Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 15 Þrír úr valdaránshópnum á fréttamannafundi. Gennadíj Janajev og Oleg Baklanov. Reuter Frá v. Borís Púgó, Janajev á blaðamannafundi: Gripum til aðgerða vegna ófremdarástands Washington. Reuter. GENNADÍJ Janajev, sjálfskipaður forseti Sovétríkjanna, kallaði saman fréttamannafund í gær þar sem hann reyndi að útskýra gerðir harðlínu- mannanna er rændu völdum aðfaranótt mánudags og settu Míkhaíl S. Gorbatsjov af. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu Janajevs á fundinum en túlkar utanríkisráðuneytisins sovéska þýddu hana jafnóðum á ensku. „Það er ekkert launungarmál að framleiðsla hefur snarminnkað, breytingar í efnahagskerfínu hafa ekki stöðvað þá þróun, og þessi þró- un stofnar í hættu frekari framförum og velferð þjóða Sovétríkjanna. .. Ókleift er að lifa hér eðlilegu lífi við þessar aðstæður. Víða í Sovétríkjun- um er úthellt blóði í deilum þjóða- brota og sundurlimun sambandsrík- isins myndi hafa hinar alvarlegustu afleiðingar, jafnt innanlands sem erlendis. Að svo komnu máli eigum við ekki annars úrkosta en að grípa til markvissra aðgerða til að koma í veg fyrir endanlegt og skelfilegt hrun ríkisins... Við erum staðráðnir í að koma tafarlaust á lögum og reglu, binda enda á blóðsúthellingamar, heýja vægðarlaust stríð gegn glæpalýð og uppræta þetta þjóðfélagsmein... Við viljum raunhæfar lýðræðisum- bætur, staðfasta umbótastefnu er hafi að markmiði félagslega end- urnýjun og efnahagslega farsæld sem geri landi okkar kleift að skipa þann sess sem því ber í heiminum. En framþróun í landinu má ekki byggja á versnandi lífskjörum. Við viljum eiga friðsamleg sam- skipti við alla en lýsum yfir því að enginn fær að misbjóða fullveldi okk- ar eða sjálfstæði, enginn fær að hrófla við landamærum okkar og allar tilraunir til að skipa okkur fyr- ir, hvaðan sem þær eru ættaðar, verða stöðvaðar. Land okkar, byggt mörgum þjóðum, hefur verið til í margar aldir og íbúarnir verið stoltir af því. Við höfum aldrei skammast okkar fyrir að vera hreykin af því og teljum eðlilegt að unga kynslóðin verði alin upp í sama anda.“ JAIUAJEV 1937 Gennadíj Janajev, Perevoz, fæddist í vestur- Rússlandi 1959 Útskifaðist frá landbúnaðarháskólanunn í Gorkíj Nam síðar lög og lauk doktorsprófi í sögu 1962 Gekk í kommúnistaflokkinn 1968-1986 Formaður sovéska æskulýðssambandsíns Varaformaður sambands vinafélaga Sovétríkjanna og erlendra ríkja 1986-1990 Ritari og síðar varaformaður sovéska alþýðusambandsins júlí 1990 Gengur í miðstjórn og stjórnmálaráð desember 1990 Kjörinn varaforseti 19. ágúst, 1991 Starfandi forseti Sovétríkjanna ákveðnum hópi manna sem þekktur er fyrir afturhaldssamar skoðanir. í heimsókn Gorbatsjovs til Japan í apríl síðastliðnum var hernám Kúr- íleyja í síðari heimsstyijöldinni á dagskrá. Þá sagði Jasov opinberlega að Gorbatsjov fengi ekki að ráða því einn hvað um semdist. Auk þess hefur Jasov verið einn helsti and- stæðingur þess að sovéski herinn verði dreginn út úr Þýskalandi og fleiri löndum í Mið-Evrópu. Boris Púgo: Innanríkisráðherra Sovétríkjanna. Fæddur í Lettlandi árið 1937, þar sem hann var bæði formaður kommúnístaflokksins og leyniþjónustunnar KGB. Hann var gerður að innanríkisráð- lierra í fyrra en hefur aldrei verið hrifinn af hugmyndum Gorbatsjovs um markaðsbúskap, og kennir þeim um hið lélega efnahagsástand í land- inu. Það var Púgo sem fyrirskipaði hinar blóðugu aðgerðir sovéska hers- ins í Vilnius og Riga, og líklegt má telja að hann hafi þann málaflokk áfram með höndum. O. D. Baklanov: Varaformaður varnarmálanefndar Sovétríkjanna. Hefur lengst af verið háttsettur embættismaður í sovéska hernaðar- og vopnaiðnaðargeiranum. Gorbatsjov skipaði hann ritara miðstjórnar kommúnistaflokksins árið 1988 þar sem hann skyldi fara með mál er lytu að hergagnafram- leiðslu. Viktor Starodúbtsév: Formaður Bændasamtaka Sovétríkjanna. Hann hefur verið lítt áberandi síðan hann var sendur til liðs við nýja deild flokksins er sjá skyldi um af- vopnunarmál árið 1988. Hann hefur þvílíka reynslu af af- vopnunarviðræðum við vestræn ríki að líklegt er talið að hann verði eins konar utanríkisráðherra hinnar nýju stjórnar. A. I. Tisjakov: Formaður Sam- taka ríkisrekinna fyrirtækja í Sov- étríkjunum. _i..______________| Hvemig lnttn varoað 5,5 miljónum. Sá sem keypti KJARABRÉF fyrir 6 árum fyrir eina milljón króna á nú tæpar 5,5 milljónir. Á verðlagi dagsins í dag hefur hann fengið tæplega 2.7000.000 kr. í vaxtatekjur auk verðbóta. Með öðrum orðum, raungildið hefur 2,7-faldast á þessum tíma! Nú er rétti tíminn til að kaupa KJARABRÉF. Góð ávöxtun framundan! VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTING ARFÉLAGSINS HF - Löggiltverðbréfafyrirtæki - HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYR111100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.