Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 48

Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 48
4& MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 $ KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT $ MEÐ FÓL í FAR- ANGRINUM Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Sendingin — The Package Leikstjóri Andrew Davis. Hand- rit John Bishop. Aðalleikendur Gene Hackman, Joanna Cassidy, Tommy Lee Jones, John Heard. Bandarísk. Orion 1989. Nokkrir eru þeir ágætir kunn- ingjar okkar á tjaldinu sem telja má nánast alætur hvað hlutverka- val snertir. Sennilega fara þeir Ca- ine og Hackman þar fremstir í flokki. Því er það svo að nöfn þeirra eru lítil trygging fyrir gæðum mynda þeirra, þó stendur Hackman skár að vígi því hann ljáir hverri einustu mynd sem hann leikur í, hversu vitlaus eða útþvæld hún er, (All Night Long, Split Decisions, Common Valour), vissan myndug- leika og festu. Svo er um Sending- una, hún væri lítill bógur ef þessa sterka skapgerðarleikara nyti ekki við. Þíðan í samskiptum risaveldanna er bakgrunnur myndarinnar. Hack- man fer með hlutverk yfirliðþjálfa sem á að fylgjast með öryggi banda- rískra herráðsmanna á samninga- fundi um algjört bann við kjarn- orkuvopnum og fram fer í Austur- Berlín. En ekki eru allir herforingj- ar, hvorki í austri né vestri, alsælir með þessi málalok og í sameiningu ákveða þessir „haukar" að gera samsæri gegn samkomulaginu, m.a. með því að myrða Bandaríkja- forseta og æðsta mann Sovétríkj- anna. Hackman flækist strax í málið (flytur leigumorðingjann með sér í farangrinum vesturum haf!), en fær enga áheyrn svo hann má svipta dulunni af samsærismönnun- um með gamlan vopnabróður frá Víetnam og fyn*verandi eiginkonu sína (Cassidy) ein til hjálpar. Myndir sem þessar reyna mikið á trúgirni áhorfandans, listin er sú að halda honum það rækilega við efnið að hann fari ekki að velta fýrir sér ólíkindunum í miðju kafi. Spennan þarf því að haldast að miklu leyti frá upphafi til enda. Svo er ekki hér. Aftur og aftur verða leiðinda spennuföll og álappalegir atburðir gerast sem kippa manni úr sambandi við framvinduna á tjaldinu. Þá er sá stóri galli við Sendinguna að frá upphafi veit maður hveijir eru höfuðpaurar sam- særisins og endirinn er með ódýrara móti. En þá er að geta þess sem vel er gert. Sem fyrr segir er Hackman í furðu góðu formi (þó svo hann hafi gert svipaða hluti betur fyrir langtum löngu, t.d. eru bílaeltinga- leiksatriðin ekki nema svipur hjá sjón miðað við þau sem prýddu The French Connection fyrir heilum 18 árum!) og leikstjórinn sýnir nokkra metnaðarviðleitni. Hún ber árangur í mörgum fjöldaatriðum í kringum heimsókn ráðamanna risaveldanna til Chicago, sú mynd sem dregin er upp af undirbúningsvinnunni er trúleg og vandvirknisleg, maður greinir ljóst spennuna sem liggur í loftinu. Hér er það handritið sem bregst. Ég er náttúrlega ekki í minnsta vafa um að við • hefðum getað gert mikið betri mynd um fundinn í Höfða! SELDIHANN TUKTHUSID LEYFISLEYSI? Braut hann flöskurnar viljandi? í samtalsbók Eðvarðs Ingólfssonar, metsölu- höfundar, er þessum spurningumog mörg- umfleirinúloksins svarað af þjóð- sagnapersónunni sjálfri Árna Helga- syni, fréttaritara, gamanvísnahöfundi, sýsluskrifara, skemmtikrafti, útgerðarmanni, umboðs- manni, póstmeistara og spaugara. Árni í Hólminum hefuralltaf komiðáóvart með hnyttnum tilsvörum, kveðskap og söng. í bókinni ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR! lýsir hann dvöl sinni á Eskifirði og í Stykkishólmi og segir ótal gamansögur af sér og samferðamönnum sínum - sumar ævintýrum líkastar. Ef spurt er eftir fróðleik, skemmtun og hraðri atburðarás, þá er svarið: ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR. {ÆSKÁN/-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.