Morgunblaðið - 09.12.1989, Page 25

Morgunblaðið - 09.12.1989, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 25 en má ekki breytast í það að trúa bara á sérfræðingana í blindni. Það er með sérfræðispárnar eins og Trausti segir um langtíma veður- spárnar. „Það versta við þær er að það er ekki einu sinni hægt að treysta því að þær séu vitlasuar." Alit efnahagssérfræðinga, fiski- fræðinga og einhveijar kennisetn- ingar í peningamálum marka pólitíkina í dag allt of mikið. Pólitík- in er að snúast upp i sérfræðitrúar- brögð, sem eru meira eða minna slitin úr samhengi við raunveruleik- ann. Þróun mála breytir áherzlunum Öll mál geta orðið stór og fyrir- ferðarmikil á ákveðnum tímum, en þau taka auðvitað breytingum í tímans rás. Aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu og seta varnarliðs- ins hér voru í ailt annarri heildar- stöðu á sínum tima en þau eru i dag. Því breytast áherzlurnar. Það er kannski ekki það versta, breyti stjórnmálaflokkar stefnu sinni í samræmi við breyttar aðstæður. Hitt er öllu verra, geti menn ekki breytt afstöðu sinni til ýmissa mál- efna vegna breyttra aðstæðna, en þurfi endilega að finna sér eitt- hvert annað tilefni til að tala um í hástigi.“ Hvað finnst þér um hugmyndir um nýtt álver? „Afstaða mín kom nokkuð skýrt fram, þegar verið var að semja um byggingu álversins í Straumsvík. Þá sagði ég að yrði þetta eina ál- verið og menn næmu þar staðar, þá væri það ekki meira mál fyrir mér en svo, að ég héldi ég gæti greitt atkvæði með því. Þá var ekki verið að breyta efnahags- eða mannlífi í landinu. Deilan stóð þá að mestu leyti, og stendur enn um það, að menn eru ailt of gjarnir á að hlaupa frá vandamálunum, sem upp koma í greinum, sem í raun verður ekki hlaupið frá. Menn reyna þá að finna eitthvað nýtt til að bjarga málunum og segja til dæm- is: Lausnin á efnahagsvanda þjóðar- innar er bara nógu mikil stóriðja. Þetta hefur alltaf komið upp, þegar við .verðum fyrir efnahagsáföllum og þá er afskaplega hentugt að segja: Því ekki að fara í minkaræt. Hún reddar öllu. Því ekki að fara í refarækt, því ekki að fara í fisk- eldi. Menn eru æstir upp í þessari vitleysu, gífurlegu fjármag'ni er varið til að reysa loðdýrabú og fisk- eldisstöðvar, en venjulega fer það svo, að menn margsteypast kollhnís af því þeir kunna lítið fyrir sér. Þeir voru raunverulega að hlaupa frá öðru vandamáli, sem þeir réðu ekki við, og sátu uppi með annað hálfu verra. Hef mikla trú á möguleikum íslenzku þjóðarinnar Ég hef mikla trú á möguleikum íslenzku þjóðarinnar til að spila vel úr auðæfum sínum í hafinu. Það er hægt að veiða fleiri fisktegundir en við gerum nú. Það er ekkert aðalatriði hvort tonnin eru 200.000 eða 400.000. Heldur það, að við eigum eftir alla úrvinnsluna, að til- reiða þetta ofan í neytendur erlend- is. Við eigum að útbúa réttina sjálf- ir. Við eigum eftir að margfalda útflutningsverðmætin. Þarna höf- um við mikla möguleika og sérstöðu sem stórkostlegir matvælaframleið- endur í því formi, sem nútíminn heimtar. Við erum aðailega hráefn- isframleiðendur enn þá. Við erum að flytja saltfisk út, jafnvel í striga, við erum að flytja út hrámeti, fryst- an fisk, sem er svo unninn frekar ytra. Frystingin og söltunin eru í raun aðeins fyrsta stigið í því að bjarga fiskinum frá skemmdum. Við flytjum út í stórum förmum, hráefni til vinnslu meðal annarra þjóða eins og hvert annað banana- lýðveldi. Þarna er mikil þróun eftir, en hún er hvorki vanda- né erfið- leikalaus. Þarna hafa menn vikið sér frá vandanum og sagt: Lausnin er refir, minkar eða fiskipollar við hvern bæ, málið er leyst. Sama má raunar segja um raforkusöluna. Menn hneigjast til að selja rafork- una á framleiðslukostnaðai-verði og fá fyrir vikið vinnu fyrir 200 til 300 menn. Þeir gleyma því þá, að i ál- veri vinna ekkert fleiri en í einu frystihúsi eða hjá stóru sjávarút- vegsfyrirtæki eins og Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað. Þar vinna ná- lægt 450 manns. Við erum enn í því sem við kunnum bezt, veiðinni. Við erum enn bara að bjarga hrá- efni frá fyrstu skemmdum. Þjóð- félagið hefur ekki búið sjávarútveg- inum og þá jafnframt sjálfu sér þau kjör, að hentugt væri að auka vinnslu sjávarfangsins hér heima. Við höfum ætlað sjávarútvegin- um að standa undir öllu þjóðfélag- inu og það hefur hann gert. Við höfum leitað skammtímalausna um of, og öllum er ljóst að lán til fyrir- tækja, sem eru að sligast undan fjármagnskostnaði, eru einfaldlega engin lausn. Þegar skuldahalinn hefur náð ákveðinni lengd, verður með einhveijum hætti að höggva hann af eða leggja til hliðar. Heil- brigður rekstur verður ekki mögu- legur með því að framlengja lánin eða láta einhveija sjóði yfirtaka skuldirnar og rukka þær svo síðan. í því tilliti hafa stjórnvöld ásamt öðrum tekið þátt í þessu kafsundi um allt land í vonlausum fyrirtækj- um. Álver leysa engan vanda Það er í raun ekki verið að vinna að lausn á vandanum, heldur reynt að flýja hann með einhveijum bráðabirgðaiausnum. Verzlun og þjónustá er sívaxandi þáttur í. þjóðlífinu, kannski fullmikill, en það er ekkert smáræðis verkefni, sem við gætum falið hæfu fólki á þessu sviði, sem felst í því að fylla hiliur verzlana um alla Evrópu með vel gerðum pakkningum og matarrétt- um úr íslenzkum fiski. Þessu fólki er hægt að útvega vinnu tengda sjávarútveginum. Það skiptir svo sem ekki máli hvort við byggjum álver þér, en það, sem skiptir máli er að íslendingar fari ekki að hugsa sér tilveruna byggða á 10 eða 20 álverum. Þá er stutt í það að fólk fari að velta þeirri spurningu fyrir sér, hvað það sé eiginlega að gera hér, af hvetju það flýtji ekki til ein- hvers annars lands, þar sem betur geti um það farið. Við eigum mikið af menntafólki, en okkur hefur ekki tekizt að beina menntun þess í rétt- an farveg til hagsbóta fyrir útflutn- ingsverzlunina og sjávarútveginn. Við höfum útskrifað viðskiptafræð- inga í þúsunda tali, en örfáir þeirra leita sér vinnu í aðalatvinnuvegin- um þar sem möguleikar til nýsköp- unar og þróunar eru mestir. Þessu verður að breyta því við ætlum okkur að þróa útveginn meira. Það er ekki rétt að landbúnaður og sjáv- arútvegur séu komnir á leiðarenda, og frekari þróun sé þar ómöguleg. Þeir, sem hugsa svo, enda líklega í nokkrum álverksmiðjustrompum og halda að þannig sé málið leyst. Svo er ekki,“ sagði Lúðvík Jóseps- son. MFÉLAG íslenskra iðnrekenda vill eindregið taka fram að í grein sem birtist í Morgunblaðinu 28. nóvember síðastliðinn udnir fyrir- sögninni „Daufír dagar“ er ekki verið að_ túlka viðhorf forsvars- manna „Islenskra daga í BYKO“, eins og skiljast mætti af umfjöllun- inni. Forsvarsmenn Félags íslenskra iðnrekenda, Bygginga- vöruverslunar Kópavogs og Byggt og búið telja þessa daga hafa tekist mjög vel og náð þeim tilgangi sem þeim var ætlað. Þess ber að geta að aðstandendur um- ræddra daga litu á þessa kynningu sem vettvang til að koma á nýjum viðskiptatengslum og treysta eldri tengsl. Á markaði fyrir byggingavörur gilda önnur lögmál en á matvöru- markaði og samanburður á þessum ólíku mörkuðum gefur ranga mynd. Blómaval gefur almenningi kost á að fylgjast með starfseminni á skreytingaverk- stæðinu föstudag, laugardag og sunnudag. Skreytingameistararnir kynna allt það nýjasta í jólaskreytingum. Einstakt tækifæri til að læra réttu vinnu- brögðin (við jólaundirbúninginn) af fólki sem kann sitt fag. Greni viú N°B®jíí2Use5i. fell}**, rrið Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.