Morgunblaðið - 06.12.1990, Síða 63

Morgunblaðið - 06.12.1990, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 63 Morgunblaðið/Albert Kemp Biskup yfir íslandi hr. Ólafur Skúlason og sóknarprestur Fáskrúðs- fjaðar sr. Þorleifur Kjartan Kristmundsson ásamt sóknarbörnum við barnaguðsþj ónustu. Fáskrúðsfjarð- arkirkja 7 5 ára Fáskrúðsfirði. Hátíðarmessa var í Fáskrúðs- fjarðarkirkju laugardaginn 1. desember þar sem minnst var 75 ára afmælis kirkjunnar en hún var vígð á uppstigningardag 1915 af Haraldi Jónssyni sem þá var sóknarprestur hér. En aðeins hann og Þorleifur Kjartan Krist- mundsson hafa þjónað við kirkj- una. Hátíðarræðu flutti biskupinn yfir íslandi herra Ólafur Skúlason. Kór Stöðvarfjarðar og Heiðdalakirkju sungu ásamt kór kirkjunnar. Böm úr sunnudagaskóla kirkjunnar sungu undir stjórn Ingigerðar Jóns- dóttur og Láru Hjartardóttur. Barnaguðsþjónusta var um morg- uninn þar sem biskupinn var meðal gesta og ræddi hann við börnin. Kaffisamsæti var í Skrúð að lokinni messu. Elsti borgari staðarins, Þórarinn Bjarnason, færði kirkjunni peninga- gjöf til minningar um konu sína Dagbjörtu Sveinsdóttur sem lést fyrir ári. Kirkjan var endurbyggð öll að innan á sl. sumri, m.a. var sett nýtt parketgólf á hana og allir bekk- ir endurnýjaðir, gluggar settir nýir og kirkjan öll máluð og er nú hin vistlegasta. - Albert „ Tær og skýr skáldskapur og hefur yfir sér heiðríkju heilbrigðrar iífssýnar". Ólafur Haukur Árnasson Góð gjöf handa þeim sem unna Ijóðum ^ .^og hollri visku. V'- ÆSKAN Hótel Saga: Tískusýning fyrir „stórar stelpur“ TÍSKUSÝNING fyrir frjálslega vaxnar konur verður haldin í Skrúð á Hótel Sögu í kvöld fimmtudag kl. 21. Á sýningunni verða föt í stærðum frá 48 úr átta verslunum í Reykjavík. „Ég fékk þessa hugmynd eftir að hafa dvalið í Hveragerði um skeið og áttaði mig þá á að fijáls- lega vaxnar konur eins og ég vita fæstar hvar hægt er að fá föt í stærri stærðum,“ sagði Elíza Guð- mundsdóttir, sem stendur að sýn- ingunni. Elíza fór sjálf í verslanirn- ar og kannaði hvort þær vildu vera með í sýningunni. „A tískusýning- um sýna mjóar konur föt fyrir grannar konur en nú sýna níu fijáls- lega vaxnar konur föt fyrir stórar stelpur og jafnvel stuttar. Með þessu viljum við sýna að það er hægt að líta vel út þó svo við séum stórar." Fyrir sýninguna verður boðið upp á holla sérrétti fyrir þá sem vilja. Kynnir verður Þórunn Gestsdóttir ritstjóri. Verslunarskóli Islands Öldungadeild Innritun á vorönn öldungadeildar Verzlunarskóla íslands fer fram á skrifstofu skólans dagana 3.-6. desember kl. 08.30-18.00. Eftirtaldar námsgreinar eru í boði á vorönn: Bókfærsla Enska Hagræn landafræði Líffræði Ritun Ritvinnsla Tölvubókhald Þjóðhagfræði Bókmenntir Farseðlaútgáfa Islenska Mannkynssaga Stofnun og rekstur fyrirtækja Tölvufræði Þýska Danska Franska Landafræði og saga íslands Reksturshagfræði Stærðfræði Vélritun Áfongum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda: Próf af bókhaldsbraut Próf af ferðamálabraut Próf af skrifstofubraut Verslunarpróf Stúdentspróf Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. JÓLASTJÖRNUR 15% AFSLÁTTUR Nu er tækifærið, góð kaup. jólastjömur 15% afslætti birgðir endast. Opið alla daga frá kl. 9-22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.