Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 52

Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Staðreyndir og útúrsnúningar eftirlngo Wershofen Núna í haust hafa ferðamál á Islandi fengið meira rými í dagblöð- unum en á undanförnum árum. T.d. skrifaði Birna G. Bjarnleifs- dóttir tvær langar greinar (Mbl. 10.10. og 12.10.) og rökkstuddi vel nauðsyn þaulþjálfaðs starfsfólks og mikilvægi góðrar menntunar fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein okk- ar. Ragnar Alexander Þórsson birti „opið bréf til allra sem starfa við móttöku erlendra ferðamanna á Is- landi“ (Mbl. 13.11.), þar sem hann hvetur ferðaþjóna (mitt innlegg fyr- ir „starfsmenn í ferðaþjónustu") til að sýna og sanna samvinnu. Einnig leggur hann áherslu á það að ís- lenskum aðilum verði gert kleift að standa vel að vígi í samkeppni við erlenda aðila. Fleiri greinar hafa birst, bæði eftir aðra höfunda og í öðrum dagblöðum. Helgina 13.-14. október var haldin ráðstefna um ferðamál í. Reykjavík og fylgdu nokkur blaðaskrif í kjölfarið. Sjálfur tók ég penna í hönd (Mbl. 31.10.) og reyndi að benda á nokk- ur atriði, sem ég skoðaði með aug- um aðflutts manns. Ástæður fyrir grein minni voru margfaldar. Ein ástæðan voru fullyrðingar í Lesbók Mbl. þann 17. ágúst, sem ég gat ekki sætt mig við. Fullyrðingarnar komu fram í grein eftir Oddnýju Sv. Björgvins um austurrísku ferða- skrifstofuna KNEISSL. Ég kallaði grein hennar (sem mér skilst núna að hún vilji alls ekki kalla „grein“ heldur einungis ,,viðtal“) lofsöng, þar sem mér fannst að hér væri um einhliða umfjöllun að ræða. Erlendur aðili sem gerir út á okkar Jólatilboð íhádeginu alla daga í desember í desember verður sérstakt jólatilboð í hádeginu. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur, sem hver velur að vild af seðli dagsins. Forréttir Hreindýrapaté með púrtvínslauk og rifsberjum Laxaterrine með fennelkryddsósu Blandaðir síldarréttir á íssalati Súpa dagsins Aðalréttir Gufusoðin rauðsprettuflök með sveppamauki og hvítvínssósu Eldsteikt stórlúða með biaðlauk og rjómasauternssósu Grísarifja með píkantsósu Gljáður hamborgarhryggur Nautahryggsneið með perlulauk og fieski Eftirréttir Jólapúns með munngæti Mocca rjómaís Forréttur, aðairéttur og eftirréttur frá kr. 995 án þess að slakað sé á gæðakröfunum * Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 land fékk hér góða auglýsingu, sem hann á að mínu mati ekki skilið, þar sem mér finnst margt athuga- vert við starfsemi hans. Viðbrögðin A_ð því er ég fæ best séð höfðu blaðaskrif mín þrenns konar afleið- ingar. í fyrsta lagi var það mikill fjöldi fólks, bæði góðir kunningjar úr mörgum vertíðum (t.d. skála- verðir, iandverðir, afgi'eiðslufólk á hótelum og í söluskálum) og aðrir sem ég mundi ekki alltaf jafnglögg- lega eftir, sem tóku í höndina á mér og þökkuðu fyrir mjög svo þarfa blaðagrein. I öðru lagi bentu nokkrir starfs- kraftar inniendra ferðaskriftstofa mér á að maður nafngreini ekki erlendan aðila sem hafi sent marga ferðamenn til Islands í mörg ár. Skilst mér að það gildi fyrst og fremst hafi maður eitthva,ð við starfsemi þessa aðila að athuga. Ef um lofsöng er að ræða er víst allt í lagi að nafngreina hann (sam- anber fyrri grein OSvB). í þriðja lagi birtist þann 22. nóv- ember löng grein eftir höfund ofan- greinds lofsöngs, Oddnýju Sv. Björgvins, blaðamann Mbl. í þess- ari grein reynir hún að rífa flestar ábendingar mínar í tætlur, þó svo að aðeins lítill hluti greinar minnar hafi snúið að hennar frásögn. Vinnubrögð og talnaleikir Getur verið að konan gangi með þá hugmynd, að hún hafi verið að- altilefni greinar minnar? Þá mun það eflaust vekja furðu hennar ef ég fullyrði að greinin var ekki skrif- uð um hana, heldur um vanda þann í ferðamálum hérlendis sem stafar m.a. af tilgreindum erlendum aðila. Mér þykja rangtúlkanir, spádómar og framtíðarsýn Oddnýjar bera vott um vanþekkingu á umræddu efni, bera vott um löngun til að gera þau orð sem ég setti á blað dauð og ómerk en jafnframt til að leggja drög að því að út úr greininni megi lesa eitthvað allt annað en til stóð. Undarlegast af öllu þykir mér sú vanmetakennd á eigin landi, er hún gefur í skyn að hingað hætti fólk jafnvel að koma vegna einnar blaða- greinar. (Innskot: Alltaf eru menn að gefa í skyn að hinir og þessir ferða- menn fari eitthvert annað — nefni- Ingo Wershofen „Hvaða gagn er síðan í því fyrir landsmenn að fá upplýsingar um starfsemi sjóræningja í ferðaþjónustu hérlend- is, ef þeir fá aldrei að vita hverjir eiga í hlut?“ lega til annarra landa — ef við lát- um gagngrýni á erlendum aðilum í ljós. Þvílíkt rugl! Ef KNEISSL eða önnur fyrirtæki hættu allt í einu að skipuleggja sjálf ferðir til ís- lands, þá munu þeirra viðskiptavin- ir að vísu fara eitthvað annað, en það væri þá beinustu ieið inn á næstu ferðaskrifstofu sem selur íslandsferðir, en í dag er enginn skortur á þeim lengur.) Mér þykir ekki vert að eyða mörgum orðum á slík blaðaskrif. Til að sýna fram á hvers konar framsetningu er um að ræða nægir að taka eitt dæmi. í grein minni benti ég Oddnýju á að hún fari ekki alveg með rétt mál þegar hún sagði austurrísku konuna hafa „leyfi sem leiðsögu- maður á íslandi". Oddný titlar sig blaðamann. Ekki sér blaðamaður-r inn síðan ástæðu til að kynna sér málavexti betur og setja sig til dæmis í samband við Féiag leiðsög- umanna til að hafa það sem sann- ara reynist. Nei, hana varðar að eigin sögn ekkert um neina pappíra og svo kemur hún bara með sömu vitleysuna aftur. Eigum við núna að fjalla nánar um slík vinnubrögð? Ég held ekki. Oddný nefnir margar tölur. Það má endalaust leika sér að tölum. Nú skulum við sjá hvort ég geti ekki gert það líka, og e.t.v. jafnvei betur en hún. Ef hennar frásögn er treystandi komu 6.500 ferða- menn á vegum KNEISSL til lands- ins á síðustu 6 árum. Það gerir að Verðbólgan eftirJón H. Karlsson Þessa dagana er mönnum tíðrætt um þjóðarsáttina og að verðbólgan ijúki upp verði bráðabirgðalögin á BHMR-samningana felld. Lítið hefir hins végar farið fyrir umræðu um þá verðbólgu, sem í vændum er erlendis frá vegna Kuwait-deilunnar. Þeir sem standa í innflutningi eru farnir að sjá merki þess að innkaupsverð vara hækki strax vegna olíudeilunnar við Persa- flóa. Algengt er að verð hafi hækk- að frá 3—6% á ýmsum iðnaðarvör- um, þar sem olía er notuð sem hrá- efni og/eða orkugjafi. Það erþví ljóst að við íslending- ar eigum von á hækkun aðfanga og innfluttra vara a.m.k. um 4—5% frá og með byrjun nýs árs og þar með er verðbólgan komin á skrið. Verði svo bráðabirgðalögin um BFIMR-samningana felld er líklegt að af stað fari skriða launahækkana er leiði til innlendrar verðbólgu sem bætist við þá sem kemur að utan. Jón H. Karlsson Ekki er óvarlegt að áætla að verðbólguhraðinn verði kominn í 8—10% í janúar næstkomandi mið- að við ofangreindar forsendur. Það er því hagsmunamál allrar meðaltali 1.100 á ári. Mikil aukning á að hafa átt sér stað' milli ára, þannig að þeir voru víst aðeins færri fyrsta árið, en því fleiri á síð- asta sumri. Gefum ókku'r þá að rúmlega 1.500 manns hafi komið í ár. Oddný upplýsir okkur um að fyr- . irtækið hafi keypt fæði fyrir 3,6 milljónir króna síðastliðið sumar. Gífurleg upphæð það, jafngildir hálfu kaupvirði meðalstórrar íbúðar á höfuðborgarsvæðinu. Sannir Is- landsvinir á ferð hér, að skilja eftir svona mikla peninga! Ef við deilum hins vegar í matar- kostnaðinum með fjöida farþega kemur í ljós að handa hveijum far- þega var keyptur matur fyrir heilar 2.400 krónur á þeim 14 dögum sem ferðamaðurinn var á landinu. Ekki voru það margir lambaskrokkar sem fóru ofan í þá gesti. Hefði upphæðin ekki verið öllu hærri ef íslensk ferðaskrifstofa hefði séð þeim fyrir fæði? Ætli þjóðarbúið færi nú strax á hausinn þó að við misstum svona góðan viðskiptavin? Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það og vil leggja áherslu á það að allar tölur í þessum talnaleik eru fengnar hjá blaða- manni, sem hefur það starf að skrifa um ferðamál. En ég stend í þakkarskuld við Oddnýju fyrir að styðja þannig málstað minn, þó að sennilega óviljandi sé. Hverjir eiga Island? Ég get ekki fallist á ofangreinda ábendingu úr röðum innlendra ferð- askrifstofa að ekki megi nefna nein nöfn, þó að ég telji mig skilja áhyggjur þeirra. Ég byggi afstöðu mína á þeirri forsencju, að það eru tæplega 250 þúsund menn sem eiga eyju þessa, sem við köllum ísland. Landið er ekki í einkaeign hrepp- stjóra, ekki stórbænda, ekki ferða- félaganna, ekki ráðherranna, ekki náttúruverndarmanna og ekki held- ur leiðsögumanna. Né eiga þau rúmlega tíu þúsund manns, sem að ferðamálum standa, þetta land ein- ir. Allir landsmenn eiga það! Hvaða gagn er síðan í því fyrir landsmenn. að fá upplýsingar um starfsemi sjóræningja í ferðaþjón- ustu hérlendis, ef þeir fá aldrei að vita hveijir eiga í hlut? Núna er hins vegar búið að kynna einn slík- an aðila fyrir landsmönnum, bæði á jákvæðan (sjá greinar OSvB) og neikvæðan (sjá mína grein) hátt. Því geta landsmenn fylgst spenntir með rútum á vegum BSI næsta sumar sem hafa í framrúðu nafn- spjald fyrirtækisins KNEISSL og síðan komist að eigin niðurstöðu. Ef ekkert annað vinnst með þess- um blaðaskrifum mínum, þá von- andi þó það, að við leiðsögumenn séum ekki lengur hafðir fyrir rangri sök, ef mönnum finnst eitthvað að skipulagi þessara ferða eða þá framkomu meðreiðasveinanna. upp!!! „Það er því hagsmuna- mál allrar þjóðarinnar að spornað verði við fyrirsjáanlegri óheilla- þróun eins og frekast er unnt.“ þjóðarinnar að spornað verði við fyrirsjáanlegri óheillaþróun eins og frekast er unnt. Það er því fyrst og fremst spurning um þjóðhollustu og ábyrgð þingmanna er kemur að atkvæðagreiðslu um bráðabirgða- lögin. Atkvæði gegn þeim og fall þeirra er innleiðing á aukinni verð- bólgu sem raunar enginn óskar eft- ir eða hvað? Reykjavík, 30. nóv. 1990. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Teppnbúðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.