Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 34
rfÖftbí)ftíiÍÍÁ!Ö&1 Þ'RIÐlJÍjöXGtíR,,r2.1 ÉÉSÉtáÉÉIÚMfefr' Sovéskir harðlínumenn gagnrýna perestrojku: Gorbatsjov býðst til að afsala sér völdum Moskvu. Reuter. UMBÓTASTEFNA Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta sætti harðri gagnrýni harðlínumanna á fundi miðstjórnar sovéska kommúnista- flokksins á laugardag. Gorbatsjov brást reiður við og bauðst til þess að segja af sér en því var hafhað, að því er haft var eftir eistneskum embættismönnum í gær. Erlendir fréttaskýrendur í Moskvu segja að með þessu tilboði hafi Gorbatsjov aðeins viijað sýna hversu sterk staða hans sé. „Nokkr- ir ræðumenn sögðust óánægðir með perestrojkuna sem miðstjómin að- hyllist nú,“ sagði índrek Toome, forsætisráðherra Eistlands, í viðtali við dagblað í lýðveldinu. „Gorbatsj- ov missti stjórn á skapi sínu og sagði: „Ef þetta er skoðun ykkar skulum við ræða það mál og ég er þá reiðubúinn að segja af mér“,“ bætti Toome við. Forsætisráðherr- ann sat fundinn þótt hann eigi ekki enn sæti í miðstjóminni. ráðherra Sovétríkjanna, sagði í við- tali við bandarískan sjónvarpsmann á sunnudag að sovésk stjórnvöld myndu ekki beita valdi heldur for- tölum til að koma í veg fyrir að kommúnistaflokkurinn missti tökin á Litháen og öðrum lýðveldum Sov- étríkjanna. Litháenska þingið sam- þykkti á þriðjudag að koma á fjöl- flokkakerfi í Iýðveldinu og afnema þá grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um forystuhlutverk kommúnistaflokksins. Brent Scowcroft, öryggisráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, ræðir við Deng Xiaoping í Peking á sunnudag. För öryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta til Kína; Grænland: Rækjuveiðar ganga illa Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKUM rækjutogurum hefur gengið erfiðlega að finna rækju á mlðunum við Austur- Grænland að undanfornu. Þeir hafa verið tvöfalt lengur en venju- lega að ná sama afla og gerir það veiðamar langdregnar og óhag- kvæmar. Þetta hefur í för með sér að togar- ar landstjórnarinnar komast ekki yfir að veiða upp í kvótann fyrir áramót. Útgerðarstjórnin vonast til að ná 1.200 tonnum af 2.000 tonna veiðikvóta. Þau 800 tonn sem þá verða óveidd eru töpuð útgerðinni, en verðmæti þeirra er um 50 milljón- ir danskra króna (um 450 millj. ísl. kr.). Það sem erfiðleikunum veldur er bæði ótíð og eins hitt að rækjan heldur sig ekki á sömu svæðum og venjulega. Míkhaíl Gorbatsjov sagði á mið- stjórnarfundinum að kröfur um að endi yrði þegar í stað bundinn á alræði kommúnistaflokksins væru ótímabærar. Hann gaf þó í skyn að breyta mætti stjómarskránni síðar og þar á meðal sjöttu grein- inni, sem kveður á um forystuhlut- verk kommúnistaflokksins og tryggir alræðisvald hans. Edúard Shevardnadze, utanríkis- Gagnkvæmur vilji fyrir því að treysta samskipti ríkjanna Peking, Washington. Reuter. BRENT Scowcroft, öryggisráðgjafi George Bush Bandaríkjaforseta, átti um helgina fundi með kínverskum ráðamönnum í Peking. Þetta er í fyrsta skipti sem svo háttsettir fiilltrúar ríkjanna tveggja ræða saman frá því að andóf kínverska námsmanna var brotið á bak aftur með hervaldi í júnímánuði. Bátafólkið senn á brott Hong Kong. Reuter. Stjómarerindrekar sögðu í gær að hafíst yrði handa við að flytja víetnamskt bátafólk aftur til heimalands síns innan sólar- hrings. Ríkisútvarpið í Hong Kong hafði eftir embættismanni víetnamska utanríkisráðuneytisins að bresk og víetnömsk stjórnvöld hefðu komist að samkomulagi um flutningana. Stjórnarerindrekar skýrðu frá því að fyrsti hópurinn, alls 51 Víet- nami, yrði fluttur til Víetnams í leiguflugvél innan sólarhrings. Talsmenn Bandaríkjastjómar sögðu tilganginn með heimsókninni hafa verið þann að skýra kínversk- um ráðamönnum frá niðurstöðum Möltu-fundar leiðtoga risaveldanna, þeirra Bush Bandaríkjaforseta og Míkhaíls S. Gorbatsjovs leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins í byijun mánaðarins. Heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar í Peking sögðu að förin hefði ekki síst verið farin til að koma í veg fyrir frekari einangrun kínverskra stjórnvalda á alþjóðavettvangi en ríki Vestur- landa sameinuðust um að fordæma blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar í júnímánuði. Hafa samskipti Bandaríkjamanna og Kínverja verið takmörkuð mjög frá því þetta gerð- ist og sögðu heimildarmenn að það hefði verið gáfuleg ákvörðun að freista þess að treysta þau á ný. Töldu þeir hugsanlegt að Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti sem enn hafður í hávegum eystra, hefði haft frumkvæði að heimsókn- inni en hann ræddi við kínverska embættismenn í síðasta mánuði \__ Scowcroft og Lawrence Eagle- burger, aðstoðarvarnarmálaráð- herra, var vel tekið í Peking en þeir ræddu við Deng Xiaoping, sem enn er taiinn valdamesti maður Kína, Jian Zemin flokksleiðtoga, Li Peng forsætisráðherra og Qian Kosningar í Eistlandi og Lettlandi: Umbóta- og* aðskilnað- arsinnar fá mikið fylgi lállinn. Reuter. ^ * SVO virðist sem róttækar umbóta- og aðskilnaðarhreyfingar hafí unnið sigur í bæjar- og sveitastjórnakosningum í Sovétlýðveldunum Eistlandi og Lettlandi um helgina. Endanlegar niðurstöður munu þó ekki Iiggja fyrir fyrr en síðar í vikunni. í gær höfðu fulltrúar hreyfingar róttækra umbótasinna unnið 18 sæti í borgarráði Tallinn, höfuð- borgar lýðveldisins, en þar sitja 80 fulltrúar. Var talið að hreyfingin fengi að minnsta kosti 40 sæti. Háttsettur embættismaður komm- únistafiokksins í lýðveldinu sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að ljóst væri að mikið af nýju fólki myndi taka sæti í borgarráðinu og bætti við að svo virtist sem borgar- stjórinn hefði verið borinn ofurliði í kosningunum. Þá lá ennfremur fyrir að fulltrúi samtaka umhverfis- verndarsinna hafði náð kjöri. Skoðanakannanir í Lettlandi þóttu benda til þess að frambjóð- endur, sem njóta stuðnings Þjóð- fylkingarinnar sem berst fyrir því að Iýðveldið segi sig úr sovéska ríkjasambandinu og verði sjálfstætt ríki, myndu fá um 60 prósent at- kvæða. Valdis Berzins, fréttastjóri málgangs hreyfingarinnar, Atmoda, sagði þetta mjög góðan, árangur og bætti við að þetta myndi treysta mjög stöðu fylkingarinnar. Sérfræðjngar sem Reuters- fréttastofan ræddi við í gær töldu margir hveijir villandi að túlka hið mikla fylgi róttækfa frambjóðenda sem beinan ósigur fyrir kommún- istaflokkinn. Klofningur væri kom- inn upp í flokkunum í lýðveldunum tveimur. Hluti flokksmanna væri hiynntur hugmynd þeirri að segja skilið við ráðamenn í Moskvu en aðrir væru fylgismenn núverandi ráðamanna í Kreml. Bentu þeir hin- ir sömu á að nokkrir fulltrúar kommúnista hefðu náð kjöri í Tall- inn og kváðu kosningabaráttuna ekki hafa farið fram samkvæmt hefðbundnum flokkslínum. Þá væru margir þeirra sem notið hefðu stuðnings Þjóðfylkingarinnar í Lettlandi jafnframt félagar í komm- únistaflokknum. Valdis Berzins sagði að áhugi á kosningunum hefði verið fremur takmarkaður en í gær var talið að þátttakan hefði verið um 70%. „Menn binda einkum vonir sínar við þingkosningarnar í maímánuði," sagði hann. í síðustu viku samþykkti þing Litháen, þriðja Eystralsaltsríkisins, að innleiða þar fjölflokkakerfi með því felia úr gildi ákvæði í stjómar- skrá lýðveldisins, er kvað á um for- ystuhlutverk kommúnistaflokksins. Sams konar tillaga verður lögð fyr- ir þing Eistlands síðar í þessum mánuði. Þá hafa kommúnistar í lýðveldum þessum uppi áform um að segja flokka sína úr lögum við kommúnistaflokkinn í Moskvu. Til- laga í þá veru verður lögð fram í Litháen á þingi flokksins í næstu viku og fastlega er búist við því að eistneskir kommúnistar ræði sam- bandið við Moskvu á sérstöku þingi í marsmánuði. Er það hald margra að einungis með þessum hætti geti kommúnistar get sér vonir um að vinna hylli almennings í kosningum í Eystrasaltsríkjunum á næsta ári. Qichen utanríkisráðherra. Opinberir fjölmiðlar skýrðu frá heimsókninni og athygli vakti að Bandaríkjamenn voru ekki gagnrýndir fyrir afskipti af innanríkismálum Kínveija líkt og venjan hefur verið. Mun Deng Xiaoping m.a. hafa látið þá von í ljós að unnt yrði að leysa með hraðj þau deilumál sem spillt hefðu sam- skiptum ríkjanna tveggja CAW-sjónvarpsstöðin greindi frá því í fréttum á sunnudagskvöld að þeir Scowcroft og Eagleburger hefðu með för sinni til Kína viljað freista þess að fá ráðamenn til að hætta við fyrirhugaða eldflauga- Reuter Dalai Lama fær friðarverðlaun Nóbels Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, tók á sunnudag við friðarverð- launum Nóbels í Ósló. Var það Egil rvik, formaður norsku nóbelsnefnd- arinnar sem afhenti verðlaunin. Við það tækifæri sakaði Dalai Lama Kínveija um að herða stöðugt tökin á Tíbetum. Hann sagði að náms- menn sem létu lífið á Torgi hins himneska friðar í vor hefðu ekki dáið til einskis því kínverskir leiðtogar fengju ekki umflúið friðarandann sem nú gengi yfir heimsbyggðina. Stjómvöld í Kína mótmæltu verð- launaafhendingunni sem þau segja samsæri Vesturlanda til að ijúfa einingu Kína. sögu til Sýrlands. Fylgdi fréttinni að eldflaugar þessar gætu dregið 600 kílómetra og gætu Sýrlending- ar í krafti þessa vopnabúnaðar haft í hótunum við ein tíu ríki í Mið- Austurlöndum þ. á m. ísraela. Heimildir herma að samningur um eldflaugasöluna liggi fyrir en Sýr- lendingar munu enn ekki hafa feng- ið vopnin afhent. James Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti að mál þetta hefði borið á góma og sagði stjórn Bush forseta hafa miklar áhyggjur af vopnasöl- unni og vígvæðingu ríkja í þessum heimshluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.