Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 64

Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 64
0661 H38M323Q .3 3UDAQUTMMI'i QIQAI8VIUD5ÍOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Minning: Unnur Thoroddsen lyfjafræðingur Fædd lffebrúar 1922 Dáin 27. nóvember 1990 Látin er hér í borg Unnur Thor- oddsen lyfjafræðingur. Hún fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1922, dóttir hjónanna Reginu Benediktsdóttur Thoroddsen og Guðmundar Thor- oddsen prófessors. Unnur ólst upp á góðu heimili við ástríki foreldra .og margra systkina. En skyndilega dimmdi þegar móðirin var hrifin á braut. Móðurmissirinn markaði djúp spor í líf Unnar, spor sem aldr- ei fennti yfir. Unnur fór í langskóla- nám og varð stúdent árið 1944. Háskólanámið sem hún valdi sér var lyíjafræði. Unnur giftist ung að árum Karli Jóhannssyni. Böm þeirra urðu tvö: Ragna og Guðmundur. Karl Jó- hannsson og Unnur slitu samvistir. Seinni maður Unnar var Karl Jóns- son. Hann lést árið 1968. Fyrir meira en þremur áratugum komu tvær skólastúlkur til dvalar á heimili Unnar. Hún bjó þá í húsi við Eiríksgötuna ásamt tveimur öðrum fjölskyldum. Var það gott sambýli. Unnur tók á móti okkur hýr á svip og glaðleg. Hún var þá í blóma lífsins, rúmlega þrítug að aldri, lágvaxin og fremur þétt, létt á fæti og kvik í hreyfingum, ljós- hærð og gráeygð með skýran augn- svip og lágu augun innarlega, bros- mild og hlý í framkomu. Frá fyrsta degi reyndist Unnur okkur vel. Allt sem hún átti var okkur velkomið og innan skamms vorum við sem heimilismenn, nutum þó fremur hlunninda en skyldur væru á okkur lagðar. Á heimili Unnar bjuggum við síðan næstu þijá veturna við góðan hag. Þegar fréttin um veikindi og andlát Unnar barst okkur var sem syrti að. Fregnin seiddi úr hugar- fylgsnum löngu iiðnar stundir og atvik. Þar ber hæst minninguna um Unni, hreinan svip hennar, fas og hlýju. Þar fór kona sem aldrei lét illt orð falla í garð annarra, kona sem í viðmóti og alúð var sú sama við fólk hvar sem það var statt í veraldarstiganum, gjafmild og sam- úðarfull. Nú er Unnur horfin. Við hörmum lát hennar. Að leiðarlokum þökkum við henni samfylgdina og dreng- skapinn. Ragnhildur Helgadóttir, Herdís Sveinsdóttir. Við viljum segja nokkur orð um hana Unni, ömmu okkar. Við kynntumst henni fyrst fyrir t Hjartkær faðir okkar, JÓN GUÐMUNDSSON frá Stóra-Laugardal, Tálknafirði, andaðist á Hrafnistu aðfaranótt 5. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurrós Jónsdóttir, Erna Jónsdóttir, Gerða Jónsdóttir, Leifur Jónsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR JÓHANNSSON bifreiðastjóri, Sólvallagötu 36, Keflavík, lést aðfaranótt 5. desember. Auður Þórðardóttir, Guðrún Þóra Halldórsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Halldór Már Sverrisson, Þorsteinn Jóhann Þorsteinsson. t Útför móður okkar, GUÐNÝJAR INGIBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, Eskihlíð 12A, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. desember kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á líknarstofnanir. Auður Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður Aðalsteinsdóttír, Bessi Aðalsteinsson. t Faðir okkar, ten§dafaðir og afi, GUNNAR ÁGÚSTSSON símvirki, Barmahlið 17, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. íris Gunnarsdóttir, Sindri Gunnarsson, Sólveig Þórarinsdóttir, ívar Gunnarsson, l'na Björg Ágústsdóttir og barnabörn. Unnur Thoroddsen lyfjafræðing- ur lést 27. nóvember sl. Hún fædd- ist 1. febrúar 1922 í Reykjavík. Faðir hennar var Guðmundur Thor- oddsen prófessor og yfirlæknir við Landspítalann, sem lést 1968, og móðir hennar var Regína Magdal- ena Benediktsdóttir, sem lést langt um aldur fram, 1929. Guðmundur og Regína áttu 7 börn, þau eru Dóra, Asta, Skúli,'lést 1973, Unn- ur, Hrafnhildur Gríma, Regína Benedikta og Katrín, en hún dó 1926 tæplega mánaðargömul. Seinni kona Guðmundar var Sigurl- ín Guðmundsdóttir, og sonur þeirra er' Þrándur, og kjördóttir Ásta Björt. Að loknu barnaskólanámi fór Unnur í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1941 og hefði því orðið 50 ára stúdent að vori. Er nú enn stórt skarð höggvið í hópinn, sem taldi 60 manns. Fyrstu kynni okkar Unnu voru þegar við hófum báðar nám í stærð- fræðideild Menntaskólans í Reykja- vík haustið 1938. Við settumst við sama púlt, og var það upphafið að ótjúfanlegri vináttu. Unna var gædd flestum þeim kostum, sem einkenna góða og göfuga sál. Hún var einstaklega hlý og góð mann- eskja og sagði aldrei styggðaryrði við nokkurn mann. Hún var góðum gáfum gædd og virtist læra allt vel án mikillar fýrirhafnar, hún var mjög skemmtileg og hafði frábæra kímnigáfu og frásagnarhæfiieika, enda átti hún ekki langt að sækja það. Það var 10. maí 1940 að breski herinn steig á land og hemam ís- t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, _ UMNURTHORODDSEN lyfjafræðingur, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 6. desem- ber, kl. 13.30. Ragna Karlsdóttir, Hjálmar Eysteinsson, Guðmundur Karlsson, Sigrún Ólafsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINGRÍMUR JÓHANNESSON bifreiðastjóri, Hrafnhólum 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. desember kl. 15.00. Guðrún Helga Steingrímsdóttir, Snorri Ágústsson, Anni Steingrímsdóttir, Stígur Steingrímsson, Nfna Hrólfsdóttir, Jóhannes Helgi Steingrímsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RÖGNVALDUR SIGURÐSSON trésmíðameistari, Iðufelli 4, sem lést 28. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 10. desember kl. 13.30. Auður Magnúsdóttir, Þórunn Rögnvaldsdóttir, Fjóla Rögnvaldsdóttir, Sígurður Örn Brynjólfsson, Ásta Rögnvaldsdóttir, Arnór Árnason, Arnaldur Rögnvaldsson, Patrína Rögnvaldsson og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HJÁLMAR BÖÐVARSSON frá Bólstað, Bakkabraut 1, Vík í Mýrdal, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, þann 27. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 8. desember kl. 14.00. * Þóra Þorbergsdóttir, Þorbergur Þorsteinn Reynisson, Gunnhildur Haraldsdóttir, Sigurður Karl Hjálmarsson, Áslaug Einarsdóttir, Vilborg Hjálmarsdóttir, Kristján Benediktsson, Anna Matthildur Hjálmarsdóttir, Einar Hjörleifur Ólafsson, Jón Hjálmarsson, Sigrún Guðmundsdóttir og barnabörn. sautján árum, þessari litlu, kátu konu. Hún tók á móti okkur með útbreiddan faðminn og hefur haldið okkur þar síðan. Við höfðum aldrei átt neina föðurömmu áður og þegar maður sem lítiil krakki fékk að heyra hana segja: „Þetta eru nýju ömmubörnin mín“ gleymir maður því aldrei. Hún var amma okkar þá og kem- ur alltaf til með að verða það. Það er leitt að þurfa að skilja við hana núna, en hún kemur alltaf til með að verða í huga okkar og hjarta. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem) Inga og Kalli. land. Þeir komu í skólann samdæg- urs og leituðu um allt hús að þýsku- kennaranum okkar, en fundu ekki í það skiptið, en tóku hann til fanga síðar, og vakti það bæði gremju og kvíða meðal nemendanna. Þetta var síðasti skóladagurinn fyrir próf þetta vor. Prófín hófust á réttum tíma, en áður en þeim lauk kom herinn aftur og tók af okkur Mennt- askólahúsið. Varð þá að hætta við að prófa í sumum greinum, en þeir, sem fóru í stúdentspróf og gagn- fræðapróf voru prófaðir í Alþingis- húsinu. Um haustið var efri bekkj- unum komið fyrir í kjallara Há- skóla íslands, sem var í byggingu. Húsnæðið var ekki tilbúið fyrr en 5. nóvember það haust, og þá var skólinn settur. Þetta hafði ýmsar breytingar í för með sér og kom róti á skólalífið. En stúdentsprófí lukum við um vorið, og var skólan- um slitið 16. júní 1941 í hátíðarsal Háskólans. Unnur hóf nám við Lyfjafræðing- askóla íslands haustið 1941 og var við verknám í Ingólfs Apóteki frá 1941-44. í október 1944 lauk hún exam. pharm. prófí frá skólanum og fékk þá stgðu sem aðstoðarlyfja- fræðingur í Ingólfs Apóteki og vann þar til 1946. Þann 23. júní 1945 giftist hún Karli Jóhannssyni, deild- arstjóra hjá útlendingaeftirlitinu. Hann var sonur Jóhanns P. Jons- sonar og Rögnu Pétursdóttur, gull- smiðs á Akureyri og síðar í Reykja- vík. Böm þeirra eru Ragna, verk- fræðingur, vinnur við jarðeðlisfræði hjá Orkustofnun, og Guðmundur, kerfisfræðingur, sem nú er í tölvun- arfræði í Háskóla íslands. Ragna er gift dr. Phd. Hjálmari Eysteins- syni jarðeðlisfræðingi, og eiga þau þrjú börn, tvíburana Unni og Ára, átta ára, og Eystein, tveggja ára. Kona Guðmundar er Sigrún Ólafs- dóttir, og eiga þau tvo syni, Skúla, fimmtán ára og Þorbjöm, sjö ára, en Guðmundur átti áður dóttur og Sigrún tvö börn. Unnur og Karl skildu eftir fímm ára sambúð, og fór þá Unna aftur að starfa við sitt fag. Starfaði með- al annars hjá Lyfjaverslun ríkisins um tíma og einnig í Laugavegs Apóteki, en lengst af í Garðs Apó- teki. Nokkrum áram eftir að Unna skildi við mann sinn kynntist hún öðrum manni, Karli Jónssyni frá Ey í Landeyjum, bifreiðarstjóra. Þau hófu sambúð og bjuggu fyrst á Eiríksgötu 21, en síðar keyptu þau íbúð á Langholtsvegi 19. Þessi maður reyndist Unni og börnum hennar frábærlega vel, og tel ég að það hafí verið mikil hamingjuár. En sambúð þeirra varð ekki löng, því að 1968 veiktist Karl alvarlega og lést nokkru síðar. Þetta var mik- ið áfall fyrir Unni, og má líklegt telja að þau sár hafí aldrei gróið að fullu. Eftir að Unna hætti störf- um hélgaði hún sig að mestu upp- eldi dótturbarna sinna, sem hún gætti á daginn þegar foreldrar þeirra voru að vinna. Nú era eldri börnin farin að ganga í skóla, en Eysteinn litli hefur verið augasteinn ömmu sinnar frá því hann fæddist, en hún hefur annast hann daglega sl. tvö ár. Mikill er missir barna- barnanna allra að amma þeirra er horfin héðan. Þegar litið er til baka er margs að minnast frá góðum og skemmti- legum samverastundum, en ef til vill ber hæst þegar Unna tók mig með sér að heimsækja ömmu sína Theódóru, en það var siður fjöl- skyldunnar að mæta í tedrykkju hjá Theódóra á sunnudagsmorgn- um. Theódóra, sem var þá um átt- rætt, var bráðhress og skemmtileg og hrókur alls fagnaðar. En mest þótti mér gaman þegar hún las fyr- ir okkur úr Þulum sínum. Hún las með slíkri fegurð og glaðlegri innlif- un, sem skáldum einum er lagið. Með þessum fátæklegu orðum og hrygg í húga kveð ég elskulega vinkonu mína, sem gaf mér svo mikið. Ég mun geyma fagrar minn- ingar um hana ókomin ár. Ég votta bömum hennar, barna- börnum, systkinum og öðrum ætt- ingjum innilegustu samúð mína og ijölskyldu minnar. Þorbjörg Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.