi
um ástandið er að það sést ekki
sála á ferli eftir klukkan hálf níu
á kvöldin. Ástæðumar eru tvær,
annars vegar vilja piltarnir ekki
hætta á að verða teknir með valdi
og hins vegar óttast menn að vopn-
uð átök bijótist út.“
Hungnrsneyð yfírvofandi
„Núna blasir einnig við mikil
hungursneyð í Tígre. Álitið er að
fjórar milljónir manna eigi á hættu
að verða hungurmorða. Til þess
að koma matargjöfum til þeirra
'þarf að fara yfir þjóðveg, sem er
á yfirráðasvæðum stjórnvalda,
Erítreumanna og Tígremanna. Það
kann því að verða erfitt að semja
um að fá að nota þennan veg.
Annars væri aðeins hægt að flytja
matvælin inn í landið frá Súdan,
um mjög erfiðan og' ógreiðfæran
veg.
Vandinn er sá að oft era mat-
vælin sem send era til Eþíópíu flutt
inn frá Vesturlöndum. Auðvitað
væri æskilegast að kaupa þennan
mat þar sem hann er fáanlegur í
landinu og efla þannig landbúnað-
arframleiðslu landsmanna. Þegar
dælt er inn matvælum frá Vestur-
löndum fá þeir engan markað til
að selja framleiðslu sína. Því þarf
að gæta vel að því að lama ekki
innlent frumkvæði.
Gert er ráð fyrir 80% uppskeru-
bresti og að hungursneyðin verði
á útmánuðum. Það er þess vegna
ósk hjálparstofnana að það megi
hefja fyrirbyggjandi aðgerðir,
koma matnum til fólksins í tæka
tíð, þannig að menn fari ekki að
falla úr hungri eða bíða alvarlegan
líkamlegan skaða. Þótt hægt sé
að halda fólki lifandi geta líffærin
skaðast af miklu hungri. Menr)
verða einnig að gæta að því að
það er ekki nóg að bjarga fólkinu
frá hungri, það verður að hjálpa
því að lifa áfram. Það hefur Hjálp-
arstofnun kirkjunnar einmitt reynt
að gera. Hún er í samstarfi við
Mekane Jesús-kirkjuna um.bygg-
ingu fyrir munaðarlaus börn og
verkmenntaskóla til að búa börnin
undir lífið.“
Hj álparstarf kirkj unnar
„Það er ákaflega uppörvandi
fyrir okkur íslendinga að heyra
um starfsemi landa okkar í
Eþíópíu. Þeir hafa löngum verið í
Konsó og núna eru þar ung hjón
starfandi, Guðlaugur Gunnarsson
og Valgerður Gísladóttir, sem að
hluta er uppalin í landinu því for-
eldrar hennar voru kristniboðar
þar. Þau hafa fengið það hlutverk
að fara inn í Voito-dalinn, sem er
bókstaflega ósnortið land. Þar hef-
ur hvorki verið heilsugæsla né
kennsla af nokkru tagi. Þau ganga
að þessu með svo skipulegum
hætti að það hefur vakið mikla
athygli.
Þau byijuðu á því að fara í öll
þorpin á sléttunni og könnuðu
heilsufar, sjúkdóma, eignir og fén-
að íbúa hundrað húsa og leituðu
svara við því hver helstu vandamál
þeirra væra. Þau. búa í tveimur
moldarkofum í einu af þorpunum
og hafa auðvitað hvorki vatn né
rafmagn eða neitt af þessum
heimsins gæðum, sem okkur þykja
sjálfsögð. Þau vinna hins vegar
úr könnuninni með tölvu, sem er
knúin af sólarorku. Af henni er
auðvitað nóg því þarna era þrettán
mánuðir af sólskini (þeir hafa júlí-
anskt tímatal, þar sem gert er ráð
fyrir 13 mánuðum á ári). Öldun-
garnir eða leiðtogar þorpsbúanna
hafa lagt þeim til samstarfsmenn.
Þau fara síðan inn í þorpin til þess
að skrá börnin og heimsækja þau
og markmiðið er að kenna for-
eldrunum að þekkja t.d. fyrstu ein-
kenni sjúkdóma. Þau leggja þó ríka
á áherslu á að heilsugæsla og boð-
un fari saman. Þau vilja annars
vegar boða mönnum fagnaðarer-
indið við Jesúm Krist og losa þorps-
búana við þann ótta sem ríkir
gjarnan á meðal þeirra sem trúa
á stokka og steina. Hins vegar
vilja þau hjálpa þeim til betra lífs
með því að bæta heilsu og auka
þekkingu þeirra.
í Mekane Jesús-kirkjunni er nú
tæp milljón manna, en í henni vora
50.000 manns fyrir tæpum þijátíu
árum. Mikill boðunaráhugi er inn-
an kirkjunnar og þetta fátæká fólk
hefur safnað hárri upphæð til þess
að kosta kristniboð inni í þessum
ónumdu svæðum eins og Voito.
Islensku kristniboðarnir, Valgerð-
ur og Guðlaugur, eru auðvitað á
vegum íslensku kristniboðssam-
takanna og fá stuðning þaðan. Það
var ákaflega gaman að vera ís-
lendingur og heyra hve lofsamlega
var um þau og þeirra störf talað.“
- Hvernig eru Eþíópíumenn?
„Þetta er stolt þjóð og hún á
sér gífurlega mikla sögu og mikinn
menningararf. Hún var aldrei ný-
lenduþjóð. Þetta er afar fallegt
fólk, með fíngert andlitsform og
fremur ljóst. I eþíópískri sögu er
reyndar skýrt frá því hvernig á
litnum stendur. Sagan segir að
þegar drottinn skapaði mennina
hafi hann gert þá úr leir og síðan
sett þá í ofn til að herða þá. Fyrst
hafi þeir verið of lengi í ofninum,
orðið svartir, og það eru Afríku-
menn. Síðan hafi þeir verið þar í
of stuttan tíma, orðið fölir, og það
eru hvítu mennimir. Í þriðja skip-
tið tókst þetta hins vegar með
ágætum og þá urðu Eþíópíumenn-
irnir til.“
Neyðarástand á íslandi?
„Spurningin verður áleitin:
Hvemig líður þessu fólki? Hvernig
kemst það af þegar það hefur ver-
ið atvinnulaust mánuðum saman
og búið við svo mikinn skort? Það
er ótrúlegt hvemig manneskjan
getur aðlagast, nýtt sér það sem
þó er fyrir hendi en eftir stendur
að brýnt er að þarna sé hlúð að
og komið verði til móts við þessa
bræður okkar, sem era á sama
báti og við á heimshafinu. Víst er
að þeir hafa af miklu að miðla
menningarlega þótt við séum
miklu betur stödd fjárhagslega.
Hins vegar óaði mér það þegar ég
las í íslensku blöðunum í flugvél-
inni á leiðinni heim að hér væri
neyðarástand. Ef svo er hér á ís-
landi hvers konar ástand er þá í
Eþíópíu?“