Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
Afbökun EB á fullveldisjafnrétti ríkja:
Hug’sað upphátt með
Sigurrós Þorgrímsdóttur
eftir Hannes Jónsson
í grein minni í Mbl. 20. nóvember
sl. komst ég að þeirri niðurstöðu á
grundvelli upplýsinga frá aðalstöðv-
um EB í Brussel, að vægi íslands
við ákvarðanatöku í EES yrði 1/96,
ef reglur EB yrðu lagðar til grund-
vallar. Þessu til staðfestu birti ég
myndrit frá EB og lista um vægi
atkvæða í æðstu valdastofnun EB,
ráðherraráðinu, og framreiknaða við-
bót vegna EFTA-ríkjanna.
Ljóst er af þessum og öðrum gögn-
um, að EB afbakar ekki aðeins
fríverslunarkenninguna í fram-
kvæmd heldur einnig eina grundvall-
arreglu þjóðarréttarins, sem hefur
verið smáríkjum til trausts og halds,
þ.e. regluna um fullveldisjafnrétti
ríkja, smærri og stærri.
I tilefni skrifa minna birti Sigurrós
Þorgrímsdóttir hugleiðingar um áhrif
smáríkja við ákvarðanatöku EB. Hún
vefengir ekki að rétt sé farið með
tölur um gildandi atkvæðavægi en
segir: „Osennilegt er, að EFTA-ríkin
samþykki að áhrif þeirra í sameigin-
legri ákvarðanatöku verði svo lítil.“
(Samtals 20 EFTA-atkvæði af 96
og 1 atkvæði íslands af 96.)
Skynsamt fólk deilir ekki um stað-
reyndir. Þess vegna verður ekki um
það deilt, að samninganefndir EFTA
og EB um EES samþykktu að reglur
EES verði byggðar á gildandi lögum
og reglum EB, „acquis communauta-
ire“. Þetta var m.a. staðfest í skjali
um niðurstöður könnunarviðræðn-
anna, sem birt var 20. mars sl.
Hitt er líka staðreynd, að EB und-
irbýr nú tillögur um stjórn og stofn-
anir EES, sem ráðgert er að leggja
fram á fundi utanríkisráðherra
bandalaganna 4. desember nk. Frétt-
ir herma, m.a. frásagnir Benedikts
von Tscharner, sendiherra Sviss hjá
EB, að þar verði EFTA-ríkjunum, í
samræmi við reglur EB, ætluð tak-
mörkuð áhrif við ákvarðanatöku. Er
nú talið að þetta með öðru geti siglt
samningunum um EES í strand. Það
breytir ekki grundvelli útreikninga
minna heldur staðfestir þá.
Samþykkt með neitunarvaldi?
Sigurrós fer nokkrum orðum um
það sem hún nefnir „neitunaivald"
í ráðherraráði EB. Vitnar hún til
Lúxemborgarsamþykktar frá 1966 í
því sambandi og frumkvæðis Frakka.
Síðan eru bara liðin 24 ár og 21 ári
síðar, 1. júlí 1987, tóku Einingarlög
EB gildi og breyttu ýmsum meginat-
riðum Rómarsáttmála frá 1957.
Samkvæmt hinum nýju Einingarlög-
um má nú afgreiða mál, sem áður
þurfti einróma samþykki í ráðherrar-
áðinu, með auknum meirihluta. Og
í tillögum um frekari þróun í sömu
átt, sem ráðgert er að taka fyrir í
desember 1990, er gert ráð fyrir að
einföld meirihlutasamþykkt nægi í
flestum málum. Þetta rökstyður
framkvæmdastjórnin, sem tók frum-
kvæðið, með því m.a. að ákvæði um
Margréttuð hádegisveisla
á nýja Aski:
Súpadagsins
Glæsilegur salatbar
Fjallagrasapaté m/vínberjum
Reyktur la /eggjahlaupi
Marineruð síld og kryddsíld m/rúgbrauði
Rauðsprettuflök m/remolaði
Danskar kjötbollur m/kartöflusalati
Nautagúllas m/kartöflurnauki
Þýsk bjórpylsa m/paprikukartöflurn
ítalskur pastaréttur (Lasagna)
ondonlamb m/sveppasósu
FYRIR AÐEINS 980 KR
Nýi Askur býdur starfsfólk stórra og smárra fyrirtækja velkomið í hádeginu!
Ef þið vitjið vera út af fyrirykkur höfum við iitinn sai sem rúmar
10 -15 manns - en þá verðw að þanta með fyrirvara.
samhljóða samþykki eða aukinn
meirihluta tefji fyrir afgreiðslu mála.
Þróunin virðist því vera öfug við sjón-
armið Sigurrósar.
En burtséð frá ofmatinu á neitun-
arvaldinu innan ráðherraráðs EB má
spyija: Hefur nokkur aðili komið
fram máli á alþjóðavettvangi með
neitunarvaldi? Það er hægt að stöðva
framgang máls með neitunarvaldi
en með því er ekki hægt að ná fram
samþykki við mál. Til þess þarf að
koma jákvæð afstaða, atkvæðamagn
með tillögu. Mynda þarf meirihluta
með jákvæðu atkvæðamagni. Aðilar
koma einfaldlega engu máli fram
með því einu að vera á móti, beita
neitunarvaldi.
Þetta hélt ég að allir vissu.
Leiðtogaráðið
Það er rétt, sem Sigurrós segir,
að ég gat ekki uin leiðtogaráð EB í
grein minni 20. nóvember. Ástæðan
var sú, að ég var að ræða þær 4
aðalstofnanir, sem „lúta lögbundnu
skipulagi Rómarsáttmála" frá 1957.
I honum er ekki minnst á leiðtogaráð-
ið því það var ekki til í upphafi banda-
lagsins.
Leiðtogaráðið varð ekki til sem
formleg og föst stofnun EB fyrr en
með gildistöku Einingarlaganna
1987, þótt það hafi starfað fram að
þeim tíma sem óformlegur hópur
áhrifamanna allt frá árinu 1975.
Enda þótt hlutverk leiðtogaráðsins
sé ekki skilgreint í Einingarlögunum,
hefur það allt frá 1975 fjallað um
og leitað lausna á stjórnmálalegum
vandamálum, sem upp hafa komið
og tafíð framgang markmiða banda-
lagsins. Þetta hefur það gert með
ábendingum til ráðherraráðsins, sem
er hinn formlegi ákvörðunaraðili og
löggjafi EB, ekki leiðtogaráðið. Vildi
ég í fullri vinsemd benda Sigurrósu
á að lesa bls. 35-43 í bók minni
„Evrópumarkaðshyggjan“, þar sem
ég fjalla um leiðtogaráðið og aðrar
stofnanir EB. Þar er líka að finna
uppdrætti af formlegri ákvarðana-
töku EB, sem aðalskrifstofan í
Brussel lét mér í té í júlímánuði sl.
Þykist ég viss um, að Sigurrós telur
sig ekki vita betur um þeirra skipu-
lag en þeir sjálfir.
Lokaorð
Ég hef ekki svo lítinn metnað fyr-
ir hönd fullvalda og sjálfstæðs lýð-
veldis á íslandi, að ég telji okkur
sæmandi að fóma hluta af fullveldi
okkar fyrir félagsskap, sem mundi
Hannes Jónsson
„Okkar besti kostur í
stöðunni er fyrri val-
kosturinn, sem EB bauð
EFTA upp á 17. janúar
1989, þ.e. að efla og
bæta gildandi tvíhliða
fríverslunarsamninga
við EB.“
veita okkur áhrifahlutfall við ákvarð-
anatöku upp á 1/96.
Hvað værum við þá búin að gera
við rétt okkar til fullveldisjafnréttis
ríkja að þjóðarétti?
Þegar við fullveldisafsalið og
áhrifaleysið við ákvarðanatöku bæt-
ist svo, að við hefðum engan beinan
fjárhagslcgan eða viðskiptalegan
ábata af aðild að EES umfram það,
sem við gætum haft með frekari
útfærslu og viðbótum við gildandi
fríverslunarsamninga, þá finnst mér
tími til kominn að fólk hætti fyrir
íslands hönd að elta mýrarljós EES
og EB.
Okkar besti kostur í stöðunni er
fyrri valkosturinn, sem EB bauð
EFTA upp á 17. janúar 1989, þ.e.
að efla og bæta gildandi tvíhliða
fríverslunarsamninga við EB, þ. á m.
með sérsamningum um . fríverslun
með saltfisk og saltsíld svo qg fneð
ýmsum viðbótum um að fyrirbyggja
tæknilegar viðskiptahindranir, sam-
ræmingu staðla og fleira þess háttar.
Samhliða þessu þyrftum við að
treysta okkar fríverslunarkerfi með
tvíhliða fríverslunarsamningum bæði
vestur til Bandaríkjanna og annarra
Ameríkuríkja, Austur-Evrópu og
Asíu án þess að múra okkur inn í
Evróputollmúr.
Höfundur er fyrrvernndi
sendiherrn.
Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir
Félagar hjálparsveitarinnar berandi sleðann.
Hveragerði:
Hjálparsveitin kaupir vélsleða
Hveragerði.
HJÁLPARSVEIT skáta í Hveragerði festi nýlega kaup á tveim nýjum
vélsleðum af Arctic Cat Cheeah-gerð. Hafa þeir fengið annan afhent-
an, en sá síðari er væntanlegur í desember.
Til að afla fjár til sleðakaupanna flugelda- og jólatréssölu og útgáfu
Suðurlandsbraut 4 • Sími 38550
' var ákveðið að safna áheitum gegn
því að félagar hjálparsveitarinnar
bæru annan sleðann frá Reykjavík
til Hveragerðis. Sú ferð gekk furðan-
lega vel og vakti uppátækið verð-
skuldaða athygli.
Umsvif hjálparsveitarinnar eru
stöðug að aukast, en fjárhagurinn
er þröngur. Félagarnir afla fjár með
dagatals. Þá styður Hveragerðisbær
við bakið á sveitinni með ýmsu móti.
Hjálparsveitin er oft búin að sanna
ágæti sitt við leitarstörf og margs
konar hjálparstarf sem verður aldrei
fullþakkað.
Þeir félagar þakka góðan stuðn-
ing við sleðakaupin.
- Sigrún