Morgunblaðið - 06.12.1990, Side 70

Morgunblaðið - 06.12.1990, Side 70
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 '70 Hvað ber hæst í umræðunni um andleg málefni í dag? i,G \ * F^gein^aheyrslu andar * Uiir slnkun * “®<i 09 *■ Fvrir~?náa |%Bí/W ®æ"«S jjP'ff/a * TáknernlBá aá 1* ÞÍ*ningikn"°BBhUnánr lasásSr §G«ð eir/r ?ffa fr i? TÁKN 0G UNDUR eftir séra Halldúr S. Gröndal þeirra sem vilja fylgjast með l Séra Halldór S. Grðndal var áberandi I viðskiptallfinu á sjötta og sjöunda ára- tugnum, bæði hérlendis og erlendis. Á miðjum aldri snéri hann sér að guð- fræðinámi við Háskóla Islands og lauk embættisprófi 1972. Sama ár tók hann prestvfgslu. Undanfarin 17 ár hefur séra Halldór þjónað Grensásprestakalli. Allt í senn: ★ persónulegur vitnisburður og trúarreynsla, ★ túlkun á ýmsum veigamiklum sannindum kristinnar trúar, ★ leiðbeiningar í bænum og bænalífi. Bók sem spyr áleitinna spurninga - og svarar þeim. PÖntunarsimi (91) 25155 -L—I — sígildar sagnaperlur Stefáns Júlíussonar. í tilefni af 75 ára afxnasli Stefáns Júlíussonar og 50 ára afmæli Kára litla hafa Kárabækurnar þrjár verið endurútgefnar. Þetta eru bækurnar Kárí litli og Lappi, Kári litli í skólanum og Kári litli í sveit. Af sama tilefni eru Kárabækumar nú einnig boðnar í fallegri öskju. Kárabækumar hafa margsannað gildi sitt sem „tæki til að létta bömunum lestramám", eins og höfundur stefndi að. ÆSKAN ENN UM STEYPU Til Velvakanda. Eru starfsmenn borgarverk- fræðings steyptir í mót? Ég vil taka undir þarfa áminningu Magn- úsar Skarphéðinssonar í Velvak- anda frá 20. nóvember sl. um steypuna í bænum. Það væri of langt mál að telja upp þá staði í borginni, sem virka á þá, sem ennþá hafa lífrænt gangverk í skrokknum, sem hel-' kalda stöðnun. Sum svæði eru eins og klippt út úr myndum frá austantjaldslöndum, önnur líta út fyrir að vera óbreytt frá ómuna- tíð. Reykjavík í rigningu er sú dapurlegasta höfuðborg sem ég hef séð. Það glittir í iðandi blikk, steypu og malbik. Það var eitt skáld sem sagði; „Þá brýst fram óvæntur sólargeisli og draslið fær líf...“ — en það er nú svo sjald- an. Þótt eitthvert átak hafi verið gert til að planta tijám og runn- um, þá má það sin lítils í mótvægi við steypuna. Svo mætti oftar nota timbur í opinberum framkvæmd- um en steypan er alltaf lausnin! Hlutföllin eru ósættanlega röng frá manngildissjónarmiði. Garð- eigendur hafa aftur á móti staðið sig betur. Það vaknar sú spurning, hvort borgin eigi hlutdeild í steypustöð eða hver eru hlutföllin í fjárveit- ingum borgarinnar til borgarverk- fræðings og garðyrkjustjórans i Reykjavík. Auðvitað er munur á milli vegna umfangs — en hve mikill? Er þetta spurning um, hvor er fylginn sér eða hvor er frekari? Svar óskast. Hvað um samvinnu? Hægt væri að spyija margra spurninga en borgarbúar sjá hluta af svari í verkunum — það sem hefur forgang er blikk og steypa. Sem dæmi um skilning á þeim bæ má benda á, að fyrir framan aðal- stöðvarnar, Skúlatún 2, er mjög verkfræðileg útfærsla á blómaker- um, hugsað sem skraut! Steypt holræsisrör með einhveijum kvist- um. Er þetta framtíðin eða var þetta sett upp í gríni? Allt snýst þetta um skilning á mannbætandi umhverfi, hvað fær forgang til að gera Reykjavík aðlaðandi fyrir íbúana. Auðvitað hefur borgin þanist út, það sjá allir en ætlar garðyrkjudeildin alltaf að vera mörgum áratugum á eftir? Ein Þórsgata eftir langan tíma og þras er rýr útkoma. Fyrir utan nýlegar umferðareyj- ar, Hlemm og radíusinn um hann, langar mig að taka örfá dæmi af löngum Jista umn ólífrænt um- hverfi: I kringum Austurbæjar- skóla, Hallgrímskirkju, Iðnskóla og Sjómannaskóla er vart sting- andi strá. Öll torg í Reykjavík, Óðinstorg meðtalið, eru rang- nefnd. Torg eru staðir þar sem almenningur hittist og verslar með vöru — þegar veður leyfir. Lækj- artorg sleppur, þrátt fyrir grá- mygluna. Það fer alltaf umhverfis- hrollur um mig þegar ég ek um Skipholtið, Sætúnið eða Tryggva- götu og áfram Mýrargötu. eins og það býður upp á spennandi lausn- ir að hafa höfn í miðri höfuðborg. Umhverfi Hótels Sögu og Haga- torgs er ein flatneskja. Svona mætti lengi telja en ég sagði örfá dæmi og er enn í miðborginni! Hér vantar allt hugmyndarflug, hér er það steypan og malbikið sem hafa forgang og manni verður hrollkalt í Reykjavík og er þá ekki alltaf veðurfarsleg skýring á þeim hrolli. Hve lengi ætla nátttröllin að þrauka? Er ekki kominn tími til að skipta um lið, loff malakoff. Erla Magnúsdóttir, austurbæingur. OF MIKIÐ OFBELDI Til Velvakanda. Ég skrifa þessi orð vegna þáttar- ins Derrick föstudagskvöldið 23. nóvember. Efni hans fannst mér svo óhugnanlegt og langt fyrir neðan það að hægt væri að bjóða fullorðnu fólki, hvað þá börnum og ungling- um, sem ég sá ekki að væru vöruð við í þetta sinn. Mig langar því til að spyija hvort þættir sem þessir séu ekki skoðaðir áður en þeir eru keyptir eða að minnsta kosti áður en þeir eru sýndir. Það skýtur skökku við að sýna slíka ofbeldis- þætti sem þennan á sama tíma sem verið er að reyna að kveða niður einelti og annað ofbeldi. Sj ónvarpsáhorfandi Bruðl hjá ráðherraliði Til Velvakanda. Alveg blöskrar manni bruðlið hjá ráðherraliði þjóðarinnar - þá á ég við allan kostnaðinn við utanlands- ferðir. Þetta minnir mann á austan- tjaldsaðalinn sem lifði í vellysting- um meðan almúginn saup dauðann úr skel, samanber meðferðin á börn- um og vangefnum í Rúmeníu. Mér finnst þetta háttarlag ráðamanna ekki samrýmast svokallaðri þjóðar- sátt. Reyndar vorum við verkafólkið ekki spurð hvað okkur finndist um það mál. Verkalýðsforingjarnir á háu laununum réðu þessu fyrir okk- ur. Ég hélt að við byggjum í lýðræð- isríki en alla vega er okkur skylt að borga félagsgjaldið. Ég legg til að ferðagarparnir borgi úr eigin vasa fyrir kerlingarn- ar sínar í þessum reisum en sæki ekki peninga í vasa almennings sem alltaf þarf að herða sultarólina. Við þurfum að vinna fyrir okkar utan- landsferðum sjálf og ekki fáum við niðurgreitt brennivín í afmælisveisl- ur okkar. Guðrún Magnúsdóttir, Sóknarkona. STIGASLEÐAR ) Jí ÚTIUFt Sími 82922 r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.