Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 26
26
T'S
Gaor .S'í gTTDA(TT;r.frrTi<t íjiíía TfTvrrrriTTOTA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989
HEYRÐUÐ ÞIÐ
DYNKINN PILTAR?
eftir Hrein Loftsson
Athygli vakti á sl. hausti þegar
Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík-
isráðherra, fann sig knúinn til þess
að biðjast opinberlega afsökunar
vegna dómgreindarskorts við með-
ferð ráðherravalds. Ástæða er til
að óttast að dómgreindin hafi
bmgðist ráðherranum í öðru og
mikilvægara þjóðhagsmunamáli. Er
hér átt við afstöðu hans í öryggis-
og varnarmálum og þá einkum
varðandi afvopnun á höfunum. Ráð-
herrann hefur farið mikinn í fjöl-
miðlum að undanförnu vegna
„sögulegra þáttaskila“ í samstarfi
Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks
í utanríkismálum. Nú er á hinn
bóginn komið í ljós að utanríkisráð-
herra hefur snúist á sveif með Al-
þýðubandalaginu í máli sem lýtur
að undirstöðu vestrænnar samvinnu
um öryggis- og vamarmál. Slíkt
hefðj einhvern tíma þótt marka
þáttaskil í utanríkisstefnu Alþýðu-
flokksins og spyija má: Hafa kjós-
endur Alþýðuflokksins veitt Jóni
Baldvin umboð til að afsala sér for-
ræði í öryggis- og vamarmálum til
Ólafs Ragnars Grímssonar?
Engu er líkara en Jón Baldvin
Hannibalsson viiji draga athyglina
frá þessum staðreyndum með
svæsnum árásum sínum á Þorstein
Pálsson og aðra sjálfstæðismenn
að undanförnu. Fer Jóni Baldvin í
þessu efni eins og nafna hans
„dynk“ sem uppi var á ofanverðri
19. öld í Vestmannaeyjum. Sá fékk
viðurnefni sitt þegar hann var að
klífa bjarg eitt ásamt nokkrum öðr-
um. Skrikaði honum fótur í klifrinu
með þeim afleiðingum að hann datt
í sjóinn. Þegar honum skaut upp
úr kafinu hristi hann framan úr sér
sjávarseltuna og hrópaði til félaga
sinna uppi í bjarginu: „Heyrðuð þið
dynkinn piltar?“ Jóni Baldvin hefur
oftar en ekki skrikað fótur í
pólitísku brölti sínu með misjafn-
lega alvarlegum afleiðingum. Er
hann kannski með árásum sínum á
sjálfstæðismenn að dreifa athygli
manna frá staðreyndum líkt og Jón
dynkur?
r--------------^
AUÐSTILLT
MORATEMP blöndunar-
tækin eru með auðveldri
einnar handar stillingu á
hitastigi og vatnsmagni.
MORA sænsk gæðavara
fyrir íslenskar aðstæður.
Fást i byggingavöruverslunum.
(m)
meiri ánægja^
Samstaðan rofin
Hinn 21. mars sl. ritaði undirrit-
aður grein í Morgunblaðið er bar
yfirskriftina „Hver ræður ferðinni
I öryggis- og varnarmálum?" í
greininni var m.a. vakin athygli á
því að Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra, hefði látið sendi-
herra íslands í afvopnunarmálum
flytja ræðu hinn 6. mars sl. við
upphaf Vínarfunda um niðurskurð
hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu
og „traustvekjandi aðgerðir“ á sviði
hermála. í rauninni hefði sendiherr-
ann sagt, að íslendingar vildu sjá
viðræður hefjast í náinni framtíð
um „traustvekjandi aðgei-ðir“ á höf-
unum og þá innan vébanda Ráð-
stefnunnar um öryggi og samvinnu
í Evrópu, CSCE. Þessi yfirlýsing
kom bandamönnum okkar í opna
skjöldu. íslendingar höfðu í mörg
ár haft full tök á að hafa áhrif á
efni fundanna og tekið þátt í því
að móta þá forgangsröðun verkefna
sem unnið er eftir innan Atlants-
hafsbandalagsins varðandi viðræð-
ur við Varsjárbandalagið um af-
vopnun og takmörkun vígbúnaðar.
Það hefur verið stefna Atlants-
hafsríkjanna, að niðurskurður hefð-
bundins herafla á meginlandi Evr-
ópu ætti að hafa forgang í viðræð-
um um afvopnun, enda væri hið
gífurlega ójafnvægi á því sviði Sov-
étmönnum í hag og ein helsta orsök
spennu og erfiðleika í samskiptum
ríkja Evrópu. Það hefur jafnframt
verið stefna Atlantshafsríkjanna,
að leggja bæri áherslu á að sam-
hliða niðurskurði kjarnavopna yrði
að nást árangur í þeim efnum sem
Vínarfundirnir snúast um. Fyrst
þegar náðst hefði marktækur
árangur í þeim viðræðum væri
skynsamlegt að taka önnur mál á
dagskrá. Ekki þarf annað en að iíta
á landakort til að átta sig á því
hvers vegna þessi forgangsröðun
hefur verið viðhöfð. Atlantshafs-
bandalagið er í eðli sínu bandalag
sjóvelda eins og nafnið gefur til
kynna. í því skyni að varðveita stöð-
ugleika og öryggi á meginlandi
Evrópu verður að tryggja sam-
gönguleiðir og flutningaleiðir yfir
hafið. Sovétríkin eru á hinn bóginn
landveldi sem geta dregið herbúnað
sinn langt inn í landið og ruðst síðan
fram með tiltölulega skömmum fyr-
irvara. Siglingaleiðirnar yfir Atl-
antshaf gegna því sama hlutverki
og járnbrauta- og vegakerfi Sov-
étríkjanna.
Í grein minni frá 21. mars vakti
ég ennfremur athygli á því að fram-
ganga utanríkisráðherra á Vínar-
fundinum væri skýlaust brot gegn
þeirri sjálfsögðu starfsreglu Atl-
antshafsríkjanna að hafa samráð
um öll þau mál sem gætu haft áhrif
á gagnkvæmt öryggi þessara ríkja
áður en til framkvæmda kæmi.
Samkvæmt þeirri reglu hefði verið
eðlilegast að viðra framangreind
sjónarmið utanríkisráðherra til
„traustvekjandi aðgerða" á höfun-
um innan Atlantshafssbandalagsins
áður en hugmyndinni var slengt
fyrirvaralaust inn á fund þar sem
var verið að hefja viðræður um
önnur efni samkvæmt dagskrá sem
íslendingar höfðu tekið þátt í að
móta. Sendiherra íslands í afvopn-
unarviðræðum hafði raunar undir-
ritað dagskrána fyrir íslands hönd
mánuði áður en fundirnir hófust.
Hugmyndir Sovétmanna
Sovétmenn hafa um nokkurt
skeið viðrað hugmyndir um af-
vopnun og „traustvekjandi aðgerð-
ir“ á höfunum. Höfuðmarkmið Sov-
étmanna með þeim hugmyndum er
að skera á líflínu Atlantshafsbanda-
lagsins milli Evrópu og Norður-
Ameríku. Mikhaíl S. Gorbatsjov,
Sovétleiðtogi, lagði m.a. til að farið
yrði að ræða þessi mál í frægri
ræðu í Murmansk í október 1987.
Atlantshafsríkin hafa á hinn bóginn
ekki viljað taka þessi mál fyrir á
þessu stigi, ekki aðeins vegna þeirra
sjónarmiða almenns eðlis sem rakin
voru hér að framan heldur og vegna
annarra atriða. Til að mynda hafa
Atlantshafsríkin lagt áherslu á að
ræða yrði um niðurskurð landheija
fyrst þar sem afvopnun á höfunum
myndi öðru fremur bitna á getu
Atlantshafsbandalagsins til að veija
siglingaleiðina yfir Atlantshaf. Stór
hluti þess liðsauka sem reiknað er
með í hugsanlegum ófriði á megin-
landi Evrópu kemur frá Banda-
ríkjunum. Það gefur augaleið að
geti Atlantshafsríkin ekki varist
árásum með hefðbundnum vopnum
eru þau knúin til að grípa til kjama-
vopna. Líklegt er að grípa yrði til
þeirrar neyðarráðstöfunar að beita
kjarnavopnum fyrr ef siglingaleiðin
yfir Atlantshaf væri ótrygg þannig
að möguleikar til að safna liðsauka
væru minni en nauðsyn bæri til.
Sovétmenn hafa hafið mikið
áróðursstríð til að fá þessi mál
rædd á fundunum sem nú standa
yfir í Vín þrátt fyrir að þeir hafi
sjálfir samþykkt það erindisbréf
sem liggur til grundvallar viðræð-
unum. og útilokar umfjöllun um
höfin sem slík. Mikhaíl S. Gorbatsj-
ov ítrekaði kröfur Sovétmanna á
„freigátufundinum" með George
Busli, forseta Bandaríkjanna, á
Möltu. Hafa Sovétmenn jafnvel
gefið í skyn að svo kunni að fara
að tafir geti orðið á undirritun sam-
komulags á Vínarfundunum ef'af-
vopnun á höíunum verði ekki tekin
inn í þær viðræður. Atlantshafsrík-
. in hafa staðið gegn þeirri kröfu og
verið sameinuð um þá afstöðu að
árangur verði fyrst að nást á fund-
unum í Vín. Það er einmitt pólitísk
samstaða, stefnu- og viljafesta
þessara ríkja sem er forsenda þess
árangurs er náðst hefur á sviði af-
vopnunar á undanförnum árum.
Með yfirlýsingum utanríkisráð-
herra í fjölmiðlum að undanförnu
og þá ekki" síður framferði
Steingríms Hermannssonar, for-
sætisráðherra, á fundi leiðtoga Atl-
antshafsbandalagsins eftir Möltu-
fundinn eru Íslendingar að reka
fleyg í samstöðu Atlantshafsríkj-
anna í máli er snertir undirstöðuat-
riði í öryggis- og varnarsamvinnu
vestrænna ríkja og skaða þannig
það verkfæri sem best hefur dugað
til að ná árangri á sviði afvopnun-
ar. Forystumenn ríkisstjómarinnar
hreykja sér af því að hafa stillt sér
upp við hlið Sovétmanna gegn sam-
starfsþjóðunum í Atlantshafs-
bandalaginu. Þetta er þeim mun
furðulegra í ijósi þess að Sovétmenn
hafa haldið áfram uppbyggingu
Norðurflota síns sem hefur þann
eina tilgang að grafa undan flota-
veldi Atlantshafsríkjanna á Noi-ð-
ur-Atlantshafi.
Sovéski flotinn
Staðreynd er að Sovétmenn hafa
úrelt fjölmörg skip úr flota sínum
að undanförnu. En það er' einnig
staðreynd að þeir hafa haldið
nýsmíði áfram og mun floti þeirra
því verða nútímalegri, fullkomnari
og harðskeyttari en áður. Á þeim
áratug sem nú er að líða hefur sov-
éski flotinn verið að breytast. Þró-
unin stefnir í þá átt að sovéski flot-
inn verði í framtíðinni búinn færri
skipum en áður, en þau verða jafn-
framt stærri og með mun öflugari
vígbúnaði og skotmætti en eldri
skipin. I þessu sambandi er vert að
minnast þess að nú er í smíðum
tröllvaxið flugmóðurskip sem áætl-
anir eru uppi um að komi til liðs
við Norðurflotann á árunum
1990-92. Talið er að þijú slík skip
bætist við sovéska flotann á næsta
áratug. Thorolf Rein, yfirmaður
norskra heija, hefur lýst miklum
áhyggjum yfir þessari þróun, sem
Hreinn Loftsson
„Með yfirlýsingrim ut-
anríkisráðherra í fjöl-
miðlum að undanförnu
og þá ekki síður fram-
ferði Steingríms Her-
mannssonar, forsætis-
ráðherra, á fundi leið-
toga Atlantshafsbanda-
lagsins eftir Möltufiind-
inn eru íslendingar að
reka fleyg í samstöðu
Atlantshafsríkjanna í
máli er snertir undir-
stöðuatriði í öryggis-
og varnarsamvinnu
vestrænna ríkja og
skaða þannig það verk-
færi sem best hefur
dugað til að ná árangri
á sviði afvopnunar.“
hann segir að muni stórauka hern-
aðargetu Sovétmanna á Norður-
Atlantshafi milli Noregs og íslands.
Með hliðsjón af framansögðu er
ljóst að það þarf töluverða bíræfni
til að ganga til liðs við Sovétmenn
varðandi afvopnun á höfunutn og
stilla sér upp öndvert við samstarfs-
aðila okkar í Atlantshafsbandalag-
inu og þá einkum Bandaríkjamenn
sem em í sérstöku varnarsamstarfi
við okkur íslendinga. Þetta hefur
eigi að síður gerst í þessu máli
endar ræður Þjóðviljinn sér ekki
fyrir kæti í leiðara hinn 6. desem-
ber sl. og Tíminn slær því upp á
forsíðu hinn 5. desember sl. að
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra, hafi lýst „vonbrigðum
fyrir hönd íslendinga með að Bush
Bandaríkjafórseti skyldi ekki taka
undir hugmyndir Gorbatsjovs um
afvopnun í höfunum". Eins og áður
segir miða tillögur Gorbatsjovs að
því að nú þegar verði hafnar við-
ræður um afvopnun á höfunum.
Skyldi Bush ekki vera hissa á fá-
kunnáttu þeirra Jóns Baldvins og
Steingríms á öllu málinu? Skyldi
hann ekki undrast að íslendingar
virðast ekki gera sér grein fyrir
undirstöðuatriðum í varnarsam-
starfinu innan Allantshafsbanda-
lagsins?
Undirstöðuatriði um
Atlantshafsbandalagið
Hver skyldu nú þau undirstöðu-
atriði vera sem þeir Steingrímur og
Jón Baldvin virðast ekki kunna skil
á? í fyrsta lagi að Atlantshafs-
bandalagið er öðm fremur pólitískt
bandalag. í því felst að hernaðar-
legi þátturinn skipar ekki öndvegið
gagnstætt því sem ýmsir íslenskir
vinstri sinnar hafa haldið fram. í
pólitíska samstarfinu felst ekki að-
eins samstaða og samráð um öll
mikilvæg málefni heldur einnig
trúnaður. Reynsla síðustu 40 ára
sýnir gildi þessarar stefnu. Þróunin
í Austur-Evrópu síðustu vikur stað-
festir að Atlantshafsríkin era í þann
mund að vinna pólitískan sigur. Þau
eru að sjá drauminn rætast um
frelsi og mannréttindi í Austur-
Evrópu. Hvers konar málstaður er
það þá fyrir íslendinga að standa
upp á þessu viðkvæma augnabliki
og ijúfa samstöðuna sem hefur
verið forsenda friðar og farsældar
í okkar heimshluta síðan síðari
heimsstyijöldinni lauk?
Síðara atriðið sem íslenskir ráð-
herrar virðast ekki meta að verð-
leikum og varðar Atlantshafsríkin
er sú staðreynd að hér er um að
ræða bandalag sjóvelda. Á svæði
Atlantshafsbandalagsins er meiri
sjór en land. Þetta ætti Jón Baldvin
að geta skilið aðeins ef hann lítur
sem snöggvast á eitthvað af þeim
fjölmörgu landabréfum sem prýða
veggi utanríkisráðuneytisins. Meira
en 95% innflutnings og útflutnings
bandalagsríkjanna fer um höfin.
Meira en 90% af varaliði og búnaði
bandalagsins verður að fara um
sjóveg ef á þarf að halda en til
samanburðar má geta þess að 75%
af varaliði og búnaði Varsjárbanda-
lagsins yrði flutt með járnbrautum.
Að auki hafa vestræn ríki rétt-
mætra hagsmuna að gæta annars
staðar í heiminum sem verður að
veija og hlú á þann hátt að farsæld-
inni í ríkjum bandalagsins. Dæmi
um þetta er hlutverk bandaríska
flotans í Persaflóa sem ti-yggði olíu-
flutninga á hættutímum til Vestur:
landa.
Talið er að meira en 200 sovésk-
ir kafbátar séu á sveimi í höfunum
og um 100 til viðbótar erú hafðir
til reiðu í flotastöðvum Sovét-
manna. Þetta er langstærsti neðan-
sjávarfloti nokkurs ríkis. Hvert
skyldi hlutverk þessara kafbáta
vera? Reynslan úr síðari heimsstyij-
öldinni ætti að kenna okkur að til-
tölulega fáir kafbátar geta gert
mikinn usla á siglingaleiðum yfir
Atlantshaf. Sovétmenn hafa ekki
sömu hagsmuni af flota sínum og
Vestui-veldin þar sem þeir eru land-
veldi. Hlutverk flota Atlants-
hafsríkjanna er öðru fremur að
gera trúverðugar varnir Atlants-
hafsbandalagsins en einnig að gæta
hagsmuna vestrænna ríkja í öðmm
heimshlutum. Hvers vegna ætti
Sovétmönnum að stafa ógn af þess-
ari stefnu Atlantshafsríkjanna?
Floti Atlantshafsbandalagsins get-
ur ekki ráðist til atlögu yið og tek-
ið landsvæði af þeim eins og skrið-
drekar, stórskotaliðsvopn og aðrar
vígvélar Sovétmanna geta gert og
hafa gert á meginlandi Evrópu.
Floti vestrænna ríkja fellur því ekki
undir „árásarvopn“ en þau eru
helsta viðfangsefni fundanna í Vín.
Frumkvæði Jóns Baldvins
í sjónum
Jón Baldvin Hannibalsson hefur
stært sig af „frumkvæði“ sínu varð-
andi afvopnun á höfunum. Þetta
frumkvæði á meira skylt við hrösun
Jóns dynks en margan grunar. í
fyrsta lagi grefur það undan örygg-
ishagsmunum ríkja Atlantshafs-
bandalagsins. i öðru lagi getur það
dregið úr skjótum árangri í þeim
afvopnunarviðræðum sem nú eiga
sér stað. í þriðja lagi gæti það talið
Sovétmönnum trú um að þeir séu
að ná árangri í þeirri stefnu sinni
að kljúfa samstöðu vestrænna ríkja.
Hinum fima fjallamanni sem ætlaði
að klífa þrítugan hamar afvopnun-
armála hefur skrikað fótur og hann
dottið í sjóinn með ægilegum
bægslagangi. Gasprið í Jóni Baldvin
að undanförnu og gífuryrðin í garð
sjálfstæðismanna eiga að leiða at-
hyglina frá þeirri nöturlegu stað-
reynd að „frumkvæði“ Jóns Bald-
vins hefur reynst vera hið versta
fmmhlaup.
llöfnndur er lögmaður í Reykja vík
og formadur utanríkisnefndar
Sjálfstæðisttokksins.