Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 63

Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 hanna Margrét fæddist 1957, en hún lést sviplega 1973 og er sárt saknað úr systkinahópnum. Yngst er svo Gerður, fædd 1961, kennari að mennt, en maður hennar er Sveinn Þórisson, vélstjóri. Barna- börnin munu verða orðin sautján, og barnabörnin eru þegar farin að líta dagsins ljós. Ferðalög hafa löngum verið yndi Gerðar, og hin síðari ár hefur hún fengið nokkur tækifæri til að svala útþrá sinni. Mér er minnisstætt, þegar við hjónin skruppum með henni til Vínarborgar fyrir fáum árum, og máttum kallast góð að geta fylgt henni eftir, slíkur var áhuginn og ákafinn að koma á sem flesta merkisstaði og ganga ‘ um söfn og sýningar — skoða og njóta í hinni fornfrægu menningarborg. Ég vil að lokum flytja Gerði .Magnúsdóttur hugheilar árnaðar- óskir í tilefni af sjötugsafmælinu og óska þess, að lífsgleðin endist henni langa ævi. Ég veit, að ég mæli fyrir munn margra, bæði af- komenda og nemenda, þegar ég þakka henni veitta'leiðsögn og upp- örvun. Ég lýk þessum línum með hend- ingum eftir þann mann, sem faðir hennar, Magnús Stormur, taldi bera höfuð og herðar yfir öll íslensk skáld bæði fyrr og síðar, og greinar- höfundi hefur verið efst í huga um langt skeið — Einar Benediktsson: Það. liðna, það sem var og vann; er vorum tíma yfir; því aldur deyðir engan mann, sem á það verk,' er lifir. Gylfi Gröndal Gerður tekur á móti gestum í Félagsheimili starfsmannafélags Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Rafstöðvarveg milli kl. 5 og 7 í dag, afmælisdaginn. EPLI í EFTIRRÉTT Innbökuð epli. Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er langt síðan epli urðu hversdagslegur ávöxtur hérlend- is, gagnstætt því sem eldri kyn- slóðir þekktu en epli voru þá flutt inn einu sinni á ári, rétt fyrir jól, og því réttnefnd jólaepli. Um magn þess sem nú er flutt inn af eplum er ekki vitað en það hlýtur að vera talsvert því þau eru fáanleg allt árið. Það er held- ur ekki vitað hvort epli teljast til daglegrar fæðu hjá öllum al- menningi, en óhætt er að segja að menn eru ósviknir af þeim ávexti. Epli henta vel í nestispak- kann hjá öllum aldri og tilvalin til að gefa börnum á milli mála ef svengd segir til sín. Epli eru góð í allskonar bakstur eins og kunnugt er en þau eru líka góð í eftirrétt, ein sér, og fylgja hér með nokkrar uppskriftir af slíku góðgæti. Innbökuð epli 4 epli smjördeig (bútterdeig) smjör 4 tsk. saxaðar möndlur 4 tsk. sulta þeytt egg til að smyija með. Eplin afhýdd og kjarninn stunginn úr, í raufina er sett (í þessari röð) smjörbiti, möndlur og sulta. Einfaldast er að kaupa tilbúið smjördeig hjá bakara en auðvitað er hægt að búa það til heima. Smjördeigið er flatt út svo úr verði fjórir hlutar, 17x34 sm. Eplin sett á miðju hvers hluta og þeim pakkað inn í deigið. Tii að festa það að ofan er settur smá deigbiti og þrýst vel niður. Samanþeyttu eggi smurt vel yfir deigið, bakað í 15—20 mín. við 200°C. Rommepli 4—6 meðalstór epli sykur rúsínur 4—6 msk. romm 60 g smjör Eplin eru afhýdd, kjarninn stunginn úr og þau sett í ofnfast fat. I holuna er sett smjör sem hrært hefur verið með sykri og rúsínum, rommi hellt yfir. Eplin eru bökuð í meðalheitum ofni í 20—25 mín. Borin fram volg með þeyttum íjóma. Sírópsepli 4 stór epli 100 g marsipan 4 msk dökkt síróp 1 msk. smjör. Kjarninn stunginn úr eplunum og marsipan sett þar í staðinn. Eplin sett í ofnfast fat, sírópinu hellt yfir og smjörbitar settir yfir. Bakað í ofni við 200°C í 20—30 mín. eða þar til eplin eru meyr. Með er hægt að bera mjúkan ís eða þeyttan ijóma. Oínsteikt epli Hýðið tekið af eplunum, kjarn- inn stungin úr og þau sett í ofnf- ast fat. Jarðarbeijarsulta sett í holuna, smjörbiti ofan á og sykri stráð yfir. Vatni hellt í botninn og bakað við vægan straum í 30—40 mín. Þeyttur íjómi borinn með og gott er að setja saxaðar möndlur yfir eplin um leið og borið er fram. níu níu & fimmtíu BAKVÖRÐ í JÓLAGJÖF .m Þessi stóll styður vel við bakið og gætir þess að þú sitjir rétt. Hann er með léttri hæðastillingu, veltanlegu baki, fimm arma öryggisfæti og með hjólum fyrir parkett og dúk. Þetta er gæðastóll á góðu verði. Þetta er góð jólagjöf. chhh>= Hallarmúla 2 Sfmi 83211 Söluaöili Akureyri, Tölvutœki — Bókval. GJAFAHLUTIR SPEGILGUÁANDI STÁLI Sérverslun með listræna húsmuni ís. Borgartúni 29 Simi 20640 ^%a/ • • ^(a£ • ^(a£ • • ‘^CCáí •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.