Morgunblaðið - 12.12.1989, Page 68

Morgunblaðið - 12.12.1989, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 fclk f fréttum KJOLAMAL Reagan-hjónin krafin um ógreidda skatta? TONLIST írskur þjóðlagasöngvari syngur um Island Irski þjóðlagasöngvarinn Mic- hael Kiely hefur sent frá sér litla hljómplötu með lagi um ísland sem nefnist á frummmálinu „Land of Ice and Fire“ (Land íss og elds). Undirleik á plötunni annast þýska hljómsveitin „The Krauts“. Michael samdi lagið er hann kom í fyrsta skipti til Reykjavíkur sumarið 1988. Er hann var að skemmta á Akureyri kynntist hann þýska gítarleikaranum Jörn Kuhn sem bauð Michael að koma til Þýskalands og hljóðrita plötu í hljóðveri sínu sem hann rekur nærri Hannover. Hljóðblöndun fór fram á írlandi en móðureintakið var pressað í Englandi. „Lagið segir sögu íslands á innan við þremur mínútum, sagt er frá víkingatímanum og aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu,“ segir Michael. Hitt lagið á plötunni nefn- ist „Easy Being an Expat“ og var það tekið upp á hljómleikum á Fógetanum í Reykjavík í ágúst í - tfyrra. Michael Kiely hóf feril sinn sem atvinnutónlistarmaður árið 1979 og á þeim tíú árum sem liðin eru hefur hann komið fram víða um heim. Hann hefur gefið út tvær hljómleikaplötur, „Acropölis Now“ SIEMENS Í4* Ódýr eldavél! HN 26020 • Breidd50sm • Geymsluskúffa. • 2 hraðsuðuhellur og 2 venjulegar hellur. • Venjuleg hitun m. yfir- og undirhita. • Glóðarsteiking. • Verð: 39.700,- kr. I \nQ° ‘ OQ1 SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Skattrannsóknarmenn alríkis- stjórnarinnar í Washington hafa afráðið að kanna hvort for- setahjónunum fyrrverandi, Ronald og Nancy Reagan, hafi borið að greiða skatta af kjólum þeim sem forsetafrúin fékk að gjöf er hún bjó í Hvíta húsinu. Kjólamál forsetafrú- arinnar fyrrverandi hafa verið all- fyrirferðarmikil í bandarískum fjöl- miðlum frá því þau fluttust frá Washington í janúarmánuði en þekktir tískuhönnuðir bæði gáfu og lánuðu henni kjóla sem hún skrýdd- ist við hátíðleg tækifæri. Myndin var tekin í janúarmánuði árið 1981 eftir að Reagan hafði 'svarið emb- ættiseið forseta Bandaríkjanna. Reuters-fréttastofan upplýsir að kjóll forsetafrúarinnar þetta kvöld hafi kostað eina og hálfa milljón íslenskra króna. COSPER IC' PIB C05PER iiz.31 - Michael Kiely. og „Man From the Land of Ire“ og tvær plötur sem teknar voru Þetta er rétt hjá þér, þetta er Akranesferjan. upp í hljóðveri; „Basta Pasta“. .Glyfada Girl“ og TONLIST Bjartmar á Akureyri Bjartmar Guðlaugsson sendi nýverið frá sér plötuna Það er puð að vera strákur. Plötuna gefur Skífan út, en Bjartmar hélt útgáfutónleika á Akureyri fyrir skemmstu. Útgáfutónleikarnir voru í þétt- setnum Uppanum og gerðu gestir góðan róm að flutningi Bjartmars á lögum af nýju plötunni, ekki síður en eldri lögum sem viðruð voru í bland. Gestir gerðu góðan róm að Bjartmari. Morgunblaðið/Kúnar Þór

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.