Morgunblaðið - 12.12.1989, Síða 42

Morgunblaðið - 12.12.1989, Síða 42
MóRöuísj61A-ðW) VTÐSHPn/3l(IVINlltofl^T!ny!Sif?5XtSíí51&. desbmbbb nass Flug Flugleiðirfá 1,8 milljarða lán hjá japönskum aðilum Norsk Data til Sovét- ríkjanna Norski tölvuframleiðandinn Norsk Data hefiir átt við fjár- hagserfiðleika að stríða undan- farin tvö ár .og er nú verið að endurskipuleg-gja reksturinn sem meðal annars leiðir til þess að um 600 starfsmönnum verður sagt upp. En nýlega tókst Norsk Data að semja við skipasmíðastöð í Leningrad um tölvuvæðingn stöðvarinnar, og er þetta samn- ingur upp á 33 milljónir norskra króna, eða rúmlega 300'milljónir ísi. kr. Skipasmíðastöðin bauð út verkið og bárust tilboð frá mörgum tölvu- framleiðendum viða um heim, m.a. frá Bandaríkjunum, en tilboði Norsk Data var tekið. Er reiknað með að tölvubúnaðurinn - svonefnd- ur CAD-CAM eða hönnunar- og stjórnbúnaður - verði afhentur stöð- inni í janúar. Talsmaður Norsk Data sagði í þessu sambandi að mikil aukning væri í sölu fyrirtækisins til Sov- étríkjanna, og að nú þegar Berlín- armúrinn hefði verið rofinn væri félagið að kanna möguleika á sölu til Austur Þýzkalands. „Við höfúm alla burði til að rífa okkur upp og skapa grundvöll íyrir nauðsynlegum kjarabótum. Við verðum að sýna þolinmæði og skapa skilyrði til hagvaxtar þannig að bilið milli okkar og nágrannaríkjanna í þjóðartekj- um og Iífskjörum haldi ekki áfram að vaxa. Eg er þeirrar skoðunar að á næsta ári getum við náð þeim árangri að verð- bólga verði um það bil 5% í íyrsta skipti. Það byggir hins vegar á því að hér skapist sátt um óbreytt ástand á vinnumarkaði sem gæti í senn forðað meira atvinnuieysi en nú er og skapað grundvöll fyrir bættum lífskjörum í framt- íðinni," sagði Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, m.a. á spástefnu Stjómunarfélagsins i sl. viku. Ekki átti ráðherra sér marga skoðunarbræður á spástefnunni í þessu efni. Að vísu kvaðst Sigurður B. Stefánsson, hagfræðingur, ætla að leyfa sér þá bjartsýni að spá verðbólgu á biiinu 5-8% á næsta ári. Miðaði hann þá við að mjög hóflegir kjarasamningar færu í hönd og að aðilar vinnumarkaðarins væru tilbúnir til að horfast í augu við þá staðreynd að íslendingar gætu ekki lengur búið við allt ann- að og hærra verðbólgustig heldur en gerðist og gengi í viðskiptalönd- unum. Þorvaldur Gylfason, prófessor, kvaðst geta tekið undir með Sig- urði að sú stund væri að renna upp að íslendingar áttuðu sig á því að þeir gætu ekki búið við hærri verð- bólgu en nágrannalöndin, en taldi vart að það gerðist fyrr en 1991 eða 1992 og að verðbólga á næsta ári yrði því um 20-25%. Undir þessa verðbólguspá tóku Þröstur Olafs- son, hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri Miklagarðs/KRON, Vilhjámur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs og Sigfús Jóns- son, bæjarstjóri á Akureyri. Þröstur FLUGLEIÐIR undirrituðu siðastliðinn fimmtudag samning við tvö japönsk fjármálafyrir- kvaðst ekki verða var við þann þjóð- arvilja sem þyrfti til að ná verð- bólgunni niður í eins stafs tölu, meðan enginn stjórnmálaflokkur setti baráttuna við verðbólguna efst á málefnalista sinn. Bæði Vilhjálm- ur og Sigfús bentu á að ríki og sveitarfélög gengju nú á undan og mörkuðu stefnuna með hækkun skatta og annarra opinberra gjalda, sem þrengdu hag almennings og útilokuðu nánast að hann reyndi ekki að sækja eitthvað af þessu til baka í kjarasamningum. Almenningur virðist gera ráð fyrir um 31-32% hækkun verðbólgu á næsta ári, að því er Gunnar Ma- ack hjá Hagvangi skýrði frá á spá- stefnunni og byggði á skoðana- könnunum sem fyrirtækið hefur gert á árinu. Forsvarsmenn 17 stórra fyrirtækja sem Stjórnunarfé- lagið leitaði til spá hins vegar um •19,5% verðbólgu, þ.e.a.s. ef tekið er meðaltal af verðbólguspám þeirra. Eftir er að sjá hversu spá- mannlegir þeir munu reynast. Á spástefnunni í fyrra var leitað tii forsvarsmanna 6 stórra fyrirtækja og þeir beðnir um að svara áþekkum spurningum. Þá spáðu þeir um 20% hækkun framfærsluvísitölunnar á yfirstandandi ári meðan áætlað er að hún verði nær 25% og að hækk- un byggingarvísitölu yrði um 23% meðan allt bendir til að hækkun hennar innan ársins verði um 26%. Stjórnendurnir spáðu einnig um 14% hækkun atvinnutekna meðan 12% hækkun virðist ætla að verða nær lagi. Meiru skeikaði í spá stjórnend- anna um gengisþróunina. Meðalta- lið af spám fyrirtækjastjórnend- anna sex var að gengi dollars í desember yrði um 55,26 kr. þegar kaupgengið í byijun síðustu viku var um 62,50 kr. eða 13% hærra heldur en spáin gerði ráð fyrir. Stjómendurnir spáðu einnig að þýska markið yrði í lok þessa árs um 3(3,40 kr. en það var í byijun sl. viku 35,31 kr. eða 16,1% hærra. tæki, C. Itoh og Mitsui Trust and Banking, um 29 milljóna dollara æða 1,8 milljarða króna lán til kaupa á þriðju Boeing 737-400 flugvéi Flugleiða. Flugvélin sem kemur til landsins næsta vor og verður jafnframt fimmta nýja þotan sem bætist í flota Flugleiða á einu ári. Flugleiðamenn ráð- gera að taka nýju vélina í notkun i maí. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, nemur lánið 90% af kaupverði 737-þotunnar og er það til 17 ára. Lánið er tryggt með veði í fiugvélinni. Flugleiðir áttu viðskipti við C. Itoh á ámnum 1977-’79 þegar fyrir- tækið aðstoðaði Flugleiðir við fjár- mögnun á DC-8 flugvélum félags- ins. Mitsui Tmst and Banking hefur einnig átt viðskipti við íslendinga á undanförnum ámm en íslensk stjórnvöld hafa notið lánafyrir- greiðslu hjá fyrirtækinu. Flugleiða- Einn af kostum þess að hafa 25 prósenta söluskatt er einfaldleiki hlutfallsins. Álagning nemur fjórð- ungi. Frádráttur fimmtungi. Ein- faldleikinn eykur skilning skatt- borgara og skilningur gerir skattinn bærilegri. Þetta á skattlagning sameiginlegt með verðlagningu gæðavöm, að heilar tölur og af- rúnnaðar falla neytendum í geð. Verðviðkvæmar vömr mega hins vegar mjög gjaman kosta 99,95. Það gefur kaupendum til kynna að verið sé að pressa verðið niður fyr- ir tiltekin mörk. Þegar virðisaukaskattur var ákveðinn hér á landi völdu menn einfalt og hlutlaust kerfi, nánast danska kerfið endurbætt. Best hefði þó verið að hafa hlutfallstöluna 20 og búa íslenskt efnahagskerfi undir aðlögun að „vask“-belti evrópska efnahagssvæðins, sem væntanlega verða þó tvö. Of margir sérhags- munahópar hafa þó fengið að kmkka í kerfið, og nú endum við sennllega með 24,5% VASK en ekki 25% sem væri þó skárra og veitti hálfs prósentustigs svigrúm til nið- urgreiðslna. menn teija að á milli þessara þriggja aðila hafi náðst hagkvæmir samn- ingar um íjármögnun 737-400 flug- vélarinnar. Áður höfðu Flugleiðamenn náð samningum við 15 bandaríska, evr- ópska og japanska aðila um tvö lán, annars vegar 86 milljóna doll- ara lán til kaupa á tveimur Boeing 757-200 flugvélum sem Flugleiðir fá næsta vor, og hins vegar 54 milljóna dollara lán til kaupa á tveimur Boeing 737 flugvélum sem félagið fékk síðastliðið vor. Þegar Boeing 737-400 flugvélin kemur til Iandsins í vor verður að mestu lokið endurnýjun flugflota Flugleiða. Þá verða í flotanum tvær Boeing 757-200 til flugs á Norður- Atlantshafsleiðum og þijár Boeing 737-400 til flugs á Evrópuleiðum. Að auki verður félagið einnig með í notkun eina Boeing 727-100 sem að mestu verður notuð til frakt- flutninga og leiguflugs. „Hlutleysi skattkerfa og fegurð einfald- leikans stuðlar að eins konar væntumþykju greiðenda um skattinn sinn.“ Leyfi til frí- stundagóðmennsku Þetta er líkt því, að bensínið hækkaði um daginn í 49,90 lítrinn og væntanlega er hækkun tekju- skatts í 39,74%. Hver er svona hræddur við heila tugi? 50 króna lítraverð á bensíni auðveldar bíleig- endum útreikninga, að ekki sé minnst á 40% tekjuskatt. 0,26% viðbót gæti veitt fjármálaráðherra svigrúm til að leika Hróa hött í frístundum. 10 aura álagning á blý- laust bensín hefði til dæmis getað ■-Ll.l.MllNI.B General Mills beinir augunum að Evrópu Samvinna við Nestle S.A. um markaðssetningu á kornmeti Boston, frá Óla Birai Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins GENERAL Mills, næst stærsti íiramleiðandi kornmatar, og Nestle S.A. stærsta matvælafyr- irtæki heims, hafa tekið höndum saman til að koma framleiðslu fyrrnefnda fyrirtækisins á mark- að í Evrópu. General Mills fram- leiðir meðal annars Cheerios og Kix sem eru munu vera algeng á morgunverðarborð Islendinga. Samningur fyrirtækjanna getur gert draum General Mills um að ná fótfestu á meginlandi Evrópu að veruleika. Forráðamenn fyrir- tækisins telja að nokkurn tíma taki að kynna framleiðsluna og fá versl- anir til að taka hana í sölu. „Við yrðum hissa ef okkur tækist að kopiast í hillurnar á næsta ári,“ segir Arthur Schulze, fram- kvæmdastjóri hjá General Mills, í viðtali við Wall Street Journal í síðustu viku. Bæði fyrirtækin telja að Evrópu- markaðurinn eigi eftir að stækka verulega á næstu árum. Sala á kommeti er nú um 1,6 milljarðar dollara á ári í Evrópu borið saman við 6,5 milljarða í Bandaríkjunum. Um næstu aldamót er búist við að Evrópumarkaðurinn verði orðinn jafn stór og Bandaríkjamarkaður. Kellogg er stærsta fyrirtækið á þessum markaði, með tæplega 40% í Bandaríkjunum' og 52% utan Bandaríkjanna, samkvæmt upplýs- ingum Wall Street Journal General Mills hefur um 28% markaðarins í Bandaríkjunum en hefur sótt lítil- lega á að undanförnu á kostnað Kelloggs. runnið til umhverfisverndarátaks. Það skiptir skattgreiðendur ekki höfuðmáli hvort hlutfall skatts er 20 eða 25%. Það skiptir heldur eng- um sköpum hvort virðisaukaskattur er óbreyttur eða lægri á mat en aðrar neysluvörur. Það sem skiptir mestu máli er heildar skattheimta sem hlutfall af þjóðartekjum og afkomumöguleikar tekjulágra hópa. Með öðrum orðum er það kaup- máttur ráðstöfunartekna sem flesta varðar um — og frá velferðarsjónar- miði að sem fæstir líði fyrir efna- hagsþröng. Hlutleysi skattkerfa og fegurð einfaldleikans stuðlar hvort tveggja að eins konar væntumþykju greiðenda um skattinn sinn, og ekki veitir af. VASK ræður litlu um verðmyndun Skattfróðir viðurkenna að VASK er aðeins einn þáttur af mörgum í verðmyndun neysluvöru. En verð er auk þess aðeins einn valráður í huga neytenda, ásamt þjónustu, hagræði og vörumerkjahollustu. Baráttan um prósentubrotin í virðisaukaskattinum er því herferð manna sem eru staddir í vitlausu stríði. Heimild: Financial Times. Efnahagsmál Skiptar skoðanir um verðbólgu- þróunina 1990 A MARKAÐI Bjarni Sigtryggsson Vorum að taka upp nýjan tekjuskatt - aðeins 39,74%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.