Morgunblaðið - 06.12.1990, Qupperneq 74
74
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKALAND
„Verðum komnir með
' öflugt landslið fyrir
ÓL í Barcelona 1992“
- segir Horst Bredemeier, landsliðsþjálfari Þýskalands. Hann hefur
kallað á níu leikmenn frá austurhluta landsins í landsliðshóp sinn
„VIÐ verðum komnir með
öflugt landslið eftir eitt ár og
þá hefst lokaundirbúningurinn
fyrir Ólympíuleikana í Barce-
lona 1992 á fullum krafti hjá
okkur,“ segir Horst Bredemei-
er, landsliðsþjálfari Þýska-
lands, en hann hefur mjög
starkan leikmannahóp fram að
tefla eftir sameiningu þýsku
ríkjanna. „Það er mikill styrkur
að fá marga unga og stórefni-
lega leikmenn frá austurhluta
landsins."
'Horst Bredemeier.
sterkustu leikmenn til Barcelona.
Sumir eldri leikmenn eru ekki inni
í myndinni núna, en þeir eiga góða
möguleika,“ sagði Bredemeier, sem
á þar við Jochen Fraatz, sem leikur
með Essen, en hann hefur ekki leik-
ið með landsliðinu að undanförnu.
Reiknað er með að Fraatz verði
aftur kominn í landsliðshópinn í
janúar. Nú eru A-Þjóðveijarnir
Schneider og Seidel í stöðu Fraatz.
Þá er gamla kempan Ríidiger Borc-
hardt, A-Þýskalandi, -sem leikur
með Dankersen, undir smásjánni.
Markvörðurinn snjalli hjá Gum-
Bretemeier segir að hann þurfi
að fá fimmtán til tuttugu leiki
fyrir landsliðið til að ná því saman
sem sterkri liðsheild. „Leikkerfin
sem landsliðin léku voru ekki þau
sömu og því þarf að lagfæra ýmis-
legt og laða fram það besta frá
hvorum landshluta."
Bredemeier hefur valið níu leik-
menn frá A-Þýskalandi í landslið
sitt. Fimm sem leika með félagslið-
um í austurhlutanum og fjóra sem
leika með liðum í V-Þýskalandi.
„Við munum fara með alla okkar
Þjóðveijar ekki
til íslands?
Fyrirhugað var að landslið Þýskalands kæmi til íslands fyrir jól og
léki hér tvo landsleiki. íslenska landsliðið átti síðan að fara út
með því þýska og ieika í Þýskalandi. Svo getur verið að ekkert verði
úr þessum leikjum, þar sem Bredemeier er ekki tilbúinn að koma til
íslands með lið sitt - segir það ekki nægilega vel undirbúið fyrir ís-
landsferð.
Holger Winselmartn, fyrrum fyrirliði A-Þýskalands. er í iandsliðshópi Brede-
meier.
mersbach, Andreas Thiel, er einnig
inni í myndinni, þó svo að hann
hafi sagt að hann væri hættur.
Þeir leikmenn sem eru nú í lands-
liðshópi Bredemeier, eru þessir:
■Leikmenn í A-Þýskalandi
Jens Kurbins, Leipzig
Stephan Hauck, Berlín
Andreas Seidel, Frankfurt
Holger Winselmann, Magdeburg
Thomas Michel, Magdeburg
■A-Þjóðveijar, sem leika með lið-
um í V-Þýskalandi:
Jurgen Querengásser, Essen
Matthias Hahn, Hameln
Holger Schneider, Bad Schwartau
Andreas Wigrin, Húttenberg
■Landsliðsmenn V-Þýskalands:
Stefan Hacker, Essen
Michael Krieter, Kiel
Volker Zerbe, Lemgo
Michael Klemm, Dormagen
Richard Ratka, Dússeldorf
Martin Schwalb, W.-Massenheim
Andreas Dörhöfer, Gummersbach
Hendrik Ochel, Milbertshofen
Peter Quarti, Essen
Bernd Roos, Grosswallstadt
Ánægðir og stoltir Haukar. Ritnefnd bókarinnarar um sögu Hauka í 60 ár, ásamt formanni Hauka. Bjarni Haf-
steinn Geirsson, Guðmundur Aðalsteinsson, Hermann Guðmundsson, Steinþór Einarsson, formaður, Albert Már Stein-
grímsson og Lúðvík Geirsson, sem skráði söguna. A myndina vantar Jón Egilsson.
Haukar í 60 ár
■ AC Mílan og Olympía Asunci-
on frá Paraguay leika til úrslita
um heimsbikarinn í knattspyrnu í
Tokýó á sunnudaginn. Luis Cu-
billa, þjálfari Olympía, er mjög
bjartsýnn á að lið hans nái að leggja
Evrópumeistarana frá Míílanó. „Við
horfum á ítölsku knattspyrnuna í
beinni útsendingu á hveijum sunnu-
degi í heimalandi okkar og höfum
skoðað vel leikskipulag ítölsku lið-
anna“ sagði Cubilla. Lið hans, sem
kom til Tokýó í gær, hefur undir-
búið sig sérstaklega fyrir þennan
leik frá því í október er þeir urðu
suður-ameríku meistarar annað
árið í röð. Leikmenn AC Mílan eru
væntanlegir til Tokýó í dag. Alber-
igo Evani og Carlo Anelotte leika
ekki með AC Mílan á sunnudag
vegna meiðsla. Evani skoraði sigur-
mark Mílanóliðsins 1989 er liðið
vann Nacional frá Kolombíu í úr-
slitaleik um heimsbikarinn.
■ ROMARIO, brasilíski knatt-
spyrnumaðurinn hjá PSV Eindho-
ven í Hollandi, þarf ekki að gang-
ast undir uppskurð á hné. Þetta var
haft eftir Kees Ploegsma, aðstoð-
arþjálfara PSV, í gær. Romario
hefur verið frá vegna hnémeiðsla í
nokkrar vikur. Ekki er reiknað með
að hann geti farið að leika með lið-
inu fyrr en í janúar. Hann hefur
verið mjög óheppinn með meiðsli
því hann fótbrotnaði í mars og
meiddist síðan á hné í opnunarleik
hollensku knattspyrnunnar fyrir
þetta tímabii.
I 25 rúmenskir áhorfendur, sem
fylgdu rúmenska blakliðinu, Uni-
versitatea Craiovea, til Noregs
til að sjá Evrópuleik liðsins gegn
Sandnes, urðu eftir þar í landi á
sunnudag. 13 þeirra höfðu beðið
um hæii sem pólitískir flóttamenn
í gær. Alls komu um 80 stuðnings-
menn liðsins með til Noregs.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ
Haukar í Hafnarfirði verður 60
ára 12. apríl á nk. vori. Haukar
tóku forskot á sæluna í gær
en þá glöddust þeir þegar
fyrstu eintökin af sögu félags-
ins; Haukar í 60 ár, komu út
úr prentsmiðju. Bókin, sem er
402 bls. í stóru broti, er afar
glæsileg og vönduð. Það er á
ekkert félag hallað þegar sagt
er að saga Hauka sé vegleg-
asta bók sem nokkuð íþróttafé-
lag í landinu heftur gefið út.
Við erum afar stoltir að þessari
bók, sem segir á skemmtilegan
og fróðlegan hátt frá sögu félagsins
í máli og myndum,“ sagði Steinþór
Einarsson, formaður Knattspyrnufé-
lagsins Haukar, en hann sagði að
Lúðvík Geirsson, sem skráði söguna
og ritnefnd undir forsæti Hermanns
Guðmundsson, fyrrum formaður fé-
lagsins, hafi unnið frábært starf í sam-
bandi við vinnslu bókarinnar. „Þegar
ákveðið var að gefa út þessa bók leit-
uðum við strax til Lúðvíks vegna
I
reynslu hans við ritstörf og kunnug-
leika hans í Hafnarfirði. Hann vann
miklu meira starf en að skrifa bókina,
sem er ómetanleg heimild fyrir Hafn-
arfjörð, Hauka og gott innlegg í
íþróttasögu landsins,“ sagði Hermann
Guðmundsson.
Lúðvík hóf að vinna við bókina í
mars 1989. „Ég vissi vel að til að
skrifa viðburðarríka sögu félagsins,
þannig að hún yrði ítarleg, fróðleg og
skemmtileg, þýddi ekki að vinna sög-
una að hlaupum. Það hefur verið gam-
an að vinna að þessari bók, enda hef
ég unnið með mörgum góðum mönn-
um við leit að myndum og öðru. Það
var dýrmætta að hafa hauka í horni
sem Hermann og Jón Egilsson, sem
þekkja sögu Hauka manna best og
þá á Guðsveinn Þorbjömsson ekki
minnstan þátt í að saga félagsins hef-
ur varðveist. Hann vann ómetanlegt
starf á fyrstu árum félagsins er hann
skráði úrslit leikja, hveijir léku og
annan fróðleik - þegar hann var á
næturvöktum í lögreglunni. Það hefði
verið erfiðara og tímafrekara að vinna
bókina ef hans handbrögð hafi ekki
verið til,“ sagði Lúðvík Geirsson, for-
maður Blaðamannafélags íslands.
Margir lögðu hönd á plóginn við
myndasöfnun i bókina, en í henni eru
á sjötta hundrað mynda. Hátt í 1000
Hafnfírðingar koma við sögu í bók-
inni, en henni fylgir ítarleg nafnaskrá.
Elstu myndimar eru frá 1920.
I bókinni er ekki einvörðungu rakin
saga og félagsstarf Hauka, heldur er
komið mun víða við í íþróttasögu
Hafnarfjarðar. Viðtöl eru við nokkra
af helstu forystumönnum Hauka í
gegnum tíðina, sagt frá Haukum í
keppni, ferðalögum, skemmtunar-
haldi, skrautlegri búningasögu, út-
gáfumálum og ýmsu öðru fróðlegu.
Haukar í 60 á, er vandað og veglegt
rit. Bókin kostar 4000 kr. og gefa
Haukar bókina út sjálfir með stuðn-
ingi frá Hafnaríjarðarbæ, Sparisjóði
Hafnarfjarðar og ýmsum öðrum fyr-
tækjum og stofnunum í bænum. Þeir
sem hafa hug á að tryggja sér eintak
geta haft samband við Haukahúsið,
en þar er séð um póstþjónustu um
allt land, eða Bókabúð Olivers Steins,
Bókabúð Böðvars og Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar, sem sjá um
sölu bókarinnar.
■ ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda
heimsmeistaramót í golfi með rúm-
lega milljón pund í verðlaun. Mótið
verður haldið í lok næsta árs á
Jamaíka og whisky-fyrirtækið
Jonny Walker er styrktaraðili móts-
ins og gert er ráð fyrir að sigurveg-
arinn fái um 40 milljónir ÍSK í sinn
hlut. Gert er ráð fyrir 30 keppend-
um, aðeins_ þeim allra bestu.
■ BRASÍLSKA knattspyrnusam-
bandið hefur ákveðið að gefa þjálf-
ara landsliðsins kost á að velja
Brasilíumenn búsetta erlendis í
landsliðið. Roberto Falcao, þjálfari
landsliðsins, hefur hingað til aðeins
fengið að velja „heimamenn" en frá
og með áramótum má hann velja
hvern sem er. Alemao, -sem Ieikur
með Napólí, má þó ekki leika með
liðinu vegna ummæla í garð lands-
liðsþjálfarans fyrr á árinu.
ÚRSLIT
Knattspyrna
Evrópukeppni landsliða, 2. riðill:
Búkarest
Rúmenía—San Marínó.............6:0
Ovidiu Sabau (2.), Dorin Mateut (18.), Flor-
in Raducoiu (41.), Ionut Lupescu (57.),
Pavel Badea (78.), Dan Petrescu (85.)
Áhorfendur: 24.000
Staðan:
Skotland............3 2 1 0 5: 3 5
Sviss...............3 2 0 1 7: 2 4
Búlgaría............3 1 1 1 4: 3 3
Rúmenía.............3 1 0 2 7: 6 2
SanMarínó...........2 0 0 2 0:10 0
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Cleveland —DenverNuggets......121:117
Portland Trail Blazers — Miami Heat. 98:95
New Jersey Nets — Seattle.....106:102
Orlando Magic — New York Knicks 113:102
Philadelphia — Milwaukee......109:108
(Eftir framlengingu)
Chicago Bulls — Phoenix Suns..155:127
Minnesota — Indianapolis Pacers.83:81
Atlanta Hawks — Houston Rockets 113:110
Sacramento — Dallas Mavericks..103:83
LA Lakers — Detroit Pistons....114:90