Morgunblaðið - 20.08.1991, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991
VALDARANI
KREML
Gorbatsjov
harðlínuöflin
G0RBATSJ0V
1931
Fæddur 2. mars í þorpi skammt frá
Stavropol í norður- Kákasus
1ST2
Gengur í kommúnistaflokkinn
1955
Útskrifast í lögfræði frá Moskvuháskóla
1963
Yfirmaður landbúnaðarmála í Stavropol-
héraði
1965
Útskrifast i landbúnaðarfræðum frá
landbúnaðarháskólanum í Stavropo!
1970
Aðalritari í Stavropol umdæmi
1978
Yfirmaður landbúnaðarmála
nóvember 1979
Meðlimur í stjórnmálaráðinu
án atkvæðisréttar
október 1980
Fullgildur meðlimur og yngsti
meðlimur miðstjórnar
apríl 1984
Formaður útanríkismálanefndar
kommúnistaflokksins
mars 1985
Aðalritari kommúnistaflðkksins
1985
Perestrojku og glasnost
hleypt af stokkunum
nóvember 1985
Fyrsti leiðtogafundur Gorbatsjovs af átta
apríl 1989
Lætur reka yfir 100 harðlínumenn
úr stjónmálaráðinu
J
maí 1989
Kjörinn forseti
mars 1990
Kjörinn í nýtt embætti forseta
með mikið framkvæmdavald
19. ágúst 1991
Gorbatsjov rændur völdum.
Var forseti frá 25. maí 1989
Innleiddi víðtækar umbætur
sem breyttu ásjónu heimsins
Glataði vinsældum heima fyrir vegna efnahagsóreiðunnar og matarskortsins
Moskvu. Reuter.
MIKHAIL Gorbatsjov forseti, sem hefur verið hrakinn frá völdum, kom
á víðtækum pólitískum breytingum í Sovétríkjunum og gerbreytti ut-
anríkisstefnu stjórnarinnar í Kreml, en á valdaárum hans færðust
Sovétríkin fram á brún efnahagslegs hruns og pólitísks öngþveitis.
Á sex ára valdatíma Gorbatsjovs
fengu íbúar Sovétríkjanna meira
frelsi en flestir þeirra höfðu þorað
að láta sig dreyma um á margra
áratuga einræðistímabili harðlínu-
manna, en þegar dró að lokum ferils
Gorbatsjovs höfðu vinsældir hans
beðið hnekki vegna matvælaskorts,
þjóðarígs og baráttunnar fyrir því
að færa efnahagslífið í nútímahorf.
Tilraunimar til að taka upp márk-
aðsbúskap hafa varpað ljósi á djúp-
stæðan skoðanamun umbótasinna og
harðlínumanna. Gorbatsjov hefur
verið hikandi og á báðum áttum og
reynt að fara bil beggja.
í alþjóðamálum hefur Gorbatsjov
breytt samskiptum risaveldanna og
oft hitt forseta Bandaríkjanna að
máli. Hann hefur einnig stuðlað að
afvopnun, kallaði heim sovéska herl-
iðið í Afganistan og tók undir alþjóð-
lega gagnrýni á stjómina í Irak,
þótt hún hefði fylgt Sovétríkjunum
að málum.
í júlí hitti Gorbatsjov leiðtoga sjö
helstu iðnríkja heims í London, en
honum tókst ekki fá þá til þess að
bjarga bágbornum efnahag Sov-
étríkjanna.
George Bush Bandaríkjaforseti
kom í heimsókn til Moskvu seint í
júlí og fundir hans og Gorbatsjovs
leiddu til nýs samkomulags um tak-
mörkun vígbúnaðar, sem Gorbatsjov
kvað tákna að kalt stríð mundi aldr-
ei hefjast að nýju.
Gorbatsjov auðveldaði sameiningu
Þýskalands með því að leyfa friðsam-
lega byltingu í Austur-Evrópu.
Stjórnum harðlínukommúnista var
steypt af stóli, hverri á fætur ann-
arri, og Varsjárbandalagið var lagt
niður.
Á valdaárum Gorbatsjovs var 72
ára valdaeinokun kommúnista í Sov-
étríkjunum lögð niður þrátt fyrir ein-
dregna mótstöðu harðra íhalds-
manna í flokknum, sem stóðu dyggan
vörð um gamaldags kommúnisma.
Hins vegar virðast venjulegir
borgarar hafa verið lítt hrifnir af
stjórnarstörfum Gorbatsjovs, þar
sem skortur hefur verið á matvælum
og öðrum nauðsynjum.
Þó að umbætur Khrústsjovs hafí
ekki .verið jafnróttækar og stefna
Gorbatsjov þá takmarkaði hann í
stjórnartíð sinni völd einstakra ráðu-
neyta og boðaði samdrátt í uppbygg-
ingu sovéska heraflans. Hans er ekki
síst minnst fyrir það þegar hann dró
blóðugan feril Stalíns fram í dags-
ljósið í frægri ræðu árið 1956. Gorb-
atsjov gekk enn iengra í því að af-
hjúpa dökkar staðreyndir sögunnar.
Þeir Brezhnev og Janajev eiga það
sammerkt að þeir komust til veru-
legra áhrifa innan sovéska stjórn-
kerfisins undir handarjaðri þeirra
manna sem þeir véku svo úr embætti.
Þegar völdin voru hrifsuð úr hönd-
Verkföll, sem áður voru óþekkt í
Sovétríkjunum, hafa dregið úr iðnað-
arframleiðslu. Hróp voru gerð að
leiðtogunum í Kreml þegar 1. maí
var minnst með venjulegum hátíða-
höldum í Moskvu í fyrra.
Þjóðemisólga hefur færst í aukana
í lýðveldunum á útjöðrum Sovétríkj-
anna.
Helstu umbætur Gorbatsjovs
heima fyrir hafa verið þær að mörg-
um stjórnmálaflokkum hefur verið
leyft að starfa og að stjómarskránni
hefur verið breytt á þann veg að
þingið í Moskvu og hinum 15 lýðveld-
um Sovétríkjanna fá í hendur raun-
vemleg völd.
Gorbatsjov varð leiðtogi kommúni-
staflokksins 11. mars 1985. Fjórum
ámm síðar, í maí 1989, varð hann
forseti Sovétríkjanna án þess þjóðin
kysi hann beinni kosningu.
Hann jók völd sín 1990 þegar sam-
þykkt var að forsetinn skyldi fá fram-
kvæmdavald. Um leið dró hann nokk-
uð úr völdum flokksins til þess að
reyna að koma í veg fyrir skipulagða
andstöðu við umbótastefnuna.
Gorbatsjov var 54 ára gamall þeg-
ar hann tók við völdum og var yngsti
valdhafínn í Kreml frá þvi Jósef
Stalín var við völd. Hann vakti fljótt
athygli heima og erlendis og þótti
þróttmikill og alþýðlegur leiðtogi.
Frjálslegri stjórnarhættir, sem við
tóku undir stjórn Gorbatsjov, leiddu
til meiri ólgu en þekkst hafði í Sov-
étríkjunum síðan í valdatíð Níkíta
Khrústsjovs, sem fordæmdi Stalín
1956 og stuðlaði líkt og Gorbatsjov
síðar að þíðu í menningarmálum, sem
leiddi til þess að út vom gefnar op-
inskáar bækur og frelsi blaða jókst.
Um leið og betur kom í Ijós hvaða
mál það vom sem Gorbatsjov barðist
fyrir harðnaði andstaðan gegn stefnu
hans í kommúnistaflokknum og
skrifræðiskerfinu. Rótgróið sinnu-
leysi og áhugaleysi venjulegra íbúa
Sovétríkjanna kom einnig í ljós.
Hann lagði mikla áherslu á einingu
og aga í flokknum, eins og í ljós kom
í nóvember 1987 þegar hann sam-
þykkti að Borís Jeltsín yrði vikið úr
starfi leiðtoga flokksdeildarinnar í
Moskvu, að því er virtist vegna þess
að hann var of kappsfullur.
Sá þáttur í stefnu Gorbatsjovs,
sem margir urðu helst varir við, var
barátta hans gegn áfengi. Strangar
ráðstafanir vom gerðar til að draga
úr vodka-framleiðslu og. það varð til
þess að langar biðraðir mynduðust
við áfengisverslanir og bmggun
jókst.
Gorbatsjov gerði sér far um að
kynnast venjulegum borguram á
ferðum sínum til ýmissa borga og
iðnaðarsvæða. Hann hvatti jafnan til
þess að fólk skilaði meiri afköstum,
en alþýðleg framkoma hsns stakk í
stúf við stífni fyrirrennara hans, sem
vom gamlir og veikburða.
Þegar Gorbatsjov gekk um á með-
al fólks á ferðum sínum erlendis var
honum svo vel fagnað að stundum
var talað um „Gorbaæði“.
Gorbatsjov var í fararbroddi nýrr-
ar stefnu gagnvart andófsmönnum.
í desember 1986 hringdi hann sjálfur
í eðlisfræðinginn Andrej Sakharov,
andlegan leiðtoga hreyfingar andófs-
manna fýrir 20 ámm, til þess • að
segja honum að innanlandsútlegð
hans væri lokið.
Míkhaíl Sergejevitsj Gorbatsjov
var af smábændaættum og fæddist
í þorpi nálægt Stavropol 2. mars
1931. Að loknu námi í lögum við
háskólann sneri hann aftur til
Stavropol, sem er mikilvægt land-
búnaðarhérað.
Hann varð leiðtogi flokksins í
Stavropol 35 ára gamall. Árið 1978
var hann kvaddur ti! Moskvu, þar
sem hann tók við yfírstjórn landbún-
aðarmála, og ári síðar varð hann
aukafulltrúi í stjórnmálaráðinu.
Vesturlandabúar, sem hafa hitt
Gorbatsjov, segja að hann sé gáfaður
og viðfelldinn og að fáum sovéskum
forystumönnum hafí verið eins auð-
velt að kynnast. Kona hans, Raisa,
er einnig kunn fyrir fijálslega fram-
komu.
í maí 1990 samþykkti sovéska
þingið að kaup hans skyldi hækkað
um 160% í 2.300 rúblur á mánuði
að frádregnum skatti og að hann
skyldi fá opinbera bústaði til umráða
skammt frá Moskvu og á Krím.
Að eigin sögn em áhugamál hans
bóklestur, leikhúsferðir, tónlist, kvik-
myndir og gönguferðir. Dóttir hans,
írína, er læknir í Moskvu. Hún er
gift skurðlækni og þau eiga tvær
dætur.
Margt líkt með falli Gor-
batsjovs og Khrústsjovs
Genf. Reuter.
BROTTVIKNING MíkhaSls Gorbatsjovs úr embætti forseta Sovétríkj-
anna minnir um margt á það þegar Khrústsjov var látinn víkja fyrir
Leóníd Brezhnev fyrir tæpum 26 árum. Báðir höfðu þeir staðið fyrir
umbótum á stjórnkerfi Sovétríkjanna og með því höggvið nærri valdi
þeirra sem steyptu þeim af stóli. Ferill Gennadijs Janajevs sem nú fer
með forsetavald í Sovétríkjunum minnir einnig um margt á feril Brez-
hnevs sem tók við völdum, þegar Khrústsjov var velt úr sessi.
um Khrústsjov var hann eins og
Gorbastjov nú í leyfí við Svartahafið.
Krútsjov var á sínum tíma kallaður
til Moskvu, þar sem hann dró sig í
hlé eftir að honum varð Ijóst að hann
átti ekki annarra kosta völ. Gorbatsj-
ov var hins vegar ekki gefíð færi á
að segja af sér, enda þótt hann hafi
sem forseti verið ábyrgur gagnvart
sovéska þinginu.
Þótt Gorbatsjov hafí verið sviptur
völdum er hann enn að forminu til
aðalritari flokksins sem hann er sak-
aður um að hafa eyðilagt með því
að binda enda á alræðisvald hans og
opna öðrum stjórnmálaöflum leið til
áhrifa í Sovétríkjunum.
Mennirnir bak við valdaránið:
Harðlínumenn í lykil-
stöðum hjá her og KGB
Reuter. The Daily Telegraph.
ATHYGLI vekur að áttmenning-
arnir sem stóðu að valdaráninu
í Sovétríkjunum voru flestir nán-
ir samstarfsmenn Mikhaíls Gorb-
atsjovs. Margir þeirra voru ein-
mitt skipaðir í stöður sínar af
manninum sem þeir steyptu svo
af stóli.
Gennadíj Janajev: Fyrrverandi
varaforseti Sovétríkjanna og náinn
samstarfsmaður Míkhaíls_ Gorbatsj-
ovs. Gorbatsjov sagði: „Ég vil ein-
hvern sem ég get treyst mér við
hlið,“ þegar hann var að sannfæra
þingið um að Janajev væri rétti
maðurinn í stöðuna. Janajev sagðist
aftur á móti vera gallharður komm-
únisti, og ekkert gæti breytt þeirri
sannfæringu hans.
Janajev fæddist í Rússlandi árið
1937 og er því 54 ára gamall. Hann
nam búvísindi og lögfræði auk þess
sem hann hlaut doktorsgráðu í sögu
með ritgerðinni „Vandamál Trotsk-
íisma og stjórnleysis," efni sem að-
eins hugmyndafræðilega „öraggum"
nemendum var treystandi í.
Ferill hans í kommúnistaflokkn-
um hófst með starfi í æskulýðssam-
bandinu, en á valdatíma Brezhnevs
reis hann fljótt til metorða í flokkn-
um uns hann hafði meðal annars
öðlast sæti í miðstjórn og stjórn-
málaráði kommúnistaflokksins.
„Ég styð perestrojkuna,“ sagði
Janajev við vantrúa þingmenn þegar
þeir höfðu kosið hann í embætti
varaforseta eftir fortölur Gorbatsj-
ovs. „Ég hef verið henni hliðhollur,
er það enn og mun alltaf vera það.“
Á blaðamannafundi meðan á
heimsókn hans í Bonn stóð fyrir
skömmu sagði hann: „Ég er fullkom-
lega sannfærður um að Gorbatsjov
forseti er eini stjórnmálamaðurinn
sem vesturlönd geta unnið með.“
Ef til vill mátti sjá merki þess er
í vændum var í febrúar síðastliðnum
þegar Janajev sagði í viðtali við dag-
blað í Moskvu: „Okkur hafa mistek-
ist flest ætlunarverk okkar. Nú ríður
á að koma hlutunum í rétt horf.“
Gennadíj Janajev er nú starfandi
forseti Sovétríkjanna.
Valentín Pavlov: Forsætisráð-
herra Sovétríkjanna. Einnig hann
var tilnefndur af Gorbatsjov, en var
áður fjármálaráðherra. Hann tók við
embætti forsætisráðherra í janúar
þrátt fyrir að hann hefði orð á sér
fyrir að aðhyllast gamaldags skrif-
ræði og vera lítið hrifinn af nútíma-
legum markaðsbúskap. Hann hefur
aldrei haft embætti innan kommúni-
staflokksins.
Hinn 53 ára gamli Pavlov til-
kynnti í febrúar að hann grunaði
vesturlönd um að hafa uppi áform
um að knésetja Gorbatsjov með því
að fylla gjaldeyrismarkaði af rúbl-
um. Áður hafði hann ógilt stóran
hluta af peningaseðlum landsins þó
hann hafí sjálfur staðið fyrir stór-
felldri prentun á rúblum til að brúa
fjárlagahallann árið 1989.
Vladímír Krjútskov: Yfirmaður
sovésku leyniþjónustunnar KGB,
með 750 þúsund manns undir sinni
stjórn. Kijútskov, sem er 67 ára að
aldri, tók við KGB árið 1988 að ósk
Gorbatsjovs, og beitti sér fyrir því
að breyta ímynd leyniþjónustunnar
til hins betra.
Þrátt fyrir yfirborðsstuðning við
umbótastefnu Gorbatsjovs er
Kijútskov yfirlýstur harðlínumaður
sem hefur staðið fyrir aukningu og
enduruppbyggingu njosnastarfs á
vegum KGB.
Krútsjov gekk í kommúnistaflokk-
inn árið 1944, en færði sig um set
yfir í leyniþjónustuna 1960. Hann
segist hafa yndi af bóklestri og leik-
húsferðum.
Dmitrí Jasov: Hersöfðingi sem
varð varnarmálaráðherra árið 1987
með það að meginmarkmiði að tre-
ysta varnir landsins eftir áfallið sem
flug Þjóðveijans Mathiasar Rust til
Moskvu olli.
Jasov er 67 ára gamall, og ein-
kennisbúningur hans með öllu sínu
glingri ber vott um 50 ára dygga
herþjónustu, meðal annars sem yfir-
maður sovéska setuliðsins í Tékkó-
slóvakíu. Samt lét hann sig hafa það
að klæðast hefðbundnum jakkaföt-
um í heimsóknum sínum til vestur-
landa.
Hann varð eins konar vörumerki
breyttrar stefnu Gorbatsjovs í
vígbúnaðarmálum, en fer þó fyrir