Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 49

Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 v&ém is&kur ’usund 00/100 Nýlokið er aðalsveitakeppni Brids- félags Breiðfirðinga, og stóð sveit Hans Nielsen uppi sem öruggur sigui-vegari í lokin. í sveitinni eru, auk hans, þeir Böðvar Guðmundsson, Skúli Einarsson, Friðþjófur Einarsson, Hannes R. Jóns- son og Sveinn Sigurgeirsson. Staða efstu sveita að öðru leyti varð þannig. Hans Nielsen 250 SALSHA 222 ElíasR.Helgason 220 Ólfur Týr Guðjónsson 217 Kristján Sigurgeirsson 207 SigmarJónsson 200 Guðjón Bragason 200 Á eftir var spilaður tvímenningur sem var forgefinn, 14 spil og urðu hæstu pör þessi: Guðjón Bragason - Daði Björnsson 66% Magnús Oddsson - Jón Stefánsson 60,14% Margrét Þórðardóttir - Dóra Friðleifsd. 59% Guðlaugur Sveinsson - Magnús SveiTÍsson 58,53% Eiríkur Hjaltason - ÓlafurT. Guðjónsson 58,07% Anton R. Gunnareson - Sveinn Sigurgeirsson 56% Karen Vilhjálmsd. - - Þorvaldur Óskarsson 55,2% Næstkomandi fimmtudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur og verða veitt verðlaun (rauðvín í jólamat- inn) fyrir efstu sætin. Allir velkomnir. Skráning í barómeterkeppni félags- ins er einnig hafin, en hún hefur verið mjög vinsæl í gegnum árin. Því er ráð að skrá sig í tíma áður en skráningu lvkur.__________________________________ Athugasemd vegna við- tals við Gunnar Bjarnason Vegna þess sem kom fram í sjón- varpsviðtali við Gunnar Bjarnason fyrrverandi ráðunaut 18. nóvember sl. og snerti Búnaðarfélag íslands og störf Gunnars hjá því, þykir stjórn félagsins ástæða til að taka eftirfarandi fram. Gunnar sagði í viðtalinu: „Þeir samþykktu aldrei ferð(ir) mína(r) og hafa aidrei kostað mig í nokkurn hlut“ og átti þar greinilega við Búnaðarfélag íslands. Af þessu mátti skilja að Gunnar hafi ekki á sinni löngu starfstíð hjá Búnaðarfélagi íslands fengið starfsfé né greiddan ferðakostnað eins og aðrir ráðunautar félagsins. Að sjálfsögðu er það rangt. Gunnar var „kostaður" af fjármunum BÍ til ferðalaga innanlands og utan, m.a. til fjölmargra ferða til að kynna íslenska hestinn. Þetta veit Gunnar vel þó að honum hafi hrot- ið annað af munni. Á öðrum stað í viðtalinu tók Gunnar þannig til orða: „Mér hefur fimm sinnum verið ýtt úr störfum eða stöðum, sem ég átti að fá af því að mér var ekki treyst." Ekki er ljóst hvað hann á við með þessu eða hvaða störf hann telur sig hafa átt að fá í lífinu. En hitt er ljóst að Gunnari var aldrei vikið úr starfi hjá Búnaðarfélagi íslands. Hann kom fyrst til starfa hjá félaginu árið 1940 sem hrossaræktarráðu- nautur og gegndi því til ársins 1961 að hann sagði starfi sínu lausu og gerðist skólastjóri á Hólum. Árið 1963 var hann aftur ráðinn til félagsins, sem ráðunautur í ali- fugla- og svínarækt í hálfu starfi og var það til ársins 1978. Eftir það var hann ráðunautur um út- __________Brids___________ ArnórRagnarsson Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag lauk Barometer- keppni félagsins. 32 pör tóku þátt í keppninni og spiluð 5 spil milli para. Úrslit urðu: Sævin Bjarnason — Magnús Torfason 622 Murard Serdal — ÞórðurBjörnsson 280 Ragnar Jónsson — Sigurðurívarsson 242 Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 234 Úlfar Eysteinsson— Eysteinn Einarsson 199 Valdimar Þórðarson — Þorvaldur Þórðarson 175 Freyja Sveinsdóttir — Sigríður Möller 172 Óli M. Andreasson — Vilhjálmur Sigurðsson 147 Síðasta spilakvöld fyrir jól verður nk. fimmtudag. Þá verða afhent verð- laun fyrir keppnir haustsins. Bridsfélag Breiðfirðinga flutning hrossa í ’/iúr starfi fram á árið 1987 að hann hafði einn um sjötugt. Hann starfaði því sem lausráðinn hjá félaginu að eigin ósk í rúmt ár eftir að hann hafði náð venjulegum eftirlaunaaldri. Jafn- framt störfum sínum hjá BÍ gegndi Gunnar Iengst af öðrum störfum, sem hér verða ekki rakin. Þá leyfir stjórn BÍ sér að gera athugasemd við þau ummæli stjórn- anda þáttarins, er hún hóf spurn- ingu til Gunnars með þeim orðum að gengið hefði á ýmsu í samskigt- um Gunnars við Búnaðarfélag ís- lands. Með þessu er verið að gefa hluti í skyn sem ekki eru í samræmi við raunveruleikann. Af hálfu Bún- aðarfélagsins á þetta alls ekki við, hvað sem Gunnari kann að finnast nú. Stjórn Búnaðarfélags íslands þykir miður að Gunnar Bjarnason skuli nú að loknum löngum starfs- degi fyrir félagið og í þágu land- búnaðarins vera svo neikvæður í afstöðu sinni til fyrrverandi vinnu- veitenda og samstarfsmanna, og fara um þá niðrandi orðum eins og hann gerði í umræddu sjónvarpsvið- tali. Hún furðar sig m.a. á ummæl- um Gunnars um dr. Halldór Páls- son, sem alla tíð sýndi honum holl- vild þó að skoðanir þeirra værú oft mjög ólíkar. Enda - hefur Gunnar aldrei verið látinn líða fyrir skoðan- ir sínar, hvað þá að litið hafi verið á hann sem „andstæðing" félagsins á meðan hann starfaði fyrir það^ F.h. stjórnar Búnaðarfélags íslands, Hjörtur E. Þórarinsson MYKT ER OKKAR STYRKUR _______________ HEILDSÖLUB. JOHN LINDSAY H.F. GODGJOF SEM BER ÁVÖXT Með gjafabréfum SPRON býðst þér nýr gjafamöguleiki. Hér er á ferð bæði verðmæt og skemmtileg gjöf. Gjafabréf SPRON fást í 5.000, 7.500, 10.000 og 25.000 króna einingum, eru verðtryggð og bera auk þess fasta vexti. Þú færð gjafabréfin á öllum afgreiðslustöðum SPRON Skólavörðustíg I I, Hátúni 2B, Álfabakka 14, Austurströnd 3 og Kringlunni 5. Sparisjóður Reykjavíkurog nágrennis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.