Morgunblaðið - 09.12.1989, Síða 47

Morgunblaðið - 09.12.1989, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 47 Hinn mannlegi þáttur/ÁSGEiR hvítaskáld Bláa lugtin, kráin við hafið Sólin skein sterkt svo maður fékk ofbirtu í augun frá hafinu. Litla skektan bar sig vel í stuttum öldunum. Við vorum í vari frá úthafinu; við vorum á siglingu í norska skeijagarðinum. Um borð voru 7 manns, 4 full- orðnir en skipstjórinn og eigandi bátsins var aðeins 10 ára gamall ljóshærður drengur. Þetta var falleg hálfopin mahonyskekta, byggð eftir norskum venjum. Hann hafði fengið hana hjá pabba sínum og sjálfur skrapað hana og málað. Hann þekkti allar siglinga- leiðir, hættuleg sker og vissi stefnuna upp á hár. Báturinn vaggaði blítt. Um allt voru skútur og mótorbátar á siglingu, fólk lá á klöppum og sólaði sig. Ljós- geislarnir stungu mann í augun. Mig sveið í axlirnar eftir sjóbaðið og sólbrunann. Hlý gola lék um vanga mína, smaug í gegnum hárið og ég vissi að þetta var lífið. Þetta var eins og langþráður draumur. Ljóshærði drengurinn tók stefnuna að Lyngör, eyju í Suður- Noregi, þar sem áður var fiskibær en er nú paradís siglingamanna. Ríka fólkið í Osló hafði keypt gömlu skipstjóra- og stýrimanna- húsin og gert að sumarbústöðum. Og um þessar mundir voru flest allir Norðmenn í sumarfríi. En ljóshærði skipstjórinn var að fara með okkur á heimsfræga krá, þar sem margur siglingamaður hafði svalað hungri og þorsta í aldarað- ir. Þessa krá átti að sýna mér, skáldinu frá íslandi. Við sigldum inn á milli tveggja eyja og allt var morandi í sumar- bústöðum á báða bóga; falleg hvít timburhús með bryggju og bát. Matvöruverslun stóð við bryggju og fólk bar matvörur um borð í skútur sínar. Ég hafði aldrei séð eins mikla bátatraffík; allt frá risastórum milljónaskútum niður í litlar jollur. Húsmóðir með innkaupatösku undir handarkrik- anum kom brunandi á litlum bát og píndi rassmótorinn til hins ýtr- asta. í miðri bugtinni lá víst stór skonnorta á hafsbotninum. Fyrr á tímum bjuggu fast á eyjunni um 500 manns og þá var þar skósmiður, sláturhús og slökkvistöð. En nú bjuggu 125 manns fast, allt hitt voru túristar. Á eyjunni voru engir bflar, bara bátar, minnst tveir bátar á hús. Og þama er kráin sem aðeins er hægt að komast að á bát. Þarna sigldum við í litlu sundi og mætt- um skútum frá flest öllum þjóðum, risastórum hraðskreiðum lysti- snekkjum, allir voru á stuttbuxum 'og sólbrúnir. Við beygðum fyrir nes og við blasti stórt hvítt hús með blámál- uðum gluggakörmum, smárúðótt- ir gluggamir minntu á seiðandi augu. Aragrúi af bátum lá þar við bryggju. Utan á húsinu hékk stór gömul koparlugt. Lugt sem vísaði votum og köldum sjómönn- um veginn að húsi þar sem þeir gátu endurnýjað drauma sína. Þetta var kráin við hafið; Bláa lugtin. Við bundum bátinn og klifmð- um yfir seglskútur sem voru komnar langt að og hraðbáta í lúxus-flokki, fólk kinkaði kolli og var vinalegt, úti á kajanum sat fólk við borð og drakk öl úr stór- um krúsum. Þama var mjög sér- stakt andrúmsloft; „spesial sjarm- ur“. Innan úr húsinu heyrðist söngur frá sjóglöðum gestunum. Er ég kom í dyragættina mætti mér matarilmur blandaður sætum vinþef. Það var troðfullt út að dymm. Útitekið fólk sat þétt við hlaðin borð. Það var skálað, hleg- ið og sagt frá ævintýmm dagsins. Hvergi var laust borð, það var svo troðið að þjónustustúlkan átti erfitt með að komast leiðar sinnar. Upp á vegg vom skútu- málverk, reipi og gömul harm- óníka. Við fómm upp á efri hæð- ina til að leita að borði. Ég heyrði óm af ævintýram, sjóaravísum, ástum; hugsanir þutu í gegnum kollinn. Við settumst við þykkt eikarb- orð í einu af mörgum herbergjun- um á efri hæðinni. En þar skein „Og danski vísna- söngvarinn spilaði fimlega á gítarinn og söng: „Det var en skik- kelig bondemann, han skulle ud efter ol...“ og allir tóku undir.“ í bera klöppina því húsið virtist byggt utan í kletti. Upp á vegg hékk risastórt stýrishjól úr skonn- ortunni stóm, sem einhveijir höfðu sótt niður á hafsbotn, skrítnir og slitnir gítarar og ásláttarhljóðfæri frá suðrænum höfum. „Hvað má bjóða ykkur?" spurði þjónustustúlkan og tók upp blokk og blýant, hún gaf mér auga eins og hún skynjaði víkingablóðið. „Þetta er íslenskt skáld sem ætlar kannski að skrifa um stað- inn,“ sagði einn Norðmaðurinn í hópnum. „Já, ef ég fæ innblástur," sagði ég og reyndi að lækka rosta hans. „Innblásturinn kemur þegar kvölda tekur,“ sagði þjónustu- stúlkan og sendi mér leyndar- dómsfullt augnaráð. Fiskisúpa borin fram í jámpotti var frægasti réttur staðarins, þar í vom skelfiskar af fínustu teg- und, steinbítur með humarsósu var líka á matseðlinum. Eftir matinn fengu litlu strákarnir að fara heim. Það tók að rökkva og stóra bjórkönnumar urðu fleiri og fleiri, og sögumar urðu meira spennandi. Danskur vísnasöngvari í dugg- aratreyju gekk um herbergin og söng drykkjuvísur, sjómannavalsa og sagði brandara. Hann var með skalla og stóran ölmaga. Gítarinn var gatslitinn en það komu undra blíðir tónar úr honum. „To pilsnere i en snor, eftir en1- bát...“ söng hann með sinni silki- mjúku rödd, svo tónarnir bára hugann langar leiðir. Samræðumar gengu út á sigl- ingar, köfun, góða krabba, torpítóbáta. Ég heyrði sögu um heimsins stærstu risalúðu sem gamall fiskimaður á eyjunni hafði fengið. Sögu um kafbát í stríðinu sem beið 2 sólarhringa við klett, hinum megin í sundinu á meðan tveir menn fóm í land til að finna einhver njósnagögn frá norsku andspymuhreyfingunni. Og þessi gögn höfðu veriðgrafin í kartöflu- garði í þorpinu. Eg heyrði smygl- arasögur frá bannámnum. Þegar norskir sjómenn sigldu á móti útlenskum skipum og keyptu farm af brennivíni til að smygla í land þegar hraðskreiðir tollbátamir bmnuðu um allt og skutu aðvör- unarskotum. En aðeins þeir sem þekktu sker og þröngar grunnleið- ir eða klettaskorur sluppu. Og danski vísnasöngvarinn spilaði fimlega á gítarinn og söng: „Det var en skikkelig bondemann, han skulle ud efter ol...“ og allir tóku undir. Ég sá út um gluggann að tungl- ið var komið á loft og sló blárri birtu yfir kyrrt hafið. Bátar dugg- uðu rólega í festum. Á eyjunni vom þröngirgöngustígar í staðinn fýrir vegi, lítil falleg hús, skrúð- garðar, rólegt líf, fólk sat úti á veröndum sínum og naut kvöld- kyrrðarinnar. Sá mann sigla heim á opnum báti í tunglskininu, hann var ber á skyrtunni. Maurildi lýstu upp grænar öldurnar eftir bátn- um. Taxibátur kom að bryggjunni til að sækja fjölskyldu. Kvöldið var heitt. Alls staðar heyrðist mannamál. Ég heyrði orð eins og sjóræningj- ar, rifin segl, 24 sólarhringa logn, stormur, Karíbahafið. Sumir karl- mennimir urðu háværir og bmgðu sér í sjómann. Margar stúlkur vom með roða í vöngum. „ .. .han skulle ud efter 0I, eft- er 0I, efter oppsasa, tralalala...“ söng danskarinn og fólk hélt und- ir arminn hvort á öðm og vagg- aði í takt. Hvar annars staðar gæti skáld betur fengið innblástur en á Bláu lugtinni, kránni við hafið. 22.900 Þú þarft ekki að eiga afruglara til þess að eignast ódýrt og gott sjónvarp. Við bjóðum úrvals 14 tommu litsjónvörp á hreint frábæru verði. *stgr. Mfflfff $ SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SIMI 68 55 50 VK> MIKLAGARÐ BAÐSKAPAR 3 gerðir - Oíal möguleikar ó uppsetningu. Góð greiðslukjör EURO OG VISA RAÐGREIÐSLUR Innréttingahúsíö Háteigsvegi3 Verslun Sími 27344 NILFISK Mótor með 2000 tíma kolaendingu Kónisk slanga 10 lítra pappírspoki Þreföld ryksíun Nilfiskernúmednýrri ennbetri útblásturssiu "MikroStatic-Filter". Hreinni útblásturen ádur hefurpekkst. /FOniX HATUNI 6A SÍMI (91J24420 HAGSTÆTT VERD * Leðurklæddir hvíldarstólar með skemli. 5 litir. Margar gerðir. Verð Irá kr. 27.000,- stgr. Myndbandsskápar 3 gerðir. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, sími 82275. Þ.ÞORGRÍMSSOW &C0 UU RUTLAND UU ÞÉTTIEFNI AÞÖK-VEGGI-GÓLF - ÁRMÚLA29, SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.