Morgunblaðið - 12.12.1989, Page 58

Morgunblaðið - 12.12.1989, Page 58
58 ÍMOKGKNBLÁÐIÐ: .'ÞMDíTUE)AGURi- 12.] IXESBMBER 1989 sem er ávöxtur starfs íslendinga þar. Söfnuðir eru um 50. Fyrir utan kirkjuna á kristniboðsstöðinni í Konsó. Frá vinstri Guðlaug- ur Gunnarsson, sr. Borale, Liv Jensen, hjúkrunarkona, sr. Kússía, sr. Sokka, Heile, skólastjóri og Gelsemo, starfsmaður sjúkraskýlis- ins. Ljósm./Valdís Magnúsdóttir Konsó-menn lifa af landbúnaði. Landrými er lítið og jarðvegurinn rýr. Til þess að hindra að regn fari með jarðveginn, hafa stallar verið hlaðnir upp hlíðar fjalla og hæða. Þetta ber dugnaði Konsó- manna glöggt vitni. Hvergi sjást stallar í niðurniðslu. Sem vin í eyðimörk TEXTI: Sr. Kjartan Jónsson kristniboði Það var niðdimm nótt. Úti rigndi. Við hossuðumst á malarveginum í þéttpökkuðum bílum. Raunar vor- um við eins og sardínur í dós. En það gerði ekki svo mikið til, því að leiðarenda varð brátt náð. Að baki var 10 eða 11 klukkustunda akstur. Skyndilega fór bíllinn að rása til á veginum, rétt eins og drukkinn maður á heimleið úr veislu. Ekki var um að villast, það var sprungið. Þegar betur var að gáð var sprungið á varadekkinu líka! Það varð ekki hjá því komist að drífa sig út í drulluna og regnið og bæta. Til allrar hamingju voru öll verkfæri, sem til þurfti í bílnum. Þarna börðumst við við dekkið næsta klukkutímann í ausandi rigningu og kolsvarta myrkri. Ég gat ekki annað en kímt með sjálfum mér, þegar ég hækkaði og skómir stækkuðu, að því er virtist, við það að hin eþíópska drulla límdist við skóna. Ég hef aldrei kynnst öðru eins! Ég ýki ekki, þegar ég segi að hún hafi verið eins og lím. Margar frásögur heyrði ég á yngri árum af kristniboðunum í þessu landi, ferðaraunum þeirra á regnt- ímanum og glímu við drullu. Það tilheyrði því eiginlega, að ég fengið að feta svolítið í fótspor þeirra, þótt þetta væri ekkert miðað við að sitja fastur í drullufeni tímunum saman. Við vorum á leiðinni til Konsó, íslensku kristniboðsstöðvarinnar í Suður-Eþíópíu sl. sumar. Það var mikil eftirvænting í hugum okkar, þegar við komumst á leiðarenda kl. 1.30 eftir miðnætti. Með í för var systir húsfreyjunnar, Valgerð- ur Gísladóttur, Kristbjörg, kölluð Kía frá því hún bjó þar. Kía þýðir „mín“ á konsó-máli. Hún ólst þar upp til 6 ára aldurs. Hún var að vonum spennt að komast á fomar slóðir. Það urðu miklir fagnaðar- fundir. Ekki spillti það gleðinni, að þurfa ekki að tala neitt annað en íslensku þama í hjarta Afríku, á þeim slóðum, sem margir vita ekki einu sinni, að ísland er til. Morguninn eftir var guðsþjón- usta í myndarlegri kirkjunni. Það var sunnudagur. Margir komu. Mér var boðið að heilsa upp á söfnuð- inn. Það var undarleg tilfinning, að standa þama í ræðustól frammi fyrir fullri kirkju, sem var byggð fyrir íslenskt fé, eins og raunar flest húsin á stöðinni. Þessi söfnuð- ur var ávöxtur þess, að kristið fólk á íslandi sendi fulltrúa sína hing- að. Nú voru 13.000 manns til- heyrandi kirkjunni í héraðinu og margar smákirkjur höfðu verið byggðar víðs vegar um sveitirnar. Kristniboðamir, sem höfðu starfað á meðal þessa fólks síðastliðin 35 ár, komu upp í huga minn. Þeir höfðu yfirgefið fóstutjörðina, ætt- ingja og vini til þess að taka þátt í kjörum þessa fólks. Það var kraftaverk, sem hinn fámenni.hóp- ur kristniboðsvina á íslandi hafði komið til vegar. Ég hafði sjálfur heyrt um þetta starf frá bamæsku og hélt um sinn, að ég myndi eiga eftir að leggja hönd á plóginn. Ég fór hins vegar til Kenýu og hef átt mörg góð ár þar, en það er önnur saga. Það glaðnaði yfir söfnuðinum, þegar ég sagðist þekkja kristniboð- ana, sem höfðu starfað þama, og söfnuðurinn bað fyrir miklar kveðj- ur til þeirra og allra þeirra kris- tinna manna, sem höfðu stuðlað að því, að hinn kristni boðskapur og hin margvíslega hjálp hefði bo- rist til þeirra á undanförnum árum. Kem ég þessum kveðjum og þökk- um hér áleiðis til þeirra, sem hlut eiga að máli. Konsó Konsó-hérað liggur syðst í Eþíópíu skammt fyrir norðan landamæri Kenýu. Samnefndur í áratugi var engin önnur heilbrigðisþjónusta í Konsó-héraði, sem heftrr um 150.000 íbúa, en sjúkraskýlið, sem íslendingar byggðu þar. Um margra ára skeið komu um 50.000 sjúklingar þangað árlega. Engir skólar voru í Konsó, þegar íslensku kristniboðarnir komu þangað. Um 350 börn stunda nú nám í grunnskólanum í kristni- boðsstöðinni. Hér syngja skólabörn undir stjórn skólasljórans, Hælú Berrisha. Þessi merka menntastoftiun er nú orðin meira en 30 ára gömul. Ef hennar hefði ekki notið við, væri ólæsi og fáfræði miklu meira í héraðinu en nú er. þjóðflokkur býr þar. Hann er lítill, e.t.v. um 150.000 manns. Landið er fjöllótt. Upprunalegir skógar eru svo til horfnir og gróðurmoldin er rýr. Flestir eru bændur með lítinn jarðarskika til umráða. Fólkið ér ótrúlega duglegt og vinnusamt. Til að forða ökrunum frá eyðingu hafa stallar verið hlaðnir upp hlíðar fjalla og hæða, eins og þekkist víðá í Asíu, þannig að akrarnir eru eins og nokkurs konar tröppur. Hver „trappa“ er misstór allt eftir bratt- anum. Allt er þetta unnið í»höndun- um. Þessu er haldið vel við. Hvergi sá ég stall í niðurníðslu. Konsó- menn hafa orðið að þola margt illt í tímanna rás. Margir urðu löngum að greiða stóran hluta uppskeru sinnar í leigu fyrir landið. Þeir hafa orðið að þola fyrirlitningu annarra þjóðflokka, fátækt, skort og hungur. En þeir hafa þraukað. Sóst er eftir Konsó-mönnum til vinnu út fyrir hérað þeirra. Nú eru liðin 35 ár síðan fyrstu íslensku kristniboðarnir komu til þessa héraðs. Það voru hjónin sr. Felix Ólafsson og frú Kristín Guð- leifsdóttir. Það hefur þurft sterka köllun og mikinn kjark til að taka sig upp frá íslandi og setjast að í afskekktu héraði í Afríku, þar sem allt vantaði, sem við Vestur- landabúar teljum nauðsynlegt til að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Ferð frá höfuðborginni Addis Abeba gat tekið viku eða meira á regntímanum, þótt leiðin væri ekki nema 600 km. Víða þurfti að fara yfir miklar vegleysur. Þar sem páskar eru ávallt á regntímanum gátu kristniboðamir áður fyrr ekki látið það eftir sér að ná í böm sín til Addis Abeba í páskafrí, sem þó var 2 vikur, vegna þess að ferðin hvora leið tók viku. En tímamir hafa breyst. Nú er þessi leið farin á einum degi, þar af er helmingur hennar farin á malbiki. Þróunarhjálp Þegar Felix og Kristín komu til Konsó var engin heilbrigðisþjón- usta í héraðinu, engir skólar voru þar heldur. Fólk streymdi til þeirra hjóna með vandamál sín, því að það vænti þess, að þau hefðu með- öl og gætu hjálpað þeim. Álagið á heimilið hefur án efa verið geysi- legt með sjúklinga við útidyrnar svo að segja stöðugt. Það varð því ekki hjá því komist að sinna þessum málum betur. Varð það til þess, að sjúkraskýli var byggt og hjúkr- unarkona var send frá Islandi, Ing- unn Gísladóttir, sem látin er fyrir nokkrum árum. Til að greiða fyrir byggingu sjúkraskýlisins gaf fólkið í kringum kristniboðsstöðina tré í veggina. Þannig hófst starfsemi þessarar heilbrigðistofnunar í moldarhúsi með bámjámsþaki. Þótt við hristum e.t.v. höfuðið yfir slíku aðstöðuleysi, þá var þetta mikil framför fyrir almenning í Konsó. Steinhús var byggt yfir starfsemina nokkram árum seinna. Það er erfitt fyrir okkur, sem alin eram upp við hinar góðu aðstæður á íslenskum sjúkrahúsum að ímynda okkur, hvemig það sé að sjá Konsó-mönnum fyrir heilbrigð- isþjónustu í moldarkofa án þess að hafa nokkurn til að leysa sig af jafnt á nóttu sem degi, rúmhelgum dögum og hátíðum. Starfsemin við sjúkraskýlið óx og um margra ára skeið komu um 50.000 sjúklingar þangað árlega. Nú á dögum er farið út í hérað á ákveðnum dögum til þess að bólusetja börn gegn barnasjúkdómum. Verðandi mæður era sprautaðar við stífkrampa, en hann er mjög aigengur í Konsó. Svo virðist sem mikið sé af bakte- ríunni, sem veldur sjúkdómnum í jarðveginum. Algengt er að böm deyi, þegar skorið er á naflastreng- inn. Fái mæður sprautu ver það bömin fyrstu mánuðina eftir fæð- ingu. Ég varð vitni að því, að hjúkr- unarkona úrskurðaði lítinn dreng látinn úr þessum sjúkdómi, morg- uninn, sem ég gekk um þessa merku stofnun til að virða fyrir mér starfsemi hennar. Sorg for- eldranna var mikil og þau gengu hljóðandi um í örvæntingu sinni. Þau höfðu komið of seint með bam- ið sitt. Fáfræðin er enn mikil. Margir voru á lóð sjúkraskýlisins, sjúklingar og aðstandendur. Gömul kona reyndi að nýta tímann með því að hreinsa bómull. Skóla var einnig fljótt komið á. ekki leið á löngu, þar til færri kom- ust að í honum en vildu. Nú eru 350 nemendur í skólanum. Hann er enn í dag algjörlega rekinn fyr- ir íslenskt fé. Engin aðstoð fæst frá yfirvöldum, ekki einu sinni kennslugögn. Kennarar verða að útbúa þau öll sjálfir. Skólastjórinn þar er sonur töframannsins fyrr- verandi, Berrisha Germo, sem fyrstur Konsó-manna sagði skilið við heiðnina og tók við hinum kristna boðskap. Hann sá, að hann varð sífellt meiri þræll þeirra illu afla, sem hann þjónaði og þráði að að losna undan þeim og kynn- ast af eigin raun þeim kærleika, sem hann heyrði útlendinga tala um. Kristniboðamir höfðu ekki þekkt hann áður en hann vildi láta til skarar skríða og leggja myrkrið að baki sér. Hann vildi brenna alla þá muni, sem helgaði höfðu verið þjónustu hans sem seiðmanns. Þetta var árið 1956. Hann er krist- inn enn þann dag í dag. Þetta var fyrsti vísirinn að söfn- uði í Konsó. Síðan hafa 50 söfnuð- ir verið stofnaðir. Meðlimir kirkj- unnar era um 13.000, eins og áður segir. Það verður enginn kristinn á þessum slóðum, nema honum sé alvara. Eftir byltingu kommúnista árið 1974 var kristnum mönnum gert erfitt fyrir að iðka trú sína. Kirkjum var jafnvel lokað og menn fangelsaðir. Prestarnir sátu inni svo mánuðum skipti. En ekki tókst að uppræta trúna með valdi. Hún var þeim dýrmætari en svo. Nú era aftur komnir góðir tímar og kristn- ir menn njóta frelsis. Það, sem stakk mest í augu í Eþíópíu, var hversu yfirvöld veita þegnum sínum litla þjónustu. Skólaskylda er ekki í landinu og ríkisstjómin nær ekki að veita nema fáum menntun og heiibrigðis- þjónustu. Reyndar mætti taka fleiri svið. Landið er fátækt, en auðugt af hendi skaparans. En. það munar um minna en 55% þjóðartekna, sem talið er að varið sé til Eritreu- stríðsins. Það er því erfitt að ímynda sér, hvemig Konsó-menn hefðu það í dag, ef kristniboðarnir hefðu ekki komið. Nú er hin inn- lenda kirkja orðin sjálfstæð, en fær stuðning frá kristniboðsfélögum. Á þeirra vegum er unnið að mjög fjöl- þættu þróunarstarfi. Gróðrarstöð hefur verið komið á fót og um- fangsmikil skógrækt hefur verið stunduð á undanförnum áram til að reyna að klæða landið aftur skógi með það fyrir augum að auka úrkomu, hækka grannvatn og gera mönnum kleift að nýta skóginn sjálfan, þegar fram líða stundir. Þetta er að sjálfsögðu óhemjumikið verk, sem tekur áratugi; þó hefur töluvert áunnist. En verulegum árangri verður ekki náð, nema bændur skilji, hvað um er að vera og taki þátt í landgræðslunni. Þeir geta fengið trjáplöntur í gróðrar- stöðinni til að planta á jörðum sínum. Auk þessa er ýmiss konar fræðslustarfsemi fyrir bændur og þeim kennt að rækta nýjar korn- tegundir. Þeim era einnig veitt lán út á uppskeru sína til smærri fjár- festinga og framkvæmda. Einnig hefur verið unnið að því að byija uppsprettur og hjálpa fólki til að fá aðgang að hreinu drykkjarvatni. Eþíópía er e.t.v. þekktust á ís- landi fyrir hungursneyðir og stríðshörmungar. islendingar hafa lagt mikið af mörkum til að lina þjáningar þessarar þjóðar. Skemmst er þess að rninnast, að Konsó-mönnum var bjargað frá hungri á árunum 1973-1974. 1984-1985 var þeim einnig veitt mikil aðstoð. Fjöldamannfellir hefir aldrei orðið þar, vegna þess að hægt hefur verið að veita aðstoð, áður en í óefni var komið. Hungur og myndir af skinhoruð- um bömum koma við hjörtu íslend- inga. Víst er að hörmulegt er til þess- að vita, að á meðan fólk hér á landi berst við aukakíló, deyja meðbræður okkar úr hungri. Stundum er þá rokið upp til handa og fóta til að bjarga því, sem bjarg- að verður. En með allri virðingu fyrir öllu hjálparstarfi, þá er hin langvarandi, fyrirbyggjandi hjálp miklu vænlegri til árangurs. Fólk, sem sest að á meðal þeirra, sem hjálpa á, lærir mái þess og menn- ingu, getur metið hvemig best sé að standa að slíkum málum. Mat- ur, sem gefinn er á neyðarstundu, er góður á meðan hann endist. En þegar hann er búinn er fólk eftir sem áður illa statt, án sáðkorns og húsdýra. Best er að veita hjálp, sem getur hindrað, að hörmungar dynji yfir eða að minnsta kosti dregið úr þeim. Það er nú gert í ríkum mæli í Konsó. íslenskir kristniboðar hafa 35 ára reynslú þar, meiri en nokkrir aðrir hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.