Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 75

Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 75
;.-i j <4r,mr-svpwn oi Tíiuíininiqd ííwa iíui/’irium./ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 75 Húsavík: | Fiskiðjusamlagið fær viðurkenningu Húsavík. Piskiðjusamlag Húsavíkur hlaut nýlega viðurkenningu frá stjórn i sjávarafúrðadeildar SIS fyrir sérstaklega góða umgengni og aga á vinnustað, en það er þáttur í því að bæta framleiðslu fisks í neytenda- ] pakkningar til sölu á erlendum markaði. Um vinnslusali fiystihússins hafa ! verið settar vissar umgengnisregl- ur. Nú gengur starfsmaður ekki í vinnusal á sínum útiskóm. Hann á sérstök stígvél, sem aðeins eru not- uð í vinnunni og áður en gengið er j á þeim að vinnuborði eða vél, fer * starfsmaðurinn yfir sérstaka vatns- : þró svo stígvélin séu hrein. Hringar og eyrnalokkar eni bannaðir. Vasar á sloppum eru ekki leyfðir, til þess að fyrirþyggja að hringar eða annað séu settir í þá. Slíkar eru umgengn- isreglumar. Þetta hefur verið að þróast hjá Fiskiðjusamlaginu og | hafa erlendir kaupendur, sem kom- | ið hafa til að skoða vinnslusali, lok- : ið lofsorði á þá. I slíkri eftirlitsferð voru m.a. eft- írgreindir Isiendingar: Jóhann Þor- steinsson, Halldór Karlsson, Guð- mundur Jónsson og Aðalsteinn Gottskálksson, sem afhenti svo- hljóðandi viðurkenningu: „Fiskiðjusamlag Húsavíkur hefur náð framúrskarandi árangri í sókn til bættra framleiðsluhátta. Við færum starfsfólki og stjórn alúðar- þakkir.“ Tryggvi Finnsson þakkaði viður- kenninguna og ræddi um nauðsyn þeirrar þróunar að vinna sem mest úr hráefninu hér heima og koma því í neytendapakkningar því með minnkandi afla væri nauðsynlegt að auka verðmæti þess, sem á land kæmi og útflutt væri. - Fréttaritari Morgunblaðið/Silli Sigríður Aðalgeirsdóttir tekur á móti viðurkenningunni. Unglingasveit björgunarsveitarinnar á Flateyri. Flateyri: Morgunblaðíð/Magnea Guðmundsdóttir Unglingasveit stoftiuð Flateyri. UNGLINGASVEIT Björgunarsveitarinnar á Flateyri var stofnuð fostudaginn 17. nóvember. Ragnar Björnsson, félagsmálafulltrúi SVFI, stofnsetti unglingasveitina sem ber nafnið Sæunn. í stjórn sveitarinnar eru Kristinn Andri Þrastarson, formaður, Helga Jón- inna Guðmundsdóttir, ritari, og Stefán Steinar Jónsson, varaformað- ur. Björgunarsveitin Sæbjörg fékk fyrir stuttu 12 manna slöngubát. Séra Gunnar Bjömsson gaf bátnum nafnið Ólafur. Unglingasveitin var óformlega stofnuð síðastliðið vor en síðan hafa verið í gangi æfingar, gönguferðir, hnútanámskeið og ýmislegt fleira. Karla- og unglingadeildirnar sjá um dósasöfnun á staðnum. Þær safna dósum hálfsmánaðarlega. Flestar dósirnar gefur fólkið og rennur ágóðinn til björgunarsveitarinnar á staðnum. Umsjónarmaður Sæunnar er Jón Svanberg Hjartarson. Björgunarsveitin Sgebjörg réðst í bátakaupin í vor og báturinn var afhentur í október. Ólafur Sveins- son, sem báturinn er nefndur eftir, var ættaður frá Hvilft í Önundar- firði. Hann mun hafa verið íyrsti skipaskoðunarmaður á íslandi og frumkvöðull að því, að bátar þessar- ar tegundar voru viðurkenndir sem björgunartæki við land. Ættingjar Ólafs afhentu pen- ingagjöf við skím bátsins upp á kr. 50.000, og hafa einnig styrkt björg- unarsveitina meira í gegnum tíðina. Einnig gáfu Kvenfélagið Brynja, Sparisjóður Önundarfjarðar og Hjálmur hf. peninga. Formaður kvennadeildarinnar Sæljóss er Erla Hauksdóttir og for- maður karladeildar Sæbjargar er Grétar Björgvinsson. - Magnea Nýr hafhsögubátur til Keflavlkur LANDSHÖFN Keflavík-Njarðvík fær nýjan hafnsögubát afhentan um miðjan desember. Báturinn kemur í stað lítillar trillu, sem hefur verið notuð sem hafnsögubátur undanfarin tuttugu ár. Skipasmíðastöð Þorgeirs og Elierts bátnum til sjósetningar, en reynslu- hf. á Akranesi er nú að ganga frá sigling hans fer fram í vikulokin. Bókaforlagið Svart á hvítu: Nýtt spil sem byggir á at- burðum Sturlungaaldar BÓKAFORLAGIÐ Svart á hvítu hefur gefið út nýtt íslenskt spil, sem nefnist Sturlungaspilið, eða Orustan um ísland. Spilið er byggt. á hug- •nynd Gunnars Þórs Guðmundssonar, en fjöldi fólks hefiir lagt hönd á plóginn við að þróa spilið og útfæra. Spilið krefst engrar þekkingar á atburðum Sturlungaaldar, og er það íyrst og íremst hugsað til skemmt- unar og dægrastyttingar. Gunnar Þór Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hug- myndin að spilinu hefði orðið til fyr- h’ rúmlega einu ári síðan. „Ég hef lengi þaft áhuga á spiium af þessu tagi. í barnaskóla fannst mér þetta tímabil íslandssögunar alltaf vera áhugaverðast, og í fyrra datt mér í hug að búa tii spil sem byggði á atburðum Sturlungaaldarinnar, en það er alveg óþarfi að sækja hetjur í svona spil til annarra landa. Spilið er fyrst og fremst hugsað til skemmt- unar, en einnig er hugmyndin að hægt verði að nota spilið á einhvern hátt við kennslu í skólum, og er nú verið að kanna möguleika á því í samvinnu við Námsgagnastofnun.“ Sturlungaspilið er ætlað fyrir alla aldurshópa. Leikmenn velja sér eina af þeim ættum sem börðust um völd- in á Sturlungaöld, og fá þeir mynd af goða ættarinnar og peð til að hreyfa á spilaborðinu. Einnig fær hver leikmaður úthlutað peningum og þeim jörðum sem tilheyrðu ætt- inni á Sturlungaöld. Þegar Jeikurinn hefst ferðast leikmenn um ísland og reyna að ná undir sig sem flestum jörðum, ýmist með kaupum eða or- ustum, en markmiðið er a’ eignast sem flestar jarðir og ná þannig lands- yfirráðum." „Báturinn, sem er sérstaklega hannaður sem hafnarbátur, er mjög lipur og með góðan togkraft. Hann er með sleppikrók, sem hægt er að stýra innan úr húsi,“ sagði Bene- dikt Guðmundsson skipaverkfræð- ingur hjá Þorgeir og Ellert hf. Báturinn er 14,45 metra langur og 4,28 metrar á breidd. Hann er með 260 hestafla vél. Skrokkur bátsins verður svartur, lunningin blá og báturinn verður hvítur að ofan. Akurnesingar fá eins bát eftir áramót. Bátarnir eru smíðaðir eftir teikningum frá Hollandi. Hann er nýsmíði númer 40 hjá Þorgeir og Ellert hf. SIEMENS Morgunblaðið/.Jón Gunnlaugsson Unnið er við að mála nýja hafnsögubátinn fyrir Landshöfn Keflavík- Njarðvík í Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi. Litlu raftœkin frá SIEMENS gieðja augað og eru afbragðs jólagjafir! , kaffivélar | hrærivélar brauðristar vöfflujárn strokjárn handþeytarar eggjaseyðar djúpsteikingarpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar kornkvarnir ,j-aclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæki bílryksugur handryksugur blástursofnar hitapúðar hitateppi o.m.fl. Morgunblaðið/RAX Helgi Iljörvar, starfsmaður Svart á hvítu, og Gunnar Þór Guðmunds- son, höfúndur spilsins sem byggir á atburðum Sturlungaaldarinnar. Lítiö inn til okkar og skoöið vönduö tœki. Munið umboðsmenn okkar víös vegar um landið!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.