Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 12

Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6, DEgEMBER 1990 Hulinn vemdarkraftur Bókmenntir Jenna Jensdóttir Eiríkur Jónsson: Lífsstríðið. Æviferð Margrétar Róberts- dóttur frá þriðja ríki Hitlers til Þorlákshafnar. Fróði hf. 1990 Pommem í Þýskalandi var fijó- samt hérað og búgarðarnir stóðu þétt. í þá daga var héraðið nefnt matarbúr Þýskalands. í litlu þorpi, Glansee í Pommern, fæddist Margarete Ida Martha Marten árið 1932. Foreldrar henn- ar vorú Franz Robert Karl Marten búgarðseigandi og kona hans Heidwig anna Elisabet hjúkrunar- kona. I Glansee unnu allir saman að bústörfum. Litla stúlkan, þá fjögurra ára, sat á teppi í sumar- blíðunni og átti ásamt heimilis- hundinum að gæta nautgripanna. „Eins langt og augað eygði mátti. sjá kornakra bylgjast undan léttri golunni og til beggja handa voru grænmetis- og ávaxtagarðar heim- ilanna." Minningar fyrstu bemskuár- anna voru aðeins ljúfar og bjartar. Börnunum fannst lífið fallegt og gott. Pommern var paradís á jörðu. En það syrti að í veröld litlu stúlk- unnar. Sex ára missti hún föður sinn á sóttarsæng og Heidwig stóð ein uppi með börnin sín tvö, Marg- arete og Hans Hermann ellefu ára. Lífið hélt áfram hjá litlu stúlkunni sem nú átti ekki lengur draumaver- öld í Glansee. Stjórnmálaástandið í Þýskalandi og ógnþrungin framvinda þess fléttaði örlög þessarar litlu fjöl- skyldu sem-og annarra. Lífið í Glansee varð brátt háð ákvörðun- um og tilskipan. einræðisherrans Hitlers. Uppeldi Hitlersæskunnar náði einnig þangað. Eiríkur Jónsson notar sem bak- svið aðdraganda og gang heims- styijaldarinnar af spjöldum sög- unnar og tekst að mínu mati mjög vel að draga það inn í frásögn Margarete þegar við á. Martröð styijaldarinnar náði hámarki í lífi þrettán ára stúlkunn- ar Margarete 1945 þegar Rússarn- ir komu til Glansee. Hvatningarorð þeirra — þegar sigur var í augsýn — var að drepa, drepa — taka þýskar konur hvar sem til næðist. Sú skelfing: Er Rússinn þrýsti þrettán ára barninu upp að skítugum einkennisbúningi sínum átti Margarete aðeins eitt ráð. „... Faðir vor ... þú sem ert á himnum ... til komi þitt ríki ... verði þinn vilji ... mamma hjálpaðu mér! „Þá var eins og eitthvað brysti innra með Rússanum.“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem einhver hulinn vemdarkraftur bjargaði Margarete frá slíkum ör- lögum. Og var ekki sá sami kraft- ur að verki 1946 þegar hún áður viðskila við móður sína lenti samt í sömu lest með flóttafólki til Lúbeck? „Þið eruð fijáls ferða ykk- ar, þið eruð í Lúbeck.“ Þær mæðg- ur voru mjög trúaðar og oft var Frásögn án jafnvægis Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Oddný Sv. Björgvins: Níu norna- ljós. (119 bls.). Skákprent 1990. Hér er á ferðinni byijandaverk Oddnýjar. Um er að ræða níu smásögur þar sem konur eru í aðalhlutverki. Iðulega standa þær í stríði við umhverfi sitt, þá aðal- lega karlkynið. Fyrir vikið eru þær stimplaðar eins konar nomir og nomaveiðar því eðlilegt framhald. Til að gefa innsýn í viðfangsefn- ið skal hér stuttlega rakinn þráður einnar bestu sögunnar í þessu safni: í skini rauða kjólsins. Þar segir frá ungri stúlku, fátækri, sem gefur aleigu sína til að eignast rauðan silkikjól. íklædd honum hyggst hún vinna ástir „hans“. Allt fer þó öðmvísi en ráðgert er. Og undir lok sögunnar sefar hún vonbrigði sín með því að níðast á kjólnum. Þessi saga er eins konar hagleg- ur umsnúningur á dæmisögu Krists um kaupmanninn sem seldi allt sem hann átti til að öðlast perluna dým. En mikið lengra nær samanburðurinn ekki. Það verður að segjast eins og er um þessa sögu og bókina í heild: Býsna mik- ill byijandabragur er á þessu byij- andaverki. Bygging sagnanna er yfirleitt ómarkviss. Þær stefna að vísu flestar að einhveiju lokamarki en skortir ýmis frásagnartæknileg atriði til þess að vekja og viðhalda. áhuga lesandans. Þær byija gjam- an í hádramatískri spennu sem síðan er árangurslaust reynt að halda allt til enda með sterkri orða- notkun. Það skortir töluvert að láta frásagnarfléttuna sjálfa skapa spennuna, að efnisatriðin vegist á. Þess vegna er lesandinn orðinn ansi dasaður áður en sérhver saga er að fullu sögð. Trúverðugt samræmi er yfírleitt milli sjónarhoms og frásagnar í þeim sögum sem eru sagðar í fyrstu persónu (t.d. Lífíð býr í augunum þínum og Tímapendúll og tölvutækni). í þeim sögum sem sagðar eru í þriðju persónu nýtir höfundur hins vegar illa þau tæki- færi sem sh'kur frásagnarmáti býð- ur upp á. Sjónarhomið er svo kirfi- lega bundið aðalpersónunni að vandskilið verður hví höfundur hefur ekki skrifað allar sögurnar í 1. persónu. Lesandanum veitist nefnilega svo takmörkuð innsýn í aðrar persónur, af og til afhjúpast þær gegnum einræður en nær aldrei gegnum samtöl. Þar með er komið að öðru at- riði. Dramatísk samtöl eru of sjald- gæf í hlutfalli við fyrirferðarmikinn Oddný Sv. Björgvins söguhöfund. Of mikið ber nefni- lega á því að höfundur segi í stað þess að sýna. T.d. þegar Rósa (í skini rauða kjólsins) hefur mis- heppnað ástarævintýri að baki er lesandanum færð einhvers konar lausn á silfurfati: „Hún verður smám saman svo undarlega létt á sér. Svo óendanlega fijáls. Hún hefur látið hefta sig — í bili. Van- virt líkama sinn. Verið of fljót á sér. „Bíddu þangað til þú fínnur bergmál, frá þér skyldri sál. Litir og draumar verða að finna réttan farveg.““ í þeim fáu tilvikum sem samtöl skipta töluverðu máli eru þau óþægilega reyfarakennd. Eljarar Snædísar (Steinkristallar í lífi og ljósi) ávarpa hver annan „með ískaldri fyrirlitningu“ þegar þeir standa yfír henni, helsærðri: „Steinar gengur ógnandi fast upp að honum: „Eg ráðlegg þér að að sleppa tökum á Snædísi. Héðan af ætla ég að gæta hennar fyrir þér og þínum líkum.“ Hann lyfti hendinni en lætur hana síga: „Þú átt ekki einu sinni kjaftshögg skil- ið,“ segir hann kalt.“ Þótt stíl þessarar bókar skorti töluverða listræna ögun má samt ekki gleyma því að helsti styrkleiki verksins felst í blæbrigðaríku tungutaki. (Dæmi má taka úr upp- hafí sögunnar Hafíð þið heyrt það?: •„Næturgríma, neistahlaðin af óveðurskrákum, sem krunka og kroppa í mannfólkið. íshögl eða blotaþungar snjófergjur skella á þeim, seni hætta sér út fyrir dyr.“) Hugmyndin að þessari bók er líka heildstæð: Níu sögur um jafnmarg- ar konur sem af ólíkum ástæðum verða fyrir aðkasti náungans en láta ekki veldi venjunnar kúga sig til hlýðni. En eins og svo oft áður þá er hér töluverður vegur frá góðri hugmynd að vönduðum veru- leika. Margrét Róbertsdóttir og Eiríkur Jónsson lesið úr biblíunni ógnarárið í Glansee. Eftir fjögur reynsluár í Lúbeck og Kiel beindu örlögin þessari ungu stúlku til íslands ásamt öðru þýsku verkafólki sem kom á vegum Bún- aðarfélags íslands. Margþættir spádómar undramannsins í Hunde- strasse í Lúbeck fóru að taka á sig myndir veruleikans og héldu því áfram. Sautján ára var Margarete orðin vinnukona á Litla-Kollabæ í Fljótshlíð hjá búendum sem virtust fáráðir og einrænir og það ásamt kunnáttuleysi beggja aðila í tungu- máli hins olli ungu stúlkunni stund; um óbærilegri raun að búa við. Á þeim tíma urðu þær breytingar í lífi hennar: að hún skipti um nafn án þess að óska sérstaklega eftir því- — “ en hún undi því vel. Margrét Róbertsdóttir mætir vissri lífsreynslu- á íslandi fyrsta árið. En gott fólk, einkum á Sámsstöð- um, ásamt hinni miklu náttúrufeg- urð í Fljótshlíðinni bjarga henni. Og þannig fetar unga stúlkan Margrét lífsferð sína í nýju landi og verndarkrafturinn ósýnilegi leiðir hana æ nær hamingju sinni. Spádómarnir frá Lúbeck virðast — hver af öðrum rætast — án þess að hún trúi á þá. 15. ágúst og Margrét hrekkur við — örlagadagur í lífi hennar. Átján ára gerist hún ráðskona hjá Ingimundi Guðjónssyni og sex ára drengnum hans, Jónasi. Þótt Ieiðir skilji um stund liggja þær saman á ný. Fallegt er bréfíð sem Jónas litli skrifar Margréti til Þýskalands og biður hana að koma til þeirra feðga aftur. Þau Ingimundur gift- ast árið 1960 hann var 15 árum eldri en hún. Það snertir lesanda djúpt að sögulok gerast í ágúst 1990 er Eiríkur Jónsson og Margrét Ró- bertsdóttir eiga góðar stundir í glampandi sólskini við bæjarrúst- irnar á Litla-Kollabæ. Hún 58 ára gömul ekkja — haldin ólæknandi sjúkdómi. Orð hennar í lokakafla gefa glögga sýn í lífsferð hennar á ís- landi. „Mér fínnst ég vera Fljóts- hlíðingur. Hér hóf ég nýtt líf sem Islendingur og hvergi á íslandi er fegurra." Og árin þeirra Ingimund- ar í Þorlákshöfn með bömunum þeirra sem eru þijú: Elísabet Anna, Róbert Karl og Albert Ingi. „Ég held ég hafí elskað Ingimund frá fyrsta degi án þess að gera mér grein fyrir því. Hann var dásamleg manneskja, góður maður, tillits- samur en ákveðinn og hafði efni á að vera það. Hann var músíkalskur fram í fíngurgóma, mikill húmor- isti, hestamaður, góður faðir og góður eiginmaður. Við rifumst aldrei.“ Margrét Róbertsdóttir er svo heppinn að fá til liðs við sig mann sem sameinar látleysi og sálarþrek hennar athygli sinni og hugsunum — og þannig drýpur úr penna hans óvenju sterk og heilsteypt saga þess sem margt hefur reynt sárt en ávallt átt innri styrk sem les- anda fínnst hafa varðað mestu. Unnið vissan lífssigur — en hreyk- ir sér hvergi. Hér fæst Eiríkur Jónsson við verkefni sem sómir honum, ber 'Vott um ótvíræða hæfileika hans og vísar á það besta sem í honum býr. Bókin er áhrifarík, sönn og máttug í eðli sínu. Að mínu mati má ævisaga, sem getur skyggt á þessar minningar nú í jólaflóðinu, hafa mikið til brunns að bera. Ljós- myndir erú margar í bókinni og fylgja að nokkru eftir æviferli Margrétar. Óviðráðanlegur prent- villupúkinn hefur aðeins látið ljós sitt skína. Að öðru leyti er mjög vandað til útgáfunnar. Stórmerk saga. Hönnun kápu annaðist Teiknideild Fróða hf. Saga úr sjávarþorpi __________Bækur_______________ Eðvarð Ingólfsson Ármann Kr. Einarsson: Gegnum fjallið. Vaka-Helgafell 1990. Ármann Kr. Einarsson þarf vart að kynna. í meira en hálfa öld hefur hann glatt íslenska æsku með verkum sínum. Hann hefur ritað hátt á fjórða tug bóka - og ekki enn látið staðar numið þó að árin séu að verða áttatíu. Nýja bókin heitir Gegnum fjall- ið. Hún gerist í afskekktu og ein- angruðu byggðarlagi úti á landi. Mikil deyfð er yfír mannlífinu enda atvinnulíf bágborið. Fiskimið, sem eitt sinn voru gjöful, hafa brugðist og því hafa margir flust burtu. íbúarnir hafa hvorki haft prest né lækni í langan tíma. Allt virðist á niðurleið. Aðalsöguhetjan heitir Broddi. Hann fer oftast einförum og þarf að þola bæði háð og spott frá skóla- félögum sínum. Eitt sinn dreymir hann draum þess efnis að íbúarnir muni fá nýjan prest sem geri kraftaverk í byggðarlaginu. Nokkru seinna rætist draumurinn. Séra Páll verður mikil lyftistöng • bæði fyrir atvinnu- og menning- arlíf staðarins. Einn íbúanna, Alli aflakló, vitnar líka um það í sög- unni: „Séra Páll er postuli nýrra tíma,“ segir hann hæstánægður. Prestsdóttirin, Petrína, sem einnig var í draumnum, verður góður vinur Brodda. Þau lenda í ýmsum ævintýrum saman. Hún er tákn fyrir hið góða, tekur oft mál- stað hans í skólanum og stappar í hann stálinu. Hún á mikinn þátt í að lokka hann út úr einsemd sinni - enda segir hann við hana í lok sögunnar: „Þú komst til mín í draumi og draumurinn hefur ræst.“ Ekki eru alltaf skörp skil milli raunsæis og ímyndunar í sögunni - en það gerir ekkert til. Ármann er lúmskur í glettni sinni. Þegar' presturinn og dóttir hans flytjast á prestsetrið er miðstöðin þar bil- uð. Þau grípa þá til þess ráðs að fá lánaða bleikrauða björgunar- galla hjá slysavarnasveitinni til að geta haldið á sér hita fyrstu næt- urnar. Tveir strákar, sem sjá prest- inum bregða fyrir í björgunargall- anum, verða skelfingu lostnir og halda að hann sé geimfari! Dregin er upp raunsönn mynd af lífi í sjávarþorpi. Fólkið á margt sameiginlegt. Þegar vel fiskast gleðjast allir, ungir sem gamlir - og sjómennirnir gefa vinum og kunningjum í soðið. Þegar illa gengur verða allir daprir. Börnin eru samofín þessari lífsheild enda hafa þau miklu víðari sjóndeildar- hring og eru að mörgu leyti þrosk- aðri en börn í höfuðborginni. Þeir sem eiga eða hafa átt heima í sjáv- arbyggð munu kannast við öll þessi myndbrot. Ármann er góður sögumaður. Stíll hans er viðfelldinn og hann á auðvelt með að skapa spennu. Sag- Ármann Kr. Einarsson an flytur góðan boðskap: Það á ekki að ráðast á minnimáttar. Það er Ijótt að uppnefna aðra. Fólk á að treysta Guði. Þessi bók á sannarlega erindi til barna og unglinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.