Morgunblaðið - 12.12.1989, Page 51

Morgunblaðið - 12.12.1989, Page 51
MORGUNÉÍiÁÐÍfi ÞÍÍÍÖjuDÁöttR T£ UÉ'SÉÍIÉER Íð8ð ” 51 Björn Þórhallsson flytur hátíðarræðu á samkomu lyrsta maí, fridag verkamanna, í Borgarnesi 1983. Ríkið í raun höfuðandstæðingurinn Segja má að ríkið sé orðinn höfuð- andstæðingur bæði launþega og vinnuveitenda, fyrst og fremst vegna þess að það hefur ekki stjórn á eig- in fjármálum og hefur alls ekki get- að hamið verðbólguna. Ríkisstjórn- um undanfarinna ára hefur alls ekki gengið sem skyldi að ná tökum á stjórn landsins og þar geta þeir ekki um kennt, eins og stundum hefur verið reynt, óbilgirni launþega. Að minnsta kosti ekki á síðustu árum. Þeir, sem ásakað hafa verkalýðs- hreyfinguna með þeim hætti, hafa reyndar síðustu árin farið í farar- broddi í samningum um hæpnar launahækkanir. Fjármálaráðherrar hafa í síðustu samningum gengið töluvert lengra í samningum við opinbera starfsmenn, en aðrir aðilar vinnumarkaðarins töldu skynsam- legt. Það gerir í raun fremur ógagn en gagn að semja um óraunhæfar kauphækkanir. Auðvitað vita allir, þó þeir viður- kenni það ekki, að ekki þýðir að ætla sér meira til skiptanna en fram- leitt verður, þannig að grundvöllur betri kjara er auðvitað betri afkoma atvinnurekstursins í heild. Þar er hann að finna, hann verður ekki til með því að margfalda tölur. Stjórn- endur ríkisfjármálanna verða að standa við að vinna innan þess ramma, sem settur er í fjárlögum. Gliðni hann um of, kemur það að- eins niður á þegnunum og atvinnu- rekstrinum í landinu. Það gerist ekkert annað, því eyðslu umfram tekjur þarf ríkisjóður að jafna með skattheimtu, sem bitnar á atvinnu- lífinu og fólkinu. Þessir aðilar verða þá að herða sultarólina meðan bumb- an vex á ríkissjóði, engum til góðs. Mest baráttan við menn úr eigin röðum Andstæðingar mínir í baráttunni hafa verið margir, en reyndar er hugtakið andstæðingur dálítið af- stætt í þessum efnum. Ég hygg að það eigi bæði við launþega og vinnu- veitendur,-að kannski séu svokallað- ir samheijar oft erfiðastir. Mestan bardaga hefur mér ætíð fundizt maður þurfa að heyja við menn úr eigin hópi, sem eru uppfullir af kröfugerð og hugmyndum, sem vægast sagt eru í ósamræmi við raunveruleikann hveiju sinni. Stund- um hefur mér virzt að ekki sé nema tíundi hver maður úr hópi samninga- manna, sem í raun vinnur að því að ná samningum. Hinir eru meira í kröfugerðinni án þess að sjá leiðir til þess að kröfurnar verði uppfylltar eða ná sáttum viðsemjenda um þær. Þetta er vitanlega þægilegt, menn þykjast axla einhverja ábyrgð og koma svo að loknum samningum til sinna manna og segja farir sínar ekki sléttar. Þessir andskotar hafi látið undan öllu og komið í veg fyr- ir framgang alls, sem þeir höfðu lagt til, félögum sínum til mikilla hagsbóta, hefði um það samizt. Ef menn skilja orðið samningar, ætti þeim að vera ljóst, að svona ganga málin ekki fyrir sig. Nú orðið eru samningar markaðir af því, að samningsaðilar vita um allar efnahagsstærðir í megindrátt- um. Allar vísitölur launa og fram- færslu, svo dæmi sé tekið, liggja ■ fyrir og menn vita nokkuð hvað er til skiptanna. Að vísu eru allar vísi- tölur meðaltalssanníeikur. Menn hafa svo sífellt klifað á því, að af því, sem til skiptanna sé, ætti sem mest að renna til þess að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það hefur í raun aldrei tekizt nema að nafninu til í nokkur skipti, en hlutfallið skekkist yfirleitt fljótt aftur. Það á helzt við, þegar mikil eftirspum er eftir vinnuafli, en á sama hátt virð- ist manni að þegar atvinnuleysi er á næstu grösum, að lag ætti að vera til að hækka lægstu launin, vilji menn það. Þetta er þó ekki vinnu- veitenda sök, eins og margir vilja halda fram. Ég held nefnilega að það vanti heilindi í verkalýðshreyf- inguna ^jálfa, að þar vilji menn halda anzi miklum mun. Sá, sem einu sinni er hærri en hinn, vill vera það miklu hærri áfram. Ég man eftir einu til- felli, þegar lægstu taxtar vom hækkaðir mun meira en þeir hærri. Þá vom þeir, sem næstir voru fyrir ofan þá, sem fengu sérstaka hækk- un, sáróánægðir. Ekki vegna þess að þeir hefðu ekki fengið svipaðar hækkanir og þorri launþega, heldur vegna þess að hinir, sem lægri vom, höfðu nálgazt þá um of. Þá upphó- fust óheilindin. Þetta er það, sem ég held að hafi skemmt mest fyrir verkalýðshreyfingunni. Hún er óheiðarleg við sjálfa sig. Launamismunur verður alltaf einhver Það er auðvitað viðurkennt af öll- um að launamismunur verður alltaf í þjóðfélaginu. Það verður vissulega að borga sömu laun fyrir sömu vinnu, en mismunandi laun fyrir mismunandi vinnu. Starfsfólk er misdýrmætt í vinnu. Það þarf að sjálfsögðu mismikla menntun til að válda mismunandi störfum og því er greitt í formi launa fyrir menntun- ina. Alltaf er samið um lágmarks- kaup og verkalýðshreyfingin hefur ekkert á móti því að einhveijum sé úmbunað fyrir dugnað eða áreiðan- leika með hærri launum. Ég tel það bókstaflega nauðsyn í atvinnulífinu að menn séu hvattir til betri verka með betri launum. Þannig eiga þau að vinna þessi svokölluðu afkasta- hvetjandi kerfi. Stundum taka fjölnúðlar sig til og rífa kjaft yfir því að verkalýðs- foringjar séu með allt of mikil laun. Slíkar yf irlýsingar sýna aðeins skiln- ingsleysi. Það er nauðsynlegt að dugmiklir menn veljist til forystu og þeim þarf að greiða bærilegt kaup. Vinnuveitendur hafa lengi haft mik- inn skilning á þessu og ráðið til sín mjög hæfa hagfræðinga og lögfræð- inga svo dæmi séu nefnd. Til þess að standa þeim á sporði hefur verka- lýðshreyfingin orðið að gera hið sama og ég er viss um að það hefur borið árangur. Vissulega hefur þurft að borga þessum mönnum laun í samræmi við það sem þeim býðst á almennum vinnumarkaði og það er sjálfsagt. Ekkert gagn er í því að fá bara úrkast. Inngangan í ASÍ minnisstæð Ég held að bardaginn fyrir inn- göngu í Alþýðusambandið sé mér einna minnisstæðasti atburðurinn í starfi mínu fyrir verzlunarmenn. Einstakir samningar eru auðvitað ofarlega í minni mínu líka. Þar má til dæmis nefna áfangann, þegar aðildarskyldan náðist árið 1963. í sumum tilfellum var fólk hrætt við að ganga í samtök verzlunarmanna á hverjum stað af ótta við vinnuveit- endur, sem kannski létu stundum í það skína að ekki borgaði sig fyrir fólkið að skipa sér í flokk með þess- um bévítans uppreisnarmönnum. Það var mjög erfitt mál, sem leyst- ist kannski ekki sízt fyrir drengskap og lagni Björgvins Sigurðssonar, sem var þá framkvæmdastjóri VSI. Við sóttum þetta all fast og fundum að lokum ráð, sem dugði, en loka lotan stóð samfleytt í þijá sólar- hringa og hef ég hvorki fyrr né síðar vakað svo lengi í einu. Þetta hefur ekki verið neitt stríð, heldur fjöldi smárra orrusta og kannski má segja að stríðið verði aldrei til lykta leitt. Ber kvíðboga fyrir framtíð verkalýðshreyfingarinnar FVamtíð launþega hlýtur að byggj- ast á baráttu fyrir þeim kjarabótum, sem felast í því að kveða niður verð- bólgudrauginn. Sú athöfn snýr að stjómvöldum, en verkalýðshreyfing- in sjálf mætti gjarnan snúa sér að auknum jöfnuði meðal félaga sinna. Kaupmáttur er slakari nú en um langt skeið og ég hef ekki trú á því að ákveðin hækkun yfir alla línuna sé haldbær lausn. Henni fylgja bara fleiri en verðminni krónur. Ég ber raunar nokkum kvíða fyrir framtíð hreyf ingarinnar. Mér sýnist að innan hennar fari vaxandi sérhagsmunap- ot og þar hugsi hver um sig og finnst þeir, sem ekki ná árangri megi liggja óbættir hjá garði. Við sjáum það hjá opinberum starfs- mönnum að kjarabaráttan þar hefur klofnað upp í ótal margar samnings- gerðir og innan Alþýðusambandsins hefur upp á síðkastið gætt sömu til- hneigingar. Ég er andvígur þessari þróun. Eg held að mönnum sé holl- ara að koma sér saman um inn- byrðis hvaða hlutföll eigi að vera milli starfsstétta fremur en að fela það vald í hendur vinnuveitenda, hveijir sem þeir eru.“ JOLAGJOFIN HENNAR ^PiiADy VPllADV Nútíma lausn á þekktu vandamáli. Epilady er fyrir nútímakonur. Fjarlægir óæskileg hár áf fótleggjum betur og varanlegar en áður hefur þekkst. 5NYHTIVOF Sundaborg 9, sími 681233. Fæst í snyrtivöruverslunum, apótekum og raftækjaversiunum. í Billiardbúðinni er aðal áherslan lögð á gæði ^ og þjónustu Svo þú getir spilað borðtennis, billiard eða stundað pílukast af einhverri alvöru skaltu leita til þeirra, sem bjóða ein- göngu upp á vönduð óg viðurkennd merki og þar sem þú getur gengið að góðri þjónustu vísri. A þetta allt leggur Billiardbúðin megin áherslu. Þar færðu Champion borð- tennisborð, Riley billiardborð og Unicorn pílukastvörur, allt heimsfræg merki. Og þegar slík merki eiga í hlut dugar ekkert minna en fyrsta flokks þjónusta. Leikurinn hefst fyrir alvöru í Billiardbúðinni, Ármúia 15. unteorn ®hampiori YTRiLEÍ BILLIARDBÚÐIIM Ármúla 15, Reykjavík, sími 33380

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.