Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 67
MORGUNBIiÆIB I ÞRJÐITGBAiGTIjRI HI.í DESEMBBR;198ft l
Minning:
Ragnhildur Jóns-
dóttir ljósmóðir
Fædd 25. ágúst 1900
Dáin 25. nóveraber 1989
Með nokkrum þakkarorðum
langar mig að minnast Ragnhildar
Jónsdóttur. Hún var heilsteypt og
merk kona. Ég kynntist henni, fyr-
ir tuttugu og . fimm árum, þegai'
vinkona mín Sigurlína María Gísla-
dóttir frænka hennar átti heirha á
heimili hennar. Þangað var gott að
koma. Framkoma Ragnhildar ein-
kenndist af mildri hlýju, kærleik og
umhyggju. Ragnhildur fæddist 25.
ágúst 1900 að Drangshlíðardal í
Austur-Eyjafjallahreppi, Rangár-
vallasýslu. Foreldrar hennar voru
hjónin Elín Kjartansdóttir og Jón
Bárðarson, sem þar bjuggu. Hún
var ein af 8 börnum þeirra hjóna,
en 5 þeirra komust til fullorðinsára.
Systkinin sem eftir lifa eru Ólöf,
sem er í Reykjavík og á heima hjá
frænku sinni Sigurlínu Maríu. Og
Þorsteinn sem bjó í Drangshlíðard-
al, en er nú búsettur í Skógum,
Austur-Eyjafjallahreppi.
Ragnhildur ólst upp í foreldra-
húsum. Við þær aðstæður að
snemma þurfti að taka til hendinni
og létta undir við heimilisstörfin
eins og tíðkaðist í þá daga. Með
dugnaði og bjartsýni og þrá til að
menntast, fer hún í ljósmæðranám
og lauk ljósmæðraprófi frá Ljós-
mæðraskóla íslands vorið 1930. Á
þeim árum hefur verið mikið átak
fyrir unga konu að fara til útlanda
til framhaldsnáms. En hún fer til
Noregs og stundaði framhaldsnám
við Kvennekliniken í Bergen 1931.
Er hún kom heim frá námi, er hún
ráðin ljósmóðir í Eyrarumdæmi,
með búsetu á Patreksfirði og starf-
aði þar árin 1932-1933. Flyst þá
til Reykjavíkur. Starfaði fyrstu árin
sem ljósmóðir á Fæðingardeild
Landspítalans. En frá 1944 vann
hún við Mæðraeftirlit Reykjavíkur
eða til ársins 1959. Var hún farsæl
og eftirsótt í starfi. Bættur að-
búnaður kvenna og barna voru
hennar hjartans- og baráttumál.
Hún sat í stjórn Ljósmæðrafélags
íslands og var ritari félagsins árin
1949-1959. Ritari Ljósmæðrablaðs-
ins 1961-1970. Heiðursfélagj Ljós-
mæðrafélags íslands frá árinu
1969. Var ein af stofnfélögum Ljós-
mæðrafélags Reykjavíkur 19. júní
1942. Einnig var hún prófdómari
ljósmæðranema um árabil.
Hún giftist 9. júní 1935 Þorsteini
Jakobssyni (f. 2. júlí 1896) frá
Fagradal í Mýrdal, Vestur-Skafta-
fellssýslu. Fyrstu búskaparárin
þeirra vann hann við Gamastöðina
í Reykjavík, en 1947 veiktist hann
af lömunarveiki og næstu þrjú árin
er hann frá vinnu vegna þessa al-
varlega sjúkdóms. Og má nærri
geta, hversu það hefur reynt á
Ragnhildi, þar sem mikið af þeim
tíma. var hann rúmliggjandi heima.
Og óvissan um hvort hann næði
heilsu. En blessunarlega náði hann
sér það vel að 1950 getur hann
aftur farið að vinna og réðst hann
þá, sem tryggingamaður til Sam-
vinnutrygginga. Því starfi gegndi
hann til dauðadags 17. desember
1966.
Sigurður Magnús
son — Kveðjuorð
Fæddur 17. ágúst 1903
Dáinn 26. nóvember 1989
Hann Sigurður Magnússon eða
Sigurður Sandhólm eins og hann
var oftast kallaður er dáinn. Hann
er einn af þeim mörgu Söndurum
sem ég er búin að þekkja allt mitt
líf. Fyrst af afspurn og síðar af því
að hann og Gunna komi stundum
í heimsókn í sveitina til okkar þeg-
ar ég var krakki. Síðan liðu mörg
ár án þess að ég hitti Sigga og
Gunnu. Leiðir okkar lágu saman á
nýjan leik á Sandaraballi í febrúar
1988. Þau voru alveg eins og ég
mundi eftir þeim. Gunna með sinn
dillandi hlátur og Siggi virðulegur
í fasi að vanda. í sumar sem leið
vann ég á Hrafnistu meðai annars
við að aðstoða þau hjónin. Ég pass-
aði að koma síðast til þeirra því ég
átti að drekka með þeim kaffi og
spjalla við þau. Siggi var ekki að
kvarta þó sjúkdómurinn væri farinn
að gera vart við sig aftur. Enda
ekki maður sem bar tilfinningar
sínar á borð fyrir hvern sem var.
Ég vil með þessum fáu línum kveðja
Sigga og votta Guðrúnu og öðrum
aðstandendum samúð rnína.
Ingibjörg Elín
Vinur minn, jafnaldri og starfs-
félagi Sigurður Magnússon er lát-
inn. Þar er farinn traustur vinur
og góður vinnufélagi. Við létum
smíða fyrsta vélknýna opna vélbát-
inn sem kom til Hellissands og rer-
um saman á honum í 18 ár. Var
það gott og gæfusamt samstarf.
Við áttum hann tveir til að byija
með en seinna bættist Magnús
Jónsson í hópinn.
Sigurður var hrókur alls fagnað-
ar á mannamótum, söng- og dans-
maður góður. Á ég margar góðar
minningar um skemmtanir sem við
fórum á í gamla samkomuhúsinu á
Sandi. Okkur þótti ekki gaman að
fara á skemmtun nema við færum
saman og veittum við hvor öðrum
aðhald í sambandi við neyslu áfeng-
is. Færi betur að fleiri félagar gerðu
það.
Sigurður var mikill náttúruunn-
andi og átti hugmyndina að því að
við gróðursettum plöntur í Bergvík-
urhrauni og girtum af reitinn.
Gamlir Sandarar sem komu í reitinn
í sumar tjáðu mér að þar væru stór-
ar og fallegar plöntur og girðingin
væri í góðu ásigkomulagi, auk þess
að þetta hafi verið einrstaðurinn
sem þeir komu á, á ferð sinni um
Snæfellsnesið, sem var blæjalogn á.
Hugur Sigurður var alltaf vestur
á Sandi eftir að hann kom hingað
suður. Svo mikill Snæfellingur var
hann að honum fannst hvergi sjást
stjörnur á himni nema þar.
Eitt heiðskírt vetrarkvöld var
farið með Sigurð út á svalir í Jökul-
grunninu og honum bent á stjöm-
urnar. „Já, þær sjást líka hérna
fyrir sunnan“, varð honum að orði..
Sigurður kvæntist eftirlifandi
eiginkónu sinni, Guðrún Jónasdótt-
ur 26. maí 1927. Þau eignuðust
fjögurbörn. Elsturer Jónas, kvænt-
ur Theódóru Björgvinsdóttur. Þau
eiga fimm börn. Arnar, kvæntur
Helenu Guðmundsdóttur. Þau eiga
þijú börn. Inga, gift Herði Páls-
syni. Þau eiga fjögur börn og Magn-
ús sem á eitt barn. Sambýliskona
hans er Ragna Magnúsdóttir.
Guðrún er öðlingskona og bjó
hún manni sínum gott og fallegt
heimili sem alltaf var gott að koma
á.
Við Osk ásamt börnum okkar
vottum Guðrúnu, börnum hennar
og barnabörnum okkar dýpstu sám-
úð. Kveð ég góðan vin og félaga.
Blessuð sé minning hans.
Sigurður Sveinn
Til greinahöfiinda
Aldrei hefúr meira aðsent efhi borizt Morgunblaðinu en nú
og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem
óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æskilegt
er, að greinar verði að jafnaði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4
í aðra hverja línu. .
Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um
að stytta þær. Ef greinahöfúndar telja það ekki hægt, geta þeir
búizt við verulegum töfúm á birtingu.
Minningar- og
aftnælisgreinar
Af sömu ástæðum eru það
eindregin tilmæli ritstjóra Morg-
unblaðsins til þeirra, sem rita
minningar- og afmælisgreinai' í
blaðið, að reynt verði að forðast
endurtekningar eins og kostur
er, þegar tvær eða fleiri greinar
eru skrifaðar um sama einstakl-
ing. Þá verða aðeins leyfðar
stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð
inni í textanum. Almennt verður
ekki birtur lengri texti en sem
svarar einni blaðsíðu eða fimm'
dálkum í blaðinu ásamt mynd
um hvern einstakling. Ef meira
mál berst verður það Iátið bíða
næsta eða næstu daga.
Ræður
Töluvert er um það, að Morg-
unblaðið sé beðið um að birta
ræður, sem haldnar eru á fund-
um, ráðstefnum eða öðrum
mannamótum. Morgunblaðið
mun ekki geta orðið við slíkum
óskum nema í undantekningart-
ilvikum.
Ritstj.
Á heimili þeirra dvöldu oft í
lengri eða skemmri tíma vinir og
vandamenn. Ólöf Jónsdóttir, systir
Ragnhildar, átti heima á þeirra
heimili qg eftir að Þorsteinn deyr
héldu þær systur saman heimili
meðan þær höfðu heilsu og treystu
sér til. Svo samrýndar voru þær að
oft voru þær báðar nefndar, þó tal-
að væri til annarrar, „Ragga og
011a“. Eftir að frænká þeirra Sig-
urlína María Gísladóttir giftist
manni sínum Einari Magnúsi, hár-
skerameistara, og þau stofnuðu sitt
eigið heimili, var alla tíð náin vin-
átta milli heimilanna. Þær frænkur
• sýndu þeim hjónum og þeirra börn-
um, þeim Þórhildi, Jóni Inga og
Einari Rúnari alveg einstaka tryggð
og umhyggju. En þegar þær höfðu
ekki lengur heilsu til að halda heim-
ili, sagði Sigurlína frænka þeirra
upp starfi sínu, en hún var þá úti-
vinnandi. Fór heim á heimilið og
þau hjón tóku þær báðar til sín.
Hlúðu að þeim og hjúkruðu af stakri
______________________________m
alúð. Ég held að nú á dögum teljist
það alveg einstakt. En það var
þakklátt starf. Aldrei hitti ég þær
svo í seinni tíð að ekki væru þær
að þakka og virða allt sem fyrir
þær var gert. Þegar leið að loka-
degi, fann Ragnhildur vanmátt sinn
og þráði hvfldina, buguð af sjúk- "
leika, en sátt við allt og alla. Við
hjónin minnumst hennar með virð-
ingu og þökk, og vottum Ólöfu syst-
ur hennar, fjölskyldunni í Ánalandi
3, og öðrum nánum skyldmennum
okkar dýpstu samúð. Hún andaðist
í Landspítalanum 25. nóvember
1989, tæplega níræð, eftir fárra
daga legu þar. Útför hennar fór
fram fimmtudaginn 7. desember sl.
frá Kapeliunni í Fossvogi, í kyrrþey
að hennar ósk.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Margrét Sigurðardóttir
t
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð-
ur og afa,
BERGMANNS S. ÞORMÓÐSSONAR,
Smiðjugötu 11,
ísafirði.
Kristjana M. Ólafsdóttir,
börn, tengdasynir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁSGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hjallalandi 17,
Reykjavik.
Þórunn Óskarsdóttir, Eiríkur Árnason,
Guðmundur Óskarsson, Svava Gísladóttir,
Sæmundur Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hugheilar þakkir til allra er sýndu samúð, vináttu og virðingu við
andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og bróður,
MAGNÚSAR G. JÓNSSONAR,
frönskukennara,
Tjarnargötu 40.
Jóna Kristrn Magnúsdóttir,
Magnús Sigurður Magnússon, Ágústa Sveinbjörnsdóttir,
Jón Ingólfur Magnússon, Ellen Larsen,
barnabörn,
Valgerður Jónsdóttir.
+
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og'útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR HÓLMFRIÐAR MAGNÚSDÓTTUR,
Sólvallagötu 36,
Keflavik.
Þórður Guðmundsson,
Magnús Þórðarson, Bára Björnsdóttir,
Guðmundur Emil Þórðarson,
Auður Þórðardóttir, Halldór Jóhannsson,
Guðmundur Kr. Þórðarson, Anna Lára Axelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkirfærum við öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okk-
ur samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, sonar okk-
ar, bróður og mágs,
HINRIKS ERLINGSSONAR,
Breiðási 10,
Garðabæ.
Sérstakar þakltir til stjórnar og starfsmanna Rafmagnsveitu
Reykjavíkur fyrir alla hjálp og hlýhug.
Guð blessi ykkur öll.
Erlingur Hinriksson,
Helga Höskuldsdóttir, Erlingur Magnússon
Jóhanna Erlingsdóttir, Jón Sigurðsson,
Ragnar Erlingsson, Höskuldur Erlingsson,
Guðbjörg Erlingsdóttir, Marfnó Pálmason,
Ellen Erlingsdóttir, Mari'a Erlingsdóttir.