Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 52

Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 Vandaðir y skíðagallar ALPINAstór Klassiskfötfrá WEBMORE Full búð af fallegum og vönduðum fatnaði SENDUM í PÓSTKRÖFU // H6RRARIKI ? SNORRABRAUT 56 S(M113505*14303 I Vinningstölur laugardaginn 9. des. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 2.438.224 2. *3Í0 5 84.769 3. 4af5 124 5.896 4. 3af 5 4.069 419 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.298.084 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002 Með vitið í hjólbörum alpína SPORTLEIGA! VIÐ UMFERÐARMIÐSTÖÐINA S. 1 98 00 LEIGA - SALA - VIÐGERÐAÞJÓNUSTA TÖKUM NOTAÐ UPP í NÝTT V/SA K mnH3 eftir Steinar Guðmundsson Þegar ég fyrir u.þ.b. fjórðungi aldar setti saman svolítinn ritling sem ég gaf nafnið „íslenskir vesa- lingar“ var ég haldinn réttlátri reiði í garð heilbrigðiskerfisins. En þetta hefur breyst. Læknar sáu smám saman hvert stefndi og láta nú síður ljúga út úr sér lyfseðil á fölskum forsendum. Samt má enn finna einstaka sjúkrastofnanir og læknislærða braskara sem láta hjól svikamyllunnar snúast. En þessi slettirekuskapur minn varð til þess að ég fór að kynna mér eðli drykkjuskapar og viðhorf manna til eigin drykkju. Mér lærð- ist smám saman að skilja að of- drykkjuhneigð er svo einstaklings- bundið fyrirbæri að orsakir verða aldrei samræmdar nema hvað varðar lygaáráttu, réttlætingar og afneitanir. Ég fann að rætur of- drykkju liggja í hugskotinu, en þangað nær enginn nema sá sem hugskotinu stjórnar. Aðgerðir sem ekki beinast að því að vekja drykkjumanninn til sjálfsábyrgðar eru því kukl eitt og sorglegt til þess að vita að til skuli vera menn serír reyna að slæva sjálfsábyrgð sakleysingjans með því að láta í veðri vaka að hér sé um sjúkdóm að ræða. Til að brjóta freðna skorpu fávísinnar um eðli bölsins bentu frumheijar nútíma of- drykkjuvarna á, að afleiðing of- I Mfchnioic Steinar Guðmundsson „Þeir láta sér á sama standa þótt sjúkdóms- hugtakið lokki glys- gjarna unglinga og ein- mana sálir til ábyrgðar- leysisins. Getur sjálfs- dekrið komist lengra?“ drykkju væri hið sjúklega og oft banvæna ástand sem alkóhólismi nefnist, en til hagræðingar var því gaukað að drykkjumanninum að hér væri um sjúkdóm að ræða. Engan grunaði þá að sjúkdóms- hugtakið yrði flutt yfir á drykkju- skapinn. Nei, ónei. Of margir end- urhæfðir alkóhólistar, þ.e. fyrrver- andi diykkjumenn, keppast nú við að halda þessari villu gangandi, og svo mikil fróun virðist þeim í að geta litið á sig sem sjúkling frekar en fyrrverandi fyllibyttu að þeir láta sér á sama standa þótt sjúkdómshugtakið lokki glysgjarna unglinga og einmana sálir til ábyrgðarleysisins. Getur sjálfs- dekrið komist lengra? Og ekki meira um það — heldur hitt, að í kompu minni liggja ýmis skrif ætluð drykkjumönnum til stuðnings í baráttunni við sjálfa sig. Mér telst til að smáritin séu komin hátt á annað hundraðið en bækurnar eru sex ef frá er talið vonskukastið í garð geðlækna sem birtist í ísl. vesalingum. En í ákaf- anum hef ég gleymt því að stærsti hluti þeirra drykkjumanna sem í vandræðum era, eru hinir svo köll- uðu feludrykkjumenn, sem taka ekki fræðslu nema farið sé að þeim krókaleiðum, enda telja þeir sjálf- um sér trú um að allt sé í stakasta lagi, jafnvel þótt þeir séu í buli- andi vandræðum — og viti það. Til þeirra verður því ekki náð með prentuðu máli nema aðrir komi til hjálpar. Þar á ég við vini og vinnu- félaga sem gætu kynnt sér eðli vandræðanna. Að vorkenna drykkjumanni er að örva hann til áframhaldandi drykkjuskapar. Skammir líka. Bækur og bleðlar hafa því hlað- ist upp hjá mér engum til gagns og sjálfum mér til ama og er nú svo komið að vegna aldurs og að- stæðna hlýt ég að fjarlægjast ver- andi og verðandi drykkjumanna- stétt, sem ég þó veit að breytist aldrei að neinu ráði á meðan áfeng- inu er kennt um þau vandræði sem eru manninum sjálfum að kenna. Aumasti flótti frá sjálfsábyrgð full- tíða manns er að afneita mistökum sínum — kenna áfenginu um drykkjuskapinn, steikinni um of- átið eða hjákonunni um lauslætið. Þá það. Þá eru það hjólbörurn- ar. Vinir mínir í Nýju blikksmiðj- unni ætla að lána mér hjólbörur. Þær ætla ég að nota sem farkost til að koma einhveiju af þessu dóti frá mér, e.t.v. einhveijum til heilla en mér til hugarléttis svo ég geti gert upp við prentsmiðjurn- ar sem sýnt hafa mér óskiljanlega biðlund. Samt skrifa ég þessar línur fyrst og fremst til að biðja þá mörgu vini sem ég á meðal les- enda Morgunblaðsins að hafa ekki áhyggjur af mér þótt ég sjáist með börurnar á víðavangi, því ég geri mér ljóst að uppátæki mitt, að ætla mér að moka lífsreynslu minni í hjólbörur og selja almenningi, verður vafalaust talið til klikkunar, en ég er ýmsu vanur í þeim efnum því öll árin sem ég var að boða nútíma ofdrykkjuvarnir var ég tal- inn meira en lítið tniflaður uns staðreyndir fóru að tala eftir að svokallaðir Freeportarar tóku ofan grímuna. Höfundur er áhugamaður í ofdrykkjuvörnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.