Morgunblaðið - 12.12.1989, Page 60

Morgunblaðið - 12.12.1989, Page 60
 1»0 Skemmtileg saga fyrir alla fjölskylduna BRUÐAN HANS BORGÞÓRS eftir útvarpsmanninn vinsæla Jónas Jónasson. Hlýleg kímni einkennir þessa hugljúfu sögu um Borgþór smið, Ólínu konu hans, brúðuna Hafþór skipstjóra, Heiðu litlu, borgarstjóra- hjónin Jörund og Kolfinnu og fleiri íbúa í Ljúfalandi. Fallegar myndir Sigrúnar Eldjárns falla einkar vel að sögunni. ÆSKAN BRUÐAN HANS ^ BORGÞÓRS Fyllingar fáanlegar með mismunandi ilmtegundum. Fæst m.a. í eftirtöldum apótekum: Ingólfsapóteki, Kringlunni Akureyri: Apóteki Akureyrar Lyfjabergi, Hraunbergi 4 Stjörnuapóteki Iðunnarapóteki, Laugavegi 40 Bilanausti, Borgartúni Laugarnesapóteki, Kirkjuteigí 21 og flestum bifreiðaumboðum. Heildsölubirgðir: ambrosia UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN s. 91-680630. Drive Alert (Nasi), er hinn nýi einstaki ilmskammtari fyrir náttúru- legar kjarnaoliur, sem halda athygli þinni vakandi, gera þig rólegri og draga úr streitu við aksturinn. Hinn sérstaklega blandaði ilmur eykur velllöan, árvekni og hæfni ökumannsins bæði í umferðar- þunga borgarinnar og við langkeyrslu. Þegar Nasi er i gangi, sendir hann frá sér þægilegan ilm sem auö- veldar þér einbeitingu við mikilvægar augnabliksákvaröanir í umferöinni, sem þýðir öruggari akstur. Ilmkubbar er Innihalda hinar áhrifaríku olíur náttúrunnar. Peppermint: Verið notuð i þúsundir ára, áhrif hennar eru sérstak- lega dýrmæt til að berjast við þunglyndi, hún er friskandi og svalandi og er lýst sem „caphalic" er örvar heilann og stuðlar að skýrri hugsun. Juniper: Styrkjandi olla fyrir taugakerfið, skerpir hugann, endur- hæfingarvirkni hennar er mjög áhrifarík, og hefur hún verið notuð I aldaraðir. Rosemary: Styrkir minni og taugakerfi, örvar heilánn fyrir and- legum skýrleika, hefur getið sér mestan orðstír á meðal enskra græðandi ilmjurta. Basll: Skýrleiksáhrif á heilann, góð við andlegri þreytu, og færir huganum styrk og skýrleika. Þessi ilmolía hefur verið nefnd sem „konungur plantnanna". Ilmkubbarnir i NASA endast þér i mánuð. Fáanlegir með mismunandi ilmi. „ViO höfum komist að raun um að dýrmætasta virkni kjarna- olíunnar (ilmollum) er gagnvart streitu." Dr. Dodd viö Warnick háskólann i Englandi. „Við höfum náð geysigóðum árangri með kjarnaoiiuna að fá fólk til að slaka á.‘‘ Rose Wise, hjúkrunarkona á Churchill spltala I Oxford. tosW>* iSpenser S'O'SSíSS* ■yg&ú*. Jólagjöf hílei, íar NASI ÞÓ AÐ KALI HEITUR HVER Ástarjátning- unglingsstúlku en ekki harmabóndans í Katadal eftirRósu B. Blöndals í gær, 24. júlí 1989, lánaði ungur menntamaður mér Sagnir úr Húna- ^ingi, eftir Theodór Arnbjörnsson. Ég las Vetrarkvíða strax upphátt. Ungi menntamaðurinn sagði að hin- um fyndust vísurnar tvær: „Þó að kali heitur hver“ og „Verði sjórinn vellandi“ skera sig alveg úr. Allt annar hugblær, „önnur efnistök". Mér þótti vænt um álit hans. Það er auðséð, þegar þetta ljóða- bréf Sigurðar er lesið að hver ein- asta vísa getur samsvarað reynslu manns, sem kominn er yfir miðjan aldur, nema vísurnar tvær „Þó að kali heitur hver“ og „Verði sjórinn vellandi". Vísumar eftir Sigurð sýna raunamann, þunga lífsreynslu, að- skilnað þeirra hjóna. Vísurnar eru nokkuð líkar hver annarri, snúast um söknuð Sigurðar og bænir fyrir bágstaddri konu sinni. Sumar vísurn- ar eru nokkuð vel gerðar — misjafn- lega góðar, eins og bókmennta- akademía íslands orðaði það nýlega um kvæði Davíðs Stefánssonar. En vísur Vetrarkvíða lyfta sér hvergi yfir hagyrðingagrúann, eins og vísan „Þó að kali heitur hver“ gerir tvímælalaust. Auk þess á sú vísa sér samstæður og sama yl og innileika aðeins hjá einum höfundi, nefnilega Skáld-Rósu. Það kemur ekki til mála, að rúmlega miðaldra maður eða vel það, lyfti sér þannig allt í einu til flugs æskuástar, eftir beiska og næstum óbærilega sára lífsreynslu. í vísunni „Þó að kali. ..“ er fyrst og fremst vor og ást, sem speglar lífsreynsluleysi höfundar. Við hliðina á þessari vísu er auk þess í ljóðabréfi Sigurðar vísan „Verði sjór- inn vellandi". í bókinni Skáldkonur fyrri alda, 2. h., segir Guðrún P. Helgadóttir að dr. Sigurður Nordal sé heimildarmaður sinn að því, að vísan „Verði sjórinn vellandi" sé eft- ir Skáld-Rósu og „Augað snart er támm tært“ og „Bestan veiÞ ég blóma þínu“. Margrét Jónsdóttir, ömmusystir Sigurðar Nordals, kenndi honum þessar vísur. Amma Sigurðar og Margrét voru dætur Sigríðar Guð- mundsdóttur, systur Skáld-Rósu. Sigríður er því langamma dr. Sigurð- ar. Það er því beint frá Sigríði kom- ið, að þessi vísa sé eftir Rósu systur hennar. Fer vel á því að Sigurður Ólafsson lét báðar þessar vísur fylgj- ást að í ljóðabréfinu. „Þó að kali heitur hver“ er skilgetin systir nefndra vísna. Hannes Hafstein lék sér eitt sinn að því að stæla nokkur skáld. Þar í eru þessar broslegu setningar: „Þurrku tetur, þerriblað, þú sem ástar klessur drekkur." (H. H.) í þessari vísu náði Hannes hinum sérstæða yl Jónasar Hallgrímssonar. En það merkilega er, að Skáld- Rósa hefur jafn sérstæðan yl í öllum sínum vísum til Páls Melsteðs, eða um hann. Jón úr Vör spyr: „En hvers vegna skyldi Sigurður, sem átti undir högg að sækja að koma bréfum til konu sinnar, vera að senda henni vísur, sem hann hlaut að vita, að hún kunni eins vel og hann?“ Því er auðsvarað. Þótt Þorbjörg kynni vísuna „Þó að kali heitur hver“ o.s.frv., þá er það engin huggun fyrir hana. En þegar bóndi hennar setur þessa vísu í ljóða- bréfið, þá á hún að taka til sín orðin „aldrei skal ég gleyma þér“, sem innilega orðsendingu hans til hennar í þrengingum þeirra. Næstu tvær vísur í Ijóðabréfinu á undan tveimur vísum Rósu eru svona: Líf og öndun leikur þar laus við gröndin farsældar, en harms þeim böndin hjáíosar hauka ströndin guðssonar. Svo framt. Rínarvarma ver vit ei dvíni og kraftamir, og máli ei týna tungan fer tryggð skal mína geyma þér. Þetta er hans ástarjátning. En hann vill hafa meiri yl í orðsending- unni og fær því heitar ástarvísur að láni, svo sem mikill plagsiður var hjá bréfriturum. Betur gat hann ekki gjört, en að taka eina fallegustu þekkta ástarvísu, sem vott um hug sinn til Þorbjargar. Auðvitað eru þær vísur, sem Sigurður fléttar inn í ljóða- bréfið, líka með hans eigin hand- skrift eins og vísur hans sjálfs. Þeg- ar Sigurður situr við að skrifa konu sinni og vill senda henni þann hjart- ans yl, sem þessar tvær æskuvísur Rósu geyma, þá er hann ekki með hugann við neitt annað en sorgir .sínar á þeirri tíð og konuna, sem hann er að skrifa þetta huggunar- bréf í raunum þeirra. Það hefur verið fjarri Sigurði, að láta sér detta í hug, að afkomendur þeirra fyndu bréfið seinna og eign- uðu honum vísur eftir annan höfund, sem hann eins og fjölda margir bréf- ritarar kryddaði mál sitt með. Einhvern veginn virðist mönnum það hulið, hvort sem þeir settu vísur eftir aðra í sendibréf og vísnabækur (póesi) eða skrifuðu hjá sér vísur, sem þeir heyrðu, að nokkur ástæða væri til þess að láta höfundarnafnið með vísunum. Þannig var okkar ein- staklingshyggja fram á 20. öld. Mér þótti skemmtilegt að Jón úr Vör sagðist oft hafa skrifað hjá sér vísur án höfundarnafns, og það hef ég líka margoft gjört. Þá er ekki verið að skrifa niður fyrir aðra, né fyrir seinni tímann, heldur eingöngu fyrir sjálfan sig til minnis. Líklega búist við að muna nafn höfundar. En bréf Sigurð- ar í Katadal sýnir mér, að þetta get- ur orðið villandi í vissum tilfellum. En eins og ég hef áður sagt, ég hef ekki trú á eignarrétti bréfritara í til- felli Sigurðar, þar sem um vísur Skáld-Rósu er að ræða. Rósa var áreiðanlega búin að yrkja þær áður en hún kynnsti Natani. Rósa var í Húnaþingi til vors eða hausts 1838, þær Kristín amma Sig- urðar Nordals og hún gátu því hist eftir að Kristín var orðin unglings- stúlka, þótt Kristín á Þingeyrum væri barn, þegar þær kynntust fyrst. Það er því ekki ólíklegt að Rósa hafi sagt henni eitthvað frá atvikum í sambandi við þessar æskuvísur sínar. Kristín hafði það frá Rósu sjálfri, að hún hefði ort þessar um- ræddu vísur, og eins, að þær væru ortar til Páls Melsteðs. Kristínu vant- aði 5 ár í eina öld, þegar hún dó og hélt skýru minni til dauðadags. Séra Sigurður Nordal var orðinn rúmlega sjötugur, þegar hann sagði mér frá Kristínu ömmu sinni og Rósu. Þá var hann nýbúinn að taka grískupróf með láði frá Háskóla Islands. Ég man alltaf, hvernig hann brosti, þegar hann bætti við frásögn sína af prófinu: „Ég lærði eitt orð í grísku í Háskólanum, til viðbótar því sem ég kunni áður.“ En til gamans að segja, þá hefði hann ekki mátt verða bama- eða unglingaskólastjóri í sínu afskekkta byggðarlagi, með alla sína þekkingu nú dögum, þótt enginn kennari hefði fengist á Vatns- nes. Ég álít að séra Sigurður sé traustur heimildarmaður að eign Rósu á vísunni „Þó að kali heitur hver“. Það var nú sérstaklega sú vísa, sem samtal okkar spratt af. Amma hans, hins skýra og minnuga, hafði það frá Rósu sjálfri, að nefnd vísa væri eftir hana. Svo að hér fór það ekki margra manna ,á milli, því hún sagði Sigurði það. Guðrún P. Helgadóttir segir í Skáldkonum fyrri alda, 2. h. (geri ráð fyrir að Jón úr Vör, hafi lesið .þá bók) að Vetrarkvíði sé til í fimm eintökum í Landsbókasafninu. Þar er sleppt úr vísunum tveimur eftir Skáld-Rósu. Hver sem skrifaði upp kvæðið hefur talið þær vera eftir annan höfund, sennilega Skáld-Rósu. Ég leyfi mér að vitna í samtal við magister Ólaf Briem, sem er lifandi lexikon í sögum og bókmenntum. Hann hringdi til mín og sagðist vera mér sammála í öllum greinum um höfund vísunnar, „Þó að kali heitur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.