Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 22

Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 Tíminn o g tómið Bókmenntir Erlendur Jónsson Pjetur Hafstein Lárusson: BLAKNÖTTUR DANSAR. 58 bls. Iðunn. Reykjavík, 1989. Tíminn, ástin og dauðinn - það eru rauðu þræðirnir í ljóðum Pjet- urs Hafsteins Lárussonar. Stund- um kemur manni í hug að öll skáld sömu kynslóðar séu að fást við sömu verkefnin á sama tíma. Svo er auðvitað ekki. Jafnaldrar Pjet- ui-s, þeir sem byijuðu að yrkja um svipað leyti og hann, hafa sumir haldið inn á svipaðar brautir og hann þræðir nú. Þessi kynslóð ætlaði að frelsa heiminn, meðal Þ.ÞORGRfMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavik, sími 38640 annars með því að beija niður allt hið gamla, rotna og úrelta. Enn er heimurinn ófrelsaður. Og tíminn líður, líður hratt. Égið sækir fram með stórum staf eins og blýantur inn 'í yddara Þetta er tekið upp úr löngum ljóðaflokki sem heitir Reykjavíkur- Ijóð. Enn má finna í ljóðum Fjet- urs napra ádeilu. En hún er stund- um viðkvæmni blandin líkt og maður andvaipi og segi: æ, til hvers er maður að þessu þar sem þetta er allt svo tilgangslaust. hvort eð er! Jafnvel ástin brennur upp með hverfandi andartaki, og að baki alls bíður dauðinn. Þó Fjetur geti brugðið fyrir sig snúnu líkingamáli sýnist hann öðr- um þræði stefna að einfaidleik. Bókina gefur hann út »í minningu meistara Flóka«. Enginn hefur betur lýst niður í undirdjúp tilfinn- ingalífsins. Vafalaust hefur ljóðlist Fjeturs - og fleiri skálda - orðið fyrir áhrifum af myndum Flóka. En Fjetur yrkir líka ljóð Til Jóns úr Vör. Jón úr Vör er skáld einfald- leikans. Sjást ekki nokkur merki þess að Pjetur hafi líka lært af honum. Það má að vísu kynlegt heita að samtímis skuli hægt að draga dám af svo ólíkum meistur- ■ BÆKUR - LISTASÖGUBÆKUR ■ NJOTTU FEGURÐARINNAR, HÚN TILHEYRIR ÞÉR Bókabúö __________Steinars;___________ Bergstaðastræti 7, s.12030, opið kl. 1-6 eh. Pjetur Hafstein Lárusson um sem Flóka og Jóni úr Vör. En vegir ljóðsins eru margir og í raun órannsakanlegir. En til að finna orðum mínum stað leyfi ég mér að taka hér upp lítið erindi úr Reykjavíkurljóðum: Meðan slær í turni sín ellefu slög, séra Hallgrímur í Saurbæ stöndum við neðar í gráu holtinu og bíðum. Best eru þau ljóð Fjeturs sem styst eru og gagnorðust. Ljóð, sem hann nefnir Dauðaskyn felur t.d. í sér áhrifaríkt líkingamál: Dauðinn blikandi hálfmáni sker daufu skini. Þvílíkur sægur Ijóðabóka kemur nú út ár hvert að skáld þarf held- ur betur að brýna raustina eigi það að iáta til sín heyra, hafa hærra en hinir. Bláknöttur darísar ber með sér að Fjetur tekur list sína alvarlega. Ef til vill yrkir hann ögn betur en ýmsir aðrir. En ljóðlistin býður tæpast upp á það um þessar mundir að einn skari langt fram úr. Þess njóta sumir en aðrir gjalda. Ef til vill er Fjetur í þeim hópi. Dvalið stund í Mídaksgötu Mahfuz Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Nagíb Mahfuz: Blindgata í Kairó Sigurður A. Magnússon þýddi Útg. Setberg 1989 í Mídakssundi þrífst og spriklar margbreytilegt mannlíf og íbúar götunnar og hins næsta nágrennis koma á kaffihúsið, spjalla í húsa- görðum, skeggræða á götunum. Það er ekki allt fagurt og frítt sem þarna gerist, togstreita og hugarangur setur sinn svip á samskiptin. Af- brýðissemi, ótti og fögnuður. Allt er í þessuni litla heimi. Vera kann að gatan sé utan erilsins en gatan og íbúar hennar birtist mér sem eins konar spegill Kairó. Það er mannmargt á sviðinu lengst af og með magnaðri frásagnarhæfni býr höfundur svo um að lesandinn flyst í götuna meðan hann les bókina. Nagíb Mahfuz er auðvitað þekkt- ur á Vesturlöndum nú af því hann fékk Bókmenntaverðlaun Nóbels 1988. í Egyptalandi og á öðrum slóðum arabaheimsins hefur hann lengi verið virtur og mikils metinn. Hann sendi frá sér fyrstu skáldsög- una 1939 og hefur upp frá því ver- ið afkastasamur. Alllangt er síðan hann var þýddur á ensku en varla var frægð hans almenn fyrr en hann hafði fengið Nóbelsverðlaunin. Mahfuz er brautryðjandi arabísku skáldsögunnar sem á sér fjarri jafn langa hefð og á Vesturlöndum, fyrsta umtalsverða viðleitnin til að skrifa skáldsögu á arabísku er jafn- an talin vera Zaynab eftir Mu- hammad Husayn Haykal árið 1913. í formála ensku þýðingarinnar á nýjustu bók Mahfuz, „Respected Sir“, segir þýðandinn, Rasheed El- Enany, eftir að hafa fjallað um hana: „En arabíska skáldsagan varð að bíða kynslóð enn uns fram kom maður sá sem hafði það lífsmark- Nagíb Mahfuz mið að skapa skáldsögu í sinni full- þroskuðu rnynd." Þar er vitanlega átt við Nagíb Mahfuz. Mahfuz leiðir margar persónur fram eins og ég minntist á í upp- hafi. Ekki er alltaf skýrt hver tengsl þeirra eru við söguþráðinn, öllu heldur virðist vaka fyrir Mahfuz að draga upp sem litríkasta mynd af arabísku samfélagi, smækkuðu. Það tekst honum af hinni mestu kúnst. Andrúmsloftið er þrungið framandi lykt, trúarhefðin og talsmáti sprett- ut' upp af blaðsíðunum og hin sterka arabíska formfesta gagntekur mann. Samt má auðvitað strangt til tekið segja að sagan sé býsna frábrugðin hefðbundinni vestrænni skáldsögu einmitt fyrir þá skuid að höfundur skeytir ekki um að fylgja atburðum og persónutn eftir nema að eigin geðþótta. Ég tel það ekki ókost, kannski þvert á móti, það gerir söguna sérstæðari og frísklegri. Ég hef ekki lesið ensku þýðing- una sem Sigurður A. Magnússon vinnur eftir en sagan er á prýðilegu máli, auðugu og myndrænu. 0HITACHI Örbylgjuofn. Tölvustýröur. Með grilli og snúningsdiski. Einn með öllu Verð frá: 56.900* Örbylgjuofn. 28 lítra. Ryðfrír að innan. Snúningsdiskur. 5 orkuþrep. Verð frá: 31.600* Örbylgjuofn Með snúningsdiskijog 2 orkuþrepum. Verð frá: 20.500* Ryksuga HOO W, óvenju hljóðlát í hcesta gœðaflokki með innbyggðum fylgihlutum Verð frá: 13,100* Örbylgjuofn Tölvustýrður. Með snúningsdiski. 5 orkuþrep. Verð frá: 29.900* RÖNNING Ryksuga Sem þarf engan poka ÍOOO wött Verð frá: 8.890* ' Miðað við staðgreiðslu. írum íkki bara hagstceðir... | |\J L A |\| ■"vi^erum & 685861

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.