Morgunblaðið - 09.12.1989, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 09.12.1989, Qupperneq 51
MORGUNBIAÐIÐ LAUGARDAGUR 9.' DKSEMBER 1989 51 Gegn fáfræði hrokans bliknar sannleikurinn eftir Úlfar Þormóðsson Þessi skilningur Eiríks þessa á hugarfari uppboðsgesta skýrist mætavel í næstu málsgrein í ritsmíð hans. Og áður en ég endurprenta hana vil ég vekja athygli lesenda Morgunblaðsins og forráðamanna þess á því að þessi orð eru skrifuð af fastráðnum menningarskríbent blaðsins. En Eiríkur þessi fullyrðir: „Þar sem engan vanhagar í raun um listaverk,...“ Þetta er ótrú- legt. Svo ótrúlegt að ég fæ mig ekki til að fjalia frekar um þessa fullyrðingu, því ég hlýt að vera — er — ákaflega afbrigðilegur, og þá allflestir gestir uppboðanna og allir viðskiptamenn Gallerí Borgar, allir kaupendur bóka, flytjendur og aðdáendur tónlistar og leiklistar og hins talaða orðs. Og líka Matti Jó og Styrmir og mestöll ritstjórn Morgunblaðsins. í raun ætti ekki að þurfa lesa lengra í þessari grein til þess að hveijum sé ljóst að hún er kafald hrokans og fáviskunnar umhverfis sannleikann. En þijóska mín fær mig til að halda áfram leiðréttingum ef verða mætti Eiríki þessum til einhven-ar upplýsingar. Hann talar um matsverð og „óljóst á hveiju það mat byggist og ekkert staðfest verð er birt til samanburðar". Um nokkurt skeið hefur Gallerí Borg birt matsverð/markaðsverð við sum þau verk sem boðin eru upp. Það hefur komið fram í blöð- um, það hefur komið fram á sýning- um uppboðsverka og á hveiju upp- boði á fætur öðru, að markaðsverð er það verð sem samsvarandi verk viðkomandi höfunda hafa verið að seljast á í Galleríinu frá degi til dags. Þetta er sú aðferð sem viður- kennd er um allan heim og meðal annars notuð jafnt af Kunsthallen og Ame Bruun í Kaupmannahöfn sem Sotherby’s í London og New York. Og engir þessara aðila, og ekki heldur við í Gallerí Borg, setja aftan við slíkt mat klausu eins og þessa: Verð þetta er grundvallað á því að Eiríkur Þorláksson keypti mynd þessa af Haraldi Sveinssyni, framkvæmdastjóra Morgunblaðs- ins, á þessu verði í maí 1986; sjá reikning 10555 ogeiðsvarið framtal beggja aðila. Og ástæðan fyrir þessu er ein og hin sama út um allan heim: Það er trúnaðarmál á milli listaverkasalans og kaupan- dans hver kaupir og á hvaða verði, og það er einnig trúnaðarmál á milli þess sem selur og listaverka- salans hver hafi verið eigandi mynd- arinnar, og hann fær aldrei að vita hjá listaverkasaianum hver keypti myndina hans, né heldur fær sá sem keypti að vita hver hafi átt myndina á undan honum, nema í þeim fáu tilvikum sem seljandanum er sama umjjað og gefur leyfi sitt til þess. Agæta Morgunblað (að mörgu leyti). Grein þessi er þegar orðin of löng. Ef ég ætti að svara og leið- rétta öll rangmæli í grein þessa starfsmanns þíns þyrfti ég heila opnu. En ég hvorki fer fram á það né heldur tel ástæðu til, því ég veit að allt skynugt fólk skilur nú þegar Mér hefur lengst af þótt Morgun- blaðið virðulegt blað og gott þegar það ljallar ekki um viðkvæm dæg- urmál og stjómmál. Og í flestum greinum öðrum en framantöldum ágætlega sannverðugt blað. Þetta á við enn. Til áréttingar þessari fullyrðingu ætla ég að fara nokkrum orðum um grein eftir einhvern Eirík Þor- láksson, sem að undanfömu hefur skrifað a.m.k. vikulega pistla í blað- ið um listir. Pistill hans síðasta sunnudag bar yfirskriftina „Mynd- list/Kunna íslendingar ekki á upp- boð? „Fyrsta, annað og.. Vegna hinnar ótrúlegu hroka- fullu fáfræði sem fram kemur í greininni ætla ég að gera athuga- semdir og leiðréttingar eftir því sem greinin verður lesin frá upphafi til enda. Fyrst ber þá að geta nokkuð réttrar ívitnunar í sundurslitið við- tal við undirritaðan sem birt var í DV eftir uppboð í Gallerí Borg þann 29. október. Þar sem tilvitnun þessi er slitin úr öllu rökréttu samhengi er full ástæða til að staldra við, en Eiríkur þessi hefur eftir undirrituð- um „að því lengur sem hann væri við þetta þeim mun minna skildi hann í þessum málum“. í viðtalinu í DV mátti skilja rétta meiningu að baki þessara orða, en hún var sú, að hvert uppboð fyrir sig lifði sjálfstæðu lífi, sem lyti engum fyrir- fram gefnum lögmálum, þannig að ekki væri með neinu móti hægt að segja til um það fyrir fram á hvaða verði verk yrðu seld, og þeim mun fleiri uppboð sem haldin eru þeim mun fleiri sjálfstæð líf spretta án röklegs samhengis við það líf sem önnur uppboð og áður haldin hafa kveikt og þeim mun óskiljanlegri í samhengi og samanburði við allt og allt. Þetta er skýringin á þeim ummælum mínum að þeim mun lengur sem ég fæst við uppboð þeim mun minna skil ég í ástæðum fyrir því verði sem upp kemur hveiju smm. Þessu næst reynir Eiríkur þessi að skýra listmunauppboð út frá uppboðum tollstjóra. Skýring hans á eðli tollstjórauppboða er út af fyrir sig ekki verri en hver önnur því þar eimir svo sannarlega eftir af nauðungaruppboðum til sjávar og sveita fyrr á öldinni þegar heim- ili þurfalinga voru boðin upp. En þegar greinarhöfundur fer að draga ályktanir af tollstjórauppboðunum dregur kólgubakka upp á hugar- himin hans. Hann segir um gesti listmunauppboða að þeir telji „Að borga sannvirði fyrir hiutinn er að tapa leiknum sem kaupandi...“ Rétt er fyrir Eirík þennan að þjálfa samræmi hugsana sinna því síðar í greininni vill hann gera að sínum orðum að sannvirði hluta á uppboði sé það verð sem þar er fyrir þá greitt. Og það er út af fyrir sig rétt Því greiða menn jafn glöðu geði þá upphæð fyrir þau verk sem þeir kaupa á uppboði hvort sem hún CBÓKflFORLflGSBÓK/ v. Úlfar Þormóðsson „Af hverju ekki að spyrja þá sem til þekkja áður en maður svarar spurningu sem maður hvorki skilur né veit svar við?“ er þúsundinú undir uppgefnu mark- aðsverði eða yfir því. að grein starfsmannsins er ómerki- legt hjal og marklaust. Því ætla ég rétt að stikla á eftirfarandi: Starfsmaðurinn segin „Þannig áttu eigendurnir hæsta boð í eitt verkið á uppboði fyrir mánuði."! Rétt er: Eigendur áttu hæsta boð í 23 verk. Starfsmaðurinn segir: „Verkin á uppboðinu eru greinilega ekki tryggð fyrir lágmarksverði,"! Rétt er: Á Qölda uppboða hefur fylgt prentað lágmarksboð í mynd- ir, þ.e.a.s. sú fjárhæð sem eigandi viðkomandi verks er tilbúinn til að selja verkið á lægst. Sé það ekki prentað í skrá er það ýmist svo að eiganda er sama á hvaða verði verk- ið selst, eða hann hefur tjáð upp- boðshaldara að hann muni sjálfur veija það upp í einhveija tiltekna upphæð áður en uppboðið hefst. Hingað kominn í skrifum hef ég ekki meira þrek í að ala upp þenn- an starfsmann þinn, Morgunblaðið- góðan daginn, en í lokin, skil ég eftir handa honum eina spurningu, sem allir blaðamenn Morgunblaðs- ins kunna svar við, nema greinilega ekki margnefndur starfsmaður þess. Spurningin er þessi: Af hveiju ekki að spyija þá sem til þekkja áður en maður svarar spumingu sem maður hvorki skilur né veit svar við? Höfundur er forstöðumaður Gallerí Borgar. ■ MARIUHÆNAN gestur í garðinum eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. Maríuhænan hefur borist með jóla- greninu í blómagarð á Islandi þar sem hún hefur tekið sér bólfestu í stóru öspinni ásamt gullsmið, hunangsflugu og ótal smádýrum. Þarna mynda þau dálítið samfélag þar sem ýmis átök verða. Ógnvaidur þessa samfélags er þrösturinn sem á sér hreiður í öspinni og litur á aðra íbúa hennar sem góm- sæta bita. Skemmtiiegt, fallega myndskreytt ævintýri úr íslenskri nátt- uru. 8g Verð kr. 1.460,00 IðKaFORLDGSBIKUR) Sófasett - Immsófar Homsófa er hægt að fó í þeim stærðum sem best henta. Einnig mikið úrval sófasetta í leðri, leðurlux og óklæði. Greiðslukjör við allra hæfi. G.B. húsgögn, Bíldshöfða 8, símar 686675 og 674080. Úr myndinni „Sendingin" sem Háskólabíó sýnir þessa dagana. Háskólabíó sýnir myndina „Sendingin“ Háskólabíó hefur tekið til sýn- inga myndina „Sendingin". Með aðalhlutverk fara Gene Hackman og Joanna Cassidy. Leikstjóri er Andrew Davies. Risaveldin hafa náð samkomulagi um að eyða kjarnorkuvopnum en á síðasta fundi þeirra verður vart við grunsamlegt fólk í grennd fundar- staðarins. Gallagher telur sig hafa komist á snoðir um samsæri um að ráða forseta Bandaríkjanna af dög- um og ieitar á náðir fyrrum stríðsfé- laga síns frá Víetnam, Milan Delich, lögreglumanns. Brátt þrengist hringurinn um samsærismennina en báðir lenda þeir í lífshættu, Milan og Gallagher.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.