Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 36
Valdaeinaokun kommúnista lokið í Tékkóslóvakíu MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 Kommúnistar í niinni- hluta í nvju stj órninni Borgaravettvangur: Sameiginleg siðferðisviðhorf Járnsmiður verður félagsmálaráðherra Richard Sacher, sem er ráðherra án ráðuneytis í nýju ríkisstjórninni, fékk ekkí leyfi yfii-valda til að stunda nám á sjötta áratugnum og vann m.a sem vörubílstjóri og náma- verkamaður. Hann fékk loks leyfi til að ganga í kvöldskóla og Iauk prófi í lögfræði. Við embætti atvinnu- og félags- máiaráðherra tók járnsmiðurinn Peter Miller. Hann lauk námi í kvöldskóla. Árið 1969 hóf hann að nema hagfræði en ári síðar var hann rekinn úr skóla og neyddist þá til að snúa sér aftur að járnsmíðinni. Hann lauk sínum síðasta vinnudegi í CDK-verksmiðjunni í Prag á föstu- dag. Prag. New York Times og Reuter. SAMTÖK tékkneskra andófsmanna, Borgaravettvangur, eru fjöldahreyfing þar sem liðsmenn hafa náð einingu um eitt, sameig- inlegt baráttumál, þ.e. frelsi, og leiðtogamir eru kjörnir með lófa- taki. Fundirnir hafa verið haldnir í kjallara leikhúss í Prag og þeir eru langir, afar óformlegir og andrúmsloflið spennuþrungið. Baráttuáætlun hefiir ekki verið samin fyrir Borgaravettvang sem slíkan og viðhoríln breytast á hverri klukkustundu en samt heftir tekist að hrinda í framkvæmd umbyltingu í landinu á ótrúlega skömmum tíma með því að virkja almenning í baráttunni við harðlínukommúnista. Heimsfrægum gestum, sem rekast inn, er ekki sinnt meira en öðrum. Er Alexander Dubcek, leiðtogi umbótanna árið 1968, heimsótti leikskáldið Vaclav Ha- vel og félaga hans í aðalstöðvum Borgaravettvangs í síðustu viku bauð Havel honum að setjast og fylgjast með fundi þar sem menn rökræddu málin í hálfa þriðju klukkustund. Síðan hvarf Dubcek á brott án þess að mikið bæri á. Allir forystumenn andófsins vinna endurgjaldslaust og stunda launa- vinnu jafnframt pólitíkinni, máls- verðir eru snæddir í flýti eða ails ekki og margir eru augljóslega vansvefta. Eiginkona eins leið- toganna var spurð hvað hana skorti einkum af vestrænum vam- ingi og svaraði: „Við emm að verða búin með vítamíntöflumar sem halda honum gangandi." Ný stjórnarskrá Þrír menn luku síðastliðinn miðvikudag við að semja tillögur samtakanna að nýrri stjórnarskrá. „Þrír dagar em langur tími þegar tekið er mið af atburðarásinni að undanförnu,“ segir einn þeirra, hagfræðingurinn Josef Vavrousek en hinir tveir em Ivan Havel, tölvufræðingur og bróðir Vaclavs, og Petr Pithart, lögfræðingur og stjórnmálafræðingur. í tillögun- um er gert ráð fyrir því að Tékkó- slóvakía verði lýðræðislegt rétt- arríki sem muni „aftur öðlast virðulegan sess“ í samfélagi þjóð- anna. Níu undimefndir vinna nú að því að fullvinna ýmis atriði í tillögunum. í samtali við Vavrou- sek kom fram að andófsmenn vilja engar fjöldahreinsanir eða of- sóknir á hendur kommúnistum. Prag. The Daily Telegraph. NÝ ríkisstjórn tók við völdum í Tékkóslóvakíu á sunnudag. Kommúnistar eru í minnihluta meðal ráðherra- og er þetta í fyrsta skipti frá árinu 1948 sem það gerist í Tékkóslóvakíu. Það var jafhframt síðasta embættis- verk harðlínumannsins Gustavs Husaks, forseta landsins, að stað- festa valdatöku nýju stjórnarinn- ar. í nýju stjóminni eru 10 kommúnistar, 7 óflokksbundnir ráðherrar og 4 frá tveimur flokk- um sem áður fylgdu kommúnist- um að máli. Rúm vika er síðan Ladislav Ad- amec, þáverandi forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, tilkynnti myndun nýrrar stjórnar þar sem kommúnist- ar áttu sextán ráðherra og fyrrum fylgispakir flokkar fimm. Þótti al- menningi gengið of skammt enda voru engir fulltrúar Borgaravett- vangs, samtaka lýðræðissinna, í þeirri stjórn. Var ríkisstjórnin knúin til að fara frá með miklum og fjöi- mennum mótmælum. Hugsanlegir arftakar Husaks Þrír menn koma nú til greina sem arftakar Husaks: Vaclac Havel skáld, Alexander Dubeek, sem var leiðtogi kommúnistaflokksins 1968 þegar Varsjárbandalagið undir for- ystu Sovétríkjanna kæfði umbóta- tilraunir hans, og Ladislav Adamec, fyrrum forsætisráðherra landsins. Þing landsins kýs nýjan forseta inn- an tveggja vikna. Husak, sem er 76 ára gamall, tók á sínum tíma við flokksformennsku af Dubcek og með honum hverfur síðasti fulltrúi þeirra, sem studdu innrásina árið 1968, af sjónarsviðinu. Friðsamleg bylting Þrjú hundruð þúsund manns komu saman á Wenceslas-torgi í Ráðamenn kommúnistaflokksins á fundi með fulltrúum Borgara- vettvangs í Prag á laugardagskvöld er samkomulag náðist um skip&n nýrrar ríkisstjórnar. „Það er ekki hægt að segja: „Þú ert kommúnisti svo að þú ert ómögulegur." Það er 1,7 milljón manna í flokknum svo að slíkar aðfarir myndu enn einu sinni valda afturför í iandinu,“ sagði Vavrousek. Siðferðisleg gildi Hann sagði liðsmenn Bórgara- vettvangs hafa sameinast af ýms- um ástæðum en ákveðin siðferðis- leg gildi hefðu verið samnefnari allra þáttakenda. Sterkustu rökin gegn harðlínumönnunum hefðu verið siðferðisleg. Vaclav Havel væri fremstur meðal jafningja, án þess að vera hampað sérstaklega, en hann nyti álits vegna óbifandi staðfestu er hann var fangelsaður vegna skoðana sinna. Prag á sunnudag til að fagna hinni nýju ríkisstjórn. Havel ávarpaði mannfjöldann og lét svo ummælt að friðsamleg bylting hefði átt sér stað í Tékkóslóvakíu. Fólk hrópaði hvatningarorð til Havels um að bjóða sig fram til forseta. Ekki leyndi sér heldur fögnuður yfir því að tii stóð að hefja niðurrif jám- tjaldsins milli Tékkóslóvakíu og Áusturríkis. Allsheijarverkfalli sem boðað hafði verið til í gær var af- lýst og þess í stað var kirkjuklukk- um hringt og lúðrar þeyttir á há- degi. Forsætisráðherrann, Marian Calfa, sem er félagi í kommúnista- flokknum, segir stjórnina sitja til bráðabirgða og hafa tvö verkefni fyrst og fremst; umbylta efnahag landsins og undirbúa fijálsar kosn- ingar til þings landsins. Calfa hefur ekki viljað segja hvenær kosning- arnar verði. „Við höfiim gert friðsamlega byltingu," sagði Vaclav Havel leik- skáld, þegar hann ávarpaði mörg hundruð þúsund manns í Prag. Ofsóttir og niðurlægðir menntamenn snúa aftur sættu ofsóknum og voru niðurlægð- ir af yfirvöldum hafa nú aftur feng- ið tækifæri til að hafa áhrif á stjórn- máiaþróunina í landinu. I fang-elsi í þrjú ár Jiri Dienstbier var einn þekttasti sérfræðingur Tékkóslóvakíu á sviði erlendra málefna er Alexander Dub- cek komst til valda í landinu árið 1968 og tók að innleiða umbóta- stefnuna sem herafli Varsjárbanda- lagsins braut á bak aftur sama ár. Dienstbier var rekinn úr starfi sínu við tékkneska ríkisútvarpið í miklum hreinsunum sem fylgdu í kjöifarið. Hann sat í fangelsi í þijú ár og var þráfaldlega handtekinn vegna af- skipta sinna af mannréttindabrotum stjórnvalda málum og fengið starf sem kyndari. Að undanförnu hefur hann verið einn helsti talsmaður Borgaravettvangs, hreyfingar tékk- neskra stjórnarandstæðinga. Það þótti enn eitt merkið um kaldhæðni sögunnar að Gustav Husak forseti, sem bar ábyrgð á hreinsununum og ógæfu þúsunda manna, skyldi taka embættiseiðinn af Dienstbier. Þetta var jafnframt síðasta embættisverk Husaks því hann sagði af sér eftir að nýja ríkisstjórnin hafði tekið við völdum. Vaitr Komarek, einn þekktasti hagfræðingur Tékkóslóvakíu, sór embættiseið aðstoðarforsætisráð- herra. Hann sætti löngum ofsóknum vegna gagnrýni sinnar á miðstýr- ingu efnahagslífisins og alræði kommúnistaflokksins á þeim vett- vangi. Árið 1984 fékk hann loks leyfi yfirvalda til að stofna Spádeild Efnahagsstofnunar tékknesku vísindaakademíunnar þar sem fjöl- tnargir sérfræðingar tóku að vinna að róttækum áætlunum um breyt- ingar á sviði efnhags- og stjórnmála. Vaclav Klaus, hinn nýi fjármála- ráðherra Tékkóslóvakíu, starfaði við Efnahagsstofunina fram ti! ársins 1970. Hann vann ýmis störf fram til 1984 er hann fékk leyfi til að starfa við Spádeild stofnunarinnar. Prag. Reuter. JIRI Dienstbier tók á sunnudag við embætti utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu. Skömmu áður hafði hann sagt upp starfí sínu sem kyndari og fyrsta verk hans var að tilkynna yfírmönnum sínum að hann gæti því maður ekki mætt á vaktina. Líkt og fleiri ráðherrum í nýju ríkisstjórninni var Dienstbier meinað að sinna hugðareftium sínum og að taka þátt í pólitískri starfsemi eftir innrásina árið 1968 en heríorin gegn menntamönnum í Tékkósló- vakíu hófst raunar með valdatöku kommúnista árið 1948. Hundruð þúsunda menntamanna voru reknir úr starfi er kommúnist- ar náðu völdum í landinu. Þeir sem ekki höfnuðu í fangelsum eða vinnu- búðum voru m.a. látnir vinna í nám- um, stáliðjuverum eða fengin störf í byggingariðnaði. Þekktasti Sha- kespeare-sérfræðingur landsins var t.a.m. gerður að salernisverði í Prag. Reuter Gífurlegur mannfjöldi safnaðist saman á Wenceslas-torgi í miðborg Prag á sunnudagskvöld og fagnaði því að ný ríkissijórn með þátt- töku andstæðinga kommúnista, hefði tekið við völdum. Sagan endurtók sig árið 1968 er enda á umbótastefnu Alexanders herafli Varsjárbandalagsins batt Dubceks. Margir þeirra sem þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.