Morgunblaðið - 12.12.1989, Page 37

Morgunblaðið - 12.12.1989, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 37 Metsölublaó á hveijum degi! Skattsvik- in borga sig Kaupmannahöfn. Reuter. GLUFA hefur fundist á nýju lagafrumvarpi, sem kveður á um að danskir veiðimenn þurfi að greiða skatt iyrir vakir sem þeir skera á ísi lagðar ár og tjarnir. í ljós hefur' komið að ódýrara verður að brjóta lögin en virða. Danskir embættismenn hafa lagt til að veiðimennirnir greiði 500 danskar krónur, 4.500 ísl., fyrir heimild til að skera eina vök en sektin fyrir að gera það án heimildar verð- ur 200 d. kr., 1.800 ísl. „Það gengur ekki að láta heimildina verða dýrari en sektina,“ sagði Hans Engell dómsmálaráð- herra um þennan sérstæða skatt. Ur fangelsi í ráð- herrastól á 15 dögnm Prag. Reuter. JAN Carnogursky var skipaður aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Tékkóslóvakíu á sunnu- dag, en fimmtán dögum áður hafði hann verið í fangelsi fyrir að grafa undan kommúnisman- um í landinu. Tékkar rífa landamæra- girðingar Bratislava. Reuter. TÉKKAR hófust í gær handa um að rifa járntjaldið sem þeir reistu á sínum tíma meðfram aust- urrísku landamærunum. Hyggj- ast þeir ljúka verkinu fyrir ára- mót en um er að ræða svokölluð suður-landamæri Tékkóslóvakíu, sem eru 380 km löng. Tékkneska stjórnin tilkynnti 30. nóvember sl. að ákveðið hefði verið að rífa landamæragirðingar með- fram austurrísku landamærunum. Hins vegar hefur ekkert verið ákveðið hvort hið sama verði gert meðfram vestur-þýsku landamær- unum. Hermenn reistu landamæragirð- ingarnar á sínum tíma og það kem- ur einnig í hlut hersins að rífa þær. Hafist var handa við að rífa girðingarnar við ármót Mæriselfar og Dónár. Sveitir hermanna réðust árla í gærmorgun til atlögu við girð- ingarnar. Sumir með vírklippur að vopni en aðrir á vélskóflum. Hraust- lega var gengið til verks enda ekki um annað að ræða fyrir hermennn- ina en láta hendur standa fram úr ermum til þess að halda á sér hita þar sem úti var 10 stiga gaddur. „Það eru aðeins 14 dagar frá því ég var látinn laus úr fangelsi," sagði Carnogursky við fréttamenn á laug- ardag, daginn áður en hann sór embættiseiðinn. „Þegar ég var á leiðinni heim úr fangelsinu sá ég gríðarstór spjöld þar sém krafist var fijálsra kosninga. Krafa mín um fijálsar kosningar var ein af ástæðum þess að ég var handtekinn í ágúst og dreginn fyrir rétt 23. nóvember," bætti hann við. Carnogursky var ákærður fyrir að grafa undan kommúnismanum eftir að hafa staðið fyrir undir- skriftasöfnun til að krefjast lýðræð- is í landinu. Undirréttur í Bratislava sýknaði hann af ákærunum 23. nóvember en saksóknarinn áfrýjaði málinu. Hann var látinn laus daginn eftir. Carnogursky er katólskúr og var skólabróðir Marians Calfa forsætis- ráðherra er þeir námu lögfræði. Sri Lanka: Skæruliðar fella 40 manns Colombo. Reuter. Vinstrisinnaðir skæruliðar af þjóðflokki sinhalesa felldu um það bil 40 manns og kveiktu í strætisvögnum og opinberum skrifstofúm víða á Sri Lanka á sunnudag, að sögn heimildar- manna innan stjórnarhersins. Liðsforingi í stjórnarhernum taldi mögulegt að skæruliðar vildu með árásum þessum koma í veg fyrir að stjómarherinn sendi liðsafla til norðurs og austurs í stað indverska hersins sem nú er að yfirgefa landið. MONTRES • PARIS UR OG SKARTGRIPIR IAUGAVEGI 70 • S. 21930 KARL LACERFELD ÚR FRÁ KR. 13.700.- TIL KR. 101.800.- Drengjabuxur með belti..kr. 2.990 fYRIR D0MURNAR ______kr. 2.490 ______kr. 1.790 _____kr. 2.990 Peysa ------ Leðurhanskar Buxur_______ FYRIR B0RNIN Telpublússa kr. 1.795 Peysa __kr. 1.690 Pils-.......kr. 1.895 Slaufa kr. 290 Drengjaskyrta------------_kr. 1.590 FYRIR HERRANA Skyrta með bindi og nælu....kr. 1.995 Peysa_________________kr. 1.255 Leðurhanskar__________kr. 1.790 Buxur_______________ .kr. 2.490 •«% fAl mm i r a mmm YRlll JÓLIM UMA 'MiTi KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.