Morgunblaðið - 06.12.1990, Side 30
m
MORðOHBLAÐIÐ 'KIMMTUDAGUR 6,‘DESEMBER 1900
Rými á sjúkrahúsum
eftir Ólaf Ólafsson
í heilbrigðisskýrslum má lesa um
að lengi hafa íslendingar búið vel
hvað varðar fjölda sjúkrarúma mið-
að við hin Norðurlöndin.
Á síðustu áratugum hafa orðið
miklar breytingar á vistunarmálum
meðal nágrannaþjóða. Sérhæfðum
deildum hefur fjölgað og heima-
hjúkrun hefur eflst_ mjög vegna
samfélagsbreytinga. í þessari grein
verður fjallað um hvernig við ís-
lendingar höfum staðið okkur í
þessari þróun.
í töflu 10 má lesa um fjölda og
skiptingu rúma eftir sjúkrahús-
deildum á Norðurlöndum.
Almenn sjúkrahús
Mun fleiri sjúkrarúm eru á heil-
sugæslusjúkrahúsum og á almenn-
um sjúkrahúsum á íslandi og Finn-
landi en í hinum löndunum, en um
og yfir 90% rúmanna eru rekin sem
elli- og hjúkrunarrými. Skýringin
er sú að í Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku hefur almennum sjúkrahús-
um úti á landsbyggðinni verið
breytt í elli- og hjúkrunardeildir.
íslendingar eru þó í nokkrum sér-
flokki því að skurðstofustarfsemi,
með vel búinni aðstöðu, er rekin
víða á almennum sjúkrahúsum úti
á landsbyggðinni enda er þess víða
þörf. Þar er þó nær eingöngu rekin
minni háttar skurðstofustarfsemi,
t.d. eru gall-, maga-, þarma- og
nýrnaaðgerðir sjaldan gerðar þar.
Gerð hefur verið tilraun til þess
að draga úr áðumefndri skurðstofu-
uppbyggingu og sérhæfðri mönnun
þeirra, en þær hafa flestar mætt
harðri mótstöðu heimamanna og
áhrifamanna. Lífí og heilsu er þó
ekki stefnt í voða þótt skurðstofuað-
staða væri lögð niður á nokkrum
stöðum í dreifbýli. Samfara þessari
breytingu þyrfti að bæta verulega
samgöngur. Slík breyting mun því
taka nokkurn tíma.
Deildarskipt sjúkrahús
Hlutfall deildaskiptra sjúkrahúsa
af heildarsjúkrarými er svipað á
Norðurlöndum. Með tilkomu
„læknahúsa" hefur mikið af minni
Tafla 10. Skipting rúma eftir deildum á Norðurlöndum á 100.000
íb. 1987.
í D F N S
l)Lyflæknis-, skurð- og geðdeildir og aðrar sérdeildir 630 585 865 540 640
2)Almenn sjúkrahús1 3502 26 3552 21 29
3) Endurhæfingar-,1 hjúkrunardeildir, elliheimili 1007 1023 661 1276 1235
Alls: 1986 16523 1861 1836 1907
Fjöldi rúma (2+3) á 100.00 íb. 1356 1043 996 1297 1264
1) Umönnunarstofnanir.
2) Mestur fjöldi þessara rúma er í reynd hjúkrunarrými, sbr.
athugasemd í texta.
3)Allmörg rúm eru færð undir félagsmálaráðuneyti og um
fjölda þeirra er ekki vitað.
(Yearbook of Nordic Statistics 1988-’90)
háttar aðgerðum verið fiutt frá
þessum sjúkrahúsum. Sem dæmi
má nefna að á árinu 1984 voru
framkvæmdar um 500 aðgerðir
(æxlis-, æðahnúta- og kviðslitsað-
gerðir) á einni læknastöð í
Reykjavík en 1987 hafði þessum
aðgerðum fjölgað um 65%. En
vegna mikilla framfara í skurð- og
svæfingartækni hefur vandasömum
og viðameiri aðgerðum fjölgað
verulega svo að „sjúklingaþ}mgdin“
hefur aukist mikið og sérhæfðum
deildum hefur því fjölgað.
Eftirfarandi sérhæfðar deildir,
einar sinnar tegundar, eru reknar
á sjúkrahúsum í Reykjavík.
Landspítalinn: hjartaskurðdeild,
háþrýstingsdeild (göngud.), lungna-
deild, gigtardeild, krabbameins-
deild, taugadeild, taugalífeðlis-
fræðideild (rannsóknad.), kvensjúk-
dómadeild, fæðingardeild'), vöku-
deild nýbura, húðdeild, bamageð-
deild, barnaskurðdeild, blóðskilun-
ardeild, sykursýkisdeild (göngu-
deild), lýtalækningadeild, blóð-
banki, isotopastofa, sýklarann-
sóknadeild, veirurannsóknadeild,
deild fyrir þroskahefta, áfengismeð-
ferðardeild, meinafræðideild,
ónæmisfræðideild, öldrunarlækn-
ingadeild2
Borgarspítali: slysadeild, tauga-
skurðdeild, HNE-deild (alnæmis-
deild).
Landakot: augndeild.
Morgunblaðið/Emilía
Guðbjörg Lind Jónsdóttir við eitt verka siiina.
Guðbjörg Lind sýnir
málverk í Slunkaríki
GUÐBJÖRG Lind Jónsdóttir opnar málverkasýningu laugardag-
inn 8. desember kl. 16.00 i Slunkaríki á ísafirði. Á sýningunni
eru verk unnin á síðastliðnu ári.
Guðbjörg Lind er fædd á
ísafirði árið 1961. Hún stundaði
nám í Myndlista- og handíðaskóla
íslands og útskrifaðist frá málun-
ardeild vorið 1985.
Þetta er fímmta einkasýning
Guðbjargar en hún hefur einnig
tekið þátt í samsýningum bæði
hér heima og erlendis.
Slunkaríki er opið frá fimmtu-
degi til sunnudags frá kl. 16-18.
Sýningin stendurtil'30. desember.
1) Nokkur fæðingarrúm eru á
Fæðíngarheímilinu.
2) Á Borgarspítala er öldrunar-
lækningadeild hluti lyflækninga-
deildar.
Alls 29 sérdeildir eru því reknar
í dag og þess vegna er starfsemi
þessara þriggja sjúkrahúsa að
mörgu leyti ólík.
Á tveimur spítölum eru reknar
barna-, geð-, endurhæfingar- og
öldrunardeildir og á öllum spítölum
eru reknar bæklunar-, bijósthols-
skurð-, þvagfæraskurð-, svæfing-
ar-, gjörgæslu-, röntgen-, blóð-
meinafræði- og meinefnafræði-
deildir.
Á almennum lyflækninga- og
handlækningadeildum á þremur
spítölum eru starfandi sérfræðingar
á ýmsum sérsviðum, sem yfirleitt
er talin nauðsyn til þess að slíkar
deildir standi undir nafni. Má þar
nefna sérfræðinga í blóð-, lungna-,
nýma-, meltingarfæra-, hjarta-,
æða-, innkirtla-, smit- og öldrunar-
sjúkdómum.
Umönnunarstofnanir
Ef litið er á heildarsjúkrarými á
almennum sjúkrahúsum, endurhæf-
ingar-, elli- og hjúkrunardeildum,
m.a. geðhjúkrunardeildum, kemur
í ljós að rúmafjöldi er mestur á ís-
landi borið saman við hin Norður-
löndin. Þetta er þversögn því að
mun færrí 65 ára og eldrí búa á
íslandi en þar. Ef að er gáð vistast
nú um 10% 65 ára og eldri á elli-
og hjúkrunarheimilum áíslandi en
3-7% á öðrum Norðurlöndum. Séu
þjónustuíbúðir meðtaldar vistast
13% 65 ára og eldri á stofnunum
á íslandi, en 7-9% á öðrum Norður-
löndum. Önnur þversögn er að
stofnunum fyrir rólfært fólk fjölgar
en hjúkrunarheimili sitja á hakan-
um.
Heimahjúkrun
Um hlutfallslegan fjölda sjúkl-
inga sem sinnt er með heimahjúkr-
un má lesa um í töflu 11.
Ólafur Ólafsson
„Landlæknisembættið
þekkir fleiri dæmi þess
að sjúklingar hafa orðið
fyrir verulegu heilsu-
tjóni vegna langrar bið-
ar.“
þungt í kostnaði við heilbrigðis- og
tryggingaþjónustuna.
Hugsanlegar breytingar
í Reykjavík
Lengi hafa verið uppi hugmyndir
um að breyta Landakotsspítala í
hjúkrunardeild. Þar eð 25-30% af
rúmum deildaskiptra sjúkrahúsa
hafa verið tekin úr notkun um
þriggja til fjögurra mánaða skeið á
undanförnum 2 árum, telja margir
að • þesi breyting eigi rétt á sér.
Sjálfsagt mætti flytja verulegan
hluta af skurð- og lyflækningaað-
stöðu frá Landakoti yfir í B-álmu
Borgarspítala. Áætláðar hjúkrunar-
deildir sem ætlað er pláss í B-álmu
fengju þá inni á Landakoti.
Þessar breytingar gætu þó valdið
meiri þrengingum á sérdeildum
sjúkrahúsa í Reykjavík en nú er,
en biðlistar bæklunar-, þvagfæra-,
æða-, háls-, nef- og eyrnadeilda
tala slnu máli. Trúlega er besti
kosturinn að sameina rekstur Borg-
arspítala og Landakotsspítala.
Borgarspítalinn er eini spítalinn
sem hefur verulega stækkunar-
möguleika með tilliti til landrýmis.
Samantekt
1. Hlutfallslegur fjöldi rúma í
sérdeildum er svipaður á íslandi og
öðrum Norðurlöndum. Tæp 4.000
þúsund manns bíða eftir meðferð á
bæklunar-, þvagfæra-, æða-, háls-,
nef- og eyrnadeildum og lýtalækn-
Tafla 11. Fjöldi sjúklinga í heimahjúkrun á 1000 íb., 65 ára og eldri.
ísland 89,8 Finnland 174,7
Danmörk
273,0 Noregur 160,7
(Health Stat. Nordic Countries 1988.)
Tafla 12. Hvar býr fólk 65 ára og eldra á Norðurlöndum
í heimahúsum
í þjónustuíbúð
Á elli-/hjúkrunarheim.
I D F N S
87,2 93,4% 92,7% 92,6% 91,3%
3,1% 1,4% 1,0% 0,4% 5,7%
9,7% 5,2% 6,3% 7,0% 3,0%
100% 100% 100% 100% 100%
(Yearbook Nord. Stat. 1989/90)
Mun fleira eldra fólk býr á stofn-
unum hér á landi en í nágrannaiönd-
unum.
Heimahjúkrun og heimahjálp
hefur ekki verið sinnt nægilega vel
og veldur því að hlutfallslega vist-
ast fleiri á umönnunarstofnunum
hér á landi en í nágrannalöndunum.
Stefna okkar I elliheimilismálum
hefur verið röng. Fólk er gert óvirkt
um aldur fram. Kostnaður sem af
þessu hlýst er verulegur og vegur
ingardeildum, svo ekki er veijanlegt
frá mannúðar- og líknarsjónarmiði
að draga meir úr fjárstreymi til
þessara deilda en orðið er.
Landlæknisembættið þekkir fleiri
dæmi þess að sjúklingar hafa orðið
fyrir verulegu heilsutjóni vegna
langrar biðar. En vissulega er borð
fyrir báru fyrir nokkra hægræðingu
á þessum deildum.
Nú eru reknar 29 sérhæfðar
deildir, einar sinnar tegundar, á
sjúkrahúsum í Reykjavík, svo að
hagsýni og hagræðingar hefur gætt
í skipulagsmálum þeirra. Staðhæf-
ing um að starfsemi þriggja sjúkra-
húsa hér í borg sé svipuð er því
röng. Til eru þeir sem eru talsmenn
samkeppni og telja að barátta
„frumeindanna" sé forsenda hag-
sýni. Staðreynd er þó að heilbrigðis-
þjónustan líkt og samfélagið blómg-
ast best með samvinnu og samhjálp
eins og best hefur komið fram á
íslandi. Með samvinnu þeirra er
reka og starfa á sjúkrahúsum mætti
ná frekari hagræðingu en nú er
með því að:
— sameina (eða reka í samvinnu)
Borgarspítalann og Landakotsspít-
ala (betri nýting) án þess að dregið
verði úr starfsemi sérhæfðra deilda.
— fækka þráðavaktarsjúkrahús-
um í tvö í stað þriggja.
— fækka og sameina bakvaktir
lækna.
— fjölga fimm-daga deildum.
— fjölga hjúkrunarrúmum svo
að hjúkrunarsjúklingar „teppi“ ekki
rúm á sérhæfðum deildum.
Reykjavíkurborg virðist seint um
síðir hafa tekið við sér í þessu efni.
— frekari tilraunir verði gerðar
með sérhæfðar aðgerðir, svo sem
þvagfæra- og bæklunarskurðað-
gerðir, verði framkvæmdar á vel
búnum sjúkrahúsum á landsbyggð-
inni. Landlæknisembættið vinnur
að þessu í samvinnu við sérfræð-
ingafélögin.
2. Þó að fjöldi 65 ára og eldri
sé hlutfallslega minni á Islandi en
í nágrannalöndunum, vistast fleiri
á umönnunarstofnunum (almenn
sjúkrahús, endurhæfíngar-* 1, hjúkr-
unardeildir og elliheimili)) en í ná-
grannalöndunum. Þessi stefna hef-
ur í för með sér verulegan umfram-
kostnað. Ástæðurnar eru aðallega
tvíþættar: a) ónóg heimaþjónusta
og b) að vistunarmat vantar fyrir
sjúklinga er leggjast inn á umönn-
unarstofnanir. Ofaglært fólk ræður
um of innlögnum. Það er óskiljan-
legt með öllu að Alþingi hefur hvað
eftír annað komið í veg fyrir að
innlagnir á vistheimili skuli háðar
sömu skilyrðum og innlagnir á aðr-
ar sjúkrastofnanir.
1 Sumar endurhæfíngardeildir, s.s.
á Reykjalundi, Grensásdeild,
Landspítala og víða á Norður-
löndum, falla undir sérhæfðar
deildir, en margar eru reknar í
nánum tengslum við öldrunar-
deildir svo að erfitt er að flokka
þær sundur. Endurhæfingardeild-
ir á öllum Norðurlöndunum eru
settar í flokk umönnunarstofnana
til þess að fá nákvæmari saman-
burð.
3. Heimahjúkrun og heimahjálp
hefur ekki verið sinnt í takt við
þróunina. Þess vegna verður að
efla heimahjúkrun og heimahjálp
og draga úr elliheimilisbyggingum.
Ótímabær elliheimilisvistun dregur
úr virkni fólks. Útgjöld heilbrigðis-
þjónustunnar eru vegna hinna
óvirku þegna en ekki þeirra virku.
4. Reisa hverfisbundin hjúk-
runarheimili þar sem eldra fólkið á
rætur. Margar niðurstöður benda
eindregið til þess að stóru hjúk-
runarheimilin hafi lifað sína daga.
Heppilegasta rekstrareiningin er
50-60 rúma hjúkrunarheimili en
ekki risastofnanir eins og sumir
stjórnmálamenn álíta. Þetta fyrir-
komulag dregur úr meðal annars
„stjómunarkostnaði" stofnana sem
nú fer ört vaxandi. Stofnanir af
þeirri stærð standa undir heimilis-
nafninu. Samskipti vistmanna og
starfsfólks verða mannlegri og vist-
unin heimilislegri. Aðstandendum
falla betur minni stofnanir en þær
stærri.
Veigamikill liður I að draga úr
kostnaði við hjúkrunarþjónustu er
að aðstandendur taki vaxandi þátt
í umönnun vistmanná og slík þátt-
taka er mun auðveldari ef heimilið
er reist í hverfinu.
5. Efla til muna heilsugæsluna.
Sem dæmi má nefna að Finnar, er
búa við svipaða velferð og við, veija
um 43% af heildargreiðslum vegna
heilbrigðisþjónustunnar til heilsu-
gæslu en við mun minna. Hlutfall
Finna til heilbrigðisþjónustunnar af
vergri þjóðarframleiðslu er nú um
6,5 en á Islandi 8,4 (OECD 1990).
Höfundur er landlæknir.