Morgunblaðið - 09.12.1989, Page 27

Morgunblaðið - 09.12.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 27 bandalagið og því yrði að skoða málið nánar. Hina raunverulegu ástæðu töldu íslendingar vera að nota ætti tollinn sem verslunarvöru vegna fiskveiðiheimilda til Isiand. Dæmi um aðra tolla er að 18% tollur er á ferskum botnfískflökum, 15% tollur er á ferskum flatfiski, löngu og steinbíti, 10—12% á saltsíld og 13% tollur á skreið svo eitthvað sé nefnt. Rúmur milljarður íslenskra króna var greiddur í tolla af íslenskum sjávarafurðum við innflutning til EB á síðasta ári og þar af um helming- ur af saltfiski. Stefiia samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi Forsendan fyrir viðunandi lífskjörum á íslandi er að íslenskur sjávarútvegur sé á hveijum tíma samkeppnisfær við sjávarútveg þeirra ríkja sem harðast keppa við okkur á erlendum mörkuðum. Það er mikið hagsmunamál fyrir íslend- inga að fríverslunarsamningar við EB nái á sama hátt til sjávarafurða og iðnvamings og falli vemdartollar og opinberir styrkir við atvinnulífið þar með niður því hvort tveggja er forsenda fríverslunarfyrirkomulags. Utflutningsatvinnugreinar okkar eiga að sitja við sama borð og út- flutningsgreinar nágrannalandanna. Samtarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi vill að allar leiðir séu nýttar til þess að ná viðunandi lausn á samskiptum við EB. Á miðju næsta ári á að taka gildi fríverslun með sjávarafurðir .innan EFTA en líklegra er að það verði í orði en á borði því Norðmenn vetja árlega hundruðum milljóna króna til styrktar sjávarút- vegi sínum. Samstarfsnefndin styður fyrir- hugaðar viðræður EFTÁ og EB en vegna sérstöðu íslendinga og þess hve miklir hagsmunir em í húfi vill hún að farið verði fram á tvíhliða viðræðuivvíð EB og telur að leggja beri áherslu á að gerður verði við- bótarsamningur við bókun nr. 6. Fiskveiðistefna EB er þrándur í götu okkar þar sem hún kveður á um aðgang að fiskimiðum í stað við- skiptaívilnana, en frá öllum reglum em undantekningar. Íslendingar eru ekki að fara fram á ölmusu frá EB, heldur gagnkvæmni í vömviðskipt- um. Málefnaleg staða okkar í þessu máli er sterk og hefur það m.a. kom- ið fram í skilningi ýmissa stjóm- málaleiðtoga í EB á stöðu okkar. Við þurfum að halda áfram að kynna okkar málstað markvisst meðal þeirra því hér er um pólitískt mál sem undirbúa þarf á þeim vettvangi áður en til formlegra viðræðna kem- ur. Höfundur er starfsmaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi. ■ JÓHANNES Páll II páfí kom hingað til lands snemma í júní síðastliðnum, eins og mönnum er enn í fersku minni. Nærri má geta að páfi hefur ekki lagt leioð sína svo langt norður á bóginn til þess eins að sýna sig og sjá aðra, heldur átti hann erindi við fólkið, flutti því boðskap og sá boðskapur hans til íslendinga er viðfangsefni séra Hjalta Þorkelssonar í erindi sem hann flytur á fundi Félags kaþól- skra leikmanna mánudaginn 11. desember kl. 20.30 í Safnaðar- heimili kaþólskra, Hávallagötu 16. Allir eru velkomnir að hlýða á erindi séra Hjalta. ■ AÐALFUND UR Hins íslenska bókmenntafélags verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu við Tjörn- ina í dag, 9. desember, kl. 14. Að loknum venjulegum aðalafundar- störfum flytur Olafiir Davíðsson hagfræðingur, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, er- indi sem nefnist Sameing Evrópu og framtíð þjóðríkja. í erindi sínu gerir fyrirlesari grein fyrir því hvað Evrópubandalagið er og þó öllu heldur hvað það er ekki. Hann leit- ast við að svara því hvað gerist næsta áratug á þeim vettvangi. Síðan víkur hann að hlutverki Evr- ópu í menningarmálum, þar á með- al verkaskiptingu milli Evrópuráðs og Evrópubandalags. Þá víkur fyrirlesari að breytingum þeim sem eru að verða í heiminum, einkum ahrif tæknibyltingarinnar á þjóðríki og þjóðmenningu, en þessari þróun má ekki blanda saman við það sem er að gerast í Evrópu innan Evr- ópubandalagsins. Loks ræðir fyr- irlesari hvort líkur eru á fjölbreytt- ara menningarlífi með tilkomu Evr- ópubandalagsins. Bendir margt til að svo verði. Gtignkvæmur áhugi á menningu ólíkra þjóða Evrópu fer nú vaxandi og það örvar menning- arstarf. FYRSTU AR BARNSINS Bókin Fyrstu árin mín varðveitir dýrmætar stundir frá fyrstu árum barnsins og veitir ijölskyldunni ómetanlega skemmtun. Þetta er ný, falleg og litprentuð bók, blá fyrir drengi og bleik fyrir stúlkur. Þessi bók verður örugglega skoðuð aftur og aftur. BÆKUR FYRIR Heiða í borginni og Heiða kemur heim eru þriðja og íjórða bókin í hinum geysivinsæla barnabókaflokki um Heiðu og Pétur. Hér eru þessar frábæru sögur endursagðar á góðu máli með skýru letri. Fyrri bókin er um dvöl Heiðu í Frankfurt hjá Klöru vinkonu sinni en í þeirri síðari segir frá því þegar Heiða snýr aftur í sveitina til afa og fagnaðarfundunum sem þar verða. SETBERG I Bi í sveitinni, Bátur, hús og bíll, Leikföngin mín og Húsið mitt eru harðspjaldabækur ætl- aðar yngstu börnunum. Stórar og skýrar mynd- ir auðvelda barninu að þekkja hlutina og auka andlegan þroska sinn í skemmtilegum leik. •pjOHARD SCARpy SKEMMTILEG MYNDABOK SEM ÖRVAR MÁLÞROSKANN % Myndaspjall veitir uppalendum ómetanlegt tækifæri til að spjalla við börnin um hluti sem þau kannast við úr umhverfi sínu. Bókin hefur að geyma mörg hundruð orð og litmyndir sem auka orðaforðann og skerpa athyglina. ORÐABÓK FYRIR BÖRNIN ÍSLENSK-ENSK-DÖNSK Fyrsta orðabókin mín eftir Richard Scarry. Yfir 1000 bráðskemmtilegar litmyndir prýða þessa bók og gera málanámið að lifandi og áhugaverðum leik. Um leið hjálpar bókin yngstu börnunum að þekkja umhverfi sitt. Bókin kemur að ómældum notum við að kenna byijendum að stafa og lesa. fyrsta oroabókin min U'tná »n (1)00 líimyMU' busund otó *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.