Morgunblaðið - 12.12.1989, Síða 76

Morgunblaðið - 12.12.1989, Síða 76
býður góðan dag ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Lindalax hf. hefiir óskað eftir gjald- þrotaskiptum STJÓRN Lindalax hf. óskaði í gær efitir gjaldþrotaskiptum hjá skiptarétti Gullbringusýslu. Verður þessi beiðni tekin fyrir í réttinum í dag. Lindalax hefur verið með greiðslustöðvun sem renna átti út 27. desember. Þorsteinn Pétursson fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki geta sagt til um hvað umfang þessa gjaldþrots væri, en þegar Lindalax fékk greiðslustöðvun "v™J"sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins að það væri gert til að ná valdi á skammtímaskuldum sem næmu á annað hundrað milljónum króna. Eignir fyrirtækisins næmu mörg- hundruð milljónum umfram skuld- ir en þær væru bundnar í eldis- fiski og keijum. Stærstu kröfuha- far eru opinberir sjóðir, aðallega Iðnlánasjóður. Lindalax hefur rekið stóra strandeldisstöð á Vatnsleysu- strönd. Hlutafé fyrirtækisins var rúmar 200 milljónir króna og áttu íslenskir aðilar 51% þess en nor- skir aðilar 49%. DAGAR TIL JÓLA É ■ u I" ' P ' - P Löng er biðtiljóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Loðna fundin suðaustur af Kolbeinsey: Tíu skip voru að fá um 100 tonn í kasti í nótt Flest loðnuskipin farin áleiðis á miðin VART varð töluverðrar loðnu um helgina og aðfaranótt mánudags- ins fengu öli skip á miðunum, 11 talsins, einhvern afla. Loðnan er stór og falleg og telja sjómenn sig hafa fúndið þriggja mílna torfú suðaustur af Koibeinsey. Helga II RE var eina skipið, sem hélt til hafnar með afla í gær, 900 tonn til Siglufjarðar. í gær- kvöldi voru tíu skip á miðunum og voru að fá um 100 tonn í Líkur á að 80 símsmiðir af200 hætti um áramót ALLT útlit er fyrir að 80 af rúmlega 200 símsmiöum Pósts og síma hætti störfum um áramót þegar uppsagnir þeirra taka gildi, en þeir vilja að Rafiðnaðarsamband Islands verði samningsaðili fyrir þeirra hönd. Páll Þorkelsson, formaður nýstofnaðs Félags símsmiða, sem um 140 simsmiðir hafa gerst aðilar að, segir að þeir simsmiðir sem efitir verða og séu í félaginu muni sýna þeim sem hætta samstöðu og ef til uppsagnanna komi muni verða verulegar truflanir á uppsetn- ingu nýrra síma og viðgerðum. Símsmiðirnir sögðu upp störfum 1. október síðastliðinn með þriggja mánaða fyrirvara vegna þess að þeir vilja ganga til liðs við Rafiðnað- arsamband íslands og að það semji fyrir þeirra hönd en ekki Félag íslenskra símamanna eins og verið hefur. Símsmiðirnir fengu bréf um síðustu mánaðamót þar sem sagði að ef þeir drægju ekki uppsagnimar til baka fyrir 14. desember yrði litið svo á að þær stæðu og þeir myndu hætta um áramótin. Á stofnfundi Félags símsmiða fyrir nokkrum dög- um síðan var síðan samhljóða sam- þykkt að láta uppsagnirnar standa. Páll sagði til dæmis að taka myndu 3 starfsmenn mælaborðs bæjarsímans verða eftir af tæplega 20 þegar uppsagnirnar tækju gildi, en um mælaborðið færi öll almenn þjónusta við viðskiptavini Pósts og síma, svo sem uppsetningar, flutn- ingar og viðgerðir á símtækjum. „Við erum tæknimenn og okkur finnst við ekki eiga samleið með félagi sem semur fyrir ótal stéttir, skrifstofufólk, vörubílstjóra, birgða- verði og svo framvegis. Við eigum heima hjá okkar félögum í Rafiðn- aðarsambandinu, því við erum raf- iðnaðarmenn," sagði Páll. Hann sagði að launataxtar RSI væru til muna hærri en hjá FÍS, auk þess sem félagslegum réttind- um væri betur borgið. Það hefði bæði verið óskað eftir viðræðum við launadeildina og samninganefnd ríkisins, en engin svör borist. í við- ræðum við yfirmenn Pósts og síma hefði hins vegar komið fram að þeir virtust hafa fullan skilning á óskum símsmiða. kasti, að sögn Gísla Runólfsson- ar, skipstjóra á Bjarna Olafssyni AK. Geir Garðarsson, skipstjóri á Helgu, segir að nú sé að sjá fyrstu vísbendingarnar um að loðnan fari að gefa sig og því sé hann vongóð- ur um framvinduna. Þau skip, sem í höfn voru, flykktust á miðir. í gær eftir að áhafnir þeirra náðust saman og voru flest skipin kominn áleiðis í gærkvöldi. Loðnan fannst eins og áður sagði suðaustur af Kolbeinsey. Hún hefur staðið djúpt á þessum slóðum og verið erfitt að ná henni. Aðeins skipin með dýpstu næturnar áttu möguleika á afla framanaf, skip með allt að 100 faðma djúpar næt- ur. Hin rétt náðu að kroppa efst í torfunar og höfðu lítið sem ekkert upp úr krafsinu. Geir Garðarsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir hefðu fengið 900 tonn á tveimur nóttum. Loðnan væri nú farin að ganga eitt- hvað til austurs og grynnka á sér. Við Kolbeinseyna hefði loðan staðið niðri undir 70 föðmum, en þar sem hann væri með 95 faðma djúpa nót, hefði hann náð að kroppa svo- lítið. Nú væri að komast á þetta sem næst eðlileg mynd. Loðnan farin að standa grynnra og þétta sig og hvalurinn kominn á veiði- svæðið. Gísli Runólfsson sagði á ellefta tímanum í gærkvöldi að loðnan héldi sig á 50 til 60 faðma dýpi. Hann sagði þokkalega hafa gengið að ná henni, „skipin ná því að vera stöðugt að vinna,“ sagði hann. Bjarni Ólafsson AK var kominn með um’600 tonn og Gísli reiknaði með að halda til lands með morgnin- um. Hann sagði marga bátana vera orðna signa og hefðu því náð ein- hveiju, hins vegar væri útlitið ekki of gott fyrir nóttina vegna birtu. Veiðin nú er aðeins brot af því, sem var á síðustu haustvertíð. Helga II er til dæmis aðeins komin með 2.600 tonn, en tók 10.000 á haust- vertíðinni í fyrra. Þá veiddust alls um 311.000 tonn. Hafnarfj ör ður: Perum stolið afjólatrénu FJÖLDI ljósapera hefur horfíð af jólatrénu í miðbæ Hafnarfjarð- ar frá því að kveikt var á því á laugardag. í gær var búið að stela öllum perum af neðstu greinum jólatrés- ins, eins langt og hægt var að teygja sig. Lögreglan í Hafnarfirði benti á, að þjófnaðurinn væri algjör- lega tilgangslaus, þar sem perurnar springa ef þær eru settar í venjuleg ljósastæði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.